Morgunblaðið - 07.07.1987, Side 6

Morgunblaðið - 07.07.1987, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987 Látúnsbarkar Eg hef lítt stundað eltingarleik við málvillur þeirra er koma fram í ljósvakamiðlunum en ég get ekki stillt mig um að minnast á málfar ónefnds stórforstjóra er mætti í viðtalsþátt á Stjörnunni síðastliðinn sunnudag. Fyrst hélt ég að maður þessi væri útlendingur en ekki benti nú neitt til þess er leið á spjallið. Málfar þessa stórfor- stjóra leiðir hugann að því hversu mikilvæg íslenskukennslan er í skólakerfi voru. Þar má hvergi slaka á þótt hinar svokölluðu raun- greinar og hverskyns viðskipta- greinar njóti nú mestra vinsælda. Minnumst þess að hinir kínversku mandarínar urðu að kunna skil á skrautskrift og skáldskap ekki síður en talnaþrautum þegar þeir sóttu um hin háu embætti. Látúnsbarkar Persónulega hafði ég ekki síðri skemmtan af látúnsbarkaævintýri þeirra Stuðmanna í Tívolíinu í Hveragerði en Eurovision þótt Stuðmenn hafi máski mátt sleppa því að auglýsa svo grimmt Tívolíið og Eden. Var virkilega ekki hægt að vista þátttakendur víðar í milli- spili en í Tívolíinu? Var ekki gervallt Suðurlandsundirlendið kjörið leik- svið með sínum fögru hótelum og stórbýlum, að ekki sé talað um söguslóðirnar margfrægu? Þá fannst mér Jakob þulur fremur ósmekklega búinn drengurinn, en prýðilega harðmæltur og vakti at- hygli mína hversu gott vald hann hafði á p, t, k í innstöðu á eftir langa sérhljóðinu. Stjómaði Jakob keppninni um Hofsósalátúnsbark- ann af mikilli festu og öryggi. Sigurvegarinn frá höfuðstað ís- lensk/anglósaxneska poppsins, matrósadrengurinn frá Keflavík var vel að sigrinum kominn, þótt undir- ritaður hafi náttúrulega staðið með sínu kísilmálmverksmiðjukjördæmi. Danski fjöllistamaðurinn vakti og mikla spennu á mínu heimili er hann mundaði korðann með munn- inum og ekki skemmdi íturvaxinn aðstoðarmaðurinn. Hin beina út- sending ríkissjónvarpsins smaug sum sé „beint í æð“ eins og sagt er á gullaldaríslensku hinni nýju. Og ekki má gleyma dráttlistarmannin- um, Haraldi, er gladdi látúnsbarka- keppenduma með listilegum grínmyndum rissuðum á augna- bliki. Og svo var það Möðrudalsjak- inn er söng aldeilis prýðilega og hefði ég gjaman viljað sjá þennan hrausta Austfirðing þreyta aflraun- ir. Hin ágætasta skemmtun þrátt fyrir koksýninguna ónotalegu og fátæklegan klæðnað hljómsveitar- meðlima og svo var Valgeir Belgíu- fari fjarri góðu gamni en hann sendi skeyti frá Borgarspítalanum er benti til þolanlegrar heilsu. ÞríeykiÖ Að aflokinni hinni ágætu látúns- barkakeppni í Hveragerði brugðu ríkissjónvarpsmenn á leik og smeygðu inní dagskrána viðtali tveggja fréttamanna við oddvita hinnar nýbökuðu ríkissjórnar islenska lýðveldisins. Fannst mér heldur dauft yfir Þorsteini forsætis- ráðherra og þá enn frekar Steingrími utanríkisráðherra en Jón Baldvin íjármálaráðherra lék á als oddi enda tókst honum á elleftu stundu að nappa því háa embætti frá fjármálakandídatinum marg- nefnda. Já, það er órætt refskák- borð stjómmálanna þvi einsog hann Steingrímur blessaður sagði: Það er kraftaverk ef okkur tekst að framkvæma öll ákvæði þessa mál- efnasamnings! Sem fjölmiðlarýnir vona ég nú bara að ákvæðið er lýt- ur að eflingu innlendrar dagskrár ijósvakamiðlanna nái fram að ganga. Síðastliðið sunnudagskveld sannaði ríkissjónvarpið gildi slíkrar menningarstefnu enda var þar venju fremur vandað til verka. