Morgunblaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987
66
urSiV&vcö þvi' h^ort 'eg 9se.ti
fengih sberri ójúkrcLStofu?"
ást er...
... aÖ vinna hann i
fyrstu lotu
TM Reg. U.S. Pat. Off.-all rights reserved
c1985 Los Angeles Times Syndicate
Of lítil tillitsemi í
umferðinni
Ökumaður hringdi: „Með aukinni
umferð er engu líkara en tillitsem-
in fari minkandi í umferðinni hér
í Reykjavík. Margir ökumenn
hreinlega olnboga sig áfram þegar
umferðin er þung og troðast á
kosnað annarra. Eg held að það
myndi frekar borga sig að öku-
menn sýndu almennt meiri tillit-
semi í umferðinni og jafnframt
yrðu ákeyrsluniar færri. Þannig
yrði umferðin greiðari og allir
kæmust leiðar sinnar fyrr en með
núverandi hamagangi."
Er öndunum gefið
of mikið?
HJ hringdi: „Mig langar til að
benda á að nú á þessum góðviðris-
dögum er öndunum á Tjörninni
gefið alltof mikið af brauði. Af-
leiðingin er sú að þær éta ekki
helminginn af því brauði sem til
þeirra er kastað og svo fljóta rotn-
andi brauðbitar út um allar tjöm.
Það er mikill óþrifnaður af þessu.
Þetta ættu þeir að athuga sem
gera það sér til skemmtunnar að
gefa öndunum á
góðviðrisdögum. “
Amstradklúbbur?
Tölvueigandi hringdi: „Fyrir
skömmu var spurt eftir Amstrad-
klúbbnum í Velvakanda og spurt
hvort hann væri einnig fyrir þá
sem eru með Amstrad pcw og pc.
Ég hef ekki séð neitt svar frá
þeim. Þar sem ég hef áhuga fyrir
að komast í samband við aðra pcw
eigendur langar mig til að spyij-
ast fyrir um hvort þeir hafi
einhver samtök sín á rnilli."
Svörttaska
Svört taska með vetlingum o. fl.
tapaðist á Hávallagötu eða þar í
grennd fyrir skömmu. Ef einhver
hefur fundið hana er hann beðinn
að hringja í síma 2 63 91.
Bílbeltin þyrftu að
veraþægilegrií
notkun
Sigríður hringdi: „Mér skilst að
nú eigi að fara að sekta fólk sem
ekki notar bílbelti. En áður en
byijað verður á því þyrftu að
koma bílbelti sem auðveldara
væri að setja á sig. Ég ferðast
mikið sem farþegi, þar sem ég á
ekki bíl sjálf, og í mörgum bílum
er festingin svo langt niðri að ég
verð að biðja bflstjórann að festa
beltið fyrir mig. Eins er þetta í
aftursætunum, þar er mjög
óþægilegt að spenna á sig beltin.
Ef skylda á notkun bflbelta fínnst
mér að þau þyrftu að vera þægi-
legri."
V erðmerkingar
Anna hringdi: „Fyrir skömmu var
kvartað undan því í Velvakanda
að verðmerkingar vantaði víða á
vörur sem stilit er út í búðar-
glugga. Ég vil taka undir þetta.
Það er mjög óþægilegt að geta
ekki lesið verðið á vörunum um
leið og maður skoðar þær. Kaup-
menn ættu að taka sig á og
verðmerkja allar vörur sem þeir
stiila út.“
Svart leðurveski
Svart leðurveski var tekið úr
bfl í Þingholtsstræti fyrir helgina.
Veskið er merkt Sparisjóði
Reykjavíkur og nágrennis og voru
í því skilríki og fl. sem eigandan-
um vantar sárlega. Ef einhver
hefur fundið veskið eða skilríkin
er hann beðinn að hringja í Guð-
berg í síma 61 90 62.
HÖGNI HREKKVlSI
Víkverji skrifar
„þAE> ER/ILD(2EI FLÖARFRIPOR \ þESSO
5TARFI."
Nú eru liðnar fímm vikur frá
alþingiskosningum og ekkert
bólar á nýrri ríkisstjóm. Komist
enginn skriður á stjómarmyndun í
þessari viku má búast við, að óþolin-
mæði byiji að gæta hjá almenningi.
Það er að vísu ekkert nýtt að stjóm-
armyndun taki langan tíma, sem
út af fyrir sig er vísbending um
veilu í stjómkerfí okkar. En sjald-
an, a.m.k. hin seinni ár, hefur verið
jafn mikið um yfírlýsingar af því
tagi, að þessi vinni ekki með þessum
og undir forsæti þessa stjómmála-
foringja, og nú.
Forystumenn stjómmálaflok-
kanna verða að gæta að sér. Fólk
ber takmarkaða virðingu fyrir
stjómmálamönnum og baráttu
þeirra. Mörgum koma tilraunir
fíokkanna til stjómarmyndunar fyr-
ir augu á þann veg, að þetta séu
litlir strákar að leika sér í sand-
kassa og tveir hrópa gjaman að
þeir vilji ekki vera með þeim þriðja
o.sv. frv.
Þótt færa megi rök að því, að
það komi skattgreiðendum bezt,
þegar til skemmri tíma er litið, að
sem lengst bið verði á myndun nýrr-
ar ríkisstjómar (!), er ljóst, að
alvarleg vandamál bíða úrlausnar.
Margir viðmælendur Víkveija í
dagsins önn hafa áhyggjur af því,
að stjómleysið leiði til þess að við
glötum því, sem áunnizt hefur f
efnahagsmálum og verðbólgan vaxi
á ný. Til þess má ekki koma.
XXX
Lengi var það svo, að hægt var
að kaupa benzín á einum stað
á höfuðborgarsvæðinu eftir kl.
21.00 á kvöldin. Sfðan tóku olíufé-
lögin upp sjálfsala, þannig að nú
er hægt að kaupa benzín í sjálfsöl-
um á fjölmörgum benzínstöðvum á
þessu svæði. En þeir, sem era á
ferð í bifreiðum þurfa á margvís-
Iegri annarri þjónustu að halda og
hafa ekki heldur alltaf handbæra
þá tegund af peningaseðlum, sem
sjálfsalar taka við.
Er þetta ekki orðin úrelt skipan
hjá olíufélögunum að loka benzí-
nstöðvum kl. 21.00 á kvöldin eða
rúmlega það? Bifreiðafjöldinn er
orðinn svo gífurlegur á höfuðborg-
arsvæðinu að full ástæða virðist til
að þessar þjónustustöðvar séu opn-
ar til miðnættis. En sjálfsagt er
ekki við því að búast að svo verði,
meðan engin samkeppni ríkir meðal
olíufélaganna.
XXX
að er vej til fundið hjá Sverri
Hermannssyni, menntamála-
ráðherra, að halda menningarhátí-
ðir á landsbyggðinni. Á sl. ári var
slík hátið haldin á Akureyri og nú
í þessari viku verður hún haldin á
ísafírði. Þar frumsýnir Þjóðleik-
húsið m.a. nýtt leikrit. Á sama tíma
er Sinfóníuhljómsveit íslands á
hljómleikaferð um Austurland.
Framtak af þessu tagi er mikils-
verður þáttur í því að halda uppi
byggð um landið'allt.