Morgunblaðið - 16.06.1987, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987
37
Hrútafjörður:
Gistimöguleikum fjölgar
Stað i Hrútafirði.
FERÐASKRIFSTOFA ríkisins
hefur um árabil rekið Edduhótel
í Héraðsskólanum á Reykjum
mánuðina júní til september.
Staðarskáli er opinn árið um
kring og þar er gistingu að fá.
Á þessu sumri bætast við tveir
gististaðir við Hrútafjörð. Hjónin
Aðalheiður Böðvarsdóttir og Þor-
steinn Siguijónsson á Reykjum
festu á síðastliðnu ári kaup á jörð-
inni Sæbergi, sem stendur skammt
frá Reykjaskóla og liggur að landi
Reykja. Munu þau hjónin um miðjan
júní opna gistiheimili í íbúðarhúsinu
á Sæbergi og verður þar gisting
fyrir 20 manns. Þar verður boðið
upp á svefnpokapláss en einnig
verður hægt að fá uppbúin rúm.
í viðtali við fréttaritara sagði
Aðalheiður að gistiheimilið yrði rek-
ið í samvinnu við Bandalag
íslenskra farfugla. Ekki verður boð-
ið upp á veitingar, en afnot fá
gestir af eldhúsi. Auk þess má geta
þess að stutt er á Edduhótelið í
Reykjaskóla til að njóta veitinga.
Þar eru einnig boðin afnot af sund-
laug og gufubað er á staðnum.
Minna má gesti á Byggðasafn Hún-
vetninga og Strandamanna á
Reykjum, sem opið er yfír sumar-
tímann.
Við vestanverðan Hrútaijörð, á
Kollsá, verður starfrækt gistiheim-
ili af Onnu Ingu Rögnvaldsdóttur.
Verður boðin gisting og þjónusta í
mat og drykk. Tjaldstæði standa
til boða og leyfí til silungsveiði býð-
ur gistiheimilið í vatni skammt frá
Kollsá. Að sögn önnu Ingu hyggst
hún starfrækja þjónustu þessa allt
árið. Bindur hún vonir við að lang-
ferðabílsjórar, sem aka til og frá
Morgunblaðið/m.g.
Gisting verður fyrir 20 manns á Sæbergi við Hrútafjörð.
Vestfjörðum, muni notfæra sér
þjónustu sem þessa árið um kring.
Gistiheimilið er aðili að Ferðaþjón-
ustu bænda og getur hýst 12
manns.
m.g.
Námskeið í stofnun
fyrirtækja fyrir konur
Iðntæknistofnun íslands gengst fyrir
grunnnámskeiði um stofnun og rekstur
fyrirtækja dagana 22. til 25. júní og 27.
júní.
Námskeiðið er ætlað konum sem áhuga
hafa á að afla sér fróðleiks um stofnun
fyrirtækja og stjórnun almennt.
Námskeiðiðferfram íkennslusal Iðn-
tæknistofnunar, Keldnaholti.
Þátttaka tilkynnist í síma 687000.
Athugið! takmarkaður þátttakendafjöldi.
n
IÐNTÆKNISTOFNUN
ÍSLANDS
Nýtt símanúmer hefur tekið gildi
fyrir allar deildir Iðnaðarbankans í Lækjargötu 12.
• Almenn afgreiðsla
• Erlend viðskipti
• Lánasvið
• Rekstrarsvið
• Markaðssvið
• Lögfræðisvið
• Verðbréf og innheimtur
• Endurskoðun
• Fjármálasvið
• Bankastjórn
• Iðnlánasjóður
o
(önaðarhankinn
Lækjargötu 12. Sími 6918 00.