Morgunblaðið - 09.07.1987, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1987
Björn íbala
Reuter
PANDABIRNAN Rong Rong er nú stödd í hol-
lenskum dýragarði til að safna fé til styrktar
samtökum, sem hafa að markmiði að bjarga
bræðrum hennar og systrum af Panda-kyni frá
útrýmingu. Þrátt fyrir að gegna störfum fyrir
svo háleitan málstað lét Rong Rong virðuleikann
lönd og leið í sumarhitanum í Hollandi í gær
og fékk sér sæti í vatnsdallinum sínum til að
kæla sig.
Amnesty International:
Mannréttinda-
brot í Rúmeníu
London. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Rúmeníu hafa
ítrekað gert sig sek um brot á
mannréttindum, að því er fram
kemur í skýrslu samtakanna,
Amnesty International, er út
kom í London á þriðjudag. Sendi-
ráð Rúmeníu þar í borg vildi
ekki segja neitt um málið við
fréttamenn.
I skýrslunni segir að sérstaklega
sé um að ræða brot á rétti manna
til að tjá skoðanir sínar, ferðast úr
landi, fá réttláta málsmeðferð fyrir
dómstólum og það að sæta ekki
pyntingum eða annarri illri og auð-
mýkjandi meðferð af hálfu opin-
berra aðila. Nefnd eru fjölmörg
dæmi um brot á þessum mannrétt-
indum og nöfn þolenda tilgreind.
Nicolae Ceausescu, leiðtogi rúm-
enska kommúnistaflokksins, hefur
stjórnað landinu sem einvaldur
síðan 1965. Hann hefur um langt
skeið haft það orð á sér að vera
hvað harðastur í hom að taka aust-
ur-evrópskra stjórnarherra, þegar
um er að ræða viðbrögð við andófi
heima fyrir.
Sovétríkin:
Andófsmenn setja á stofn
umræðuhópinn „Glasnost"
Moskvu, Reuter.
í fyrradag stofnuðu nokkrir sov-
éskir andófsmenn, flestir
nýkomnir úr fangelsi eða vinnu-
búðum, umræðuhóp er þeir kalla
„Glasnost". Á fyrsta fundi hóps-
ins var þess krafist að lög, sem
leyfa að pólitískir fangar séu
hafðir í haldi, yrðu afnumin.
Nafn hópsins er dregið af hinni
nýju stefnu Gorbachevs Kremlar-
leiðtoga, en hún á að stuðla að
opnara og lýðræðislegra þjóðfélagi.
Margir stofnenda umræðuhópsins
tóku einnig þátt í stofnun tímarits
með sama nafni í síðustu viku.
Einn af andófsmönnunum, Lev
Timofeyev, sagði fréttamönnum að
umræðuhópurinn og tímaritið væru
ætluð sem vettvangur fyrir þá, sem
vildu ræða mál á borð við trúmál
og vistfræði, sem enn væri lítt
hreyft opinberlega, þi’átt fyrir aukið
tjáningarfrelsi undir stjórn Gorbac-
hevs.
Timofeyev sagði að andófsmenn-
irnir ynnu fyrir opnum tjöldum.
Sovéskum fréttamönnum hefði ver-
ið boðið á stofnfundinn, en enginn
þeirra hefði látið sjá sig. Hópurinn
mun nú gera hlé á störfum sínum,
en hefja regluleg fundahöld á hálfs
mánaðar fresti í september.
Andófsmennirnir samþykktu
áskorun, sem þeir sögðust ætla að
senda Æðstaráðinu, þess efnis að
lög um varðhald pólitískra fanga
verði lögð niður. I lögunum væru
meðal annars greinamar frægu um
„and-sovéskan áróður“ og „rógburð
um ríkisvaldið" sem fangelsissök.
Sergei .Kovalov, fyrrum ritstjóri
blaðs andófsmanna, sagði á fundin-
um: „Þúsundir manna hafa verið
fangelsaðar, ekki vegna þess að
þær hafi drýgt glæp, heldur vegna
pólitískra ástæðna ríkisvaldsins. Því
miður getum við ekki sagt að þessu
hafí linnt."
