Morgunblaðið - 16.06.1987, Síða 1

Morgunblaðið - 16.06.1987, Síða 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 133. tbl. 76. árg. ÞRIÐJUDAGUR 16. JUNI 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mesti ósigur ítalskra kommúnista frá 1968 Bettino Craxi, fyrrum f orsætisráðherra brosir sínu breiðasta til varaformanns Sósialistaflokksins, Claudio Martelli, þegar fyrir lá að flokkurinn h&fði unnið mikinn kosningasigur. Myndin var tekin í höfuðstöðvum flokksins i Róm i gærkvöldi. Rómaborg, Reuter. ALLT benti til þess í gærkvöldi að sósíalistar hefðu unnið stór- lega á í kosningunum á Ítalíu um helgina og að kommúnistar hefðu beðið sinn mesta ósigur frá 1968. Hefur flokkurinn vart fengið verri útreið í kosningum á Ítalíu eftir strið. Talningu atkvæða var að mestu lokið í gærkvöldi en búist var við að endanleg úrslit yrðu ekki kunn fyrr en í dag. Samkvæmt tölvuspám, sem byggðu á talningunni, og þykja áreiðanlegar, hafði fylgi sósíalista aukizt um rúman fjórðung, úr 11,4% í rúm 14%. Kristilegir demókratar voru taldir mundu fá 34% atkvæða í stað 32,9%. Kommúnistum hafði verið spáð rösklega 30% atkvæða en í gær- kvöldi stefndi fylgið í 26%, sem er þremur prósentustigum minna en í kosningunum 1983 og minnsta fylgi Svíngrand- ar flugvél Islamabad, Reuter. Orrustuþota af gerðinni F-16 eyðilagðist er hún rakst á svín í flugtaki frá Sargodha-flugstöð- inni í Pakistan. Þotan var að fara í æfíngaflug að kvöldi dags. Hún var komin á fleygiferð á flugbrautinni og í þá mund að hefla sig til flugs þegar hún ók á villisvín, sem fór í gagn- stæða átt við flugvélina. Við árekst- urinn brotnaði nefhjól þotunnar. Nefíð skall í brautina, eldur kvikn- aði og hún gjöreyðilagðist. Atvikið átti sér stað 17. desember sl. Að sögn vestrænna sendifulltrúa gengu flugmenn í Sargodha-flug- stöðinni berserksgang daginn eftir óhappið og skutu á annað hundrað villisvína í skóglendi umhverfís hana. kommúnista frá 1968. Úrslitin eru meiriháttar áfall fyrir flokkinn, sem verið hefur utan stjómar frá 1947. Alessandro Natta, leiðtogi komm- únista, viðurkenndi ósigurinn og sagði að sundurþykkja meðal vinstri- manna hefði leitt til ófara flokksins. Kjósendum hefði ekki þótt nógu traustvekjandi sá möguleiki að kristilegir demókratar hyrfu úr ríkis- stjóm í fyrsta sinn eftir stríð. Talið var að nýstofnaður flokkur umhverf- issinna hefði tekið fylgi frá kommúnistum, en fylgi hans stefndi í um 3%. Einnig er talið að stórum hópi fylgismanna Kommúnista- flokksins hafí ekki þótt Natta fylla skarð það, sem Enrico Berlinguer, fyrrum flokksformaður, skildi eftir sig er hann féll frá 1984. „Maður uppsker eins og maður sáir,“ sagði Bettino Craxi, fyirum forsætisráðherra, leiðtogi sósíalista, f gærkvöldi. Stjóm hans sat í hálft fjórða ár og hefur engin ríkisstjóm setið jafn lengi á Ítalíu eftir stríð. Craxi sagði að kjósendur vildu greinilega stöðugleika og þeir treystu ekki kommúnistum fyrir stjómartaumunum. Amaldo Forlani, leiðtogi kristi- legra demókrata, tók undir með Craxi og sagði kjósendur vilja nýja samsteypustjóm flokkanna fimm, sem verið hefðu við völd á Ítalíu undanfarin sex ár. Stjómmálaskýr- endur töldu í gærkvöldi að langan tíma mundi taka að koma saman nýrri stjóm vegna deilna sósíalista og kristilegra demókrata. Sjá einnig „Kjósendur vilja fá stöðugleika..." á bls. 28. Reuter Nýtt frumkvæði Reagans í afvopnunarmálum: Vill upprætingu allra skammdrægra flauga Woalilnnd nn DaiiIav Washington, Reuter. RONALD Reagan, Bandaríkja- forseti, sagði í sjónvarpsávarpi í nótt að hann hefði fyrirskipað samningamönnum sínum í Genf að reyna að fá Sovétmenn til að fallast á útrýmingu allra skamm- drægra kjamaflauga, hvar sem þær væru í hehninum. Á borði samningamanna liggja tillögur um eyðingu skamm- og meðaldrægra flauga í Evrópu, hin svonefnda tvöfalda núllausn. Reag- an vill hins vegar stíga skrefí