Morgunblaðið - 16.06.1987, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.06.1987, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987 Lyfjaverð og heil- brigð skynsemi eftir Ingólf S. Sveinsson Jónas Kristjánsson ritstjóri hitti naglann á höfuðið í leiðara DV þann 17. mars sl.( þar sem sagði: „Hin harða gagnrýni, sem lyfsalar, bæði í heildsölu og smásölu, hafa sætt að undanfömu, hefur beinst að röngum aðila, því að sökin virð- ist í flestum tilfellum eiga heima í heilbrigðisráðuneytinu og undir- stofnunum þess, sem eiga að hafa stjóm á lyfsölu í landinu. Hið sama má raunar segja um þann hluta gagnrýninnar, sem snúið hefur að læknum." Jónas ræðir síðan hvemig „stóri bróðir" hefur öll ráð í hendi sér til að stjóma þessum málum og stjóm- ar fádæma klaufalega, bendir síðan á leiðir sem ráðuneytið gæti farið til að leiðrétta málin og endar grein- ina á orðunum: „Ráðuneytið er smiðurinn sem á að hengja." Miðstýringin blindar Vissulega er lyfjaverðið mglað og mglið kemur úr ráðuneytinu. Ég dáist dálítið að þeirri von sem kemur fram í grein Jónasar þar sem hann ætlar að ríkisþursinn geti lag- að sjálfan sig. Ráðgjafanefndir, verðlagsráð og sérfræðingar hafa ekki hjálpað honum hingað til. Heil- brigðismál hafa þróast þann veg í landi okkar að komið er ástand ríkiseinokunar. Miðstýringin er ein- okun sem blindar eins og einokun gerir alltaf. Ríkiseinokun er verri en önnur einokun, því að §árhags- leg skynsemi kemst ekki að þegar ríkið á í hlut. ( Hefð er að líta á sjúklinga sem ósjálfbjarga fólk. Ríkissjóður er stór, sjúklingurinn er lítill. Vitleys- an magnast upp í stjóm heilbrigðis- málanna vegna þessa. íslensk siðferðisvitund og heilbrigðislögin sjálf segja skýrt að sjúklingurinn skuli fá það besta sem til er, nærri hvað sem það kostar. En þótt um- hyggja fyrir sjúklingnum sé allra vilji og fallega meint þá er forræð- ishyggja engu betri sjúklingum en öðm fólki. Þessi hugsunarháttur kemur okkur ? koll. Því :neir sem við 'eyfum öðmm að fá af forræði okkar, beim mun minna vald og val eigum við eftir. Um leið og við af- hendum rfkinu, sem engum þykir vænt um og flestir fyrirlíta, fram- færslu þeirra :sem em veikir eða ósjálfbjarga í 3veitarfélagi okkar eða samfélaginu yfírleitt, undirrit- um við eigið ósjálfstæði. Þar gildir einu þótt við séum heilbrigð í dag. Siðferðið er brostið og röðin kemur að okkur. Þjónusta lyfja fræðinga er góð Lyfjafræðingar hafa svarað myndarlega fyrir sig og stétt sína þar sem þeir vom ranglega sak- felldir. Þá hafa þeir bent á hvað betur má fara í eigin störfum. Lyfja- fyrirtæki hafa þegar bmgðist við með nokkurri verðlækkun á eigin framleiðslu, en annars er lyQaverð að litlu leyti í þeirra valdi. Eitt hefði mátt koma betur fram í umræðum um lyfjaverslunina. Það er að lyfjafræðingar og lyfsalar veita yfírleitt ágæta þjónustu öllum sem hana þurfa — bæði sjúklingum og heilbrigðisstarfsfólki. Vaktþjón- usta lyfsala við neytendur sína er til fyrirmyndar. Mættu t.d. mat- vörukaupmenn