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP Stjarnan: Sá hlær best ■■■ Á miðnætti í Rás 1: Glugginn 00 kvöld fær tón- —" listin hvíld í nokkrar mínútur á Stjöm- unni. Þá ætlar Jóhann Sigurðarson leikari að lesa söguna Sá hlær best eftir Larry Powell í þýðingu Gylfa Gröndal. Sagan fjall- ar um til hvaða ráða grindhoraður bókhaldari tekur þegar hann er laminn til óbóta eftir að hafa lent í árekstri á mesta annatí- manum í augsýn allra. Gylfi Gröndal þýðandi sögunnar. ■i í sumarbyrjun 30 kom út bók í Svíþjóð sem vakið hefur mikið umtal. Alva — ævi konu, heitir hún og er minningarrit um Ölvu Myrdal, skrifað af dóttur hennar. Bókin hlýt- ur að skoðast sem varnarrit fýrir Ölvu en fáum árum fyrir dauða hennar lýsti sonur hennar, rithöfundur- inn Jan Myrdal, henni afar illa. í þættinum Glugga- num í kvöld á rás 1 ætlar Steinunn Jóhannesdóttir að fjalla um bækur beggja systkinanna og rekja ævi- feril Ölvu og Gunnars Myrdal í stórum dráttum. ÚTVARP ÞRIÐJUDAGUR « 7. júlí 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktín — Hjördis Finnbogadóttir og Óðinn Jónsson. Fréttir eru sagðar kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttayfirlit kl. 7.30 og síðan lesiö úr forustugrein- um dagblaðanna. Tilkynn- ingar lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Guðmundur Sæ- mundsson talar um daglegt mál kl. 7.20. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Dýrin í Bratthálsi” saga með söngvum eftir Ingebrigt Davik. Kristján frá Djúpalæk þýddi. Heiðdis Norðfjörð les (2). 9.20 Morguntrimm. Tónleik- ar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veöurfregnir. 10.30 Ég man þá tið. Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. (Þátt- urinn verður endurtekinn að loknum fréttum á miðnætti.) 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 I dagsins önn — Breyt- ingaaldurinn, breyting til batnaðar. Umsjón: Helga Thorberg. 14.00 Miödegissagan: „Franz Liszt, örlög hans og ástir" eftir Zolt van Hársány. Jó- hann Gunnar Ólafsson þýddi. Ragnhildur Stein- grimsdóttir les (16). 14.30 Óperettutónlist. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Afríka — Móðir tveggja heima. Sjötti þáttur. Um- sjón: Jón Gunnar Grjetars- son. (Endurtekinn þáttur frá sunnudagskvöldi.) 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Síödegistónleikar. 17.40 Torgið Umsjón: Þorgeir Ólafsson og Anna M. Sigurðardóttir. 18.00 Fréttir. Tílkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Ðaglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guð- mundur Sæmundsson flytur. Glugginn — Úr sænsku menningarlífi. Umsjón: Steinunn Jóhannesdóttir. 20.00 Hljómsveitarsvitur a. Dansar frá Kasské eftir Leos Janacek. Fílharmoniu- sveitin í Brno leikur: Jiri Waldhaus stjórnar. b. „Töfrasproti æskunnar", svita nr. 2 eftir Edward Elg- ar. Fílharrnoníusveit Lund- úna leikur; Sir Adrian Boult stjórnar. 20.40 Réttarstaða og félags- leg þjónusta. Umsjón: Hjördís Hjartardóttir. (End- urtekinn þáttur frá deginum áður.) 21.10 Barokktónlist 21.30 Útvarpssagan: „Leikur blær að laufi'' eftir Guð- mund L. Friöfinnsson. Höfundur les (21). 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Leikrit: „Brot úr sek- úndu" eftir Dennis Mcln- tyre. Þýðandi: Birgir Sigurðsson. Leikstjóri: Stef- án Baldursson. Leikendur: Sigurður Skúlason, Valdi- mar Örn Flygenring, Pálmi Gestsson, Tinna Gunn- laugsdóttir, Róbert Arn- finnsson og Helgi Björnsson. (Endurtekið frá fimmtudagskvöldi.) 23.45 islensk tónlist. Pianókonsert eftir Jón Nor- dal. Gísli Magnússon og Sinfóníuhljómsveit íslands leika; Páll P. Pálsson stjórn- ar. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. Umsjón. Þórarínn Stefáns- son. (Endurtekinn þáttur frá morgni.) 01.00 Veðurfregnir. SJÓNVARP Næturútvarp á samtengd- um rásum til morguns. ÞRIÐJUDAGUR 7. júlí 00.10 Næturvakt útvarpsins, Magnús Einarsson stendur vaktina. 