Morgunblaðið - 13.06.1987, Page 34

Morgunblaðið - 13.06.1987, Page 34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987 34 UTANRIKISRAÐHERRAFUNDUR ATLANTSHAFSBANDALAGSINS í REYKJAVÍK NATO-ríki samþykkja hina tvöföldu núllausn: Nú er Bandaríkja- mannaað ákveða framhaldið CAlRRINGTON lávarður, fram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, kynnti niðurstöð- ur fundar utanríkisráðher- ranna fyrir fréttamönnum í Háskólabíói í gærmorgun. Að loknu stuttu ávarpi svaraði lá- varðurinn spurningum frétta- manna og að þvi loknu hófst blaðamannafundur Georges Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkj anna. Aætlað hafði verið að fundur Carringtons lávarðar hæfíst á hádegi en honum var flýtt um eina klukkustund þar sem ráð- herramir höfðu tekið daginn snemma og gengið hafði verið frá lokaályktun fundarins. Carrington lávarður bar lof á alla skipulagningu fundarins og sagði íslenska starfsmenn eiga heiður skilinn. Einnig kvaðst hann vilja þakka fyrir sérlega vinsam- legar móttökur. Ráðherrafundinn sagði hann hafa verið einstaklega gagnlegan og mikilvægan. Aðild- arríki Atlantshafsbandalagsins hefðu lýst yfír fullum stuðningi við tillögur um upprætingu meðal- drægra og skammdrægra fíauga í Evrópu. Kvaðst hann telja mikil- vægt að f lokaályktuninni væri hvatt til þess að öllum meðaldræg- um kjamorkuflaugum yrði eytt og því væri vikið frá upphaflegum - sagðiCarr- ington lávarður í Háskólabíói hugmyndum um „núll-lausnina“ þar sem gert hefði verið ráð fyrir að 100 kjamaoddar hvors stór- veldis utan Evrópu yrðu undan- skildir. Kvaðst lávarðurinn telja þetta rétta stefnu þar eð allt eftir- lit með ákvæðum hugsanlegs afvopnunarsáttmála yrði auðveld- ara ef engar flaugar yrðu undanskildar. Carrington lávarð- ur minnti einnig á að þessi niðurstaða ráðherranna væri í samræmi við lokaályktun fundar vamarmálaráðherra Atlantshafs- bandalagsins f Stavanger í Noregi. Aðspurður um framhald samn- ingaviðræðna Bandaríkjastjómar og Sovétmanna sagði Carrington lávarður að eðli málsins sam- kvæmt væri það Bandaríkja- manna að ákveða það. Shultz utanríkisráðherra myndi nú skýra Ronald Reagan Bandarfkjaforseta frá niðurstöðum Reykjavíkur- fundarins. Forsetinn myndi síðan ákveða hvert framhaldið yrði og væri ekki tímabært að velta vöng- um yfír því. Lávarðurinn var spurður hvort fullar sættir hefðu nú náðst innan bandalagsins í ljósi þess að ýms- um aðildarríkjanna hefði þótt framhjá þeim gengið þegar leið- togar risaveldanna tóku að ræða stórfenglega fækkun kjamorku- vopna á fundinum í Reykjavík í fyira. Carrington sagði að vissu- lega hefði Reykjavíkurfundur leiðtoganna komið á óvart en það vær hins vegar rangtúlkun að tala um óánægju innan banda- lagsins. Miklar og líflegar umræður hefðu átt sér stað innan Atlantshafsbandalagsins á þeim tíma sem liðinn væri frá leið- togafundinum ogþær hefðu skilað tilætluðum árangri eins og loka- yfírlýsing utanríkisráðherranna bæri vitni um. Slíkar umræður sagði lávarður- inn nauðsynlegar þar sem allt skipulag Atlantshafsbandalagsins væri lýðræðislegs eðlis og því tæki tíma að samræma viðhorf og hagsmuni einstakra ríkja. Á hinn bóginn gæti Sovétstjómin sífellt sett fram nýjar tillögur þar sem ráðamenn þar þyrftu ekki að taka tillit til sjónarmiða Varsjár- bandalagsríkjanna. Hefði þetta raunar komið berlega í ljós á und- angengnum vikum og mánuðum því Sovétmenn hefðu kynnt nýjar tillögur jafnvel mörgum sinnum í viku. aðar. Skömmu eftir hádegi ræddu þeir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra og Mathhías A. Mathiesen við George Shultz utanríkisráð- herra Bandarfkjanna og fór fundur þeirra fram á Hótel Sögu. Að lokn- um viðræðum þeirra var boðað að nýju til fundar með íslenskum fréttamönnum í fréttamiðstöðinni í Hagaskóla. íslensku