f Reykjavík taka ofan fyrir þeim. Hafí lyfsalar hagn- ast á verslun sinni, þá hafa aðrir notið þess einnig eins og raunar gerist ætíð f eðlilegum viðskiptum manna. Lyfjaverð til neytenda er úr sambandi við raunveruleikann Þá er komið að aðalatriði þessar- ar greinar. í heilbrigðisþjónustunni fyrirfínnst hvergi raunvemlegt verð á nokkmm hlut. Heilbrigðisráð- herrar hafa allt frá 1972 stýrt tryggingamálum landsmanna þann- ig að það útilokar verðskyn neyt- enda og slævir verðskyn veitenda þjónustunnar. Þetta tmflar eðlilega þróun í vali, neyslu og verðlagi lyQa. Neytandinn, þ.e.a.s. sjúkling- urinn, greiðir, skv. ákvörðun ráðherra, aðeins fast gjald sem hef- ur ekkert með raunvemlegt verð lyfsins að gera. í dag greiða sjúkl- ingar kr. 200 fyrir ódýrari lyf, kr. 350 fyrir dýrari lyf (erlend). Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 80 og kr. 120. Eitt gjald greiðist fyrir hvem 120 daga lyfjaskammt eða brot úr honum. Gegn framvísun sérstaks skírteinis fást ákveðin lyf ókeypis við tilteknum langvarandi sjúkdómum. Fram til ársins 1972 greiddu sjúklingar fjórðung verðsins af hverju lyfí, aldraðir og öryrkjar minna. í ráðherratíð Magnúsar Kjartanssonar var þessu breytt og hefur haldist síðan. Sagt var að það væri óréttlátt að fólk greiddi fjórð- ung kostnaðar fyrir lyf utan sjúkra- húsa, þegar sjúkrahúsvist væri ókeypis. Eins og venjulega þegar slíkt mál hefur komið upp hefur vandinn verið Ieystur með því að láta þann stóra borga meira, þann smáa minna. Allir áttu að ráða við lág, föst gjöld. Hér verða taldar upp nokkrar afleiðingar þess að hafa fast gjald í stað hlutfallsgreiðslu: 1. Neytandinn hefur enga hug- mynd um hvað lyf kosta. Það kemur hvergi fram og honum kemur það raunar ekkert við. 2. Eina leið neytanda til hag- kvæmni er að gera stór innkaup. Honum leyfíst að birgja sig upp til 120 daga. Eðlilegt er að fólk vilji fá „sinn kvóta“ og heldur fá 400 töflur en t.d. 100 töflur fyrir sama gjald. 3. Lyf safnast í eldhússkápa. Stundum hvetur þetta til óþarfa lyfjaáts eða '.engri meðferðar en þörf er á. Þá er vel þekkt að fólk fari að lækna nágranna sína úr eld- hússkápnum. 4. Á markaðnum er mikið úrval mjög misdýrra iyfj'a með sömu eða svipaða verkun. 'Margir iæknar hafa þá vinnureglu að velja fremur ódýrt lyf en dýrt sé það jafn gott. Þó vita líklega fæstir læknar nákvæm- lega hvað þau lyf kosta sem þeir skrifa upp á enda hafa upplýsingar um lyfjaverð hingað til verið óað- gengilegar. Raunar má öllum vera sama og því frekar sem ríkið er að mestu búið að stela sjúkrasamlög- unum okkar og sameina trygging- amar ríkissjóði. Tryggingafélagið er orðið fjarlægur ópersónulegur aðili sem enginn botnar í. Og hver nennir í dagsins önn að annast hag ríkissjóðs þegar jafnvel fjármála- ráðherrann gerir það ekki? Læknar hafa velferð sjúklinga sinna að leið- arljósi í starfi, fyrst og fremst heilsufarslega og þar næst fjár- hagslega. 