6.00 I bitiö. — Snorri Már Skúlason. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.05 Morgunútvarp rásar 2. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Leifur Hauksson og Gunnar Svanbergsson. 16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Broddason og Erla B. Skúladóttir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tekið á rás. Ingólfur Hannesson og Samúel Örn Erlingsson lýsa leik Vals og KR í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu karla á Val- svelli. 22.05 Háttalag. Umsjón: Gunnar Salvarsson. 00.10 Næturvakt útvarpsins. Gunnlaugur Sigfússon stendur vaktina til morguns. Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. 6> ÞRIÐJUDAGUR 7. júlí 18.30 Villi spæta og vinir hans. 25. þáttur. Banda- rískur teiknimyndaflokkur. Þýðandi Ragnar Ólafsson. 18.55 Unglingarnir i hverfinu. Sjötti þátfur. Kanadískur myndaflokkur i þrettán þátt- um. Þýðandi Gunnar Þor- steinsson. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Poppkorn. Umsjón: Guðmundur Bjarni Harðar- son og Ragnar Halldórsson. Samsetning: Jón Egill Berg- þórsson. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Bergerac. Breskur sakamálamyndaflokkur i tiu þáttum. Þriðji þáttur í nýrri syrpu um Bergerac rann- sóknarlögreglumann á Ermarsundseyjum. Þýðandi Trausti Júliusson. 21.35 Saga tískunnar. (Story 'of Fashion.) Annar þáttur. Breskur heimildamynda- flokkur í þremur þáttum um sögu þess minningarfyrir- bæris sem tiska nefnist. í öörum þætti er fjallaö um tískusviptingar á á.unum 1920 til 1950. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. Þulur Björg Jónsdóttir. 22.35 Leyniþræöir. (Secret Society). Þriðji og fjórði þátt- ur umdeilds, bresks heim- iidamyndaflokks. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 23.35 Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 7. júlí § 16.45 Uppreisn Hadleys (Hadley's rebellion). Bandarísk sjónvarpsmynd með Griffin O’Neal, Charles Durning, William Devane og Adam Baldwin í aðalhlut- verkum. Leikstjóri er Fred Walton. Sextán ára sveita- strákur fer i úrvalsskóla fína og ríka fólksins. Þar lendir hann fljótt utangátta en hann trúir því statt og stöð- ugt að hann geti nýtt afburða íþróttahæfileika sína til að sigra heiminn. 18.20 Knattspyrna — SL-mótið — 1. deild. Umsjón: Heimir Karlsson. 19.30 Fréttir. 20.00 Miklabraut (Highway to Heaven). Bandarískur framhaldsþáttur meö Mich- ael Landon og Victor French i aðalhlutverkum. Jákvætt viðhorf og bjartsýni eru aðalsmerki Jonathans Smith á ferðum hans um heiminn. § 20.50 Betra seint en aldrei (Long time gone). Bandarísk sjónvarpsmynd með Paul Le Mat, Will Wheaton og Ann Dusenberry í aðalhlut- verkum. Leikstjóri er Robert Butler. Nick yfirgaf konu sina og tveggja ára son til þess að lifa hinu Ijúfa lífi. Þegar fyrrverandi eiginkonu hans býðst starf í Miðaust- urlöndum, kemur það i hans hlut að sjá um soninn. Þeir lenda í ýmsum ævintýrum sem verða til þess að styrkja samband þeirra. § 22.20 Oswald réttarhöldin (The Trial of Lee Harvey Oswald). Bandarískur fram- haldsmyndaflokkur í 5 hlutum. 2. þáttur. Menn voru felmtri slegnir og í miklu uppnámi þann 22. nóvember 1963, en þá var John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, myrtur. Lee Harvey Óswald var grunað- ur um moröiö, en aldrei var hægt að sanna eða afsanna sekt hans, þar sem hann var sjálfur myrtur á leið til réttarins. I þessum þáttum eru réttarhöldin sett á svið, kviödómur skipaður og í lok kveðinn upp dómur yfir Lee Harvey Oswald. § 23.25 Tískuþáttur. Umsjón: Anna Kristín Bjarnadóttir. § 00.05 Skuggalegt samstarf (The silent partner). Kanadísk mynd frá 1978 með Elliot Gould, Christop- her Plummer og Susannah York i aðalhlutverkum. Leik- stjóri er Daryl Duke. Maður nokkur gerir sig liklegan til að ræna banka. En yfirgjald- keri bankans deyr ekki ráöalaus og ákveður að stinga vænni fúlgu undan sjálfur. Myndin er gerð eftir sögu Anders Bodelsen. § 1.50. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 7. júlí 07.00—09.00 Pétur Steinn og morgunbylgjan. Pétur kem- ur okkur réttu megin framúr með tilheyrandi tónlist og lítur yfir blöðin. Isskápur dagsins? Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Valdís Gunnars- dóttir á léttum nótum. Sumarpopp allsráöandi, af- mæliskveðjur og spjall til hádegis. Litið inn hjá fjöl- skyldunni á Brávallagötu 92. Fréttir kl. 10.00 og 11.00. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10-14.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson á hádegi. Þor- steinn spjallar við fólkiö sem ekki er í fréttum og leikur létta hádegistónlist. Fréttir kl. 13.00. 14.00—17.00 Ásgeir Tómas- son og síðdegispoppið. Gömlu uppáhaldslögin og vinsældalistapopp í réttum hlutföllum. Fréttir kl. 14.00, 15.00, 16.00. 17.00-19.00 Hallgrimur Thorsteinsson í Reykjavík siðdegis. Leikin tónlist, litið yfir fréttirnar og spjallað við fólkiö sem kemur við sögu. ísskápur dagsins endurtek- inn. Fréttir kl. 17.00. 18.00-18.10 Fréttir. 19.00-21.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamarkaöi Bylgjunnar. Flóamarkaður milli kl. 19.03 og 19.30. Tónlist til kl. 21.00. Fréttir kl. 19.00. 21.00—24.00 Sumarkvöld á Bylgjunni með Þorsteini Ás- geirssyni. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar — Bjarni Ólafur Guðmundsson. Tónlist og upplýsingar um veður og flugsamgöngur. ÞRIÐJUDAGUR 7. júlí 7.00— 9.00 Inger Anna Aik- man. Morgunstund gefur gull i mund og Ingerervökn- uð fyrir allar aldir með þægilega tónlist, létt spjall og viðmælendur koma og fara. Stjörnufréttir kl. 8.30. Fréttir einnig á hálfa tímanum. 9.00—12.00 Gunnlaugur Helgason fer með gaman- mál, gluggar í stjörnufræðin og bregður á leik með hlust- endum. Stjörnufréttir kl. 11.55. Fréttir einnig á hálfa timan- um. 12.00—13.00 Pia Hansson at- hugar hvað er að gerast á hlustunarsvæði Stjörnunn- ar, umferöarmál, íþróttir og tómstundir og einnig kynn- ing á einhverri íþróttagrein. 13.00—16.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Gamalt og gott leíkið af fingrum fram með hæfilegri blöndu af nýrri tón- list. 16.00—19.00 Bjarni Dagur Jónsson. Verðlaunaget- raunin er á sinum stað milli klukkan 5 og 6, siminn er 681900. Stjörnufréttir kl. 17.30. 19.00—20.00 Stjörnutiminn. The Shadows, Fats Dom- ino, Buddy Holly, Brenda Lee, Little Eva, Connie Francis, Sam Cooke, Neil Sedaka, Paul Anka. 20.00-21.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Stjörnuspil, Helgi litur yfir spánýjan vin- sældarlista frá Bretlandi og leikur lög af honum. 21.00—23.00 Árni Magnús- son sér um tónlistarþátt. Stjörnufréttir kl. 23.00. 23.10—24.00 íslenskir tónlist- armenn. Hinir ýmsu tónlist- armenn (og konur) leika lausum hala í einn tíma með uppáhaldsplöturnar sínar. í kvöld: Magnús Kjartansson. 00.00—00.15 Kvennabósinn, eftir Lawrence E. Orin. Þetta er spennandi saga fyrir svefninn. Jóhann Sigurðar- son leikari les. 00.15— 7.00 Gísli Sveinn Loftsson (Áslákur.) Stjörnu- vaktin hafin . . . Ljúf tónlist, hröð tónlist. ALFA K/Utlkf tNtrnrtll. FM 102,9 ÞRIÐJUDAGUR 7. júlí 8.00 Morgunstund: ( orð og bæn. 8.15 Tónlist. 12.00 Hlé. 13.00 Tónlistarþáttur lestri úr Ritningunni. 16.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.