Morgunblaðið - 13.06.1987, Page 26

Morgunblaðið - 13.06.1987, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987 Davíð Oddsson vígir nýjan skotvöll NTR skotvöllur Skotfélags Reylqavíkur fyrir haglabyssuskotfimi, SKEET, verður formlega opnaður laugardaginn 13. júní kl. 14.00. Mun Davíð Oddsson borgarstjóri taka völlinn formlega í notkun, með því að hleypa af fyrsta skotinu á þessum nýja velli Skotfélags Reykjavíkur, en skotvöllurinn er á útiæfingasvæði Skotfélagsins i Leirdal í Grafarholti. Opnun vallarins hefst kl. 14.00, en að henni lokinni verður haldið sérstakt vígslumót, þar sem flestar færustu haglabyssuskyttur félags- ins munu taka þátt. Haglabyssuskotfími af því tagi sem hér um ræðir, SKEET, er al- þjóðleg íþróttagrein og er keppt í henni á Ólympíuleikum. Hún felst í því að skyttan reynir að hæfa leirskífur sem kastað er úr tveimur smáhýsum, en skífur þessar fara með miklum hraða. í tilefni þessara tímamóta í sögu félagsins hefur Sportvörugerðin sem er umboðsaðili ensku skota- verksmiðjunnar Eley, ákveðið að bjóða SKEET-skot í verslunum í Reykjavík á sérstöku kynningar- verði og mun tilboð þetta standa vikuna 14.-21. júní. Jafnframt gef- ur Sportvörugerðin þátttakendum á vígslumótinu skotfæri til notkunar í mótinu og veitir einnig verðlaun, en þau verða 250 skot fyrir 1. sætið. Margrét Bóasdóttir, sópransöngkona, á æfingu í Hallgrimskirkju í gær Hallgrímskirkjuhátíð lýkur í dag: Hátíðin mikils virði fyrir land og þjóð - segir Margrét Bóasdóttir sem syngur einsöngskantötu á lokatónleikunum LISTAHÁTÍÐ Hallgrímskirkju lýkur í dag, með Bach—tónleikum klukkan 17.00. Á efnisskránni eru þijú verk eftir Johann Sebastian Bach, Der Geist hilft unserer Schwachheit auf, mótetta fyrir tvo fjögurra radda kóra, Falsche Welt, kantata fyrir sópran, kór og hljómsveit og Singet dem Herm ein neues Lied, mótetta fyrir tvo fjögurra radda kóra. Flytjendur á tónleikunum eru Mótettukór Hallgrímskirkju, Margrét Bóasdóttir, sópransöngkona, auk kammer- sveitar. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Margrét Bóasdóttir, sópransöng- kona, er fædd árið 1952, ættuð úr Mývatnssveit. Hún lauk söngnámi sínu við Tónlistarháskólann í Heid- elberg/Mannheim 1981. Síðan sérhæfði hún sig í ljóða— og órat- oríusöng hjá prófessor Konrad Richter við tónlistarháskólann í Stuttgart og lagði þá sérstaka áherslu á túlkun barokktónlistar. Margrét starfaði sem söngvari og kennari í Þýskalandi, þangað til hún flutti heim til íslands aftur árið 1985. Hún bjó þá um eins árs skeið á ísafírði, eða þar til hún fluttist að Grenjaðarstað í Aðaldal, þar sem eiginmaður hennar er þjónandi prestur. Morgunblaðið átti stutt spjall við Margréti og spurði hvem- ig henni gengi að starfa sem söngkona úti á landi. „Það gengur vel.“ svaraði Margr- ét. „Ég kenni við Tónlistarskólann á Akureyri, auk þess sem ég hef haft nóg að gera við að syngja. Jafnframt því að æfa þessa kant- ötu, var ég að syngja með Passíu- kómum á Akureyri. Ég hef Iíka verið að syngja með Húsavíkur- kómum, bæði á Akureyri og Húsavík, auk þess sem við komum til Reykjavíkur. og sungum Messu eftir Dvorák í Kristskirkju, undir stjóm Úlriks Ólasonar." Hefurðu sungið þessa kantötu, Falsche Welt, hér áður? „Nei, þessi kantata hefur aldrei áður verið flutt hér. Þetta er mjög sérstakt verk. Fyrsti kaflinn er fyrsti kaflinn úr Brandenburgar- konsertinum eftir Bach, en þar er leikið á tvö hom, þijú óbó, fagott og strengjahljóðfæri. Þá taka við recitativo og aríur til skipti. í recita- tivo kemur fram meginmál textans, með hjálp þriggja hljóðfærra. Þau eru orgel, selló og fagott. Texti kantötunnar byggir á ritn- ingartextum 23. sunnudags eftir Þrenningarhátíð en pistillinn fjallar um það að „stunda á hið efra og ekki hið neðra og þessa heimslega, þar sem Guð mannanna er mag- inn,“ og guðspjallið er um undirferli Faríseanna og spuminguna um skattheimtu keisarans. Það má segja að hún byggi á sögunni um falsspámennina. Bach samdi verkið eftir að hann var kominn til Leipzig í fasta stöðu sem kantor. Hann samdir flest sín kirlqulegu verk eft- ir það. Ég verð að segja að það er mér mikil ánægja að fá að taka þátt í þessu verkefni, og þessari hátíð. Þetta átak er mikils virði fyrir land og þjóð og ég vona að fólk gefí sér tíma til að koma og hlusta á fallega tónlist í fallegu húsi.