Morgunblaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 1
64 SIÐUR OG LESBOK STOFNAÐ 1913 181. tbl. 75. árg. LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Óeirðir eftir messu páfa Pólsk óeirðalögregla réðist með kylfum, hundum og öflugum vatnsdælum gegn tugþúsundum Samstöðumanna í Gdansk i gær, en þeir höfðu safnast saman eftir að Jóhannes Páll páfi II. söng þar útimessu. Talið er að um milljón manns hafi verið við messuna, en eftir hana gengu Samstöðumenn i átt að minnismerki þeirra, sem lögreglan myrti i verkföllunum 1970, til þess að minna á baráttu sína. „Enn einu sinni leiddi ótti stjórnvalda til ofbeldis," sagði Lech Walesa, Samstöðuleiðtogi, sem viðstaddur var messuna, en hafði farið áður en i odda skarst milli iögreglunnar og göngu- Reuter Sögulegum ráðherrafundi lokið 1 Reykjavík: Vilja upprætingu allra meðaldrægra flauga „Við sjáum hér augljóst samþykki utanríkisráðherra Atlantshafs- bandalagsins, sem ég get greint Ronald Reagan Bandaríkjaforseta frá, og getur hann nú haldið áfram viðræðum," sagði George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fréttamannafundi í Háskólabíói í gær. Carrington lávarður, fram- kvæmdastjóri bandalagsins, tók í sama streng og sagði að það væri nú Bandaríkjastjómar að ákveða hvert framhald afvopnunarviðræðna stórveldanna yrði. Paul Nitze, helsti ráðgjafi Reagans í afvopnunarmál- um, sagði í samtali við Morgun- blaðið að niðurstaða fundarins væri gott veganesti og að styrkur Atl- antshafsbandalagsins hefði komið vel i ljós hér í Reykjavík. í ályktun ráðherranna er jafn- framt hvatt til þess að risaveldin semji um helmingsfækkun kjam- orkuvopna, útrýmingu efnavopna, jafnvægi í hefðbundnum vígbúnaði og viðræður verði hafnar um fækk- un vígvallarvopna sem hafa að iyma kjarnorkuhleðslur. Matthías Mathiesen utanríkisráðherra sagði á blaðamannafundi í gær að ályktun ráðherranna væri í fullu samræmi við vilja íslenskra stjóm- valda. Kvaðst hann telja sérlega mikilvægt að hvatt hefði verið til algerrar upprætingar meðaldrægra flauga þar sem allt eftirlit yrði þá mun auðveldara en ef ákveðinn ijöldi þeirra yrði undanskilinn. Matt- hías Á. Mathiesen og Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra áttu í gær fund með George Shultz þar sem hvalveiðar íslendinga í vísindaskyni voru ræddar. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti átti í gær stuttan fund með Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, í Köln. Að fundinum loknum kvaðst forsetinn vera vongóður um að sam- komulag næðist við Sovétmenn um vemlega fækkun kjamorkuflauga í Evrópu og Asíu. „Við vonumst til að ná samkomulagi við Sovétmenn fyrir árslok, sem myndi fela í sér verulega fækkun og hugsanlega útrýmingu ákveðinna tegunda kjamorkuvopna," sagði Reagan. Sovéska fréttastofan Tass sagði að ályktun utanríkisráðherranna kynni að spilla fyrir árangursríkum afvopnunarviðræðum risaveldanna. í Reuters-trétt frá Moskvu sagði að ríki Atlantshafsbandalagsins hefðu stigið „varfærið skref" í átt til afvopnunar og var þess jafnframt getið að bandalagið krefðist þess að 72 skammdrægar flaugar af gerðinni Pershing la, sem staðsett- ar eru í Vestur-Þýskalandi, yrðu undanskildar í slíkum viðræðum. Shultz sagði aftur á móti á blaða- mannafundi sinum að Pershing la-flaugamar hefðu aldrei verið á samningaborðinu og því ekki verið til umræðu á Reykjavíkurfundinum. Sagði fréttastofan Tass að þessi ályktun ráðherranna kynni að flækja samningaviðræðumar auk þess sem ráðherramir hefðu ekki fjallað um tillögur Sovétstjómarinn- ar varðandi hefðbundinn herafla og sérstakar viðræður um þær kenn- ingar sem byggju að baki stefnu Fundarmenn gengu lengra en búist hafði verið við