Morgunblaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 33
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987
33
Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö.
Sigur
Margaretar Thatcher
Fáir stjómmálamenn hafa á
þessum áratug komist með
tæmar þar sem Margaret
Thatcher, forsætisrápherra
Breta og leiðtogi breska Ihalds-
flokksins, hefur hælana. Enn
sýndi hún það í kosningunum á
fímmtudag, að hún býr yfír
miklum pólitískum slagkrafti,
meiri en allar kannanir gáfu til
kynna. íhaldsflokkurinn hefur
fengið góðan og ömggan meiri-
hluta í breska þinginu í þriðju
kosningunum í röð undir forystu
Margaretar Thatcher. Þetta
hefur engum breskum stjóm-
málamanni tekist síðan 1827,
þegar maður að nafni Liverpool
lávarður vann svipað afrek við
allt aðrar aðstæður; hann var
forsætisráðherra frá 1812 til
1827.
Margaret Thatcher er um-
deildur stjómmálamaður með
umdeildar skoðanir, sem hún
hrindir í framkvæmd með mark-
vissri einbeitni án þess að efast
eitt andartak um, að hún hafí
rétt fyrir sér. Hún hefur gengið
á hólm við verkalýðshreyfíng-
una og annars konar stoftiana-
mennsku, sem hún telur standa
bresku þjóðlífi og efnahagslífí
fyrir þrifum. Hún vill jafna
auðnum í landinu með þvi að
gera sem flesta að eigendum í
árðbæmm fyrirtækjum og hefur
beitt sér fyrir sölu ríkisfyrir-
tækja og einkavæðingu. Með
þessu hefur hún vakið áhuga
almennings á velgengni fyrir-
tækja og stuðlað að því, að
kjósendur hafna þeim stjóm-
málaflokkum, sem láta eins og
unnt sé að njóta efnislegra
gæða án þess að greiða nokkuð
fyrir þau.
Þegar Margaret Thatcher
vann sigur í kosningunum 1983
sögðu þeir, sem þá hörmuðu
traustið í hennar garð, að hún
hefði sigrað vegna Falklands-
eyjastríðsins. Mátti lesa bolla-
leggingar um það í blöðum hér
á landi hjá þeim, sem vildu ekki
trúa því að frjálshyggja Thatch-
ers ætti upp á pallborðið hjá
nágrönnum okkar Bretum.
Hvað ætli þessir menn segi
núna? Verkamannaflokkurinn
skipti um formann eftir áfallið
mikla 1983, Neil Kinnock var
valinn til þess að leiða flokkinn
inn á miðjuna og síðan til sig-
urs í kosningum. Verkamanna-
flokkurinn stendur lítið betur
að vígi nú en 1983. Að vísu
getur hann huggað sig við það,
að Bandalag frjálslyndra og
jafnaðarmanná hlaut hroðalega
útreið; þess vegna hefur Verka-
mannaflokkurinn óskoraða
forystu fyrir stjómarandstöð-
unni. Kinnock þótti standa sig
vel í kosningabaráttunni, en það
dugði ekki til að hann næði því
markmiði, sem hann hafði heitið
sjálfum sér og öðrum að ná: að
koma Thatcher úr embætti. Ef
nefna á einhveija eina ástæðu
fyrir því, að Kinnock mistókst
þetta, ber að benda á kröfu
hans um einhliða kjamorku-
afvopnun Breta. Breskir kjós-
endur höfnuðu þessari kröfu
afdráttarlaust á þeirri forsendu,
að þar með væri óvinum lands-
ins, Sovétmönnum, afhent
fjöregg þess.
