Morgunblaðið - 16.06.1987, Side 49

Morgunblaðið - 16.06.1987, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987 49 Góðæri framundan? eða leikur að hundraðstölum eftír Ingis Ingason Á undanfömum vikum og mán- uðum hefur þjóðin og þjónar hennar, þingmenn og konur, reynt að komast að því, hvar meint góð- æri, sem sagt er að hafi numið hér land — a.m.k. um stundarsakir — hafi hafnað. Ýmsir eru sagðir hafa notið gestrisni þess, en fæstir viljað við það kannast. Ýmsir launþega- hópar eru sagðir hafa breitt út faðminn móti því, en kveðast þó eigi hafa notið atlota þess enn sem komið er. Nú er hins vegar ljóst orðið, hveijir ætla sér að hremma meint góðæri. Það er fámennur hópur fólks, sem kallar sig leiðsögumenn og er þess albúinn — ef marka má fréttir — að hrifsa til sín góðærið í heild sinni og freista þess að troða því í sína eigin vasa. Eða hvað á maður að halda, þegar (lög)fróðir menn koma fyrir alþjóð og tjá henni, að þessi lýður kreQist um 70% launahækkunar, þegar aðrir láta sér nægja 20—25% hækkun? En lítum nú aðeins nánar á málið. Hið framandi tákn %, sem sagt er tákna af hundraði, sé það umrit- að á tungu feðranna, hefur undar- lega náttúru. Það hækkar lágar tekjur lítið en háar mikið. Um þetta mun ekki deilt. Félag leiðsögumanna samdi hinn 12. maí 1986 við Félag ísl. ferða- skrifstofa, Kynnisferðir sf. og Ferðaskrifstofu ríkisins um kaup og kjör fram til 1. jan. 1987. Það væri að æra óstöðugan að sefja þann samning allan hér á prent, en rétt þykir þó að nefna hér krónu- tölu þeirra mánaðarlauna, sem um var samið. Launaflokkar voru 4 og skyldu menn raðast í þá eftir áður samþykktu punktakerfi, sem grundvallaðist nær eingöngu á starfsaldri. Mánaðarlaunin skyldu vera sem hér segir: I. flokkur kr. 22.822,- II. flokkur kr. 23.963,- III. flokkur kr. 25.161,- IV. flokkur kr. 26.419,- Ofan á þessa umsömdu grunn- kaupstaxta skyldi reikna orlof; — 10,17% á 3 fyrstu flokkana en 11,59% á þann 4. Nú má hveijum bamaskóla- gengnum lesanda ljóst vera, að 50% FRA JAPAN Erum mcö á lagcr flestar stærðir af kúlulegum frájapanska fyrirtækinu Nachi. Höfum einnig hjóla- og kúplingslegur í margar gerðir japanskra bíla. Mjög hagstætt verð. JÖTUIMIVf HÚFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK SfMI. 685656 og 84530 V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! hækkun á þessa grunnkaupstaxta mundu gefa frá kr. 34.233— 39.629. Slík laun flokkast víst ekki undir hálaun í góðærinu margum- rædda. 70% hækkun mundi á sama hátt hleypa taxtanum upp í kr. 38.797-44.912. Það er auðvitað hvers og eins að meta, hvort áðumefnd mánaðar- laun em geðveikislega há eða ekki. Ef til vill þykir ekki óeðlilegt að tekið sé mið af aðbúnaði, vinnuað- stæðum og jafnvel ábyrgð leiðsögu- manna í starfí. I öllum langferðum þarf leiðsögu- maðurinn að dvelja fjarri heimili sínu líkt og sjómaðurinn. Hann þarf ætíð að vera til taks og bera ábyrgð á öllum ferðahópnum líkt og skip- stjóri á áhöfn sinni. í tjaldferðum býr hann að sjálfsögðu í tjaldi, hvemig sem viðrar. Undirritaður brá sér í vikutíma á humarbát vorið 1983. Hásetahlut- ur úr þeim túr var rúmar 20.000 kr. Síðan em liðin 4 verðbólgin ár. Það skal því engan undra, þótt hann fýsi fremur að ráða sig á sumri komanda hjá einhveijum útgerðar- manninum, en einhverri ferðaskrif- stofunni upp á þau kjör, sem í boði em. Höfundur er leiðsögumaður og í iaunanefnd Félags leiðsögu- Tilkynning um skuldabréfaútboð og samning um útboðstryggingu. Lysing hf. Skuldabréfaútboð kr. 100.000.000,00 - krónur eitthundrað milljónir - Útgáfudagur 15. júní 1987 3 ára eingreiðslubréf Ávöxtunarkrafa 10,8% Bréfin verða skráð á verðbréfaþingi íslands. Aðalsöluaðilar eru Landsbanki íslands og Búnaðarbanki íslands, Útboðstrygging Lýsing hf. hefur gert samning við Landsbanka íslands og Búnaðarbanka íslands um að þeir í sameiningu tryggi að fullu sölu bréfanna í upphafi. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna BDNAÐARBANKl ÍSIANDS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.