Morgunblaðið - 16.06.1987, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987
Njörður P. Njarðvík, rithöfundur:
Menn gefa öðrum vald
með ímyndun sinni
lífsskynjun. Ég álít að það verði
aðeins gert ef stöðugt er verið að
endurvinna þessar goðsagnir.
Það sem Snorri Sturluson gerði
með EMdu, var að skila þessum
arfi til sinnar samtíðar. Hann vann
þessa heimsmynd handa sinni
samtíð, eins og hann hefur álitið
að höfðaði til hennar. Það sem við
höfum síðan verið að gera, er að
við höfum alltaf verið að láta skóla-
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi, í
byrjun júnímánaðar, nýtt
íslenskt leikrit, „Hvar er hamar-
inn,“ eftir Njörð P. Njarðvík.
Er hér um að ræða leikrit með
söngvum, sem Hjálmar H. Ragn-
arsson hefur samið tónlist við
og er leikurinn byggður á
Þrymskviðu. Flestir íslendingar
þekkja Þrymskviðu, söguna um
það þegar Þór týndi hamrinum,
vopninu sem jafnvel jötnamir
óttuðust. Æsir lentu í uppnámi
miklu, þvi hvað er Þór hamars-
laus? Hann er ekkert eins og
fram kemur í leikriti Njarðar
þegar Freyja biður alla góða
æsi að hjálpa sér og Loki segir:
„Það þýðir nú lítið að biðja ham-
arslausan Þór sér til hjálpar."
Ekki er þó öll von úti fyrir æsi,
jafnvel þótt sjálfur Þrymur jötunn
hafí stolið hamrinum. Það er að
vísu ekki þægilegt, því eins og
Loki segir, „það er eins og að stela
sjálfri atómsprengjunni frá
ameríkönum eða rússum.“ Með
þessum samanburði tengir höfund-
ur verkið við nútímann og það er
ekki í eina skiptið.
En Þrymur er alveg til í að
skila hamrinum, þótt hann vilji fá
annað í staðinn. Hann vill fá Freyju
fyrir eiginkonu. Það er því undir
Freyju komið, hvort hamarinn fæst
aftur í Ásgarð. Völdin sem tilheyrt
hafa Þór, í krafti hamarsins, sem
er tákn fyrir ofbeldi, eru nú í hönd-
um Freyju, hinnar kvenlegu
fegurðar. Auðvitað harðneitar
Freyja að giftast Þrym, svo Þór á
ekki annarra kosta völ en klæðast
kvenfötum og blekkja Þrym með
því að þykjast vera Freyja. Það
dugar honum skammt að vera stór
og sterkur strákur í það skiptið.
Enda segir Þór í lok leiksins „Nú
þegar ég hef hamarinn, þá getur
ekkert ógnað mér. En þegar búið
var að stela honum, þá gat ég
ekki náð honum aftur nema með
þvi að láta breyta mér í kven-
mann.“ En hvemig sér höfundur
valdið og í hveiju felst það? ?
„Ég held að hluti af því sem við
köllum vald, hljóti að vera ímynd-
un,“ segir Njörður. „Menn gefa
öðrum vald með ímyndun sinni.
Hamarinn er tákn fyrir valdið. Ef
hann týnist, þá er maðurinn ekk-
ert. Ég held að valdið felist ekki
annaðhvort í hinu kvenlega eða
karlmannlega, heldur hljóti sam-
runi þessara tveggja þátta að koma
til. Hinn grófi kraftur dugir ekki
einn.
Á tímabili látast karlamir, Þór
og Loki, geta ráðskast með konuna
eins og þeim sýnist. í þessu leik-
riti reyni ég að leggja áherslu á
að enginn er alveg neikvæður eng-
inn alveg jákvæður. Það er einmitt
það sem er svo heillandi í norr-
ænni goðafræði, að goðin em ekki
fullkomin. Þau em öll háð tak-
mörkunum. Hvert goð hefur sína
kosti og galla. Það er einmitt þetta
sem fólk virðist ekki átta sig á
með fjölgyðistrú, að hvert goð er
tákn fyrir einhvem mannlegan
þátt. Óðinn er til dæmis viskan,
Þór krafturinn, Baldur sú fegurð
sem birtist í breytni. Svo em aðr-
ir, eins og Vanir, fulltrúar fyrir
höfuðskepnumar, til dæmis Njörð-
ur fyrir loft og eld og Freyr ræður
fyrir gróðri jarðar, vatninu, jörð-
inni og fijómagni hennar.
Þessi fjölskylda goðanna mjmd-
ar svo saman eina heild og yfir
þessari heild í norrænni goða-
fræði, er svo afl örlaganna, sem
enginn stjómar. Heimurinn tortím-
ist vegna siðferðisbrests goðanna.
Þeir era að reyna að leysa þau
vandamál sem koma upp hveiju
sinni, en með lausnum sínum skapa
þau sér stærri vandamál í framtíð-
inni.
Goðsagnimar em náttúmlega
einhvers konar viðleitni til að tjá
mannlega hegðun, það er, að tjá
dulda og djúpa eðlisþætti í okkur,
sem við skynjum, en skiljum ekki.
Njörður P. Njarðvík, rithöfundur.