Kunnáttumenn eru sammála
um, að kosningabaráttan í Bret-
landi beri æ fleiri merki átaka
milli einstaklinga eins og háð
eru í forsetakjöri í Bandaríkjun-
um. Kraftur leiðtoganna ráði
afli flokkanna. Með þessum rök-
um segja menn, að ekki þurfí
að undrast lélega niðurstöðu hjá
Bandalagi frjálslyndra og jafn-
aðarmanna; það heyji enginn
markvisst forsetalqor með tvo
forseta í framboði á sama listan-
um. Þeir David Steel frá fijáls-
lyndum og David Owen hjá
jafnaðarmönnum gerðu það
ekki upp fyrir kosningamar,
hvor væri leiðtoginn og tilvon-
andi forsætisráðherra. Nú er
David Owen einn eftir á þingi
af þeirri „fjórmenningaklíku",
sem klauf sig úr Verkamanna-
flokknum á sínum tíma og
stofnaði Jafnaðarmannaflokk-
inn til að mótmæla vinstri-
mennskunni í Verkamanna-
flokknum. Bandalagið hlýtur að
líta í eigin barm og hugsa sinn
gang.
Margaret Thatcher þurfti
ekki að hugsa sig mikið um á
kosninganóttina. Um leið og
hún var viss um meirihluta á
þingi tók hún af skarið um þau
mál, sem hún myndi hafa efst
á dagskrá á hinu nýbyijaða,
fímm ára kjörtímabili. Stjóm
hennar ætlar að beita sér fyrir
umbótum í skólamálum, heil-
brigðismálum og húsnæðismál-
um. Thatcher ætlar að ráðast
gegn þeim vanda, sem heijar á
ýmsa bæjarhluta í breskum
stórborgum, uppræta fátækt
þar og volæði í ýmsum myndum.
Ekki verður slakað á í stjóm
efnahagsmála og einkavæðingu
verður haldið áfram. Kjamorku-
herafli Breta verður endumýj-
aður og hlúð verður að
samstarfí Vesturlanda um
traustar vamir um leið og sam-
ið verður um afvopnun við ríkin
í austri.
UTANRÍKISRÁÐHERRAFUNDUR ATLANTSHAFSBANDALAGSINS í REYKJAVÍK
Shultz á blaðamannafundi í Háskólabíói:
Atlantshafsbandalagið
stóð saman og
sýndi styrkleika
„Við sjáum hér augljóst sam-
þykki utanrikisráðherra Atlants-
hafsbandalagsins, sem ég get
greint Ronald Reagan Banda-
ríkjaforseta frá, og getur hann
nú haldið áfram viðræðum,"
sagði George Shultz á blaða-
mannafundi, sem haldinn var i
Háskólabiói um hádegi í gær.
Hðfðu utanríkisráðherramir
skSmmu áður gefið út yfirlýs-
ingu, þar sem þeir lýsa yfir
stuðningi við að banna meðal-
drægar og skammdrægar kjarn-
orkuflaugar um heim allan.
Paul Nitze, einn helsti samninga-
Viðræðum haldið
áfram með þetta
veganesti, sagði
Paul Nitze
maður Bandaríkjamanna í viðræð-
um risaveldanna um Evrópuflaug-
amar, sagði í stuttu samtali við
Morgunblaðið að styrkur Atlants-
hafsbandalagsins hefði komið í ljós
á Reykjavíkurfundinum. „Nú getum
við haldið áfram samningaviðræð-
um með þetta veganesti frá aðildar-
ríkjum NATO. Sovétmenn hafa nú
lagt fram tvær til þijár tillögur um
afvopnunarmál á mánuði. Atlants-
hafsbandalagið byggir á samráði
aðildarríkja þess og því tekur tíma
að bregðast við þeim. Nú verðum
við að vona að Sovétmenn haldi
ekki fast við sinn keip og krefjist
þess að þeir fái að halda eftir hundr-
að kjamaoddum í Asíu, en Banda-
ríkjamenn 100 oddum utan Evrópu.
Ef fallist verður á að eyða bæði
skammdrægum og meðaldrægum
flaugum um heim allan verður auð-
veldara að hafa eftirlit með að
bræður sína einn af öðrum.
Frakkar og Bandaríkjamenn
höfðu deilt um það hvort Atlants-
hafsbandalagið ætti að eiga
frumkvæði að viðræðum um hefð-
bundinn herafla á nýjum grundvelli.
Tókst ráðherrunum að koma sér
saman um lausn á málinu, sem full-
trúar allra aðildarríkja Atlantshafs-
bandalagsins sættu sig við.
