Morgunblaðið - 02.06.1987, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987
67
Hreinsum Reykjavíkurfjörur
Göngnm vel um landið okkar
Hættum að útbia umhverf i okkar með allskyns óþverra
Til Velvakanda
Jóna E. Jónsdóttir, leiðsöffu-
maður skrifar
Mikið er ég hjartanlega sammála
forsvarsmönnum Sindra-Stáls um
skilningsleysi yfirvalda á umhverf-
isvemd. Það fer illa fyrir bijóstið á
mér að sjá hvemig við göngum um
landið okkar. Fólk losar sig við rusl
Ég hef oft hugsað eftir göngu-
ferð I fjörunni á Seltjamamesi,
auðvitað á Seltjamamesi, þvf Reyk-
víkingar eiga enga Qöru sem hægt
er að nýta til gönguferða, en það
er nú annar sálmuri Ég hef sem sé
oft hugsað eftir góða gönguferð,
þegar á vegi mlnum varð rusla-
haugur, sem nýbúið var að koma
„Ég skora á ykkur, þcssa sem hlutdeild eigið I þvl að útbla ____
hverfi okkar með ailskyns óþverra: Takið ykkur tak og látið
skynsemina ráða.“
garðinum, sitjandi að loknu dags-
verki með finu konunni sinni og
fínu bömin sér við hlið, sem öll
hjálpuðust að við að setja heimilis-
sorpið I flnu kerruna sem hengd
var aftaní flna bflinn og flutti það
út I Uótu náttúruna og var losað
þar. Hvemig hugaar svona fólk ég
bara spyr? Þetta er óþolandi.
En aftur að aðgeröum eða öUu
heldur aðgerðarleysi yfirvalda. Það
er skylda ykkar að uppfræða fólk
um hættuna sem stafar af gömlum
bflrafgeymum og rafhlöðum. Maður
sér þessa hluti á vtð og dreif um
allt land, fólk hendir þessu frá s'
hvar sem er, n\jög sennilega vegna
fáfræði. Mcira að segja má oft sjá j
smáböm vera að leika sér með j
gamlar rafhlöður inni á heimilum, 1
sléikjandi þær og sjúgandi.
Það vantar fræðslu um þessa
hluti, ykkur ber skylda til að vara
fólk við þessum óþverra með dag-
iegum viðvörunum I fjölmiðlum. Þá j
sakar ekki að láta fylgja með beiðni I
og viðvörun til allra Islendinga um I
skaðsemi loftmengunar. Því þar eru I
þeir líka frekar illa upplýstir. Migl
minnir að hafa heyrt að mælingar 1
sem gerðar voru á loftmengun f
Reykjavík sýndu að höf
ckar væri
TII Velvakanda
Ég vil taka undir tímabæra grein
Jónu E. Jónsdóttur, leiðsögumanns,
sem birtist í Velvakanda hinn 26.
maí og bar fyrirsögnina „Göngum
vel um landið okkar — Hættum að
útbía umhverfi okkar með allskyns
óþverra". Það er forkastaniegt að
mönnum skuli haldast uppi að kasta
rusli og það heilu bílförmunum á
útivistarsvæðum almennings. Beita
þyrfti háum sektum í því skyni að
taka fyrir slíkt háttarlag. Hér á höf-
uðborgarsvæðinu ætti að vera hægt
að hafa nokkurt eftirlit með þessu
þó það sé erfiðara í dreifbýlinu.
Éins og Jóna segir í grein sinni
eiga Reykvíkingar varla fjörur sem
hægt er að nýta til gönguferða.
Þetta er fyrst og fremst draslara-
hætti að kenna og reyndar einnig
slæmum frágangi skolplagna sum-
staðar. Ég vil nefna fjöruna fyrir
neðan Ánanaust og Eiðisgranda.
Þetta gæti verið fegursta göngufjara
og vantar ekki mikið uppá að hún
sé það. Sjávarbakkann þyrfti að
græða upp og tína upp allt drasl sem
þama hefur safnast fyrir. (Þetta á
sjálfsagt einnig við um aðrar fjörur
borgarinnar).
Þama hafa borgaryfírvöld látið
setja upp girðingu meðfram allri
ströndinni sem ekki er til fegurðar-
auka. Mér fínnst hún „tukthúsleg"
og er girðingin síst til þess fallin að
auka aðdráttarafl strandarinnar.
Ættu ekki merkin með tilkynningun-
um um að öll sorplosun sé bönnuð
að nægja?
