Morgunblaðið - 16.06.1987, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.06.1987, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1G. JÚNÍ 1987 ÞÁTTASKIL í AT- YINNUMÁLUM eftirPálKr. Pálsson Þegar farið er yfir þróun iðnaðar á síðustu 12 mánuðum kemur í ljós, að þau fyrirtæki sem eiga stærstan hluta af markaði sínum innanlands hafa skilað betri afkomu en útflutn- ingsfyrirtækin. Stóriðjufyrirtækin hafa mætt erfíðari markaðsstöðu og að því er sérfróðir menn telja munu þau eiga erfítt um vik næstu árin. Mikill samdráttur hefur orðið í ullariðnaði sem bæði orsakast af lágu gengi dollarans og tískusveifl- um sem leitt hafa til breytinga á eftirspum. Þá virðist sá stuðningur, sem útflutningsfyrirtækin í þessari grein þurfa til að geta aukið mark- aðshlutdeild sína á alþjóðamarkaði, ekki vera nægilega umfangsmikil. Flestir eru hins vegar sammála um að innanlandsmarkaður einn sé of þröngur fyrir þau fyrirtæki sem ætla að ná fullri hagkvæmni og nýta sér nútímatækni við fram- leiðslu. Afköst vélbúnaðar og kostnaður vegna fjárfestinga í nýj- ustu tækni er slíkur, að til að dæmið gangi upp þarf mun stærri markað en heimamarkað. Þó er rétt að benda hér á að vissulega eru til ákveðnar undantekningar á þessu, svo sem í matvælaiðnaði. Þá er ljóst að stóriðja hefur ekki skilað því sem af henni var vænst. Bæði hefur afkoma stóriðjufyrir- tækjanna verið mun lakari en menn höfðu spáð og auk þess er upp- bygging úrvinnsluiðnaðar í tengsl- um við þær verksmiðjur, sem byggðar hafa verið, mun minni en menn höfðu gert sér vonir um. í flestum tilfellum er því um hráefnis- útflutning að ræða. Verður að telja mjög bagalegt hve erfíðlega hefur gengið að koma upp úrvinnsluiðn- aði í tengslum við þau stóriðjufyrir- tæki, sem staðsett eru hér í dag, en um leið má segja að hér felist vissir möguleikar og tækifæri í at- vinnuuppbyggingu í framtíðinni. Eftir stóriðjuárin fylgdi sú stefna að láta smáiðju rísa upp og fylgja skuttogurunum eftir í hvert pláss. Þessi stefna virðist heldur ekki hafa skilað árangri. Þörunga-, sjóefna-, steinullar- og graskögglaverksmiðj- ur eru stór spumingamerki í atvinnuþróun landsins. í flestum tilfellum virðist sama staðan hafa komið upp. Annaðhvort hefur verið gengið of langt, þ.e. stærð og af- kastageta umfram eftirspum, eða of skammt, þ.e. undirbúningur hef- ur ekki verið nægjanlegur og farið hefur verið af stað með of lítið íjár- magn. Það þjónar litlum tilgangi að leita sökudólga í þessu sambandi. Von- andi höfum við lært nóg af stóriðju- stefnunni og smáiðnaðarbyggða- stefnunni til að endurtaka ekki sömu mistökin, þó við leitumst við að nýta okkur þau tækifæri sem þessi svið bjóða upp á. Verkefnið í dag er að meta stöðuna, læra af mistökunum og setja fram raun- hæfa atvinnustefnu sem i framtíð- inni mun skila þeirri verðmætasköp- un sem við þurfum til að geta staðið undir þeim lífskjöram sem við ger- um kröfur um. Áður en hafíst er handa um mótun atvinnustefnu telur undirrit- aður mikilvægt að menn losi sig við þijár meinlokur. Tvær þeirra hafa einkennt atvinnumálaumræð- una allt frá þriðja áratugnum, sú þriðja er hins vegar nýrri af nálinni en að mati undirritaðs ekki síður hættuleg. Sú fyrsta er að fískur sé einhæft hráefni, rétt eins og bananar, sykur og kaffí. Staðreyndin er hins vegar sú að fískur er mjög fjölbreytilegt hráefni, sem býður upp á óteljandi úrvinnslumöguleika. Úrvinnslu- möguleikamir byggjast ekki aðeins