Morgunblaðið - 13.06.1987, Page 37

Morgunblaðið - 13.06.1987, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987 37 Lúðuveiðar Amen- A kana við Island — meðalefnisí nýútkomnu Sjó- mannadagsblaði FIMMTUGASTI árgangur Sjó- mannadagsblaðsins er nýkominn út. Sjómannadagsblaðið er sem kunnugt er hátíðarblað sjómanna- stéttarinnar, gefið út af Sjó- mannadagsráði í Reykjavík og Hafnarfirði, og kemur út i tilefni sjómannadagsins ár hvert. Sjómannadagsblaðið hefur tekið allmiklum stakkaskiptum á síðustu tveimur árum og er nú stærra og fjölbreyttara en nokkru sinni. Pétur Sigurðsson, formaður Sjó- mannadagsráðs, skrifar um öryggis- mál sjómanna en í blaðinu er auk þess birt yfírlit yfír tillögur öryggis- málaneftidar sjómanna, sem Pétur var formaður fyrir, og skýrt frá hvað gert hefur verið til að hrinda þeim í framkvæmd. „Helför þriggja skipa“ heitir þátt- ur eftir Asgeir Jakobsson um ofsa- veðrið 26. janúar 1955, þegar ensku togaramir Lorella og Roderigo fórust með allri áhöfn norð-vestur af Straumnesi og nýsköpunartogarinn Egill rauði strandaði undir Grænuhlíð. Pimmtíu og þrír sjómenn týndu lífi sínu í þessu aftaka veðri. Helgi Skúli Kjartansson skrifar um „Samvinnuútgerð í Reykjavík og Hafnarfírði", en í atvinnuleysi kreppuáranna var það eitt þrauta- ráðið að sjómenn stofnuðu svokölluð „áhafnarfélög" um útgerð skipa sinna þegar útgerðarmennimir ætl- uðu að leggja þeim vegna taprekst- urs. „Barist á mörgum vígstöðvum" er yfírskrift á ítarlegu viðtali við Pétur Sigurðsson, þar sem hann seg- ir frá sjómennsku sinni, störfum fyrir Sjómannafélag Reykjavíkur, þing- mennsku í 28 ár, og hinu mikla uppbyggingarstarfí sjómannadags- ins í öldmnarmálum. Sigmar Þormar fjallar um „Þróun sjávarútvegs á Nýfundnalandi", lýsir uppgangi hans og niðurlægingu, sem að lokum leiddi til þess að eyjar- skeggjar töpuðu sjálfstæðinu. í greininni „Ágrip af sögu Thore- félagsins" segir Guðmundur Sæmundssor. frá hinni merku tilraun Þórarins Túliníusar til að koma milli- landasiglingum okkar á íslenskar hendur. Ólafur Þór Ragnarsson skrifar hugleiðingu á sjómannadaginn sem hann nefnir „Að gráta á skjáinn" og Höskuldur Skarphéðinsson rekur fimmtíu ára sögu Skipstjórafélags íslands. Sveinn Bjömsson, listmálari, stýri- maður og lögregluforingi, segir frá sjómennsku sinni og sjómannamynd- um, en forsíðu blaðsins prýðir að þessu sinni mynd af einu málverka hans. Fjallað er um hið mikla ritverk Lúðvíks Kristjánssonar, íslenzka sjávarhætti, sem nú er allt komið út í fimm stórum bindum; Jóhanns J.E. Kúlds er minnst stuttlega og birtur frásöguþáttur eftir hann; og sagt er frá starfsemi fyrirtækisins „Lifandi myndir", sem undanfarin tíu ár hefur unnið að gerð heimildarkvikmynda úr sögu sjávarútvegs á íslandi, síðast „Silfur hafsins", sem sýnd verður í Sjónvarpinu núna á sjómannadaginn. Þá er í blaðinu sagt frá hátíða- höldum sjómannadagsins í Reykjavík 1986, greint frá sjóslysum og drukknunum frá síðasta sjómanna- degi og birt nýsett lög um sjómanna- daginn. Loks er að nefna viðamestu grein blaðsins: „Sprökuveiðar Ameríkana við ísland 1884—1897“. Þar er ijall- að um þátt úr sögu fiskveiðanna við ísland sem fremur hljótt hefur verið um, þegar fískimenn úr Gloucester í Bandaríkjunum komu hingað á skonnortum sínum fímmtán sumur samfleytt og stunduðu lúðuveiðar úti fyrir Vestfjörðum með bækistöð á Þingeyri við Dýrafjörð. Voru' Ameríkanamir á þriðja hundrað þeg- ar þeir voru hér flestir. Hér er safnað í einn stað flestu því sem þegar hef- ur verið skrifað um þessar veiðar og m.a. dregnar fram í dagsljósið bandarískar heimildir. Sjómannadagsblaðið er 112 bls. að stærð og ríkulgea myndskreytt. Það er sett og prentað í Prentstofu G. Benediktssonar. Ritstjórar Sjómannadagsblaðsins eru Garðar Þorsteinsson (ábm.) og Jakob F. Ásgeirsson. Blaðið verður að vanda selt í lausa- sölu út um allt land á sjómannadag- inn, 14. júní nk., en er auk þess dreift í bókabúðir og sölutuma á höfuðborgarsvæðinu. Allur ágóði af sölu blaðsins rennur sem fyrr til sam- taka sjómannadagsins, en þau hafa sem kunnugt er staðið fyrir upp- byggingu Hrafnistu-heimilanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Morgunblaðið/Björg Frá útförínni sem gerð var frá Melgraseyrarkirkju. Fjölmenni við útför Þórðar á Laugalandi ^ Reykjanesi. ÚTFOR Þórðar Halldórssonar frá Laugalandi var gerð frá Melgraseyrarkirkju siðastliðinn laugardag að viðstöddu fjöl- menni, enda var Þórður