Morgunblaðið - 16.06.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 16.06.1987, Blaðsíða 63
L MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987 63 Morgunblaðið/Sigurgeir Mikill mannfj öldi tók þátt í hátíðarhöldum dagsins. komuhúsinu. Þar var verðlaunum og blómum hlaðið á aflakónga og skipshafnir þeirra. Sigutjón Óskars- son, skipstjóri á Þórunni Sveins- dóttur VE, var krýndur Aflakóngur vertíðarinnar í 10. sinn. Enginn annar skipstjóri í Eyjum hefur oftar unnið til silfurskipsins eftirsótta sem þessu sæmdarheiti fylgir. Þess vegna var Siguijón heiðraður sér- staklega af Sjómannadagsráði, svo og þeir Matthías Sveinsson vélstjóri og Ægir Sigurðsson matsveinn, sem hafa verið með Siguijóni öll þessi ár. Þeir hlutu og allir viður- kenningu frá útgerð bátsins. Guðmundur I. Guðmundsson, skipstjóri á Hugin VE, var krýndur Piskikóngur Vestmannaeyja en hann var með mesta aflaverðmæti báta árið 1986. Logi S. Jónsson, skipstjóri á Smáey VE, fékk verð- laun fyrir mestan afla togbáta og Hermann Kristjánsson, sem ásamt Sævari Brynjólfssyni er við stjóín- völinn á aflaskipinu Breka VE, tók við verðlaunum sem þeir Breka- menn fengu fyrir mestan afla togara 1986. Það var Einar J. Gíslason sem afhenti öll þessi verðlaun eins og honum er einum lagið. Þetta var 30. sjómannadagurinn sem Einar hefur þetta ánægjulega starf á hendi og í tilefni þess var honum færð vegleg viðurkenning frá Sjó- mannadagsráði. Margir góðir skemmtikraftar komu fram á skemmtuninni, m.a. Ómar Ragnarsson, Ragnar Bjama- son og Sigrún Hjálmtýsdóttir ásamt undirleikurum. Þau voru öll selflutt til Eyja frá Stokkseyri á litlum hrað- fiskibáti þar sem ekki viðraði til flugs. Hátíðarhöldunum lauk síðan með dansleikjum. -hkj. Keflavík: isgæslunnar heiðruð Keflavík. SJÓMANNADAGURINN var haldinn hátíðlegur í Keflavík á sunnudaginn. Hápunktur hátíð- arhaldanna var þegar þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við höfnina og áhöfn hennar heiðruð fyrir frækilega björgun skip- veija á Barðanum GK sem strandaði á sunnanverðu Snæ- fellsnesi þann 14. mars sl. Áhöfn þyrlunnar var afhent gjafabréf fyrir „hjartamonitor" frá Skip- stjóra- og stýrimannafélaginu Vísi og Eðvald Eðvaldsson skip- stjóra Barðans GK þakkaði björgunarmönnum og færði þeim að gjöf fjörugijót með áletrun frá skipshöfn Barðans GK 475. Kristján Ingibergsson skipstjóri og formaður Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Vísis afhenti áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar gjafa- bréfið að upphæð 330 þúsund krónur og upplýsti að þessari upp- hæð hefðu félagsmenn safnað á aðeins 14 tímum. Að þessu loknu sýndu landhelgisgæslumenn björg- un úr sjó og af skipi áður en þeir héldu á braut. Dagurinn hófst með sjómanna- messu í Keflavíkurkirkju og um hádegisbilið var farið í skemmtisigl- ingu með bæjarbúa á nokkrum bátum og eftir að Karl Steinar Guðnason, formaður Sjómanna- og verkalýðsfélags Suðumesja, hafði flutt ávarp hófust hátíðarhöldin við höfnina. Að venju voru sjómenn Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Áhöfn landhelgisgæsluþyrlunnar ásamt Eðvaldi Eðvaldssyni skip- stjóra, Bergþóri Ingibergssyni stýrimanni á Barðanum og Kristjáni Ingibergssyni formanni skipstjóra- og styrimannafélagsins Vísis. í áhöfn þyrlunnar eru talið frá vinstri: Oskar Einarsson læknir, Sigurð- ur Egilsson flugmaður, Sigurður Steinar Ketilsson stýrimaður, Bogi Agnarsson flugmaður og Benóný Ásgrímsson flugstjóri. Skipshöfnin á Happasæl KE sigraði í tveim greinum, reiptogi og kappróðri. Synir aflakóngs Keflavíkur Odds Sæmundssonar skipstjóra á Staf- nesi KE tóku við aflakóngsbik- amum fyrir hönd föður síns sem staddur er erlendis. Oddur og skipshöfn hans á Stafnesi KE fiskuðu 929,5 tonn' á netaver- tíðinni frá áramótum. heiðraðir og að þessu sinni voru það þijár aldnar kempur semm tóku við heiðursmerkjum sjómannadagsins, Guðjón Jóhannsson, Magnús Karls- son og Þórður Kristinsson. Skip- veijar á Happasæl voru sigurvegar- ar í kappróðrinum og í reiptoginu og einn úr áhöfninni, Hallgrímur Rúnarsson, tók þátt í flestum grein- unum og hlaut sérstaka viðurkenn- ingu. Jóhann Björnsson var úrskurðað- ur sigurvegari í stakkasundinu en hann og Eðvarð Þór Eðvarðsson, sundmaðurinn kunni, háðu harða baráttu um fyrsta sætið. Þriðji varð Karl Óskarsson. Þrátt fyrir að sjómannadagurinn sé lögbundinn voru 15 fiskiskip frá Keflavík og Njarðvík á sjó að þessu ~ sinni. - BB Listamaðurinn Karl Lagerfeld hefur í samvinnu við CHLOÉ-safnið í Paris hannað þessi gullfallegu matar- og kaflistell ..Kalablómið‘‘sem Hutschenreuther framleiðir úrpostulíni af bestu gerð. silfurbuðin Laugavegi 55, Reykjavík Sími 11066
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.