lengra og eyða öllum skammdrægum flaugum í heiminum ásamt meðal- drægum flaugum í Evrópu. Samn- Sovétríkin: Fyrrum ráðherra fang- elsaður fyrir mútuþægni Moskvu, Reuter. ^ VLADIMIR Sushkov, fyrrum aðstoðarráðherra innan sovéska valdakerfisins, hefur verið dæmdur tíl 13 ára vistar innan fang- elsismúra, að því er Tass-f réttastof an skýrði frá i gær. Hæstiréttur Sovétrikjanna kvað upp dóminn í gær en Sushkov var fundinn sekur um að hafa þegið mútugreiðslur frá erlendum fyrirtækj- um. Þá hafa tveir fyrrum sovéskir embættismenn verið dæmdir til vistar í vinnubúðum fyrir að hafa neytt mann til að játa á sig tvö morð sem hann hafði ekki framið. Vladimir Sushkov, sem er 67 ára gamall var skipaður aðstoðar- ráðherra á sviði utanríkisverslun- ar árið 1974. í ágústmánuði í fyrra birti dagblaðið Izvestia frétt um að hann hefði verið hand- tekinn. Að sögn blaðsins hafði hann komist hjá tollskoðun er hann sneri heim eftir ferðir sínar erlendis. Hafði þetta reynst hon- um leikur einn þar eð tollverðimir vom undirmenn innan ráðuneytis hans. Valentina, eiginkona Sushkovs, var dæmd til 11 ára fangelsisvist- ar fyrir að hafa þegið mútu- greiðslur samtals að upphæð 392.000 rúblur (um 24 milljónir ísl.). Hún gegndi hárri stöðu innan vísinda- og tækninefndar forsæt- isráðuneytisins. Sagði í frétt Tass að hún hefði verið annáluð fyrir fégræðgi sína og hefðu fulltrúar erlendra fyrirtækja nefnt hana „Gullfrúna" af þeim sökum. Sush- kov var sagður hafa þegið 127.000 rúblur (um 7,6 milljónir ísl.) í mútur og aðstoðarmaður hans hlaut einnig sex ára dóm fyrir sömu sakir. Dagblaðið Sovetskaya Rossiya skýrði frá því í gær að tveir emb- ættismenn hefðu verið dæmdir til vinnubúðavistar fyrir að hafa neytt mann til að játa á sig tvö morð sem hann var saklaus af. Sagði í frétt blaðsins að með þessu hefðu mennimir ætlað að flýta fyrir frama sínum með því að fá manninn til að játa óhæfuverkin á sig. Rétti morðinginn gaf sig hins vegar fram áður en til þess kom að taka átti manninn af lífi. Forystumenn innan sovéska kommúnistaflokksins hafa hvatt til þess að fylgst verði nánar með verkum embættismanna inann dómskerfísins. Skýrt hefur verið frá fjölmörgum dæmum þess að saklausir menn hafí verið fangels- aðir þrátt fyrir algeran skort á sönnunargögnum. Mikhail S. Gorbachev Sovétleiðtogi hóf þeg- ar að berjast gegn spillingu og mútuþægni embættismanna er hann komst til valda í marsmán- uði árið 1985. Fjölmargir fyrrum embættismenn dveljast nú bak við lás og slá og aðrir, sem gerð.ust sekir um enn alvarlegri glæpi, hafa verið leiddir fyrir aftöku- sveitir. ingsdrögin gera ráð fyrir að stórveldin haldi 100 meðaldrægum flaugum á sínu landi hvort og sagð- ist Reagan vona að með tímanum yrði þeim eytt líka. Utanríkisráðherrafundur NATO í Reykjavík í síðustu viku lýsti stuðningi viðtvöföldu núlllausnina. Reagan skýrði einnig frá nýaf- stöðnum fundi leiðtoga sjö helztu iðnríkja heims í Feneyjum. Hann gagnrýndi fjölmiðla harðlega fyrir að halda því fram að fundurinn hefði skilað litlum árangri í efnahagsmál- um. „Við náðum öllum okkar málum fram,“ sagði forsetinn. Sjá einnig „Vestrænir ráða- menn óttast...“ á bls. 29. V-þýzkt her- skip fyrir árás Bonn, Reuter. FIMM fallbyssuskot hæfðu vest- ur-þýzkt birgðaskip er það fylgdist með flotaæfingum Var- sjárbandalagsins á Eystrasalti i gær. Eldur kviknaði og leki kom að skipinu. Þrir sjóliðar særðust. Talið er að pólskt herskip hafí skotið að birgðaskipinu, Neckar. Talsmaður stjómarinnar í Bonn sagði að um mannleg eða tæknileg mistök hefði verið að ræða. Skipin voru stödd 25 sjómílur undan strönd Sovétríkjanna, og því á alþjóðlegri siglingaleið. Fjögur skotanna hæfðu Neckar miðskips og eitt þeirra aftarlega, rétt við vélarrúmið. Fljótlega tókst að ráða niðurlögum elds og að stöðva leka. Neckar er 2.370 lestir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.