á miklum fjölda tegunda heldur hafa menn í dag fundið leiðir til að verka sama hráefnið á mismun- andi hátt, fyrir fjölbreytilega markaði. Ljóst er að hlutur físksins er nú aftur að aukast í heildarút- flutningi okkar og það sem meira er, íslensk fískvinnsla og sölufyrir- tæki tæknivæðast nú hröðum skrefum (tölvutækni og sjálfvirkni). Önnur meinlokan gengur út á lykilhlutverk stóriðjunnar í atvinnu- Páll Kr. Pálsson „Það er kominn tími til að við hættum að þrátta um það hvort áherslan eigi að vera á stóriðju eða smáiðnað. Vart er við því að búast að sett verði á stofn stóriðja hér á næstu árum, hins vegar er mikilvægt að vinna að því að færa úrvinnsluna á afurðum stóriðjufyrirtækjanna inn í landið. Islenskur iðnaður er smáatvinnu- rekstur, sama hvaða mælikvarða er beitt. Það er staðreynd sem við verðum að horfast í augu við og læra að nýta okkur kosti þess- ara aðstæðna.“ uppbyggingu. Hér er í raun um gamlan draug að ræða frá kreppu þriðja áratugarsins, jafnvel má rekja þessa skoðun aftur til alda- móta. Samkvæmt þessari kenningu er þungaiðnaður forsenda smáiðn- aðar og ýmiss konar þjónustustarf- semi. Vissulega má segja að um aldamótin hafí verið sannleikskjami í þessum orðum, en frá og með til- komu örtölvunnar er þessi kenning tímaskekkja. Iðnaður eflist vissu- lega við ákveðin skilyrði, en eins og útflutningstölur sýna, kemst enginn kraftur í atvinnustarfsemi nema að hún sé í takt við stað og stund. Iðnaðurinn mun ekki taka við af fískveiðum, heldur vaxa í tengslum við veiðar og vinnslu. Þá er líklegt að þessi svið vaxi saman í framtíðinni. Þriðja meinlokan er dýrkunin á smáatvinnurekstri. Erlendis frá berast nú þær upplýsingar að mörg stórfyrirtæki séu að brotna upp í smærri einingar. Stjómendum og starfsfólki er veitt meira sjálfstæði og miðstýring er að verða bannorð hvar sem er í heiminum. Það er hins vegar hjákátlegt og beinlínis hættulegt að yfírfæra kröfuna um minni rekstrar- og starfseiningar beint yfír á veraleika íslensks at- vinnulífs. Árið 1984 vora um 30 þúsund fyrirtæki starfandi í landinu. Nálgast það að vera eitt fyrirtæki á hver þrjú heimili. Hins vegar era í dag aðeins um 260 fyrir- tæki með yfír 60 starfsmenn og era þar meðtalin öll ríkisfyrirtæki og opinberar stofnanir. Það er því ekki hægt að segja annað en að flest fyrirtæki á Islandi séu smá, oft á tíðum smærri en einstakar deildir meðalstórra erlendra fyrirtækja. í eðli sínu getur það.vart verið sjálfstætt markmið stjómvalda eða hagsmunaaðila atvinnulífsins að hvetja til stofnunar smáfyrirtælqa, heldur að veita vaxandi og fram- sæknum fyrirtækjum tækifæri til að ná þeim styrk sem nauðsynlegur er til að þau geti staðist samkeppni á þeim mörkuðum sem þau keppa á. Fyrirtæki þurfa að hafa ákveðna stærð til að ráða tæknilega og íjár- hagslega við þá vöraþróun,sem nauðsynleg er í dag, og geta boðið þá fjölbreytni í vöram sem markað- urinn krefst og nauðsynleg er til að geta stundað markaðssókn á hagkvæman hátt. Það er kominn tími til að við hættum að þrátta um það hvort áherslan eigi að vera á stóriðju eða smáiðnað. Vart er við því að búast að sett verði á stofn stóriðja hér á næstu áram, hins vegar er mikil- vægt að vinna að því að færa úrvinnsluna á afurðum stóriðjufyr- irtækjanna inn í landið. íslenskur iðnaður er smáatvinnurekstur, sama hvaða mælikvarða er beitt. Það er staðreynd sem við verðum að horfast í augu við og læra að nýta okkur kosti þessara aðstæðna. Að