Morgunblaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987 11 Ljósmyndir Bryndís: „Það eru reglur til um hvað passa megi mörg böm og fer það eftir stærð húsnæðisins og fjölda fóstra á staðnum. Sam- kvæmt þeim reglum gætum við haft fleiri böm, kannski upp undir tuttugu, en það er ekki á dagskrá. Fimmtán er okkar kjörtala, sá fjöldi bama sem við treystum okk- ur til að hafa þannig að við getum sinnt hveiju bami eins og með þarf. Það hefur verið dálítil svömn við því sem stendur til hjá okkur, fólk er farið að spyija og sækja um, en trúlega á eftir að herða á áhuga fólks, því við höfum sannast sagna varla auglýst neitt að ráði, bara sent eina smáauglýsingu í DV og svo var frétt um okkar mál í Morgunblaðinu fyrir nokkm.“ Teljið þið að stéttarsystur ykkar fylgist með og fleiri úr hópnum hafi svona áform á pijónunum? „Hvemig okkur kemur til með að ganga mun eflaust vekja eftir- tekt meðal fóstra,“ segja þær báðar og halda svo áfram. „Það hefur talsvert vérið um þetta rætt í röðum fóstra, sérstaklega síðustu viku og mánuði þegar upp úr sauð vegna lélegra launa í stéttinni. Einnig eftir að Davíð Oddsson reif- aði hugmyndir um að selja eða leigja einkaaðilum bamagæsluvel- lina. Póstmr skiptast nokkuð skýrt í tvo hópa í þessu máli, þær sem em hlynntar svona tilraunum og óska okkur góðs gengis, en svo er líka hópur í stéttinni sem er alfarið á móti þessu og raunar öllu sem heitir einkaframtak. Þannig spilar pólitík talsverða rullu hér sem víða annars staðar." - íslands til að skrifa um bækur til- nefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og í því skyni að spjalla við höfunda sem valdir hafa verið fulltrúar okkar á þessum vett- vangi. Að þessu leyti hefur norska útvarpið staðið sig vel og dagblöðin Aftenposten og Dagbladed sem em andstæð í stjómmálaviðhorfum, en vilja greinilega hlúa að menningu, telja hana mikilvæga. Kynning norrænna bókmennta hér á landi er mjög af handahófi og stundum þannig að er til vansæmd- ar.Úti í Mýri stendur Norræna húsið í tignarlegri ró og um það leika ýmsir straumar. Oðm hvom em bókmenntakynningar í Norræna húsinu sem skipta máli, en em illa sóttar hvemig sem á því stendur. Sökin er kannski fjölmiðlanna sem þrátt fyrir rótgróinn menningar- áhuga íslendinga hirða ekki nógu vel um að greina frá viðburðum í menningarlífi. Góð teikn em þó um að þetta sé að breytast og fjölmiðla- fólkið sjái annað en þorsk og ýsu. Þrátt fyrir foma frægð em Islend- ingar ekki mjög upplýst þjóð í bókmenntaefrmm. Hvað vitum við til dæmis um finnskar nútímabók- menntir sem em óvenju kraftmiklar um þessar mundir? Og hvað vitum við um bókmenntir frænda okkar Færeyinga og gemm við okkur grein fyrir að Samar em að skapa sínar bókmenntir þrátt fyrir andbyr? í Læs noget nordisk fræðumst við um bókmenntir frændþjóða okkar og nágranna. Til dæmis fáum við fréttir af því nýjasta í færeyskum bókmenntum, bókmenntum Sama og Grænlendinga. Nú eiga þessar þjóðir fulltrúa í Norræna þýðingar- sjóðnum og einnig í úthlutunamefnd Bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Færeyingar, Samar og Græn- lendingar mega nú hver um sig tilnefna eina bók til bókmenntaverð- launa og fer tilnefningin fram hjá rithöfundasamtökum þjóðanna. Færeyingar hafa notfært sér þetta og einnig Samar, en Grænlendingar hafa enn ekki verið með á þessum vettvangi þótt bráðlega hljóti að koma að því. Þegar flett er Læs noget nordisk verður ekki hjá því komist að taka eftir að margt er að gerast í nor- rænum bókmenntum. Þær eiga að mínu mati ekki skilið að falla í skugga bóka enskumælandi þjóða sem margar hveijar virðast samdar með hliðsjón af og gefnar út eftir forskrift metsölunnar. Myndlist Valtýr Pétursson Við og við eru sýningar haldnar í Djúpinu við Hafnarstræti, og nú eru það ljósmyndir sem prýða þar veggi. Þorvarður Árnason er ljós- myndari í aðra röndina, en líffræð- ingur í hina og kennir við Menntaskólann í Reykjavík. Hann hefur víða leitað fanga og eru þess- ar myndir hans teknar vítt og breitt um Evrópu — í Búdapest, Róm, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, Amsterdam og víðar. Af þessu má sjá að Þorvarður velur sér ekki aðeins verkefni hér í borg eða hér á landi. Myndir Þor- varðar eiga það sameiginlegt að þær eru túlkaðar á mjög abstrakt hátt eða réttara sagt formrænan og myndrænan, svo að í flestum tilfellum verður afraksturinn frekar komposition í lit, formi og hreyfingu en lýsing á einhveijum sérstökum stað eða umhverfi. Þetta eru hressi- legar og rökréttar myndir sem skemmtilegt er að skoða, og það er persónubundið hvemig ljósmynd- arinn notar tækni sina til að skapa áhrif, sem skýra viðhorf hans til þessarar listgreinar. Það eru tutt- ugu ljósmyndir á þessari sýningu og hún stendur fyrir sínu. Það eru miklir möguleikar sem felast í ljósmyndun og mikið hefur verið unnið á seinustu ámm í ýms- ar áttir með myndavélinni. Menn hafa gert alls konar sprell og beitt tæknibrellum, sem koma manni oft á tíðum nokkuð á óvart. Það má með sanni segja að allar götur frá tíma Nadars hafí menn verið að uppgötva nýja og nýja möguleika þessa undratækis. JúníblaAið er fullt af athyglisverðu efni! Björn Th. Björnsson, listfræðingur, í óvenju- legu viðtali um lífið og listina. HEIMSMYND í Nicaraqua. Klæöaburður og áhrif hans. Hvaða skilaboð- um vill fólk koma á framfæri? Hvað á að gera við æviráðna embættis- menn? HEIMUR ÁN KJARNORKU- VOPNA | HEIMSMYND í NICARAGUA EINA OUPPLYSTA MORÐMÁLIÐ Á ÍSLANDI AÐ LIFA MED LISTINNI BJÖRN TH. BJÖRNSSON í VIÐTALI KLÆDABURDUR OG ÁHRIf HANS , ' vwm kynlFf o© pölitík FREMST MEÐAL LÍFfÐ Á DJÖPAyÖGI GUÐRÖNAGNARSPÓfTllT ENNALÍSTA „Líf mitt í utanríkis- þjónustunni." Gígja Björnsson í viðtali. Guðrún Agnarsdóttir í fyrsta persónulega viðtalinu. Lífiðá Djúpavogi. Af hverju gengur morð- ingi laus? Kínverskir réttir, arki- tektúr, kvikmyndir, bókmenntir, barnaupp- eldi, minipils, dóp, kynlíf og pólitík og ótal margt fleira!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.