UTANRÍKISRÁÐHERRAR aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt áframhaldandi samningaviðræður risaveldanna um^útrým- ingu meðaldrægra og skammdrægra kjarnorkuflauga i Evrópu. Yfirlýsing þess efnis var birt í lok Reykjavíkurfundar þeirra í gær. Kom nokkuð á óvart að ráðherramir skyldu jafnframt hvetja til þess að meðaldrægar flaugar utan Evrópu yrðu ekki undanskildar í samningaviðræðum risaveldanna. Er það I samræmi við niðurstöðu fundar vamarmálaráðherra ríkjanna í Stavanger á dögunum. Varsjárbandalagsins og Atlants- hafsbandalagsins. Sjá nánari fréttir og umfjöllun á blaðsiðum 34, 35 og i opnu. Thatcher eftir kosningar: Mið-Afríkulýð- veldið: Bokassa dæmdur til dauða Bangui, Reuter. JEAN-BEDEL Bokassa, fyrr- verandi sjálfskipaður keisari Mið-Afrikulýðveldisins, var i gær dæmdur tíl dauða i Bangui, höfuðborg lýðveldis- ins. I raun var rétturinn aðeins að staðfesta dóm, sem kveðinn var upp að Bokassa fjarver- andi, skömmu eftir byitinguna gegn honum árið 1980. Bokassa var fundinn sekur um spillingu, valdníðslu og ýmislegt fleira, en var hins veg- ar sýknaður af mannáti, laun- vígum og margs konar annarri ill- mennsku. Bokassa hafði um sjö ára skeið dvalið í útlegð f Frakklandi, en í október í fyrra sneri hann, öllum að óvörum, heim. í gær fóru lögfræðingar Bo- kassa fram á náðun og er ekki talið ólíklegt að dómnum verði breytt í lífstíðarfangelsi. Að öðr- um kosti verður hann skotinn eftir helgi. Bokassa. Ætlar að sigrast á sósíalismanum I.undúnum, Reuter. Forsætisráðherra Bretlands, Margaret Thatcher, náði endur- kjöri öðru sinni á fimmtudag með mun glæsilegri meirihluta en spáð og hafa íhaldsmenn nú 101 manns meirihluta. „Nú ætla ég að sigr- ast á sósíalismanum, enda er hann í andstöðu við eðli Breta, sem vilja ráða sér sjálfir og kjósa fijáls- ræði öðru framar," sagði Thatc- her i samtali við BBC í gærkvöld. Þrátt fyrir að kosningarnar væru vonbrigði fyrir Verkamanna- flokkinn voru þær enn afdrifa- ríkari fyrir Bandalagið, sem tapaði miklu fylgi og var þó ekki beysið fyrir. í gærmorgun fór frú Thatcher út á meðal stuðningsmanna sinna, sem safnast höfðu saman fyrir utan Dow- ning-stræti 10. Þakkaði hún þeim sigurinn og sagði: „Sigurinn er ykkar — fólksins. Það traust sem mér er Þing- Lands- sæti fylgi Íhaldsflokkur Verkamannaflokkur Bandalagið Aðrir 376 229 22 23 42,30% 30,03% 21,76% 5,92% Margaret Thatcher gerir sigur- táknið, með þijá fingur á lofti frekar en tvo, til merkis um að þriðja kjörtímabilið væri nú inn- an seilingar. sýnt eykur mér jafnframt skyldu ivart ykkur — fólkinu. sjónvarpsviðtali sagði Thatcher að hún byggist ekki við miklum breytingum á ráðuneyti sínu og er talið að Sir Geoffrey Howe, utanrík- isráðherra, og Nigel Lawson, fjár- málaráðherra, muni báðir halda stólum sínum. Neil Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins, var að vonum þungbúinn eftir kosningamar og taldi að úrslitin myndu sundra landinu enn frekar og „auka bilið milli ríkra og fátækra, Norðlendinga og Sunnlendinga, atvinnulausra og þeirra sem hafa vinnu," sagði Kinnock á fréttamannafundi eftir að úrslitin voru kunn. „Það mun deyja fólk, sem ekki þyrfti að deyja í jafnríku þjóðfélagi og við eigum okk- ur.“ Margaret Thatcher mun að líkind- um sitja til ársins 1992 og verður þá sá forsætisráðherra Breta sem lengst hefur setið. Áður hafði Lord Liverpool verið forsætisráðherra þrisvar árin 1812-1827. Ekki er það heldur einsdæmi á þessari öld að sami flokkur sitji þrjú kjörtímabil í röð, því það gerði íhaldsflokkurinn undir forsæti þeirra Winstons Churc- hill, Anthony Eden og Edwards Heath. Sjá nánar á bls. 28 og 29, auk forystugreinar i opnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.