embættismennimir ræddu hvalveiðar íslendinga í vísindaskyni við hina bandarísku starfsbræður sína. í næstu viku hefst fundur Alþjóða hvalveiðiráðs- ins í Boumemouth og hyggjast Bandaríkjamenn leggja fram til- lögu þar um að vísindanefnd ráðsins fjalli um vísindaáætlun ís- lendinga og verði niðurstaða nefndarinnar tekin til afgreiðslu í ráðinu. Halldór Ásgrímsson sagði íslensk stjómvöld ekki geta sætt sig við tillögu þessa einkum þann lið hennar sem varðar afgreiðslu ráðsins og hugsanlega atkvæða- greiðslu um niðurstöður vísinda- nefndarinnar. íslendingar teldu á hinn bóginn að líta bæri á niður- stöður nefndarinnar sem ráðgjöf, sem eðli málsins samkvæmt væri ekki unnt að greiða atkvæði um. Hefði þeirri afstöðu verið komið á framfæri við bandaríska utanríkis- ráðherrann. Hefði hann lýst yfír skilningi á málinu bæði á fundinum og í bréfum til íslenskra stjóm- valda. Halldór vakti hins vegar á þvi athygli að það væri viðskipta- ráðuneytið bandaríska sem færi með þessi mál og þyrftu því frek- ari viðræður að fara fram milli íslenskra embættismanna og starfsmanna viðskiptaráðuneytis- ins bandaríska. Aðspurður sagði Halldór Ás- grímsson að íslendingar myndu halda til streitu hvalveiðum í vísindaskyni, sem þegar hefðu skil- að miklum árangri. Hins vegar vildu íslensk stjómvöld halda áfram hvalveiðum í bærilegum friði við aðrar þjóðir. * Matthías A. Mathiesen, utanríkisráðherra: Fiilluv stuðningur Islands við yfirlýsingu NA TO-ríkju Morgunblaðið/Árni Sæberg Carrington lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, á blaðamannafundi í Háskólabíói í gær. Hvalveiðar ís- lendinga ræddar við George Shultz MATTHÍAS Á. Mathiesen ut- anríkisráðherra sagði á blaða- mannafundi f fréttamiðstöðinni f Hagaskóla í gær að fslensk stjórnvöld styddu f einu og öllu yfirlýsingu ráðherrafundar Atl- antshafsbandalagsríkja varð- andi upprætingu Evrópuflaug- anna svonefndu. Skömmu eftir hádegi áttu þeir Matthfas og Halldór Ásgrfmsson sjávarút- vegsráðherra fund með George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þar sem ræddar voru hvalveiðar íslendinga f vísindaskyni. Var boðað til ann- ars blaðamannafundar af þvf tilefni. Matthías Á. Mathiesen skýrði í upphafí máls síns frá því að fullt samkomulag hefði náðst á ráð- herrafundinum um stuðningsyfír- lýsingu við áframhaldandi samningaviðræður risaveldanna um útrýmingu skammdrægra og meðaldrægra kjamorkuflauga í Evrópu. Matthías kvaðst vilja vekja athygli manna á því að í yfirlýsingu fundaríns værí lögð áhersla á al- gera útrýmingu meðaldrægra flauga. Væri því vikið frá hug- myndinni um að stórveldin mættu hvort um sig halda eftir 100 kjamaoddum utan Evrópu. Kvaðst Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra og Halldór Ásgrímsson hann telja þennan lið yfírlýsingar- innar sérlega mikilvægan því ljóst væri að allt eftirlit yrði mun auð- veldara ef samið yrði um algera útrýmingu þess háttar vopnakerfa. Matthías kvaðst hafa kynnt sjón- armið íslensku ríkisstjómarinnar. Sagðist hann hafa lýst yfír fullum stuðningi við þær hugmyndir sem ráðherramir hefðu samþykkt. Jafn- framt sagði hann íslensku ríkis- stjórina fagna þeim ráðagerðum sem uppi væm um frekari fækkun kjamorkuvopna þ.e.a.s. helmings- fækkun langdrægra flauga risa- veldanna, algera útrýmingu efnavopna, jafnvægi á sviði hefð- bundins vígbúnaðar og samninga- Morgunblaðið/KGA sjávarútvegsráðherra á frétta- mannafundinum í Hagaskóla. viðræður um fækkun vígvallar- vopna með kjamahleðslum í Evrópu. Sagði Matthías ennfremur að íslenska ríkisstjómin styddi þá stefnu Atlantshafsbandalagsins að ekki væri rétt að semja um frekari fækkun kjamorkuvopna meðan að ríki Varsjárbandalagsins nytu yfír- burða á sviði hefðbundins vígbún-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.