Morgunblaðið - 09.07.1987, Side 26

Morgunblaðið - 09.07.1987, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1987 Tæplega nægileg vaxtahækkun - segir Gunnar H. Hálfdanarsson framkvæmda- stjóri Fjárfest- ingafélagsins „ÞAÐ er á mörkunum aö við telj- um þetta vera nægilega vaxta- hækkun miðað við aðstæður og þær aðgerðir sem gera á sam- hliða,“ sagði Gunnar H. Hálf- danarsson framkvæmdastjóri Fjárfestingafélagsins, þegar ákvörðun um væntanlega 1,5% vaxtahækkun á spariskírteini ríkisjóðs var borin undir hann. „Það á að þrengja möuleika á fjármögnunarleigu og gera erlenda Qármögnum dýrari," sagði Gunnar. „Afleiðingin verður sú að eftirspurn eftir fjármagni verður meiri á inn- lendum markaði en fyrir er mikil eftirspurn eftir lánsfé. Það getur leitt til hærri vaxtakröfu á verð- bréfamarkaði en áður. Af reynslu liðinna vikna má ætla að 8% vextir séu algert lágmark en ég tel að 8,5% vekstir séu nærri lagi til að söluhorfur verði bjartar.1* Hann taldi sennilegt að vextir á bankabréfum myndu hækka um 0,5% í kjölfar vaxtahækkunar á spariskírteinum ríkissjóðs, en minni hækkun yrði á bréfum í hærri áhættuflokkum. Útvegsbankamál: Skipan saksókn- ara dregst enn NÝR saksóknari í máli ákæru valdsins gegn sjö bankastjórum Útvegsbankans verður skipaður af Jóni Sigurðssyni, sem nú hefur tekið við starfi dómsmálaráð- herra. Líklegt þykir að Jón bíði með skipanina þar til niðurstaða er fengin í frávísunarmáli for- ráðamanna Hafskips. Það verður flutt í sakadómi á mánudag. Bankastjóramir sjö voru ákærðir þann 9. apríl síðastliðinn fyrir stór- fellda vanrækslu og hirðuleysi í starfí vegna viðskipta bankans við Hafskip hf. Þegar málið var tekið fyrir í sakadómi Reykjavíkur þann 15. maí kröfðust veijendur þess að málinu yrði vfsað frá dómi, m.a. vegna þess að ríkissaksóknari hefði ekki getað litið hlutlaust á mál- avöxtu vegna setu bróður hans í bankaráði Útvegsbankans. Saka- dómur hafnaði frávísunarkröfunni, en Hæstiréttur vísaði ákærunni frá dómi þann 4. júní. Vegna þessarar niðurstöðu Hæstaréttar þótti einsýnt að skipa yrði nýjan saksóknara, sem færi yfír málið frá grunni. Jón Helga- son, fráfarandi dómsmálaráðherra, gerði það ekki áður en hann lét af störfum, enda er talið líklegast að eftirmaður hans, Jón Sigurðsson, bíði með ákvörðun þar til niðurstaða frávísunarmáls forráðamanna Hafskisp liggur fyrir. Kristján tekur lagið í sólskininu í Reykjavík í gær. Morgunblafli&EmarFaiur Krislján í tónleikaferð um Norðurland KRISTJÁN Jóhannsson óperu- söngvari er nú staddur hér á landi og hyggur á tónleikaferð um Norðurland og Norð-Vest- urland í lok júlí og byijun ágúst. I samtali við Morgunblaðið sagðist Kristján vera nýkominn frá Bandaríkjunum þar sem hann hefur sungið við Cincin- natióperuna í Ohio undanfarin mánuð. Kristján mun halda tónleika í Húsavík 23. júli og á Akur- eyri 25. júlí. Ekki hefur verið ákveðið hvenær tónleikar verða á Sauðárkróki og ísafirði. Aðspurður kvaðst Kristján vera með efni úr ýmsum áttum á söngskránni. Flest lögin eru af norrænum uppruna en einn- ig nokkur ítölsk. Kristján mun að sjálfsögðu syngja nokkrar frægar aríur úr þekktum óper- um. Undirleikari Kristjáns á þessu ferðalagi verður Lára Rafnsdóttir. Ríkissjóður hefur hugsanlega tapað niður markaði Aðalfundur NUU haldinn íReykjavík SAMTÖK ungliðahreyfinga norrænna íhaldsflokka, NUU, héldu aðalfund sinn i Odda í Reykjavík um síðustu helgi. Samhliða aðalfundinum var haldinn ráðstefna sem fjallaði um skatta- og velferðarmál á Norðurlöndum. Daninn Jorgen Glenthoj, sem verið hefur