Morgunblaðið - 02.06.1987, Page 72
STERKTKDRT
ÞRIÐJUDAGUR 2. JUNI 1987
VERÐ í LAUSÁSÖLU 50 KR.
Laxveiði á stöng hófst í fyrstu ánum í gær. Hér
glímir Friðrik Þ. Stefánsson við fallegan 10 punda
lax og Jón G. Baldvinsson er honum til aðstoðar. Á
innfelldu myndinni eru þeir Friðrik og Jón varafor-
maður og formaður Stangaveiðifélags Reykjavikur,
með nýrunna og fallega flugu veidda laxa úr Norð-
urá í gaer. Við hlið bónda síns stendur Elín Möller.
/
• >/\ ■ <*
' 'x / V''\T/ ýýýk
Morgunblaðið/Guðmundur
Laxveiðivertíðin hafin
Góð veiði í Norðurá og Þverá
STANGVEIÐI hófst í þremur
laxveiðiám í gær, Norðurá,
Þverá/Kjarrá og Laxá á Ásum.
Er óhætt að segja að vertíðin
hafi farið vel af stað. Lokatölur
dagsins fengust ekki, en í Norð-
urá veiddust fyrir hádegi 14
laxar og bættu menn nokkrum
við eftir hádegið. Fyrsta Iaxinn
veiddi Ólafía Sveinsdóttir, 9
punda hrygnu á Stokkhylsbroti
klukkan 25 minútur yfir sjö.
Ólafía dró þarna þijá á stuttum
tíma. Annars veiddust flestir
laxanna í Norðurá á Brotinu
og á Eyrinni. Stærstu laxarnir
voru um 12 pund.
Betur veiddist í Þverá, enda
lengra veiðisvæði og fleiri stangir.
15 komu á land úr Þverá fyrir
hádegi, þar af sá stærsti á sumr-
inu til þessa, 15 punda lax sem
Ingvar Vilhjálmsson veiddi í
Kirkjustreng klukkan hálf átta. í
Kjarrá veiddust sjö laxar á fyrri
vaktinni og frést hafði um ein-
hvem afla á þeirri seinni. Lítið
fréttist af Laxá á Ásum, en óstað-
festar fregnar hermdu að menn
þar hefðu eitthvað orðið varir, en
sjaldnast er veiði að hafa í Laxá
fyrstu dagana.
Alþýðubandalag og Kvennalisti:
Neikvæðar undirtektir við
málaleitan Alþýðuflokks
Búist við ákvörðun forseta í dag
FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir ræddi við for-
menn stjórnmálaflokkanna í gær, og er búist við að hún taki
ákvörðun um það í dag hvort hún felur Jóni Baldvin Hanni-
balssyni, formanni Alþýðuflokksins umboð til stjómarmynd-
imar eða ákveður að láta forystumenn stjórnmálaflokkanna
halda áfram óformlegum viðræðum, án þess að einum þeirra
hafi verið falið stjórnarmyndunarumboð.
Framkvæmdastjóm Alþýðu-
bandalagsins átti þriggja tíma
langan fund í gær um drög þau
að málefnasamningi sem Jón
Raldvin sendi flokknum um helg-
ina og varð niðurstaða fundarins
sú, samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins, að Alþýðubandalagið
hafnar því að ganga til viðræðna
við Alþýðuflokk á þeim forsendum
að þriðji samstarfsflokkurinn
verði Sjálfstæðisflokkur.
Fyrstu viðbrögð Kvennalista við
samskonar erindi Alþýðuflokks
eru neikvæð. Fari svo að forseti
veiti formanni Alþýðuflokksins
umboð til stjómarmyndunar á
hann ekki annan kost til myndun-
ar þriggja flokka ríkisstjómar en
þann að óska eftir viðræðum við
Sjálfstæðisflokk og Framsóknar-
flokk. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins er áhugi fram-
sóknarmanna á viðræðum við
Alþýðuflokk mjög takmarkaður,
en þó er búist við að þeir muni
ekki hafna boði um formlegar við-
ræður þessara flokka. Framsókn-
armenn beina nú einkum sjónum
sínum að framlengingu á lífi nú-
verandi ríkisstjómar, með fulltingi
Stefáns Valgeirssonar. Sjálfstæð-
ismenn eru lítt hrifnir af þeirri
hugmynd, jafnvel þótt framsókn-
armenn vilji eftirláta þeim forsæt-
isráðherraembættið í slíkri stjóm.
Sjá á bls. 40: Af innlendum
vettvangi: Kratar og Fram-
sókn notuðu helgina til hins
ýtrasta.
málið lagt fyrir skaðabótanefnd,
sem gerir upp tjón, sem verða
vegna dvalar vamarliðsins.
