Morgunblaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987
23
Klæðing
lögðá
Garðveg
Er á leið út í móa
vegna hraðaksturs
Garði.
NÚ í vikunni var lokið við að
leggja. svokallaða klæðingu á
veginn frá Keflavík út í Garð.
Má heita að lagt hafi verið á alla
leiðina milli þessara þéttbýlis-
kjarna — aðeins skildir eftir tveir
stubbar sem lagt var á í fyrra.
Klæðingin er þannig lögð að
bindiefni er dreift á gömlu olíumöl-
ina en síðan er flokkuð möl 12—16
mm að stærð lögð yfír. Þá er þetta
vaitað. Það er síðan ökutækjanna,
sem um veginn fara, að ljúka þjöpp-
uninni, sem tekur nokkra daga. Það
hefír hins vegar viljað brenna við
að vegfarendur gefí sér ekki tíma
til að bíða þess að þjöppuninni ljúki
og keyra á sama hraða og áður og
hafa nú þegar nokkrar framrúður
brotnað auk þess sem búast má við
að lakkskemmdir verði á bílum sem
fara um veginn. Þá má og benda
á það að klæðinging getur hreinlega
fokið út í móa ef ökumenn virða
ekki hámarkshraða. Æskilegasti
hraðinn er 50 km á klukkustund.
— Amór
Gallerí Svart á hvítu:
Sýningá
málverkum,
skúlptúr og
teikningum
STEINGRÍMUR Eyfjörð Krist-
mundsson sýnir máJverk, skúlpt-
úr og teikningar í Gallerí Svörtu
á hvítu við Óðinstorg 12. júní til
21. júní. Sýningin skiptist í 3
þemu sem unnin em úr Völs-
ungasögu og þeim Eddukvæðum
sem fjalla um Sigurð Fáfnisbana.
Steingrímur hefur kannað rætur
grafísks táknmáls, eins og það birt-
ist í smáauglýsingum, teiknimynda-
sögum og alþjóðlegu merkjamáli.
Það hefur leitt hann á brautir sem
of fáir landar hans hafa hætt sér
á, en snerta nánast öll svið menn-
ingar á 19. og 20. öld. Þannig
tengir Steingrímur list sína við bók-
menntir, heimspeki og sálarfræði.
Steingrímur er fæddur í
Reykjavík 1954 og stundaði nám
við Myndlista- og handfðaskóla ís-
lands 1979-85. Hann var við nám
í Ateneum í Helsinki veturinn
1979- 80 og Jan van Eyck Aca-
demie í Maastricht í Hollandi
1980- 83.
Á árunum 1977-1985 hélt hann
10 einkasýningar hér heima og er-
lendis, auk þess sem hann hefur
tekið þátt í samsýningum.
(Úr fréttatilkynningfu)
VZterkurog
k-J hagkvæmur
auglýsingamiöill!
ÞAD MA LENGJA
LÍFDAGA
LOTTÓMIÐANS.
Það er ekkert auðveldara en að láta
Lottómiðann endast lengur en í eitt skipti
Á hverjum miða eru sérstakir reitir til
þess að merkja í, ef óskað er eftir fleiri
leikvikum með sama talnavali.
Hægt er að velja um
2,5 eða 10 vikur. 4
Með þessu móti geta milljónirnar beðið eftir þér,
þegar þú kemur heim úr sumarfrfinu.
Þú missir ekki af neinu, ef þú notfærir þér
margra vikna möguleikann.