5. Odýr lyf stuðla að óþörfu lyfjaáti, jafnvel árum saman. Þetta er því miður algengt, ekki síst hjá eldra fólki eða fólki sem er í ýmiss konar óræktarástandi og vill fremur taka lyf við óþægindum sínum en vinna sig út úr vandanum. Þama er ekki læknum einum um að kenna. Sjúklingur hefur og á að hafa viss- an rétt sem neytandi til að velja sér læknismeðferð. Ákvörðun um með- ferð tekur því mið af vilja bæði sjúklings og læknis. Sjúklingar halda oft stíft í gömlu lyfín sín og fremur ef þau kosta hverfandi lítið. 6. Ný, mjög dýr sérlyf eru meira notuð en ella væri þegar læknirinn veit að sjúklingurinn þarf ekkert að greiða aukalega fyrir fínheitin. 7. Fjárhagsleg ábyrgð fólks á heilbrigðisútgjöldum sínum getur verið sterkur hvati til að halda sér heilbrigðum. Þar eru oft miklir möguleikar fyrir sjúklinga til að stjóma málunum. Heilsa fyrir alla árið 2000 er ágætt slagorð, en þó því aðeins að einstaklingurinn geri heilsuræktina að sínu máli. Heil- brigði fyrir alla verður ekki útdeilt árið 2000 né nokkum tímann með forsjá að ofan. Hugsum okkur að við þyrftum aðeins að greiða fremur lágt fast gjald fyrir hvem hlut í matvörubúð- inni heima. Eitt kíló af nautakjöti kostaði jafnt og ein dós af skyri. Tíu handsápur jafnt og ein. Innkaup yrðu ríkmannleg, verðskyn okkar hyrfi, umframbirgðir færu vikulega í öskutunnuna. Frystikistan væri full (birgðir til 120 daga). Það blasir við hversu skemmandi slíkt fyrirkomulag er þegar eðlilegt og náttúrulegt lögmál markaðarins er afnumið — lögmálið sem leiðir til hugvits og hagkvæmra lausna. Þessum vinnubrögðum hjartagóðra ráðherra má bókstaflega líkja við tmflun á lífríki í náttúmnni eða mengun í mannlífinu. Þeir fjórir ráðherrar sem komið hafa við sögu síðan hlutfallsgreiðsla lyQa var afnumin árið 1972, em vafalaust góðhjartað fólk og hafa vonandi fengið umbun í formi at- kvæða fyrir manngæsku sína. Sú auðvelda og tælandi loddarapólitík að leysa hvert mál með því að láta þann stóra borga meira og þann smáa enn minna en áður hefur ein- mitt leitt okkur inn í það ásand sem kalla má ríkisforsjá og ríkiseinokun í heilbrigðismálum, engum til hags- bóta. Og þegar lindir fjármagnsins em þrotnar vita stjómmálamenn og ífkisþursinn sjálftir hvað á að gera, nema herða íjárhagsramma, setja allar stofnanir á Qárlög og hækka svo skatta. Það versta er að þetta eyðileggur raunvemlegar heilbrigðistryggingar og sviptir stoftianir jafnt sem einstaklinga sjálfsforræði. Er lyfjakostnaður of bár? 7?ótt málið sé flókið blasir við að svo er. Xostnaður trygginga vegna íæknisþjónustu utan sjúkrahúsa hækkaði ekki (1974—1985), meðan greiðslur fyrir lyf stórhækkuðu á 3ama tíma (úr kr. 1.000,- í kr. 2.500,- á mann yfír árið). Það get- ur ekki verið nauðsyn fyrir Reyk- víkinga að eyða helmingi meira í lyf en íbúar í næstu sveit sem búa við samskonar möguleika á þjón- ustu. Ég trúi að þama ráði mestu áhugaleysi lækna og sjúklinga í verðlagsmálum, sem er fullkomlega eðlilegt í dag. Sem læknir giska ég á að minnka megi lyfjaneyslu fólks um þriðjung til helming, án þess að neitt hlytist af