Shultz kvað bæði helstu mál
fundarins, deiluna við Frakka og
Evrópuflaugamar, vera mikilvæg
atriði, en nú væru umræður um þau
innan NATO að baki: „Það er
ánægjulegt að komist hafi verið að
niðurstöðu í Reykjavík," sagði ráð-
herrann.
Shultz var spurður hversu mikil-
vægt samþykki Atlantshafsbanda-
lagsins við því að halda áfram
viðræðum um Evrópuflaugamar
væri: „Bandalagið hefur staðið
saman og sýnt styrkleika. Ráð-
herramir veittu einn af öðrum
samþykki sitt og nú er Bandaríkja-
manna og Sovétmanna að komast
að samkomulagi. NATO er árang-
ursríkasta bandalag allra tíma. Því
hefur tekist að greiða úr öllum
vandamálum. Öll aðildarríki hafa
verið tekin með í reikninginn og
friður hefur haldist í fíörutíu ár.“
Shultz sagði aðspurður um það
hvort leiðtogafundur væri á döfínni
að bæði Reagan og Mikhail Gorb-
achev Sovétleiðtogi hefðu sagt
fundi sína árangursríka og vildu
þeir halda slíkum fundum áfram.
„Enn hefur ekkert verið ákveðið
um leiðtoga fund, en það er raun-
hæfur möguleiki að leiðtogamir
hittist á næstunni," sagði Shultz.
„Það er alls ekki hægt að segja
að samningaviðræðum sé lokið.
Erfítt verður að koma á eftirliti
með því samkomulag verði haldið
og við fetum hér ótroðnar slóðir.
Hvorir tveggju fara því varlega,“
sagði Shultz um viðræður stórveld-
anna um Evrópuflaugamar, sem
nú verður haldið áfram í Genf.
Hann sagði að 72 skammdrægar
flaugar af gerðinni Pershing 1A,
sem staðsettar eru í Vestur-Þýska-
landi og em í eigu vestur-þýska
flughersins, væru ekki með á samn-
ingaborðinu. „Á þær var ekki
minnst þegar Bandarílqamenn
lögðu fram tillögu um að eyða
meðaldrægum flaugum í Evrópu
árið 1981, né þegar Sovétmenn
tóku upp þráðinn árið 1986. Þær
bar hvorki á góma á leiðtogafundin-
um í Genf, né í Reykjavík. Þær
hafa ekki verið ræddar í Vín og
komu ekki til umræðu þegar ég
ræddi við Eduard Shevardnadze
utanríkisráðherra í Moskvu," sagði
Shultz.
Yfirlýsing ráðherrafundar Atlantshafsráðsins í Reykj avík 11.-12. júní 1987:
Sjáum engan annan kost
en fælingarstefnuna
Hér birtist í heild þýðing á
yfirlýsingu sem utanríkisráð-
herrar ríkja Atlantshafsbanda-
lagsins gáfu að loknum fundi
sínum í Reykjavík i gær.
1. Þegar fundur okkur er haldinn
virðist þróunin í samskiptum aust-
urs og vesturs benda til þess að
raunverulegur árangur geti orðið,
einkum á sviði afvopnunarmála. Við
fögnum þessari framvindu og mun-
um vinna að því að hún leiði af sér
aukið öryggi og aukinn stöðugleika.
Við veitum athygli ýmsu sem uppör-
vandi er í stefnu Sovétríkjanna
innan lands og út á við. í mati
okkar á stefnu Sovétríkjanna erum
við sammála um að prófsteinninn
sé athafnir Sovétríkjanna á sviðum
sem spanna frá mannréttindum til
afvopnunar.
Við áréttum gildi hinnar tvíþættu
niðurstöðu Harmel-skýrslunnar frá
1967. Varðveisla nægilegs hemað-
arstyrks og samstaða og samlyndi
bandalagsins er grundvallarstefna
í viðræðum okkar og samstarfí við
aðra, stefna sem miðar að því að
ná sífellt meiri stöðugleika og
trausti í samskiptum austurs og
vesturs.
