Morgunblaðið - 16.06.1987, Síða 3

Morgunblaðið - 16.06.1987, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987 3 Raufarhöfn: Bátar skpinnidir við leit að lyfjum Raufarhöfn. TVEIR bj örgnnarbátar voru teknir í fyrrinótt úr tveim fiski- bátum sem liggja í Raufar- hafnarhöfn. Annar báturinn fannst á botni hafnarinnar en hinn er ófundinn og er álitið að sögn lögreglunnar að hann muni hafa sokkið. Til að ganga úr skugga um hvort báturinn hafí sokkið verður fenginn kafari til að leita í höfn- inni. Innihald úr öðrum bátnum hefur fundist. Einn maður hefur verið handtekinn og hefur hann játað verknaðinn. Ástæðan er tal- in leit að lyfjum. - Helgi Skagafjörður: Fjós og hlaða brunnu í Villinganesi Sláttur hafinn í Blönduhlíð Varmahlíð. ■ FYRIR helgina varð laus eldur í bænum Villinganesi I Lýtings- staðahreppi. Brann þar gamalt fjós og hlaða. Ollum skepnum tókst að bjarga áður en eldur- inn varð þeim að fjörtjóni. Eidsupptök eru ókunn. Á bæn- um búa eldri systkini, Aðal- steinn Eiríksson og systir hans, Guðrún. Þó ekki sé verið að lasta veður- blíðuna eru menn orðnir langeygir eftir regni hér um slóðir því ekki hefur komið dropi úr lofti í að minnsta kosti 6 vikur. Þurrkur hamlar mjög að gras spretti, og víða má sjá byrjaðan bruna á harðbalatúnum. Sláttur er hafínn á tveim bæjum í Blönduhlíð; Grænumýri og Stóruökrum. Nýlega er lokið lagningu bund- ins slitlags á veginn frá Daufá að Varmalæk í Lýtingsstaða- hreppi, og er þá bundið slitlag þaðan samfellt og að Sauðár- króki. Fyrirtækið Hagvirki annaðist verkið, og um leið lögðu sömu aðilar slitlag á Hólaveg í Hjaltadal. Um miðjan maí hófust fram- kvæmdir um uppbyggingu nýs vegar yfir Vatnsskarð. Munu þær framkvæmdir standa yfir allt til hausts, en í ráði er að byggja upp í sumar veginn frá Valagerði að Bólstaðarhlíðarbraut. P.D. Sighvatur GK seldi fyrir 6 milljónir kr. SIGHVATUR GK seldi í gær- morgun 118,5 tonn í Hull og var söluverðmæti aflans 6 milljónir króna. Þá seldi Freyja GK fyrir 3,4 millj- ónir í Bremerhaven á föstudag 58 tonn, og var meðalverð aflans 58,87 krónur, en meðalverð aflans í Hull var 50,89 krónur. HILLUEININGARNAR SVISSNESK ISLENSK FRAMLEIÐSLA 1985 VAR WOGG VALIÐ: Hugvitsamleg hönnun WOGG 1 byggir á ferhyrndum tengistykkjum sem auðvelda mjög alla Hönnuöur WOGG 1, samsetningu og upprööun og setja sérstakan svip á Gerd Lange, er vesturpýskur samstæöuna. innanhúsarkitekt sem hlotiö hefur Qölda viöurkenninga fyrir hönnun húsgagna og innréttinga. WOGG 1 hillurnar eru til sýnis í verslun okkar og veitir afgreiöslufólk þér fúslega allar upplýsingar sem þú óskar. • BEST HANNAÐA HÚSGAGN ÁRSINS AF SVISSNESKUM ARKITEKTUM • FRAMLEIÐSLUVARA ÁRSINS AF TÍMARITINU SCHÖNER WOHNEN • BESTA HILLUSAMSTÆÐA ÁRSINS Á VEGUM ÞÝSKA TÍMARITSINS MD WOGG I má auöveldlega byggja upp frí- standandi eöa upp viö vegg. Þú getur valiö þá upprööun og liti sem þér henta best og viö sníöum til einingarnar eftir pínu vali. Þú veröur ekki í neinum erfiöleikum meö aö setja þær saman og getur reitt þig á aö samsetningin er traust. Tengistykkin fást í mörgum litum og sjálfar hillurnar eru fram- leiddar úr völdum aski, í viö- arlit. svörtum eöa hvítlituöum. G G WOGG 1 - STÍLHREIN OG PERSÓNULEG LAUSN KRISDÁN SIGGEIRSSON Laugavegi 13, 101 Reykjavík. GYLMIR/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.