Nánast allir andófsmennirnir
sátu í fangelsum eða refsibúðum
fyrr á árinu, en vom náðaðir sam-
kvæmt skipun frá Kreml. Timofey-
ev og Sergei Grigoryant, sem átti
íbúðina þar sem fundurinn fór fram,
sátu í fangelsi fyrir að gefa út
„samizdat“-blaðagreinar, þ.e.
greinar, sem bannaðar em af
stjórnvöldum. Alexander Ogorodn-
ikov var settur inn fyrir að skipu-
leggja námskeið um kristna trú.
Ogorodnikov sagði að er hann
hefði hlotið náðun, hefðu leynilög-
reglumenn KGB sagt við hann:
„Það er aðeins verið að sjá aumur
á þér. Það hefur ekkert breyst og
þú gætir lent í fangelsi aftur."
Kiwanis-hreyfingin:
Ekki lengur
karlaklúbbur
Washington, Reuter.
Alþjóðasamband Kiwanis-
félaga hefur ákveðið að afnema
þá reglu, sem gilt hefur í 72 ár,
að einungis karlmenn megi vera
félagar. Hér eftir verður konum
og körlum gert jafn hátt undir
höfði.
Lagabreytingin var samþykkt á
alþjóðaþingi Kiwanis-félaga, sem
fulltrúar _frá 70 löndum sóttu, 5,636
talsins. Á milli 80 og 90% þeirra
vom breytingunni samþykk. Sams
konar ályktun árið 1977 fékk að-
eins atkvæði 15% þingfulltrúa en í
fyrra vom 47% henni fylgjandi.
„Eg tel, að þessi breyting gefi
Kiwanis-klúbbunum tækifæri til að
auka starf sitt í þágu samfélagsins
enda láta konur æ meira til sín
taka í atvinnulífinu og stjórnmál-
um,“ sagði Frank Dinoto, forseti
hreyfingarinnar.
Kiwanisfélagar um allan heim
em 310.000 talsins og leggja þeir
víða mikið af mörkum til ýmissa
þjóðþrifamála. Á síðasta ári söfn-
uðu þeir í þessu skyni um 73
rhilljónum dollara.
Tölvusalan til Sovétríkjanna:
Brundtland biður
Kongsberg griða
Nýju Dclhi, Washington, Reuter.
GRO Harlem Brundtland, for-
sætisráðherra Noregs, skoraði i
gær á Bandaríkjastjórn að grípa
ekki til aðgerða gegu norsku
Kongsberg-verksmiðjunum, sem
seldu Sovétmönum háþróaðan
tölvubúnað. Bandarískur emb-
NÚ FER AD
HITNA I KOLUNUM
Þaö er tilhlökkunarefni að byrja
grillveislurnar aftur. Góöur matur, fjör
og útivera. Þig vantar kannski hitt og þetta
i grillið: kol, vökva, áhöld, bakka eöa jafnvel
sjálft grillið. Leitaðu ekki langt yfir skammt.
Á næstu Essostöð finnur þú allt sem
þarf... nema grillmatinn!
Grillkol 2,3 kg
Grillkol 4,5 kg
Grillvökvi 0,51
Grillvökvi 1,01
Grill
225 kr.
434 kr.
75 kr.
120 kr.
frá 2076 kr.
Grillahöld og griUbakkar
i úrvali.
Olíufélagið hf
Danmörk:
Tóbaksneysla dregst
saman um 1% á ári
SÍGARETTUREYKINGAR
dragast saman um 4,5% á ári í
Danmörku. Forráðamenn
Skandinavisk Tobakskompagni
telja, að ástæðan sé erfitt efna-
hagsástand, en læknar eru á
öðru máli. Þeir halda því fram,
að skýringin sé sú, að sífellt
fleiri sláist í hóp þeirra, sem
hætta að reykja.
Ef fram heldur sem horfir,
verða Danir reyklaus þjóð innan
ekki langs tíma, því að ár hvert
hættir um eitt prósent danskra
reykingamanna að reykja. Sam-
kvæmt tölum frá Skandinavisk
Tobakskompagni hefur árssala
fyrirtækisins dregist saman um
330 milljónir vindlinga eða 4,5%.