2. Hið alvarlega ójaftivægi á sviði
hefðbundinna vopna, eftiavopna og
kjamorkuvopna, og hin síaukna
uppbygging sovésks hemaðarmátt-
ar, er okkur enn efst í huga. Við
áréttum að við sjáum ekki neinn
valkost við þá stefnu sem bandalag-
ið hefur mótað til að koma í veg
fyrir stríð - fælingarstefnuna, sem
byggð er viðeigandi hlutföllum
nægilegs og nothæfs herafla, kjam-
orkuherafla sem hefðbundins
herafla, og er hvor þáttur ómiss-
andi. Þessi stefiia mun hér eftir sem
hingað til hvíla á þeim tengslum
sem eru á milli öryggis hinnar
fijálsu Evrópu og Norður-Ameríku,
þar sem örlög þeirra em óumflýjan-
lega samtengd. Af þessum sökum
er kjamorkuskuldbinding Banda-
ríkjanna, dvöl bandarískra kjam-
orkusveita í Evrópu (Grikkir minna
á afstöðu sína til kjamorkuvopna)
og staðsetning kanadískra og
bandarískra hersveita þar gmnd-
vallaratriði.
3. Takmörkun vígbúnaðar og
afvopnun em undirstöðuþættir í
öryggisstefnu okkar, við stefnum
að samkomulagi um takmörkun
vígbúnaðar, sem hægt er að ganga
úr skugga um að sé virt, og sem
miðar að stöðugri og öraggari hem-
aðaijafnvægi á lægri stigum.
4. Við ítrekum þá áherslu sem
við ieggjum á skjóta framvindu í
átt til fækkunar langdrægra kjam-
orkuvopna. Þess vegna fögnuðum
við því að Bandaríkin og Sovétríkin
em nú sammáia um að stefna að
50% fækkun í hinum langdræga
herafla sínum. Við styðjum einarð-
lega tillögu Bandaríkjanna í Genf
um þetta atriði og hvetjum Sov-
étríkin til að bregðast við henni á
jákvæðan hátt.
Við fómm yfír þá stöðu sem nú
er í viðræðum Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna í Genf um vamar-
kerfi í geimnum, en þær miða að
því að hindra vígbúnaðarkapphlaup
í geimnum og styrkja öryggishags-
muni. Við styðjum áfram þessa
viðleitni.
5. Við veitum athygli þeim ár-
angri sem nýlega hefur náðst í
Genfarviðræðunum um afvopnun,
hvað varðar algert bann við notkun
efnavopna. Við emm sem fyrr
hlynntir því að ná sem fyrst sam-
komulagi um alhliða, alþjóðlegan
og eftirlitshæfan samning úm al-
gera eyðingu núverandi birgða á
samkomulagstímanum og bann við
frekari framleiðslu slíkra vopna.
6. Við gemm okkur grein fyrir
sífellt auknu mikilvægi þess að jafn-
vægi sé á sviði hefðbundins herafla,
ekki síst þegar umfangsmikil fækk-
un kjamorkuvopna virðist möguleg.
í því sambandi áréttum við þá
stefnumótun sem fólst í Halifax-
yfírlýsingu okkar og Bmssel-yfír-
lýsingunni, en hvort tveggja miðaði
að því að koma á alhliða, stöðugu
Stjómendur ráðherrafundarins, framkvæmdastjóri og aðstoðarfram-
kvæmdastjóri NATO ásamt aðstoðarmönnum sínum.
og eftirlitshæfu jafnvægi í hefð-
bundna heraflanum á lægri stigum.
Við minnum á að viðræður um jafn-
vægi á sviði hefðbundna heraflans
ættu að tengjast viðræðum ríkjanna
35 sem þátt taka í ráðstefnunni um
öryggi og samvinnu í Evrópu
(RÖSE). Þær ættu að byggja á og
víkka út þá samvinnu og það ör-
yggi sem felst í lokaslqali Helsinki-
fundarins og Stokkhólms-sam-
komulaginu. Við samþykktum að
tvær næstu viðræður um öryggis-
mál ættu að fara fram innan ramma
RÖSE-framvindunnar, en viðræð-
umar um jafnvægi á sviði hefð-
bundna heraflans ættu að vera sér
á parti, hvað varðar _ efnisatriði,
þátttöku og skipulag. Á grandvelli
þessa samkomulags tókum við
nauðsynlegar ákvarðanir til þess
að gera viðræðunefnd háttsettra
embættismanna okkar um hefð-
bundna heraflann, sem sett var á
laggimar eftir ráðherrafundinn í
Halifax, kleyft að halda áfram
starfi sínu og semja erindisbréf fyr-
ir RÖSE-viðræðumar og viðræð-
umar um hefðbundna heraflann,
þær sem nú fara fram í Vín.