Goðafræðin setur þetta upp sem
dæmisögur. Það er svo ótal margt
sem við getum ekki gert ein. Nær-
tækasta dæmið er náttúmlega það
að skapa líf. Til þess þarf samein-
ingu karls og konu.
Ég skil þessa goðsögn sem
Þrymskviða vinnur úr, sem dæmi-
sögu um samtvinnun þessara
tveggja eðlisþátta manneskjunnar,
sem við köllum karlþátt og kven-
þátt. Þeir ganga í gegnum allt
okkar líf sem mjúkt og hart. Það
er ekki von að Þór, sem er allur í
kröftunum, skilji að kveneðlið sem
er mjúkt skuli vera sterkara en
hans eigið eðli.
Norræn goðafræði er afskap-
lega heillandi veröld, en hún hefur
mikið verið vanrækt. Þessi nor-
ræna heimsmynd er upphafleg
forsenda fyrir okkar eigin menn-
ingu og þessvegna er það, að mínu
viti, lífsnauðsynlegt fyrir okkur
sem þjóð, að viðhalda þessari
nemendur tileinka sér það sem var
unnið fyrir 13. aldar fólk. Með
mínu verki þykist ég vera að reyna
að vinna úr þessu handa okkar
samtíð.
Hefðum við ekki haft Snorra-
Eddu væri þetta algerlega lokaður
heimur. Við skulum hugsa um
það, að meginhluti Eddukvajða
varðveittist í einu einasta handriti,
„Konungsbók Eddukvæða,“ Ef
þetta hefði ekki varðveist væri
uppmni okkar, okkur óskiljanleg-
ur. En það sem við höfum verið
að gera til að varðveita okkar
menningu, er að þvinga fólk aftur
f fortíðina. Mér finnst það rangt.
Á sínum tíma þótti óviðunandi
að gefa út íslendingasögur nema
á fræðimannastafsetningu, sem er
ekkert annað en umbúðir. Við les-
um ekki Njálssögu til að rýna í
stafkróka, heldur lesum við Njáls-
sögu afþví hún birtir okkur
lífssannindi sem em í gildi á með-
an manneskjan er til. Ég tók til
dæmis eftir því fyrir löngu, að
íslenskir krakkar hafa geysilega
gaman af goðafræði og ég man
eftir því einu sinni, þegar við hjón-
in vomm að ferðast um írland með
tveimur stelpunum okkar að við
þurftum að keyra miklar vega-
lengdir. Þá hafði ég ofan af fyrir
þeim með því að. endursegja þeim
goðasögur sem framhaldssögu.
Þær höfðu óskaplega gaman af
þessu og tóku ekkert eftir þessum
löngu ferðalögum.
Landið okkar lifir alveg sérstöku
lífi, afþví við vitum hvað gerðist í
landslaginu. Þegar maður ferðast
um ísland, ferðast um Hvalflörð
til dæmis, þá rifjar maður upp fyr-
ir sér Kjalnesingasögu og Harðar-
sögu og Hólmveija. Svo kemur
maður yfir í Borgarfjörð í Egils-
sögu og Gunnlaugssögu. Þá talar
landið til okkar, segir okkur sífellt
sína eigin sögu.
Hugsaðu þér til dæmis þegar
þú kemur á Þingvöll. Þá lifnar í
huga þínum allt sem þar hefur
gerst. Segjum svo að þú kæmir á
Þingvöll og vissir ekkert. Þetta
held ég að _sé ein af skýringum
þess hvað íslendingar era fast-
bundnir sínu landi.
Annað dæmi er þegar verið er
að leggja vegi og það er sneytt
framhjá álfabyggðum. Þá er ekk-
ert aðalatriði hvort álfar em þama
til, eða ekki. Aðalatriðið er að þess-
ir staðir sem, í hugum fólks em
tengdir álfum, em fólkinu einhvers
virði og þessvegna er staðnum
sýnd sú virðing að leggja lykkju á
veginn. Þetta gefur sjálfu landinu
íslenskt sálarlíf. Ef við hefðum
týnt þessu öllu, væri landið dautt.
Við væmm gestir í þessu landi,
en ekki hluti af því.
Það er þessi stórkostlega þrenn-
ing sem Snorri Hjartarson benti
á, land — þjóð — tunga, sameining
íslendingsins, landsins og tung-
unnar, sem er að mínu viti íslensk
menning. Til að öðlast þessa upp-
lifun verður maður að hafa þessa
þekkingu. Sá sem ekki hefur þess-
ar goðsagnir og íslendingasögur,
þessa þekkingu, fyrir honum lifir
ekki landið sama lífi.
Þetta ætti að sýna hversu mik-
ils virði það er fyrir okkur að rækta
þetta, annars týnum við þessu öllu
og þá er sannarlega búið að stela
frá okkur hamrinum."
Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir
I
§
?
1
8
Samband frá skiptiboröi
virka daga frá kl. 8:30-16:30 viö:
Aðalskrifstofu, Faxaskála,
Miðskála, Borgarskála,
Landrekstrardeild og
Gámadeild.
Eimskip, Sundahöfn.
Samband frá skiptiboröi
virka daga frá kl. 8-17 við:
Vöruafgreiðslu í Sundahöfn
og Viðhaldsdeild.
Flutningur er okkar fag
EIMSKIP