Þó ég vilji ekki bera í bætiflákann
fyrir sóðana hefur mér dottið í huga
að það sé ekki að ástæðulausu sem
menn losa sig við sorp á víðavangi.
Gæti verið að það vantaði sorp-
móttöku hér í borginni, þar sem tekið
er við stærri hlutum sem kasta þarf?
Mörgum þykir kannski langt að aka
út á sorphauga og vita ekki hvemig
móttakan fer fram þar. Þykjast þess-
ir menn því ef til vill hafa nokkra
afsökun fyrir því að losa sig við drasl
á „auðveldan hátt“. Sorpmóttöku
þar sem menn gætu losað sig við
drasl gegn vægu gjaldi þyrfti að
koma upp einhverstaðar í borginni
og auglýsa starfsemi hennar. Ef
þetta væri gert yrði minna um að
menn freistuðust til að nota fjörurn-
ar fyrir sorphauga.
Að lokum: Göngum vel um landið
og látum það ekki henda okkur að
fleyja drasli á víðavangi hvort sem
er innan borgarmarkana eða utan.
Jóhannes
Háar vísi-
tölubætur
— framlengið húsnæðis-
málasíj órnarlánin
Til Velvakanda
Húabyggjandi skrifar:
Ég vil taka undir með þeim sem
skrifað hafa um „okurlánin" í Vel-
vakanda að undanfömu. Þessi lán
hafa hækkað gífurlega í verðbólg-
unni sem stjómmálamenn lofuðu að
koma í veg fyrir en nú sitjum við
sem treystum á þá í súpunni. Þessi
lán áttu að vera til þriggja áratuga
en raunin er sú að þau verða að
greiðast upp að mestu leyti á nokkr-
um árum. Mikið hefur verið um þetta
talað og skeggrætt af stjómmála-
mönnum en afskaplega lítið gert.
Fyrir kosningamar var þetta mál
mikið rætt og lofúðu þá margir
stjómmálamenn úrbótum en nú
heyrist ekki mikið um þetta mál
skrafað lengur og ekki bólar á úrbót-
unum.
Þetta ber ekki að skilja svo að
við þeir húsbyggendur sem tóku
þessi endemis lán séum að biðja um
einhveija ölmusu. Það sem við förum
hins vegar framá er að lánin fáist
greidd upp með jöfnum greiðslum á
jafn löngum tíma og um var samið
í upphafi þannig að greiðslubyrgðin
jafnist út. Fengjust t.d. húsnæðis-
málastjómarlán framlengd með
þessum hætti yrði það mörgum til
bjargar.
BBC
BROWN BOVERI
Ný gerð
af
sjálfvörum
★ Snertifrí
★ 6kA rofgeta
★ 1, 2 og 3 póla
★ Hjálparsnerta
★ Gæði = Öryggi
Vatnagörðum 10,
Símar 685855 & 685854.
ALVORU
ÚTIHURDIR
Á islandi duga aðeins ALVÖRU ÚTIHURÐIR.
Borgar sig að standa f endalausu viðhaldi?
Útihurð áTslandi verður að geta staðið af sér rok, rigningu, snjó,
frost, sandfok, sól o.fl., en það gera aðeins alvöru útihurðir. í
sýningarsal okkar er glæsilegt úrval ALVÖRU ÚTIHURÐA, hurða
sem byggðar eru á áratuga reynslu okkarvið framleiðslu útihurða
fyrlr okkar hörðu veðráttu.
U
I I I I □ □ □ □ □Tq □"□ =
Velkomin I sýningarsal okkar að Kársnesbraut 98, Kópavogi, þar
getið þið skoðað okkar glæsilega úrval i ró og næði.
HYGGINN VELUR
HIKO-HURÐ
HURÐAIÐJAN
U ULLlrCVil KÁRSNESBRAUT 98-SÍMI43411
200 KÓPAVOGUR
KROSSVIÐUR
T.d. vatnslímdur og
vatnsheldur - úr greni,
blrki eða furu.
SPÓNAPLÖTUR
T.d. spónlagðar, plast-
húðaðar eða tilbúnar
undir málningu.
Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket.
Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu
verðL SPARIÐ PENINGA!
- Smíðið og sagið sjálf!
Þið fáið að sníða niður allt plötuefni
hjá okkur í stórri sög
■ ykkur að kostnaðarlausu.
BJORNINN
Við erum í Borgartúni 28