7. Eftir að hafa kynnt sér fram-
vinduna í viðræðum Bandarílqanna
og Sovétríkjanna um meðaldrægar
lq'amorkueldflaugar (INF) hvetja
bandamenn Bandaíkjanna Sov-
étríkin til að falla frá kröfu sinni
að halda eftir hluta af SS-20 eld-
flaugum sínum. Þeir ítreka þá ósk
sína að öllum langdrægum kjam-
orkuflaugum á landi verði útiýmt
í samræmi við þá stefnu sem NATO
hefur löngum markað.
Þeir styðja alþjóðlega og eftirlits-
hæfa eyðingu allra skammdrægra
lqamorkueldflauga Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna, þeirra sem draga
500 til 1.000 km, enda verði það
þáttur í samkomulagi um meðal-
drægar kjamorkuflaugar (INF).
Þeir telja að INF-samkomulag á
þessum gmndvelli yrði mikilvægur
þáttur í alhliða og samtengdu sam-
komulagi um takmörkun vígbúnað-
ar og afvopnun; samkomulagi sem
Ráðherrarnir að störfum á fundinum á Hótel Sögu.
færi saman við stefnu NATO um
sveigjanleg viðbrögð og fæli í sér:
* 50% fækkun langdrægra
kjamorkusóknarvopna Banda-
ríkjanna og Sovétríkjanna, sem
samið yrði um í núverandi Genfar-
viðræðum.
* Algera eyðingu efnavopna.
* Stöðugleika hefðbundins her-
afla á tryggu stigi og eyðingu
misvægis á því sviði alls staðar í
Evrópu.
* í tengslum við jafnvægi á
sviði hefðbundna heraflans og al-
gera útrýmingu efnavopna: Raun-
hæf og eftirlitshæf fækkun
skammdrægra kjamorkuvopna
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á
landi, fækkun sem leiði til jöfnuðar
á þessu sviði.
8. Við (í þessu samhengi minntu
Frakkar á, að þeir hefðu ekki átt
aðild að tvíþættu ákvörðuninni
1979 og þess vegna væm afleiðing-
ar hennar ekki skuldbindandi fyrir
þá) höfum falið fastafulltrúunum í
Atlantshafsráðinu að vinna að því
í samstarfí við viðeigandi hemaðar-
leg yfírvöld að þróa frekar alhliða
kenningu um takmörkun vígbúnað-
ar og afvopnun. Afvopnunarmálin,
sem bandalagið glímir við, hafa í
för með sér flókin og samtengd
málefni, sem verður að meta í heild,
þar sem tekið er mið af almennri
framvindu samningaviðræðna um
afvopnun, sem nefndar em hér að
ofan, og einnig öryggishagsmunum
bandalagsins og fælingarstefnu
þess. _
9. í viðleitni okkar til að kanna
alla kosti sem fyrir hendi em til
að auka og bæta viðræður, sem
snerta áhyggjuefni fólks bæði í
austri og vestri, og fullvissir um
að stöðug skipan friðar og öryggis
í Evrópu kemst ekki á ef aðeins er
treyst á hemaðarmátt, teljum við
þróun mála innan ramma ráðstefn-
unnar um öryggi og samvinnu í
Evrópu (RÖSE) mjög mikilvæga.
Við ætlum þess vegna að nýta okk-
ur RÖSE í Vín til fullnustu.
Fullkomin framkvæmd á öllum
ákvæðum þess, sem samið hefur
verið um á vettvangi RÖSE af þátt-
tökuríkjunum 35, sérstaklega að
því er varðar mannréttindi og sam-
skipti fólks, er gmndvallar-mark-
mið bandalagsins og óhjákvæmileg
forsenda fyrir árangursríkri þróun
samskipta austurs og vesturs á öll- ~
um sviðum.