nema betri heilsa. Líklega getur kostnaðurinn minnk- að enn meir með hagkvæmara vali. Til þess að hafa áhrif á fjárhags- hliðina, þurfa bæði neytendur og veitendur að fá ástæðu til hag- kvæmra vinnubragða. Hvað er til ráða? 1. Það eitt, að breyta aftur yfír í gamla farið og taka aftur upp gjald sjúklings sem hlutfall af raun- verulegu verði, yrði róttæk gjörð til að lækka lyfjaverðlag í landinu hægt en ákveðið. Það myndi líklega einnig minnka lyfjaneyslu svo að hún nálgaðist raunvemlegar þarfír. Þama skiptir máli hve hátt hlut- Ingólfur S. Sveinsson „Sem læknir giska ég á að minnka megi lyfja- neyslu fólks um þriðj- ung til helming, án þess að neitt hlytist af nema betri heilsa. Líklega getur kostnaðurinn minnkað enn meir með hagkvæmara vali. Til þess að hafa áhrif á fjárhagshliðina, þurfa bæði neytendur og veit- endur að fá ástæðu til hagkvæmra vinnu- bragða.“ fallið er. Tuttugu og fímm prósent gjald fyrir venjulegt fólk virðist ekki ósanngjamt. Þama þarf að byggja inn og síðan að endurskoða stöðugt sérákvæði um lyf við lang- varandi og ólæknandi sjúkdómum og einnig sérákvæði vegna óvenju hárra útgjalda, sem alltaf geta kom- ið fyrir. Mætti þá lækka hlutfalls- greiðslu sjúklings niður í 10% eða 5% um takmarkaðan tíma. Það er góð trygging sem greiðir 75%. Lægra gjald kæmi fyrir aldr- aða, öryrkja og umfram allt böm. Böm eru tekjulaus, veikindi þeirra geta verið verulegur kostnaðarliður og er auk þess jafnan álag á bama- fjölskylduna. Þegar sjúklingar eru orðnir raunverulegir þátt- takendur í kostnaði er krafan um iiagkvæmni í lyfjavali sam- stundis komin til æknisins. Lyfsalar fengu einnig aýjar viðmið- anir. Hagur sjúklings og trygginga- félags færi saman en ekki öfugt eins og nú er. Sjúklingur, iæknir, lyfsali og iryggingafélag geta þar með orðið áhugasamir samverka- menn. I mínum huga ar ekki vafí á að oað stuðlar að betri Tieilsu og aukinni ábyrgð fólks á eigin iífí. 2. Breyting á álagningareglum innfluttra iyfja virðist æskileg, bæði sanngjöm og vænleg v.il að lækka kostnað við dýrustu lyfín. Að öðm leyti er eftirlit ofan frá, ftá ráðu- neytum og æðstu embættum mun óvænlegra til jákvæðra breytinga „RÁÐUNEYTINU er heimUt að veita undanþágur frá friðunar- ákvæðum lax- og silungsveiði- laga, en það er hins vegar aldrei gert, ef andstaða er f héraði,“ sagði Jón Helgason landbúnaðar- ráðherra í samtali við Morgun- blaðið f tilefni af gagnrýni fulltrúa silungsveiðibænda á ráðuneytið og tregðu þess til að greiða fyrir silungsveiðum. Jón kvaðst furða sig á þessum ummælum fulltrúa silungsveiði: bænda og kæmi þar tvennt til. í fyrsta lagi væri ekki um andstöðu heldur en heilbrigð skynsemi lækna, sjúklinga og lyfsala þegar tmflandi afskiptum ráðuneytis hefur verið aflétt. 3. Til að tryggja sem eðlilegust viðskipti á þessu sviði þurfum við sjúkrasamlög sem em raunvemleg tryggingafélög. Til dæmis gæti ver- ið eitt myndarlegt sjúkrasamlag f hveiju kjördæmi sem gætti bæði hags sjálfs sín og sjúklinga sinna. Það væri verðugt sjálfstæðismál byggða. Tryggingastofnun sem er formlaust viðhengi ríkissjóðs er ekki líkleg til skynsamlegra vinnu- bragða. Tryggingstofnun ríkisins þarf að leggja niður sem allra fyrst. 