Morgunblaðið - 13.06.1987, Side 27

Morgunblaðið - 13.06.1987, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987 27 Morgunblaðið/Sverrir Margrét Harðardóttir og Steve Christer taka við fyrstu verðlaunum í samkeppni um ráðhús Reykjavík- ur úr hendi Daviðs Oddssonar bogarstjóra. Tillaga Guðmundar Jónssonar hlaut ðnnur verðlaun. Á innfelldu myndinni sést höfundurinn. um við enn eftir að útfæra teikning- una að fullu. Hyggjumst við nú taka til við að gera útlit og frágang hennar þannig úr garði að okkar hugmyndir verði öllum ljósar sem eiga eftir að ganga um húsið," sagði Christer. Hann sagði að í húsunum væru stórir glerveggir, þannig að útsýni yfir Tjömina og umhverfi hennar yrði sem best. „Við gældum líka við þá hugmynd að þökin ættu sér að fyrirmynd vængi flugvélar sem hefðu flögrað niður og lent á þess- um stað, en súlumar sem halda því uppi séu eins og sef eða reirstöngl- ar.“ Tillaga þeirra Guðrúnar og Christers gerir ráð fyrir tveimur samhliða byggingum með boga- dregnu þaki. Aðalinngangur er frá Vonarstræti og beinn innakstur frá götunni [ bflageymslu á þremur hæðum. Á homi Vonarstrætis og fyamargötu er gert ráð fyrir lítilli tjöm og rennur úr henni lækur á milli bygginganna, út í Tjömina. í umsögn dómnefndar segir að þegar komið sé að aðalinngangi seytli vatn til beggja handa og megi ef- ast um útfærslu hugmyndarinnar við íslenskar aðstæður. „Höfundi tekst á tilltölulega einfaldan máta að skapa mjög sérstaka byggingu og undirstrikar sjálfstæði hennar í efnisvali og formum," segir orðrétt í umsögninni. Þíng norræna heimilis- lækna haldið í Reykjavík Þátttakendur hittast í Laugardalslaug í kvöld ÞAÐ GERIST ekki á hveijum degi að þinghald hefjist i sundlaug. En þannig byrjar fimmta þing norrænna heimilislækna sem haldið verður í Reykjavík dagana 14. til 17. júní. Þátttakendur eru beðnir að mæta í Laugardalslaugina kl. 20.30 í kvöld með baðföt og hand- klæði. Þar verður boðið upp á flatkökur og svaladrykki og Katrin Fjeldsted læknir og borgarfulltrúi býður þátttakendur velkomna. Þingið verður sett í Háskólabíói rædd á málþingum og má nefna kl. 10.00 sunnudaginn 14. júní og verður forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, viðstödd setninguna. Þingið fer fram f Háskóla íslands. Haldin verða málþing og Qölmargir fyrirlestrar og niðurstöður rann- sóknarstarfs í heimilislækningum á Norðurlöndunum verða birtar á veggspjoldum. Ýmis mál verða sem dæmi að makar lækna og böm munu fjallað um læknafjölskylduna og hvemig læknastarfið kemur nið-' ur á fjölskyldunni. Einnig verður fjallað um kostnað, vemd, menntun og kennsluaðferðir í heimilislæknis- fræði o.fl. Þátttakendur á þinginu era um 800 talsins. Ljósmynd BREIN Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra tendrar kyndil friðar- hlaupsins. Friðarboðhlaupið hafið ALÞJÓÐLEGT friðarboðhlaup hófst í gærmorgun fyrir utan Höfða, er Steingrimur Hermannsson forsætisráðherra tendraði kyndil sem hlaupið verður með umhverfis Iandið. Steingnrímur hljóp fyrsta spöhnn með kyndilinn en síðan sambands íslands við honum. Friðarboðhlaupið hófst í New York 27. aprfl síðastliðinn og er gert ráð fyrir að því ljúki 7. ágúst. Tilgangur hlaupsins er að gera hveijum og einum kleift að stuðla að friði með þátttöku sinni. Alls munu 55 þjóðir taka þátt í friðar- boðhlaupinu sem verður um 43.000 km. langt. Hlaupið verður rangsælis hring- inn í kringum landið og í gær var hlaupið frá Reykjavík til Keflavíkur Svemn Bjömsson forseti um Garð, Sandgerði, Hafiiir, Grindavík og þaðan til Hveragerðis. í dag hefst hlaupið kl. 7.30 í Hveragerði og verður hlaupið um Suðurland og á Kirkjubæjarklaust- ur og á morgun, sunnudag, er ferðinni heitið til Hafnar í Homa- firði. íþróttafélög og ungmennafélög um allt land taka þátt í hlaupinu en það er einnig opið öllum almenn- ingi. VOLVOSALURINN SKEIFUNNI 15 P&Ó/SÍA Nýja símakerfiö er þáttur í stöðugt aukinni þjónustu við okkar ágætu viðskiptavini. 691610 Opið í Volvosal, Skeifunni 15, alla daga frá 9-18 og á laugardögum frá 10-16.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.