Usli á refabúum vegna þotuflugs:
Læður gutu fyrir
tímann og aðrar
átu afkvæmi sín
MIKILL taugatitringur greip um sig á refabúum í Lunda-
reykjadal i Borgarfirði síðdegis á laugardag eftir að þota
hafði flogið yfir dalinn á miklum hraða. Að sögn refabænda
ærðust læðurnar og gutu sumar þeirra fyrir tímann og dæmi
voru um að nokkrar ætu afkvæmi sín. Hafa læðurnar verið
órólegar síðan atvikið átti sér stað og þvi ekki fullkannað
hversu mikið tjón hlaust af þessum sökum. Talið var hugsan-
legt að þarna hafi verið um varnarliðsþotu að ræða og hefur
vamarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins óskað eftir nán-
ari upplýsingum um flug varnarliðsvéla á laugardag.
Sigurður Oddur Ragnarsson,
refabóndi á Oddsstöðum, sagði í
samtali við Morgunblaðið að hann
hefði verið staddur í fjárhúsi er
hann heyrði þotuna fljúga yfir og
skömmu síðar hefði orðið eins og
sprenging með drunum sem smátt
og smátt fjöruðu út. „Er ég kom
út úr fjárhúsunum sá ég þotu á
leið suður yfir dalnum og sýndist
mér það vera vamarliðsþota,"
sagði Sigurður. „Þegar ég kom
svo í refabúrið skömmu síðar var
greinilegt að þotuflugið hafði
valdið þar miklum usla og læðum-
ar vom upptrekktar af æsingi.
Síðan hafa sumar þeirra gotið
fyrir tímann og brögð hafa verið
að því að aðrar, sem vom nýgotn-
ar, hafi étið afkvæmi sín. Sumar
em enn ekki búnar að ná sér og
era að bera yrðlingana í kjaftinum
fram og aftur um búrið.“
Snorri Stefánsson, refabóndi á
Lundi, hafði svipaða sögu að
segja, en taldi þó að tjón hefði
orðið minna hjá sér en á Oddsstöð-
um. Sverrir Haukur Gunnlaugs-
son, skrifstofustjóri vamarmála-
skrifstofu utanríkisráðuneytisins,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að unnið hefði verið að því í gær
að fá nánari upplýsingar um at-
vikið og fengist væntanlega
staðfesting á því í dag hvort um
vamarliðsþotu hafí verið að ræða
eða ekki. Hann kvaðst hafa haft
samband við Snorra Stefánsson á
Lundi vegna þessa máls og óskað
eftir tjónamati, en hafi vamarliðs-
þota verið þama á ferð verður
Arangurslaust
leitarf lug út
af Austfjörðum
FOKKERVÉL Landhelgisgæsl-
unnar fór í gærdag í leitarflug
út af Austfjörðum, vegna neyðar-
sendinga sem flugmenn á varnar-
liðsvél töldu sig hafa heyrt um
150 mílur austur af Dalatanga.
Ennfremur fóru leitarvélar frá
varnarliðinu á staðinn þar sem
talið var að neyðarsendingin
hefði komið frá.
Leitarvélamar urðu ekki varar við
neitt óvenjulegt á þessum slóðum
og var leit hætt síðdegis í gær.
Icelandic Freezing
Plants í Grimsby:
Ihuga sölu
á fiski til
Marks og
Spencer
VIÐRÆÐUR standa nú yfir
milli Icelandic Freezing Plants
Ltd, dótturfyrirtækis SH í
Grimsby, og verzlanakeðjunnar
Marks og Spencer í Bretlandi
um hugsanlega sölu á íslenzk-
nm fiski. Fyrirtækið Marks og
Spencer krefst mikilla gæða og
hreinlætis við framleiðslu
fiskisins, en greiðir líka hærra
verð en flestir aðrir kaupendur
á fiski.
Sala matvæla er vaxandi þáttur
í verzlunum Marks og Spencer og
þar sem gæði þeirra em ótvíræð,
er verðið mun hærra en hjá öðmm.
Ingólfur Skúlason, framkvæmda-
stjóri Icelandic Freezing Plants,
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að óvíst væri hvort af sölunni yrði.
Nú væri rætt um ýmsar vömteg-
undir, en verð og magn væri órætt.
Marks og Spencer krefst mikilla
gæða, sem ekki væri vandamál, en
það krefst einnig sérstakrar um-
gengni um vinnslusali frystihúsa,
sem framleiddu fískinn. Sú um-
gengni væri ekki fyrir hendi hjá
öllum frystihúsum, en því mætti
auðvitað kippa í liðinn. Kröfumar
væm sem sagt miklar en greiðslan
jafnframt hærri.