“ Samkeppni um byggingu ráðhúss Tillaga Margrétar og Christer gerir ráð fyrir tveimur samhliða byggingum. Hér sést líkan af húsinu séðu úr suðri. Ef vel er að gáð sést móta fyrir tjörninni sem gera á við horn Vonarstrætis og Tjamar- götu, þaðan liggur lækur milli húsanna. í baksýn eru húsin við Vonarstræti 12 og Oddfellohúsið. Tveir ungir arki- tektar hlutu fyrstu verðlaun Framkvæmdir gætu hafist næsta vor TVEIR ungir arkitektar, Mar- grét Harðardóttir og Steve Christer hlutu fyrstu verðlaun í samkeppni um ráðhús Reykja- víkurborgar. Þrátíu og átta tillögur bárust i keppnina en þremur þeirra var vísað frá vegna skorts á gögnum. Þegar verðlaunin voru afhent við há- tiðlega athöfn í Borgarleikhús- inu í gær sagði Davíð Oddsson borgarstjóri og formaður dóm- nefndar að löngu væri tímabært að reisa ráðhús þar sem yfir- sfjórn borgarinnar hefði aðsetur sitt. „Það er von mín að borgar- stjóm samþykki að húsið verði byggt, svo að þessi gamla borg eignist ráðhús teiknað af þessu unga fólki,“ sagði hann. Dómnefnd verðlaunaði fjórar til- lögur, þar sem tvær deildu með sér þriðju verðlaunum. Einnig voru samþykkt kaup á fjórum tillögum, og fjórar teikningar hlutu viður- kenninguna „athyglisverð tillaga". Teikning Guðmundar Jónssonar fékk önnur verðlaun, en þriðju verð- launum deildu Hörður Harðarsson annars vegar og Hróbjartur Hró- bjartsson, Richard Ólafur Briem, Sigríður Sigþórsdóttir og Sigurður Björgúlfsson hins vegar. Fyrstu verðlaun eru að upphæð 2.090.000 krónur, önnur verðlaun 1.036.000 krónur og þriðju verlaun 527.000 krónur. Ein tillaga var keypt á 340.000 krónur, en þijár á 115.000 krónur. Borgarstjóm verða á næstunni kynntar þessar átta teikningar og má vænta ákvörðunar um eftir hvaða teikningu verði farið innan tíðar. Borgarstjóri sagði það von sína að framkvæmdir hæfust fljót- lega eftir næstu áramót og gengi allt að óskum væri hægt að taka húsið í notkun snemma árs 1989. Á fjárhagsáætlun borgarinnar í ár er 60 milljónum króna varið til þessa verkeftiis. Ráðhúsinu er ætlað að rísa á lóð- inni nr. 11 við Vonarstræti, við homið á Vonarstræti og Tjarnar- götu. Tvflyft timburhús sem þar stendur á steinsökli verður fundinn annar staður. í ráðhúsinu á yfír- stjóm borgarinnar að eiga aðsetur sem nú er til húsa í Austurstræti, Pósthússtræti og við Skúlatún og þar verður fundarsalur borgar- stjómar sem nú er í Skúlatúni. í byggingunni verða skrifstofur borgarstjóra, borgarritara, borgar- lögmanns, endurskoðanda, bókara, starfsmannastjóra, lögfræði-, stjómsýslu-, fjármála- og hagsýslu- deildar. I keppnislýsingu vom þátttak- endur beðnir að gera einnig ráð fyrir ferðamannaþjónustu í húsinu og yrði hluti af henni Íslandslíkan það sem að hluta var sýnt í Borgar- leikhúsinu á afmæli Reykjavíkur í fyrra. Auk þess á að vera aðstaða til heilsuræktar, mötuneyti og hús- vörslu í byggingunni og bílageymsl- ur í kjallara. Guðrún Harðardóttir og Steve Christer luku bæði námi frá AA- skólanum í Lundúnum árið 1984. Aðalkennari þeirra var Peter Cook. Þau störfuðu um 18 mánaða skeið hér á landi en hafa undanfarið eitt og hálft ár rekið arkitektastofu í Lundúnum. í samtali við blaðamann sögðust þau hafa þrisvar tekið þátt í sam- keppni hér á landi, um Stúdenta- garða, nýtt þinghús og breytingar á Amarhóli. „Þessi tillaga hefur tekið allan okkar tíma frá því um áramót. Eins og gefur að skilja eig- SVS og Varðberg: Fyrirlestur um niður- stöður ráðherrafundar Atiantshafsbandalagsins STJÓRN Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og stjórn Varð- bergs efna til sameiginlegs fundar með félagsmönnum og gestum þeirra um niðurstöður utanr íkisráðherraf undar Átl- antshafsbandalagsins sem lauk í gær. Hádegisfundur verður haldinn í Átthagasal Hótels Sögu í dag, 13. júní, og hefst hann kl.12.00. Fundurinn er einungis ætlaður félagsmönnum í SVS og Varð- bergi, svo oggestum félagsmanna. Gestur fundarins og framsögu- maður verður George W. Jaeger, yfírmaður í stjómmáladeild NATO. Umræðuefni hans er: „Samskipti austurs og vesturs í framhaldi af Reykjavíkurfundi NATO“. Framsöguerindið verður flutt á ensku, og ræðumaður svarar fyrir- spumum fundargesta að því loknu. George W. Jaeger

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.