Morgunblaðið - 13.06.1987, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987
Umsækjandi um presta-
kall óskar nafnleyndar
BISKUP íslands auglýsti nýlega
sjö prestaköll laus til umsóknar.
Umsóknir bárust um sex þeirra
og hefur einn umsækjendanna
óskað nafnleyndar.
Samninganefndir Stéttarfé-
lags verkfræðinga og Félags
ráðgjafarverkfræðinga undirrit-
uðu nýjan kjarasamning á
miðnætti aðfaranótt föstudags
og um leið var frestað verkfalli
verkfræðinga sem staðið hafði í
rétta viku.
í samtali við Morgunblaðið vildi
Högni Jónsson formaður Stéttarfé-
lags verkfræðinga lítið tjá sig um
Sá sem óskaði nafnleyndar var
eini umsækjandinn um Bólstaðar-
hlíðarprestakall í Húnavatnspróf-
astsdæmi. Aðrir umsækjendur eru:
Jón ísleifsson, cand. theol. í
samninginn, en félagsfundur er fyr-
irhugaður í næstu viku þar sem
samningurinn verður kynntur. Þó
sagði Högni að verkfræðingar
hefðu slegið mikið af kröfum sínum
en ekki hefði verið reiknað út hvaða
meðalhækkun þeir hefðu fengið á
endanum.
Högni sagðist engu geta spáð
um hvort þessi samningur yrði sam-
þykktur í félaginu.
Reykjavík, sem sækir um Sauð-
lauksdal í Barðastrandarprófasts-
dæmi, Sr. Flosi Magnússon, settur
prestur á Bíldudal, sem sækir um
Bíldudal í Barðastrandarprófasts-
dæmi, Sr. Bjami Th. Rögnvaldsson
í Reykjavík, sem sækir um Prests-
bakka í Húnavatnsprófastsdæmi,
Ægir Fr. Sigurgeirsson, cand. the-
ol. í Hafnarfírði, sem sækir um
Höfðakaupstað í Húnavatnspróf-
astsdæmi og Hulda Hrönn M.
Helgadóttir, cand. theol. í Reykja-
vík, sem sækir um Hrísey í Eyja-
§ arðarprófastsdæmi.
Enginn sótti um Raufarhöfn í
Þingeyjarprófastsdæmi.
Samkvæmt nýjum lögum um
veitingu prestakalla verða kjör-
mönnum, þ.e. sóknamefndarmönn-
um og varamönnum þeirra, fljótlega
send gögn varðandi umsækjendur.
Viðkomandi prófasti verður síðan
falið að boða kjörmenn prestakalls-
ins á sameiginlegan fund þar sem
val sóknarprestsins fer fram.
V erkfræðingar
skrifuðu undir
VEÐURHORFUR í DAG, 13.06.87:
YFIRLIT á hádagl í gær: Um 1100 km suðsuövestur í hafi er 1035
millibara hæð og önnur heldur minni fyrir norðan Jan Mayen. Yfir
vestanverðu Grænlandshafi er dálítið iægðardrag.
SPÁ: Vestan gola um vestanvert landið en hæg norðlæg eða
breytileg átt í öðrum landshlutum. Lóttskýjað verður með köflum
inn til landsins á suður-, noröur- og norðausturlandi en skýjaö
annars staðar. Hiti á bilinu 10 til 13 stig um sunnanvert landið en 6
til 9 stig nyrðra.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
SUNNUDAGUR og MÁNUDAGUR: Fremur hæg vestlæg átt. Skýj-
að og sums staðar þokusúld um vestanvert landið en bjart veður
austan til. Hiti á bilinu 8 til 16 stig, hlýast austanlands.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
^ Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsius
\J Skúrir
*
V
Él
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UMHEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyrl hltl B veður hálfskýjað
Reykjavik 9 úrkomafgr.
Bergen 11 skýjað
Helsinki 16 alskýjað
Jan Mayen 1 úrkomafgr.
Kaupmannah. 13 skýjað
Narssarssuaq 13 rlgning
Nuuk 6 rlgning
Osló 10 rlgning
Stokkhólmur 13 þokumóða
ÞórshSfn 7 skúr
Algarve 22 skýjaö
Amsterdam 17 skýjað
Aþena 33 léttskýjað
Barcetona 21 skýjað
Berlln 1S skýjað
Chicago 23 þokumóða
Feneyjar 23 þokumóða
Frankfurt 17 rigning
Hamborg 14 akýjað
Las Palmas 24 skýjað
London 17 skýjað
LosAngeles 16 akýjað
Lúxemborg 16 skýjað
Madrfd 27 skýjað
Malaga 22 láttskýjaö
Mallorca 26 léttskýjað
Mlaml 27 láttskýjað
Montreal 13 rignlng
NewYork 18 akýjað
Parfs 20 skýjað
Róm 30 lóttskýjað
Vín 24 skýjað
Washington 22 alskýjað
Wlnnlpeg 16 skýjað
Hæstiréttur:
Fimm ára fangelsi
fyrir að valda
dauða konu sinnar
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær
39 ára Reykvíking, Magnús
Friðrik Óskarsson, i fimm ára
fangelsi fyrir að vera valdur
að dauða eiginkonu sinnar í
maí 1986.