formaður samtakanna síðastliðinn fjögur ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Heikki Pakarinen frá Finnlandi kosinn formaður NUU í hans stað. Nýr varaformaður samtakanna var kosinn Trond Helleland frá Noregi. Samband ungra sjálf- stæðismanna sá um skipulag aðalfundarins og ráðstefnunnar. - segir Sigurður B. Stefánsson framkvæmdassljóri verðbréfamark- aðar Iðnaðarbankans „ÞAÐ er erfitt að segja til um hvort vaxtahækkun á spariskír- teinum rikissjóðs um 1,5%, nægi til að auka söluna," sagði Sigurð- ur B. Stefánsson framkvæmda- stjóri verðbréfamarkaðar Iðnaðarbankans hf., en vextir á spariskírteinum rikissjóðs eiga að hækkaðir úr 6,5% í 8%. Sigurður benti á að hugsanlega hefði ríkissjóður tapað nokkuð af sínum markaði eftir að sala á nýjum spariskírteinum var stöðvuð síðast- liðið haust. „Þá voru þau of lágt verðlögð í janúar þegar 6,5% vextir voru sett á,“ sagði Sigurður. „Það varð til þess að fýrri viðskiptavinir lærðu að fara inn á annan markað, þannig að ég tel að nokkur tími fari í að ná sölunni upp aftur. Það er ekki bara spuming um vexti, mark- aðurinn verður að hafa stöðug- leika.“ Hann taldi það rétta ákvörðun að hækka vexti af spariskírteinum ríkissjóðs í 8%. „Bankabréfamark- aðurinn sem er orðin talsvert stór, er orðinn um 9% umfram verðbólgu og er í ágætu jafnvægi. Þama munar 1% vegna eignarskatts en það er vegna þess að ekki þarf að greiða eignarskatt af spariskírtein- um og þess vegna er eðlilegt að álykta að spariskýrteinin eigi að vera í kring um 8%. Hækkun úr 6,5% í 8% mun að okkar áliti ekki hafa nein teljandi áhrif á vexti á verðbréfamarkaði annarstaðar," sagði Sigurður. Ahorfendapall- ar við gervi- grasvöllinn SAMÞYKKT liefur verið í borg- arráði heimild til að semja við Sigurð R. Sigurðsson um gerð áliorfendapalla við gervigras- völlinn í Laugardal. Sigurður bauð 6,5 milljónir í verkið. Frá aðalfundi NUU sem haldinn var i Odda Morgunblaðið/Sverrir Söluskattur á þjónustu verkfræðinga: Skilar litlum tekjum en bitnar á framkvæmdum - segir Pétur Stefánsson formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga SÖLU SKATTUR á þjónustu verkfræðinga myndi skila minni tekjum í ríkissjóð en sljómar- flokkarnir gera ráð fyrir þar sem megnið af verkefnum verkfræði- stofa er unnið fyrir hið opinbera, að sögn Péturs Stefánssonar formanns Félags ráðgjafarverk- fræðinga. Verkfræðingar óttast að skatturinn valdi því að ríki sveitarfélög og stærri fyrirtæki efli eigin tæknideildir í stað þess að kaupa þjónustuna frá verk- fræðistofum. Hugsanlega gætu húsbyggjendur einnig leitað með stærri verkefni til útlanda eins og tíðkaðist áður til þess að sleppa við söluskattinn. Pétur sagði að skatturinn bitnaði örugglega á verklegum fram- kvæmdum í landinu. Hætta væri á að fýrirtæki sem þyrftu á verk- fræðiþjónustu að halda brigðu á það ráð að setja verkfræðinga á launa- skrá tímabundið til þess að sleppa þannig undan skattinum. Hann sagði að verkfræðistofur hefðu þá sérstöðu að viðskiptavinir skiptu við þær langtímum saman. Þegar reikningar fyrir selda vinnu færu hækkandi væru líkur til þess að menn leituðu annarra og ódýrari leiða. Hann sagði að verkfræðingar hefðu markvisst byggt upp stórar og öflugar stofur sem gætu annað nánast hvaða verkefni sem á borð þeirra kæmi. Ef að þeim væri högg- við með þessum hætti yrði erfitt að spá um framtíðina. Félagið hefur sent formönnum stjómarflokkanna og þingflokks- formönnum ályktun vegna efna- hagsaðgerðanna, en þeir hafa ekki svarað henni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.