4. Menn hafa gagnrýnt lögskip- uð verslunarréttindi lyfsalanna og líkt þeim við selstöðuverslun fyrri ára. Vissulega væri aukið frelsi þama fagnaðarefni og gaman væri að geta heyrt t.d. „Hagkaupsapó- tek“ aujglýsa 10% afslátt á lyfjum til sjúklinga. Hins vegar sýnast mér breytingar að þessu leyti ekki knýj- andi og ég kýs heldur gamalt selstöðuverslunarfyrirkomulag með aðhaldi neytenda, en skandinav- ískan ríkiskapítalisma. 5. Fagleg umræða um lyfjaverð hefur verið talsverð meðal lækna síðustu tvö ár. Er það fagnaðar- efni. Fmmkvæði lækna í að stjóma eigin störfum og faglegt innra eftir- lit stéttarinnar er nauðsyn. Bregðist það að einhverju leyti er hin leiðin opinbert eftirlit — umsjá stóra bróð- ur — sem aldrei verður nema kák, og öllum til skaða, mest hinum al- menna manni. Læknar em sem stétt ábyrgir í starfi gagnvart sjúkl- ingum. En þeir hafa eftirlátið ríkinu um of stjóm heilbrigðismála og verður það að teljast mikið ábyrgð- arleysi. Áframhaldandi miðstýring úr ráðuneyti og Tryggingastofnun ríkisins færir okkur aðeins síðasta spölinn til hins auðmýkjandi og fár- ánlega fyrirkomulags stóra bróður sem gildir um Norðurlönd í dag, þar sem sjúklingurinn er þurfamað- ur ríkisins án nokkurra áhrifa á heilbrigðistryggingu sína og með mjög takmarkað val um eigin heil- brigðisþjónustu. Fyrr í þessari grein var vísað til glöggskyggni Jónasar ritstjóra Kristjánssonar. Nýlega hefur Jónas komist svo að orði að bændur með grasbítum sínum væm ojóðaróvinur númer eitt, tvö og bijú. Jónas á heiður skilið fyrir að hafa vakið fólk til vitundar um þær ógöngur sem landbúnaðurinn hefur vatað í. Dapurleg staða og ósjálfstæði iand- búnaðarins í dag er til komið vegna tælandi og tmflandi afskipta ríkis- ins, vegna styrkjanna og niður- greiðslanna. Við getum i-æktað landið okkar á ný á nokkmm áratugum, ef við nennum. Hitt kynni að i’eynast erf- iðara að endurhæfa fólk sem alið er upp til ósjálfstæðis í ríki stóra bróður. Því þætti ;nér hlýða að ríkisútgerð heilbrigðis- og :nennta- mála fengi heiðurssætið þjóðaróvin- ur númer eitt. Höfundur erlæknir 'Reykjavík, sem starfar við ríkisspítalana, Reykjaiund í Mosfellssveit og á eigin stofu. ráðuneytis að ræða, heldur skiptar skoðanir í héraði, sem leiddu til þess að ráðuneytið veitti ekki und- anþágur og í öðm lagi hefðu starfsmenn Veiðimálastofnunar, sem væri tæki ráðuneytisins, að- stoðað sitt við veiðamar. Jón gat þess að lög um lax- og siiungsveiðar hefðu undanfarið ver- ið í endurskoðun og yrði fmmvarp væntanlega lagt fram á næsta þingi. Kvaðst hann eiga von á því að réttur til silungsveiða yrði nokk- uð rýmkaður, en lagalega væri þó erfítt að skerða mjög rétt landeig- enda. Jón Helgason landbúnaðarráðherra: Furða mig á þess- um ummælum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.