Málavextir voru þeir að Magn-
ús lenti í átökum við eiginkonu
sína að morgni 6. maí 1986, er
hann ætlaði að kom í veg fyrir
að hún færi á brott og yrði sér
úti um fíkniefni. Hann greip báð-
um höndum um háls hennar og
hélt henni þannig, keflaði hana
og batt. Skömmu síðar hugði hann
að henni og sá þá að hún var
meðvitundarlaus og virtist látin.
Magnús og menn, sem voru gest-
komandi hjá honum, kölluðu þá
til sjúkrabifreið, er flutti konuna
á slysadeild, en hún var úrskurðuð
látin þegar þangað kom.
Hæstiréttur taldi sannað að
atferli Magnúsar gagnvart eigin-
konu sinni hafi verið orsök að
dauða hennar. Álitaefni var hins
vegar hvort afleiðing árásarinnar
yrði metin honum til sakar vegna
ásetnings eða gáleysis. Komst
Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu
að afleiðingamar væm gáleysis-
verk, þar sem varhugavert væri
að álykta að Magnús hafí hlotið
að sjá það fyrir að bani hlytist
af atlögu hans. Hins vegar hafi
hann mátt gera sér grein fyrir
að svo gæti farið. Var hann því
dæmdur til refsingar samkvæmt
2. mgr. 218. greinar almennra
hegningarlaga, sem fjallar um
líkamsárás sem leiðir til dauða.
Þótti refsing hæfileg 5 ára fang-
elsi, sem er staðfesting á dómi
héraðsdóms frá 31. október í
fyrra. Þá var Magnúsi einnig gert
að greiða allan kostnað af áfrýjun
sakarinnar.
Málið dæmdu hæstaréttardóm-
aramir Magnús Thoroddsen,
Guðmundur Jónsson, Guðrún Er-
lendsdóttir og Halldór Þorbjöms-
son og Gaukur Jörandsson, settur
hæstaréttardómari.
Þróunarsamvinnustofnun íslands:
Dr. Björn Dagbjartsson
ráðinn framkvæmdastjóri
DR. BJORN Dagbjartsson verk-
fræðingur hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri Þórunarsam-
vinnustofnunar íslands. Hann
var ráðinn f stað Þórs Guðmunds-
sonar viðskiptaf ræðings sem
hætti að eigin ósk hjá stofnun-
inni eftir fimm ára starf.
Bjöm Dagbjartsson er fímmtug-
ur að aldri. Hann lauk prófí í
efnaverkfræði frá tækniháskólan-
um í Stuttgart árið 1964 og
doktorsprófí /rá Rutgers háskólan-
um 1971. Árið 1972 varð hann
sérfræðingur hjá Rannsóknastofn-
un fískiðnaðarins og forstjðri
stofnunarinnar frá 1974 til 1984.
Hann var ráðgjafi FAO við þróunar-
hjálp á Maldive-eyjum í suð-austur
Asíu um fjögurra mánaða skeið
árið 1981 og fékk þá leyfí frá störf-
um hjá Rannsóknastoftiun fískiðn-
Dr. Björn Dagbjartsson
aðarins. Bjöm sat á Alþingi frá
1984 til 1987.
Ymis fargjöld í
millilandaflugi
hækka um 7,5%
FLUGLEIÐIR hafa ákveðið
hækkun á fargjöldum í milli-
landaflugi frá og með 1. júlí
næstkomandi. Öll fargjöld til
Bandaríkjanna hækka um 7,5%
og lægstu fargjöld til Evrópu
hækka einnig um 7,5%.
INNLENT
k. o A
Sem dæmi um hækkanir má
nefna að super-apex-farmiði til
Kaupmannahafnar hækkar úr
10.950 kr. í 11.780 kr. Pex-far-
miði til London hækkar úr 14.360
í 15.450 kr. Apex-farmiði til New
York hækkar úr 24.900 í 26.780
kr. í öllum tilvikum er um að ræða
flug báðar leiðir. Svokölluð normal
fargjöld Flugleiða á Evrópuleiðum
hækka ekki. Sæmundur Guðvins-
son, blaðafulltrúi Flugleiða, segir
að fólk sem greiðir farseðla sína
fyrir 15. júní fái fargjöldin á núver-
andi verði, þó það ferðist ekki fyrr
en eftir 1. júlí.
Sæmundur segir að fargjalda-
hækkunin sé til að mæta kostnað-
arhækkunum sem orðið hafa hér
innanlands að undanfömu.