undanfömu hafa línumar verið að skýrast eftir langt tímabil óstöðugleika. í öllum greinum at- vinnulífsins má fínna fyrirtæki sém sýna vöxt og aukinn árangur. í húsgagnaiðnaðinum era það fyrst og fremst þau fyrirtæki sem þjóna stofnana- og fyrirtækjamarkaðn- um. í matvæla-, sælgætis- og drykkjarvöraiðnaði eiga sér stað áhugaverðar breytingar, aðlögun að nýrri framleiðslutækni og þreif- ingar á erlendum mörkuðum með útflutning í huga. Þrátt fyrir örar og byltingarkenndar tæknibreyt- ingar virðist prent- og útgáfustarf- semi blómstra í landinu. Þannig mætti lengi telja. Einn athyglisverð- asti hópurinn era þó þau fyrirtæki sem farið hafa inn á þann markað að framleiða tæki og búnað fyrir sjávarútveg og fískvinnslu. Nokkur fyrirtæki hafa náð að hasla sér völl á þessu sviði, bæði fyrirtæki sem teljast til málmiðnaðar og raf- eindaiðnaðar. Menn hafa mikið rætt um þann vaxtarsprota, sem hér er á ferð- inni, og þýðingu þess að við nýtum okkur þetta svið þar sem hér er að fínna möguleika til þróunar ýmiss konar hátæknibúnaðar í því um- hverfi þar sem tæknin verður til, þ.e. í tengslum við veiðar og vinnslu. Mikilvægt er að þau fyrirtæki, sem sýna viðleitni í þá átt að stunda rannsóknir og þróunarstarfsemi á þessu sviði, njóti skilnings og stuðn- ings við þá viðleitni, því kostnaður við vöraþróun og markaðssókn í framleiðslu véla og tækja er gífur- lega hár og ljóst að fyrirtæki með 50—60 starfsmenn og 100—200 milljónir í veltu era ekki aflögufær um viðamikla rannsókna- og þróun- arstarfsemi. Þá má einnig nefna annað svið, en þar er um að ræða fyrirtæki sem stunda ýmiss konar þreifíngar varðandi fullvinnslu sjáv- arafurða og framleiðslu tilbúinna rétta til útflutnings. Hér er án efa um enn einn vaxtarbroddinn í íslensku atvinnulífi að ræða, sem vert er að horfa til og leitast við að styðja þá aðila sem sýna fram- sýni, kjark og ná árangri. Víða má sjá þess merki að bjart- sýni og athafnaþrá sé farin að einkenna iðnrekstur í landinu að nýju. Hátt fískverð og hagstæð markaðsstaða era tækifæri sem geta veitt okkur möguleika á að treysta atvinnugrundvöll í landinu. Hins vegar ætti okkur öllum að vera ljóst í dag að það era engar patentlausnir til í þiessum efnum. Við leysum ekki kröfur okkar um bætt lífskjör í framtíðinni með því að flytja inn stóriðju, leggja megin- áhersluna á smáiðnað eða leitast við að bjarga atvinnugreinum sem era að sigla í strand. Mikilvægasta og farsælasta leiðin til að bæta afkomu þjóðarinnar er að styðja við bakið á því framkvæði, sem býr í einstaklingum, og styrkja þann bar- áttuvilja, sem fram kemur hjá þeim fyrirtækjum sem era reiðubúin að mæta aukinni samkeppni, með áherslu á vöraþróun, markaðssókn og notkun nýrrar tækni í fram- leiðslu. Höfundur erforstjóri Iðutækni- stofnunar íslands. Tinna HANDHÆG UTAN- SEM INNANHUSSKLÆÐNING. FRAMLEIDD SÉRSTAKLEGA MEÐ N0RRÆNT VEÐURFAR í HUGA. Tinna er fáanleg í þremur mismunandi grófleikum. Tinna fæst í mörgum fallegum litum. Tinna er fáanleg í öllum stærðum. Tinna er úr ólífrænum efnum sem rotna ekki. Tinna er létt og sterk klæðning með yfir 20 ára reynslu við hörðustu skilyrði. Tinna er klæðning sem þú getur sagað, borað, neglt eða skrúfað í að vild. Tinna er auðveld í uppsetningu og henni fylgja greinargóðar leiðbeiningar á íslensku. Tinna er viðurkennd af Brunamálastofnun ríkisins. HÚSASMIÐJAN SÚDARVOGI 3-5 Ö 687700 a e
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.