Morgunblaðið - 09.07.1987, Síða 52

Morgunblaðið - 09.07.1987, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1987 fclk í fréttum Bowie í París Breski söngvarinn, lagasmiðurinn og kvikmynda- leikarinn David Bowie er nú á tónleikaferða- lagi um Evrópu og var þessi mynd tekin á í París á f östudaginn þar sem hann hóf ferðina. Með honum á myndinni er vinkona hans sem syngur bakraddir með hljómsveitinni. Reuter Hjartað að veði Helena Bonham Carter, sem leikur aðalhlutverkið í kvik- myndinni Herbergi með útsýni (A Room With a Wiew), hefur nú feng- ið hlutverk í mynd sem gerð er eftir einni af Qölmörgum ástarsögum Barböru Cartland. Barbara Cartland er orðin 86 ára gömul og hefur skrifað um 450 ást- arsögur umm ævina. Eftir fjörutíu ár hefur henni loksins tekist að fá eina af sögum sínum kvikmyndaða. Tvö bresk kvikmyndafyrirtæki hafa sameinast um gerð sjónvarpsmyndar eftir sögu hennar Hjartað að veði (A Hazard of Hearts) og mun fjöldi þekktra leikara fara með hlutverk í myndinni m.a. Stewart Granger, Christopher Plummer, Edward Fox, Diana Rigg, Anna Massey, Eileen Atkins og Fiona Fullerton. Aðal kvenhetjuna leikur stjaman úr Herbergi með utsýni, Helena Bonham Carter. Hún verður fyrir því óláni að faðir hennar leggur hönd hennar að veði þegar hann reynir að bjarga fjölskylduauðæfun- um í fjárhættuspili. Hann tapar spilinu og þar með dóttur sinni í hendur óþokkans. Barbara Cartland segir að He- lenasé eins og sköpuð í hlutverk hinnar flekklausu kvenhetju; með postulínshúð, hjartalaga andlit, stór skínandi augu og rósrauðar varir. „Það stafar af henni ljóma sakleysis og hreinleika sem ekki verður leikinn heldur verður hann að koma inn- anfrá" segir Cartland. Helena hefur áður leikið í tveimur myndum sem vakið hafa athygli; Lady Jane Gray og Herbergi með útsýni sem hefur verið sýnd í Regn- boganum nú í sumar. Þó hún eigi frægð sína sakleysislegu útliti að þakka er hún staðráðin í því að losa sig úr þessum postulínsbrúðu-hlut- verkum og hefur jafnvel gengið svo langt að leika lyfjafíkinn lækni í Miami Viee þáttunum. Hún segist samt ekki hafa neitt á móti því að leika í þessarri Cartland mynd. „Ég hef ekki efni á neinu menning- arsnobbi. Þetta er saklaus skemmt- un, svolítill raunveruleikaflótti með glæsilegu yfirbragði sem hægt er að hafa gaman af að taka þátt í“. Helena er af aðalsættum og hefur það eflaust hjálpað til að veita henni náð hjá frú Cartland, en kvenhetjur hennar eru yfírleitt ljósar yfirlitum. Helena er tuttugu og eins árs gömul og hóf feril sinn í sjónvarpsleikriti með því að kaupa sér áheyrn hjá leikstjóra fyrir 25 pund sem hún vann í ljóðasamkeppni. Herbergi með útsýni, síðasta mynd Helenu, hefur fært henni frægð og frama. Hún hefur ákveðið að helga sig leik- listinni og hefur m.a. nýlokið við að leika í sjónvarpsleikriti fyrir breska sjónvarpið BBC. Helena Bonham Carter nýtir frístundir sínar vel og segist eigin- lega hafa meira að gera í fríum en í vinnutímanum. „Mér er mikið í mun að sóa ekki einni einustu mínútu af lífi mínu og er núna að gera lista yfir þær bækur sem ég vil lesa, myndir og leikrit sem ég þarf að sjá og myndlistarsýningar sem ég vil ekki missa af“ segir hin menningarlega sinnaða unga leik- kona. Hún er enn ólofuð og býr í foreldrahúsum en segist þó vera að leita sér að eigin íbúð. Leikendur í myndinni Hjartað að veði, ásamt höfundi sögunnar. Sitj- andi frá vinstri: Helena Bonham Carter, höfundurinn Barbara Cartland og Diana Rigg. Standandi: Marcus Gilbert og Fiona Fullerton. Baldur Úlfarsson glóðar gómsætt lambakjöt fyrir viðskiptavini Kjötmiðstöðvarinnar. Útigrill hjá Kj ötmiðstöðinni Kjötmiðstöðin við Laugalæk í Reykjavík hefur nú í sumar boðið viðskiptavinum og öðrum veg- farendum að bragða á ýmsum tegundum af kjöti og kryddi, mat- reiddu á útigrilli. Blaðamaður hafði samband við Hrafn Backman, eig- anda Kjötmiðstöðvarinnar, og innti hann eftir því hvemig þessi kynning hefði gengið. „Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur og fallið í góðan jarðveg hjá fólki. Við höfum boðið upp á 2-3 tegundir af kjöti í einu og sömuleið- is höfum við kynnt ýmsar tegundir af kryddi sem við höfum á boðstól- um. Þetta hefur örvað söluna mikið, t.d. á lambakjötinu sem endilega þarf að nýta betur svo það fari ekki á haugana eins og gerst hefur nú undanfarið. Það er reynsla okk- ar að aukin kynning örvar söluna og til að vera í takt við tímann þarf að leggja mikla áhrslu á að Ástarsöguhöfundurinn Barbara Cartland mundar kvikmyndatökuvél- ina þar sem hún fylgist með gerð sjónvarpsmyndar eftir einni af bókum hennar. COSPER — Ef þú elskar mig í raun og veru, neitar þú mér ekki um neitt, sem ég hef ánægju af.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.