Morgunblaðið - 11.06.1987, Page 22

Morgunblaðið - 11.06.1987, Page 22
föstud. 12. júní kl. 10°° fyrir utan Höfða í Reykjavík. Flutt verður tónlist og stutt ávörp. Vertu með f að stuðla að friði og taktu þátt í lengsta boðhlaupi sögunnar. 55 þjóðir taka þátt í þessu 43.000 km friðar- hlaupi, en 3000 km koma í hlut íslands. Hlaupið verður um land allt og lýkur hlaup- inu í Reykjavík sunnud. 28. júní með skemmtun á Lækjartorgi. Öllum er heimil þátttaka og eru eindregið hvattir til að mæta og hlaupa fyrsta spölinn með kyndilberanum. Nánari upplýsingar í íþróttamiðstöðinni Laugardal. Símar 689725 og 689726. STÍGÐU SKREF í ÞÁGU FRIÐAR EFTIRTAUN FYRIRTÆKISTYRKJA FRIÐARHLA UPIÐ: KORPUS HF PRENTSMIÐJAN ODDI KASSAGERÐ REYKJA VÍKUR SAMVINNUBANKINN LANDSBANKINN IÐNAÐARBANKINN BÚNAÐARBANKINN FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN SAMVINNUFERÐIR-LANDSÝN FLUGLEIÐIR ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ JAPIS HF. DAVÍÐ S. JÓNSSON OSTA OG SMJÖRSALAN MJÓLKURSAMSALAN RADÍÓBÚÐIN Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir í heilræðum frá síðustu öld má fínna mörg snilliyrðin. Betra er þunnt brauð hjá sér, en steiktarteprur hjá stórhöfðingjum, segir á einum stað. Úr heilræði þessu má þó lesa dýpri merkingu, eins og hvatningu til nægjusemi og sjálfstæðis, einnig stolt og mannlega reisn. Heilræðið getur því jafnt átt erindi til lands- manna í dag sem fyrrum. „Steikarteprur" getum við svo eldað fyrir okkur sjálf, í stórhöfð- ingjastíl að sjálfsögðu. Steikumar í dag eru úr fiski. Ofnsteiktar lúðusteikur 1 kg lúða, skorin í 2 cm þykkar sneiðar V4 tsk. paprika V4 tsk. rifínn laukur V2 sítróna, safínn 50 gr smjörlíki salt og pipar 1. Smjörlíkið er brætt, blandað er út í feitina papriku, rifnum lauk og sítrónusafa. 2. Lúðusteikunum (heilum eða skomum) er komið fyrir á eldföst- um diski og er feitiblöndunni hellt yfír steikumar og þær marineraðar í u.þ.b. 15 mínútur. 3. Lúðusteikumar eru síðan sett- ar undir grill í ofni og steiktar í 5 mínútur á hvorri hlið. Marinaðinu ausið yfír fískinn nokkrum sinnum á bökunartíma. 4. Berið fram með soðnum kart- öflum og hrásalati eins og t.d. rifnum eplum og rifnum gulrótum, jógúrt og sítrónusafa. Á björtum sumardögum hæfír vel höfðinglegri íslenskri steik ferskur eftirréttur eins og: Rabarbarapæ Fyrst er útbúin pæskel. 1 V2 bolli hveiti V2 bolli smjörlíki 5 msk. ískalt vatn 1. Smjörlíkið er unnið upp í hveitið en mjög gróft. Það er síðan unnið saman með vatninu og hnoð- að létt. Deig eins og þetta sem notað er sem pæbotn á að með- höndla sem allra minnst svo botninn verði sem stökkastur. 2. Deigið er sfðan flatt út á plötu og unnið frá miðju þannig að það verði stökkara. Þegar búið er að fletja það út hæfílega þunnt er það sett á botn og hliðar pæmóts, einn- ig er ágætt að nota djúpt tertu- eða kökumót. Þá er útbúin fylling: 1 bolli sykur V4 bolli hveiti V4 tsk. múskat 3 egg, léttþeytt 500 gr rabarbari 1. Blandað er saman hveiti, sykri og múskati og það síðan þeytt með eggjunum. Rabarbarinn er skorinn í 2ja—3ja cm stóra bita og þeim hrært saman við. 2. Fyllingin er síðan sett út í brauðklætt mótið og er afgangurinn af deiginu flattur út og skorinn í ræmur. Þær eru lagðar á ská yfír fyllinguna og þannig mótaðir tíglar. 3. Rabarbarapæið er síðan bakað í 220 gráðu heitum ofni í 50—60 mínútur. Berið fram kælt. Verð á hráefni lkgstórlúða ... kr. 270,00 1 sítróna ... kr. 15,00 3 egg ....... kr. 33,00 Kr. 318,00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.