Morgunblaðið - 16.06.1987, Side 62
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987
62
- .i
SJOMANNADA GURINN
Morgunblaðið/Sverrir
Félagar í björgunarsveitinni Ingólfi og Landhelgisgæslan sýndu list-
ir sinar á höfninni.
Pétur Sigurðsson,
formaður Sjó-
mannadagsráðs
heiðraði aldraða
sjómenn. Talið frá
vinstri: Pétur Sig-
urðsson, Ólafur
Tr. Finnbogason,
stýrimaður, Ágúst
Nathanaelsson,
vélsljóri, Halldór
Pétursson, háseti,
og Guðmundur
Árni Thorlacius,
lestunarmaður.
V estmannaeyjar:
Mikil þátttaka
í hátíðarhöldum
HÁTÍÐARHÖLD sjómannadagsins fóru fram með hefðbundnum
hætti bæði laugardag og sunnudag. Gott veður var um helgina og
þátttaka bæjarbúa í hátíðarhöldunum var mikil. Keppt var í hefð-
bundnum íþróttum sjómannadagsins, sjómenn voru heiðraðir og
dansað fram í morgunsárið. Allar fleytur voru í landi enda löng
hefð fyrir því í Eyjum að skip séu í landi þennan dag.
Á laugardag var keppt í kapp-
róðri, reiptogi, stakkasundi, kodda-
slag og tunnuhlaupi í Friðarhöfn
og eyjapeyjar sýndu listir sínar í
þeirri þjóðlegu íþrótt sprangi. Um
kvöldið voru síðan fjölsóttir dans-
leikir í fjórum samkomuhúsum.
Á sunnudaginn var farin skrúð-
ganga frá Stakkagerðistúni að
Landakirkju þar sem séra Kjartan
Öm Sigurbjömsson flutti sjó-
mannamessu. Eftir messu var
athöfn við minnisvarða hrapaðra
og dmkknaðra á kirkjulóðinni. Eng-
inn sjómaður fórst við Eyjar frá
síðasta sjómannadegi. Það var Ein-
ar J. Gíslason sem annaðist um
þessa hefðbundnu athöfn.
Síðdegis var útiskemmtun á
Stakkagerðistúni. Sigurður Einars-
son útgerðarmaður flutti ræðu
dagsins og tveir sjómenn voru
heiðraðir fyrir langt og heilladijúgt
starf á sjónum. Það voru þeir Will-
um Andersen skipstjóri og Theódór
Ólafsson vélstjóri. Áhöfnin á Sigur-
fara VE og Jóhannes Kristinsson
hlutu viðurkenningar fyrir björgun-
arafrek. Verðlaun vom veitt til
sigurvegara úr keppnum laugar-
dagsins.
Um kvöldið var skemmtun í Sam-
Reykjavík:
Um 5000 manns tóku
þátt í hátíðarhöldumim
„Hátíðahöldin í Reykjavík á Sjómannadeginum voru með hefð-
bundnu sniði og gengu ágætlega fyrir sig, ég gæti trúað að um
5000 manns hafi safnast þarna saman á hafnarsvæðinu", sagði Guð-
mundur Halivarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur við
Morgunblaðið.
„í tilefni af hálfrar aldar afmæli
Hafrannsóknarstofnunar var Reyk-
víkingum gefinn kostur á að fara
í skemmtisiglingu um sundin í
Reykjavík með rannsóknarskipun-
um Bjama Sæmundssyni og Áma
Friðrikssyni og mæltist það mjög
vel fyrir. Ég gæti trúað að hátt í
tvö þúsund manns hafi nýtt sér
þetta tækifæri og farið í skemmti-
siglingu.
— * Einnig vakti koddaslagurinn á
Akraborgarbryggjunni, sem strák-
ar úr Björgunarsveitinni Ingólfí sáu
um, mikla athygli. Einnig var keppt
til úrslita í kappróðri á Reykjavíkur-
höfn, en forkeppni var haldinn sl.
laugardag. I karlaflokki bar Sendi-
bílastöðin sigur úr býtum en í
kvennaflokki stúlkumar úr Emm-
essísgerðinni.
Meðferð björgunartækja var
sýnd af félögum úr björgunarsveit-
inni Ingólfi í Reykjavík og tóku
þeir þátt í sýningu ásamt Land-
helgisgæslunni. Menn dáðust mjög
að samspili slysavarnarmanna og
Landhelgisgæslunnar en meðal
þess sem þeir sýndu áhorfendum
var að hífa sjúkrakörfu upp í þyrlu
og voru bæði þyrlan og báturinn á
allnokkurri ferð“.
Að venju voru flutt ávörp og var
fulltrúi ríkisstjómarinnar Halldór
Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra,
fulltrúi útgerðarmanna, Ingvar
Hólmgeirsson, útgerðarmaður frá
Húsavík, fulltrúi sjómanna Ólafur
Þór Ragnarsson, frá Sjómannafél-
agi Reykjavíkur, og Pétur Sigurðs-
son, formaður Sjómannadagsráðs,
heiðraði aldraða sjómenn með heið-
ursmerki Sjómannadagsins.
Koddaslagurinn á Akraborgarbryggjunni var liklega það sem vakti
hvað mesta kátínu áhorfenda, eins og gefur kannski að skilja af
þessari mynd.
„Ég mundi hiklaust segja að 300 erum við frekar ánægð með árang-
manns hafi komið við sögu í dag- urinn, þó að við höfum kannski
skránni á Sjómannadeginum og ekki verið nógu heppin með veður.