þekktur og vinsæll höfðingi í sinni sveit. Þórður gegndi mörgum trúnað- arstörfum fyrir sveit sína. Var hann oddviti Nauteyrarhrepps og sýslu- nefndarmaður í fjölda ára, átti sæti f Sambandi íslenskra sveitafélaga, í skólanefnd Reykjanesskóla, var formaður Búnaðarfélags Nauteyr- arhrepps, fulltrúi á fundum búnað- arsambands Vestfjarða og Stéttarsambands bænda. Eftirlifandi kona Þórðar er Helga Jónsdóttir frá Skarði á Snæfjalla- strönd. Býr hún á Laugarholti með dóttur þeirra hjóna, Guðrúnu, sem annast hefur foreldra sína um ára- bil. Helgu og Þórði varð sjö bama auðið og em þau öll á lífí. — Björg. Douib Taoufik frá Marokkó: „Við þurfum að auka samskiptin“ HÉR á landi er nú staddur Ma- rokkómaðurinn Douib Taoufik sem er búsettur í ZÚrích í Sviss og rekur þar fyrírtækið Dicotex. Það selur hönnun á skyrtum um allan heim en Taoufik hefur fleiri jám í eldinum. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Taouf- ik á heimili Armanns Reynisson- ar framkvæmdastjóra. „Nú erum við búin að hanna tískuna fyrir næsta ár og því eins konar millibilsástand hjá mér. Fyrir skömmu kynntist ég Armanni Reynissyni í Sviss og fékk áhuga á að koma á viðskiptum milli Marok- kómanna og íslendinga. Faðir minn rekur stórfyrirtæki í Casablanca í Marokkó og ég hef góð viðskipta- sambönd þar en einnig víða í frönskumælandi Afríku og Araba- löndum t.d.Saudi-Arabíu." _ Taoufík hefur ásamt Armanni rætt við fulltrúa hjá Útflutningsráði og hrósuðu þeir félagar mjög við- tökunum. Þar væri greinilega um að ræða stofnun sem hyggðist veita þjónustu en ekki bara lifa fyrir sjálfa sig. Þeir töldu nauðsynlegt að auka stjómmálaleg og menningarleg samskipti landanna sem ættu margt sameiginlegt þótt löng sé leiðin milli þeirra. Skipti á ræðismönnum myndu stuðla mjög að þessu og gera verslunarviðskipti auðveldari. Taoufik sagðist vilja athuga möguleika á útflutningi á ýmsum fiskveiðitækjum og fískveiðitækni frá íslandi en Marokkómenn eru miklir fískimenn og eru t.d. fremst- ir allra þjóða í útflutningi á sardín- um. Einnig kæmi til greina útfiutningur á vikursteinum sem notaðir eru í fataiðnaði til að þvo nýjan fatnað og gefa litnum sérs- takt yfírbragð. Sem dæmi um þetta má nefna „ snjóþveginn" fatnað. Douib Taoufik. MorP>''biaðið/JúiíuS Einnig mætti nefna vélar og út- búnað til að steypa hleðslusteina úr vikri. Frá Marokkó gætu íslendingar keypt fosfat en Marokkómenn framleiða mest allra þjóða af þeirri vöru. Enn fremur flytja Marokkó- menn út mikið af ávöxtum og gætu íslendingar hugsanlega náð hag- stæðari samningum en við núver- andi viðskiptalönd okkar. Loks má neftia sardínur í dósum, matarolíu, leðurvörur og hráefni í snyrtivörur en síðast en ekki síst sólarlanda- ferðir. í Marokkó eru ijölmargar góðar baðstrendur. Morgunbiaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Keppnin var jöfn og í síðustu þrautunum keyrðu menn duglega í von um sigur. Torfærukeppni á Hellu: Norðanmenn signrsælir KLIFUR í bröttum brekkum, buslugangur í vatni og óvænt stökk voru meðal þrauta sem keppendur í torfærukeppni björgunarsveitarínnar á Hellu þurftu að giíma við sl. laugar- dag. Mikið fjölmenni fylgdist með keppninni í bliðskaparveðrí, en keppt var í tveimur flokkum. Sigurvegari í flokk i sérútbúinna jeppa varð Akureyringurinn Davíð Sigurðsson á Jeepster, en í flokki óbreyttra Gunnar frá Hafdal Skagaströnd á Willys. Þrautimar í keppninni reyndust margar hveijar fullléttar og var minna um ævintýraleg tilþrif en oft áður. í staðinn varð keppnin mun jafnari og úrslit réðust ekki fyrr en í síðustu þrautunum. Flokkur sérút- búinna jeppa var í slakara lagi, jeppamir ekki sterkir á velli. Davíð Sigurðsson nældi í fyrsta sætið á lokasprettinum, en hann fékk 898 stig hjá dómumm keppninnar. Þor- steinn Valsson á Willys fékk 833 stig, Hjörtur Óskarsson á Willys 477 og Þjóðólfur Gunnarsson á Sigurvegari i flokki óbreyttra jeppa varð Gunnar Hafdal frá Skaga- strönd á Willys. Hann stekkur hér upp eina þrautina og sést mannhafið í baksýn. Bronco 363. í flokki óbreyttra jeppa var mjórra á mununum, Gunnar Hafdal fékk 970 stig, en Bergur Bergsson 967. Báðir óku Willys. Þessi flokkur vakti meiri lukku, sérstaklega í tímabraut. Jafnir í þriðja sæti urðu Björn Magnússon og Þórður Gunn- arsson með 920 stig, báðir óku Willys. Steinar Sigurðsson á Willys varð fímmti og Ólafur Pétursson á Cherokee sjötti. - GR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.