„Það hefur dregið úr reyking-
um á Vesturlöndum almennt,“
segir Pilip Tonnesen, læknir á
Bispebjerg-spítalanum, í viðtali
við Jyllands Posten nýlega. „Og
nú er þessi þróun einnig að gera
vart við sig í Danmörku."
Forráðamenn Skandinavisk
Tobakskompagni skýra samdrátt-
inn með því, að ráðstöfunarfé
dansks almennings hafi minnkað
og þess vegna reyki fólk minna.
Philip Tannesen er á öðru máli:
„Samdrátturinn á sér tvíþætta
skýringu: Annars vegar er það,
að fleiri hætta að reykja. Það
hefur verið staðfest með rann-
sókn, sem er marktæk fyrir allt
landið. Hins vegar er sú stað-
reynd, að unga kynslóðin er ekki
eins ginnkeypt fyrir reykingum
og hin eldri."
Philip Tonnesen telur einnig,
að skipulögð barátta á móti
reykingum sé farin að bera árang-
ur.
„Haldi fram sem horfir, mun
þessi þróun hafa mikil áhrif á við-
gang krabbameinssjúkdóma,
einkum þó lungna- og hálskrabba-
meins,“ segir Heine Hoi Hansen,
yfirlæknir á Finsens-sjúkrahús-
inu, og hann heldur áfram:
„En við förum fyrst að verða
áþreifanlega vör við þessa breyt-
ingu eftir 15-20 ár. í rauninni
þarf þetta ekki að koma á óvart,
því að sama þróun hefur átt sér
stað í Bandaríkjunum og Eng-
landi, og hlaut að gæta hér í
Danmörku fyrr eða síðar."
Per Vagn-Hansen yfirlæknir,
sem starfar á vegum aanska heil-
brigðisráðuneytisins, segir, að
einnig sé vert að veita athygli
annarri þróun, sem eigi sér stað
samhliða minnkandi reykingum:
„Það verður reykingamönnum
sífellt erfiðara og erfiðara að
valda öðrum óþægindum og angri
með tóbaksreykingum sínum, og
það getur einnig átt sinn þátt í
því, að fólk reykir rninna."
ættismaður sagði í gær, að
Norðmenn og Japanir hefðu nú
samvinnu við Bandaríkjamenn
um að koma í veg fyrir útflutn-
ing mikilvægs búnaðar til Sov-
étríkjanna.
Brundtland, sem nú er í Indlandi
í þriggja daga heimsókn, sagði
fréttamönnum, að það myndi bitna
á vörnum Noregs og tengslunum
við Bandaríkin og önnur Nato-lönd
ef Bandaríkjastjórn bannaði inn-
flutning frá Kongsberg-verksmiðj-
unum og gerði þær gjaldþrota þar
með. Sagði hún, að norska stjórnin
myndi sjálf ákveða refsiaðgerðir
gegn fyrirtækinu þótt það væri
raunar í ríkisins eigu.
Paul Freedenberg, aðstoðarvið-
skiptaráðherra Bandaríkjanna,
sagði á fréttamannafundi í gær, að
stjómvöld í Japan og Noregi hefðu
bmgðist vel við áskorunum um hert
eftirlit með útflutningi tölvubúnað-
ar til Sovétríkjanna. Toshiba-
fyrirtækið japanska seldi Sovét-
mönnum hátæknibúnað eins og
Kongsberg-verksmiðjurnar og hef-
ur nú öldungadeildin samþykkt að
banna innflutning beggja fyrirtækj-
anna í fimm ár. Er bannið þó ekki
orðið að lögum enn og ólíklegt tal-
ið, að svo verði.
Formenn stjórnarandstöðuflok-
kanna í Noregi, þeir Rolf Presthus,
formaður Hægriflokksins, og Carl
I. Hagen, formaður. Framfara-
flokksins, hafa krafist þess að
stjórnin gefi norska Stórþinginu
nákvæma skýrslu um alla þætti
Kongsbergsmálsins. Þeir segja að
þingið verði síðan að meta hvort
það eigi að skipa nefnd til að rann-
saka málið, ekki síst hvort stjórn-
mála- og embættismenn hafi gerst
brotlegir í tengslum við það.