Morgunblaðið - 16.06.1987, Side 2

Morgunblaðið - 16.06.1987, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987 Stj órnarmyndunarviðræðurnar: Ennnokkrar lotur eftir“ - segir Jón Baldvin Hannibalsson JÓN BALDVIN Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, telur að samkomulagsgrundvöllur fyr- ir stjórnarmyndun Alþýðuflokks- ins, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins eigi að vera fyrir hendi eftir að undir- nefnd í viðræðum forystumanna flokkanna þriggja skilaði áliti um fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum síðdegis i gær. Hann segir, að enn muni þó líða nokkrir dagar þar til úrslit fáist í tilraun hans til stjórnarmyndunar. Enginn formlegur fundur um stjómarmyndun var haldinn í gær, en Jón Baldvin átti símasamtöl við þá Þorstein Pálsson og Steingrím Hermannsson eftir að undimefndin um efnahagsmál sendi frá sér álits- gerð, þar sem fram kemur til hvaða ráðstafana nauðsynlegt er að grípa í efnahagsmálum á næstunni til að koma í veg fyrir verðbólguþróun. I Flugmenn sömdu Viðræður í gangi við aðra flugliða SAMIÐ var á sunnudaginn I kjaradeilu Félags íslenskra at- vinnuf lugmanna og Flugleiða hf. Hafði samningafundur þá staðið í 29 klukkustundir. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, sagði að samningurinn væri á svipuðum nótum og aðrir samningar sem gerðir hafa verið að undanfömu. Að öðru leyti vildu hann og aðrir samningsaðilar ekki tjá sig um samninginn fyrr en eftir félagsfund flugmanna á fimmtudag og ekki tókst, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að fá upplýsingar um hann eftir öðrum leiðum. Viðræður standa nú yfir við flug- freyjur, flugvirkja og flugvélstjóra. Sigurður Helgason sagði að viðræð- ur hefðu verið vinsamlegar og væri hann bjartsýnn á að samningar tækjust á næstu dögum. nefnd þessari sitja hagfræðingamir Bolli Héðinsson, Geir H. Haarde og Jón Sigurðsson. Jón Baldvin Hannibalsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að í greinargerð nefndarinnar væri að finna lýsingu á þeim lágmarksráð- stöfunum sem grípa yrði til. Hann sagði tillögur nefndarinnar hníga í rétta átt, en kvaðst mundu ganga lengra ef hann væri einráður. „Ég sé ekki betur en að það eigi að vera samkomulagsgrundvöllur," sagði Jón Baldvin. „Islenskir stjóm- málamenn eiga að vera orðnir þaulæfðir í því, að bródera svona efnahagsráðstafanir.“ Hann kvaðst því lejrfa sér að vona að líkur á stjómarmyndun Alþýðuflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Framsókn- arflokksins hefðu aukist eftir að álit efnahagsnefndarinnar kom fram í gær. Það myndi hins vegar skýrast á fundi forystumanna flokkanna, sem væntanlega verður í dag, en hafði ekki verið tímasettur í gærkvöldi. Jón Baldvin sagði að úrslit stjómarmyndunarviðræðn- anna mundu þó ekki ráðast í dag. „Það tekur nokkrar lotur enn, ein- hveija daga,“ sagði hann. Morgunblaðið/Björg Amaradóttir Kalla þurfti á kranabíl tll að draga jeppann aftur upp á veginn. Nú er unnið að endurbótum á veginum, en margir bílar hafa farið þarna út af. Slysagildra á Snæfellsnesi JEPPI fór út af veginum að Búðum á Snæfellsnesi á laugar- daginn. Margir bílar hafa farið út af veginum á þessum sama stað og er nú unnið að endur- bótum þar. Á laugardag missti ökumaður jeppa stjóm á bifreiðinni í beygju sem er á afleggjaranum að Búð- um. Jeppinn fór út af veginum, en þijár stúlkur sem í honum voru, sluppu ómeiddar, enda allar í bflbeltum. Á sama stað fór bfll út af veginum um hvítasunnuna og áður hafa margir bflar farið þessa sömu leið. Vegurinn þama er mjög hlykkjóttur, en beygjur á honum ómerktar. Að sögn lög- reglunnar á Ólafsvík vinnur vegagerðin nú að lagfæringum á veginum og í ráði er að setja upp merkingar við beygjur og koma fyrir grindverkum þar sem hættan er mest. Útvegsbanki íslands hf Hlutabréf ríkisins boðin til sölu á verðbréfamörkuðum NÍU verðbréfamarkaðir hafa tekið til umboðssölu hlutabréf rikisins í Útvegsbanka íslands hf. Þau verða seld á nafnverði og eru sérstök lánskjör í boði sé keypt fyrir meira en eina milljón króna. Hlutur ríkisins i bankan- um er um 760 milljónir króna og er þetta því stærsta hlutafjár- sala hins opinbera frá upphafi. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Hin nýja vél i flota Flugleiða lendir í fyrsta sinn á Keflavíkurflug- velli í gær. Flugleiðir leigja Boeing 727-200 FLUGLEIÐIR hafa tekið á leigu Boeing 727-200-flugvéI til þriggja ára og kom vélin til landsins í gær. Hún verður á næstu mánuðum í Evrópuflugi Flugleiða, bæði í áætlunarflugi og sólarlandaflugi. Flugvélin kom hingað til lands frá Bretlandi þar sem hún hefur verið undanfamar vikur í stór- skoðun, að sögn Sigurðar Helga- sonar, forstjóra Flugleiða. Hún er í eigu bandarísks fyrirtækis en hefur undanfarið verið í áætlunar- flugi í Ástralíu. Að sögn Sigurðar hafa Flugleiðir, vegna aukningar í farþegaflutningum, tekið þessa vél á leigu þar til nýju vélamar sem fyrirtækið er að festa kaup á, Boeing 737-400, koma til landsins. Lægri hlutir en 100.000 krónur verða seldir gegn staðgreiðslu. Fyr- ir hærri fjárhæðum veitir ríkissjóð- ur lán í formi skuldabréfa til allt að fimm ára, þó aðeins gegn trygg- um veðum sem miðast við 70% af brunabótamati fasteigna. Vextir af þessum skuldabréfum verða vegið meðaltal af verðtryggðum lánum eins og þau eru skráð af Seðlabank- anum á hveijum tíma. Að sögn Tryggva Axelssonar lögfræðings í viðskiptaráðuneytinu er gert ráð fyrir því að tilhögun þessara við- skipta og kjör sem í boði eru gildi til 15. nóvember næstkomandi en verði þá endurskoðuð. Ekki hefur gefist tóm til að prenta hlutabréf Utvegsbankans. Verða væntanlegum kaupendum ríkishlutabréfanna því afhent skírteini þar sem kveðið er á um að ríkissjóði beri að afhenda hand- hafa gild hlutabréf fyrir 1. maí á næsta ári. Tryggyi benti á að hlutir í bankanum falli undir reglur um skattafrádrátt, þó svo að hann komi fæstum til góða á „skattlausu" ári. Hluthafar í Útvegsbankanum nálgast átta hundruð. Fiskifélag íslands er næststærsti hluthafinn, með tvö hundruð milljónir króna en aðrir hluthafar skipta með sér 36 milljónum króna. „Margir hafa lýst því yfir og þá einkanlega í dag- blöðum, að þeir séu reiðubúnir að kaupa hlut í bankanum. Hvað það þýðir er aftur annað mál. Hvort spumingin snýst um vilja, peninga eða hvoru tveggja er erfitt að segja um á þessu stigi," sagði Tryggvi. Hann sagði að nokkrir aðilar hefðu skrifað sig fyrir hlut í ráðuneytinu á meðan þessi sala var undirbúin, en þar væri þó um lágar upphæðir að ræða. í hópi þeirra verðbréfasala sem ákveðið hafa að taka hlutabréfin til sölu eru Samvinnubankinn, Landsbankinn, Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans og Útvegsbankinn. Aðrir sölustaðir verða Kaupþing, Hlutabréfamarkaðurinn, Fjárfest- ingarfélag íslands, Ávöxtun og Kaupþing Norðurlands. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ: Hótanir Sjómannafélagsins um málsókn á misskilningi byggðar „VIÐ teljum þessa fyrirhugðu málsókn Sjómannafélags Reykjavík- ur byggða á misskilningi. Þeir byggja málflutning sinn á málsgrein í lagafrumvarpinu sem var felld út í meðferð Alþings og er því ekki í lögum um sjómannadag,“ sagði Kristján Ragnarsson, for- maður Landssambands íslenskra Útvegsmanna í samtali við Morg- unblaðið um þau ummæli formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, að félagið myndi hefja málsókn gegn þeim útgerðarfyrirtækjum er hefðu látið skip sín sigla á sjómannadaginn. í nýsettum lögum um sjómanna- daginn segir að dagurinn skuli vera almennur frídagur sjómanna. Það gildir þó ekki um skip sem ætla að sigla með afla sinn eða „ef mikil- vægir hagsmunir eru í húfí og samkomulag tekst þar um milli útgerðar og skipshafnar". „Við túlkum lögin þannig að útgerðarmönnum sé heimilt að gera samkomulag við sjómenn um að sigla á sjómannadaginn, án af- skipta verkalýðshreyfingarinnar, og leggjum áherslu á, að slíkt verði einungis gert í undantekningartil- fellum, eins og var nú um þessa helgi," sagði Kristján. Deilan milli LÍÚ og Sjómannafé- iags Reykjavíkur stendur aðallega um fiskiskipin Jón Baldvinsson, Náttfara RE, Ottó, Þórshamar GK, Helgu RE, Helgu RE II, sem voru á veiðum á sjómannadaginn og farskipið Akranes, sem sigldi að- faranótt mánudags. „Við erum ekki sammála túlkun útgerðarmanna og teljum að ekki sé heimilt að láta skip sigla nema með samþykki áhafnarinnar," sagði Birgir Björgvinsson hjá Sjó- mannafélagi Reykjavíkur. „Við vitum um áhafnir sem vildu ekki sigla en voru látnar gera það þrátt fyrir það. Við förum því í hart með þetta. Við ætlum að láta reyna á þetta, það er skýlaus réttur sjó- manna að eftir þessum lögum verði farið."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.