Með vísan til gagnlegra tillagna
okkar ætlum við að láta enn á það
reyna, hvort ekki sér unnt að fá
ríkin í austri til að standa við skuld-
bindingar sínar.
Við munum halda áfram að vinna
að efnislegum og tímanlegum nið-
urstöðum ráðstefnunnar.
10. Við sem eigum aðild að
MBFR-viðræðunum ítrekum vilja
okkar til að ná skynsamlegu sam-
komulagi, sem mælir fyrir um
samdrátt, takmörkun og raunhæft
eftirlit, og hvetjum fulltrúa Varsjár-
bandalagsins í þessum viðræðum'
til að bregðast með jákvæðum hætti
við þeim mjög mikilvægu tillögum,
sem Vesturlönd lögðu fram í desem-
ber 1985 og að ganga til viðræðn-
anna með uppbyggilegri hætti.
11. Á 750. afmælisári Berlínar
leggjum við áherslu á samstöðu
okkar með borginni, sem er nú sem
fyrr mikilvægur liður í samskiptum
austurs og vesturs. Umbætur á
daglegum samskiptum innbyrðis í
Þýskalandi ættu að koma sér sérs-
taklega vel fyrir Þjóðveija.
12. Nú era rétt 40 ár liðin síðan
Marshall, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, flutti framsýna ræðu sína
í Harvard. Þau gmndvallaviðhorf,
sem hann lagði áherslu á, og við
emm allir sammála um, og urðu
síðan meginstef Marshall-áætlunar-
innar, em jafn lífsnauðsynleg nú
og þá.
13. Við ítrekum fordæmingu
okkar á hryðjuverkastarfsemi í öll-
um myndum. Staðfestum þann
ásetning okkar að beijast gegn
henni, við teljum að náin alþjóðleg
samvinna skipti höfuðmáli til að
rífa hana upp með rótum.
14. Samstaðan innan bandalags-
ins sækir afl sitt að vemlegu leyti
til þingmanna, sem lq'ömir em í
fijálsum kosningum, og umbjóð-
enda þeirra, alls almennings. Við
undirstrikum því mikilvægi ftjálsra
umræðna um verkefni bandalagsins
og fögnum að geta skipst á skoðun-
um um þessi mál við þingmenn
ianda okkar, þ.á m. þeirra, sem
taka þátt í Þingmannasamtökum
NATO (Norður-Atlantshafsþing-
inu).
15. Við látum í ljós þakklæti
okkar við ríkisstjóm íslands, sem
leggur fram lífsnauðsynlegan skerf
til að tryggja öryggi á norðlægum
hafsvæðum bandalagsins, fyrir
hlýja gestrisni hennar.
16. Vorfundur utanríkisráðherra
Atlantshafsbandalagsins 1988
verður haldinn á Spáni í júní.
Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg
George Pratt Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í Háskólabíói. Á vinstrí
hönd ráðherrans situr Alton G. Keel, sendiherra Bandaríkjanna þjá Atlantshafsbandalaginu í Bríissel,
og honum á hægrí hönd er Charles Redman aðstoðarutanríkisráðherra. Shultz hélt af landi brott síðdegis
í gær.
staðið verði við fyrirsjáanlegt sam-
komulag. En við eigum mikið starf
fyrir höndum í Genf,“ sagði Nitze.
Atlantshafsbandalagið hefur nú
ratt brautina fyrir því að Banda-
ríkjamenn og Sovétmenn haldi
áfram viðræðum um að uppræta
bandarískar stýriflaugar og kjam-
orkuflaugar af gerðinni Pershing 2
í Vestur-Evrópu og sovéskar SS-20
flaugar staðsettar vestur af Úral-
fíöllum og sovéskar flaugar, sem
draga skemmri vegalengd.
Shultz sagði á blaðamannafundi
sínum að fundur ráðherranna hefði
verið afar árangursríkur og ein-
kennst af framsýni og hefði hann
ráðfært sig rækilega við starfs-