Morgunblaðið - 24.07.1987, Page 25

Morgunblaðið - 24.07.1987, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987 25 Borinn Narfi við borunarframkvæmdimar á Vatnsleysuströnd. Áskorun lífiBræðinganna: Fáum ekki nið- urstöðu nema með hvaiveiðum Þurfum að rannsaka dauða hvali, segir Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknarstofhunar FORSTJÓRI Hafrannsóknarstofnunar, Jakob Jakobsson leggst gegn því að horfið verði frá hvalveiðum í vísindaskyni. Segir hann ekki gerlegt að rannsaka hvali við ísland án þess að skjóta nokkurn fjölda dýra á hverri vertíð. Hann bendir á að ályktun Alþjóða hval- veiðiráðsins gegn veiðum íslendinga sé ekki byggð á tilmælum visindanefiidar ráðsins. Hafi nefndin aldrei iýst því yfír að þeir hvalastofiiar sem íslendingar veiði séu í hættu. Alyktunin sé þvi aðeins byggð á áróðri friðunarsinna. Þetta kom fram í samtali blaða- mans við Jakob um bréf hóps líffræðinga, sem Qölmiðlar birtu í gær, þar sem skorað er á ríkisstjóraina að virða bann Alþjóða hval- veiðiráðsins. „Mín fyrstu viðbrögð eru þau að benda á hversu flókið verkefni hval- arannsóknir eru. Þær aðferðir sem líffræðingarnir benda á nægja eng- an veginn til að ná þeim árangri sem sóst er eftir. Hafrannsóknar- stofnun hefur lært af langri reynslu við rannsóknir á fiskistofnum að beita þarf öllum tiltækum aðferðum til þess að afla gagna. Við gerð vísindaáætlunarinnar komumst við að þeirri niðurstöðu að til þess að ná takmarki okkar þyrfti að tengja saman rannsóknir á lifandi og veiddum dýrum," sagði Jakob. Hann sagði að vísindanefnd Al- þjóða hvalveiðiráðsins hefði metið að langreyðarstofninn þyldi 160 dýra veiði á ári. í ár yrði aðeins veiddur helmingur þess fjölda. „Afli á sóknareiningu hefur haldist nán- ast óbreyttur undanfarin ár, sem er góð vísbending um að langreyð- arstofninum er ekki stefnt í neina hættu með veiðunum. Breytingam- ar eru ekki það örar frá einu ári til annars að ástæða sé til að óttast. Það hefur engin mótmæli komið frá vísindanefndinni um áætlun okkar. Þetta snýst því einungis um pólitík vegna áróðurs þeirra sem telja ekki réttlætanlegt að drepa einn einasta hval.“ Ef hætt yrði hvalveiðum sagði Jakob að endurskoða þyrfti vísindaáætlunina frá grunni. Hann fullyrti ekki að grundvöllur fyrir rannsóknum brysti, en sagði að athuganir á lifandi dýrum myndu kreíjast fleiri skipa og manna. Þær yrðu þar af leiðandi dýrari og væri óvíst hvemig tækist að afla §ár. „Við myndum fara á mis við mjög mikilsverðar upplýsingar og það gerði allar niðurstöður óvissar. Talning dýranna sem nú er fram- kvæmd gefur okkur vissulega mikilsverða vísbendingu en til þess að fá vissu um endumýjunargetu dýranna þurfum við að þekkja ald- ursdreifíngu, kynþroska, fijósemi og fæðuvenjur. Þessara gagna verður ekki aflað nema úr dauðum dýrum," sagði Jakob Jakobsson. Hvalveiðideila íslands og Bandaríkjanna: Staðan efltir viðræð- umar í Washington Eftir Jón Ásgeir Sigfurðsson, fréttaritara Morgunblaðsins í Bandaríkjununi í stofiisamningi Alþjóða hvalveiðiráðsins er einstökum ríkjum algjörlega í sjálfsvald sett, hvort þau heimila hvalveiðar í vísinda- skyni og hvernig þeim skal hagað. Þó þarf að kynna slík rannsókn- aráform í visindanefiid hvalveiðiráðsins, sem Qallar um þau og skilar áliti. Þessum ákvæðum stofiisamningsins verður aðeins breytt með samþykki allra aðildarríkja. Steftia íslands í hvalveiðimálum hefur lengi verið ljós. Við studd- um hvalveiðibannið sem Alþjóða hvalveiðiráðið samþykkti á sínum tíma og gildir frá 1986 til 1990. ítarleg rannsóknaráætiun var lögð fyrir Alþjóða hvalveiðiráðið í tæka tíð, hún hlaut umQöllun vísindanefiidar ráðsins og þótt einstakir meðlimir nefndarinnar hefðu mismunandi sjónarmið var islenska áætlunin ekki fordæmd. A hinn bóginn var svonefiid vísindaáætlun Kóreumanna harðlega fordæmd af meðlimum í visindanefndinni. Síðastliðið sumar hófust síðan hvalveiðar íslendinga í samræmi við vísindaáætlunina, heimilað var að veiða 80 langreyðar og 40 sand- reyðar á vertíðinni. Jafnframt veiðum fóru fram umfangsmiklar rannsóknir sem byggðust ekki á hvaladrápi. Afskipti Banda- ríkjamanna Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra hefur látið þess getið að deilur íslands og Bandaríkjanna um hvalveiðar íslendinga eigi ræt- ur að rekja til bandarískra laga- ákvæða. „Pelly-ákvæðið“ í bandarískum lögum um útvegsmál skyldar viðskiptaráðherra til að tilkynna forsetanum hvalveiðar og verslun sem þykja rýra árangur eða „draga úr virkni“ alþjóðasam- þykkta. Slíka tilkynningu gerir viðskiptaráðherra með því að „staðfesta" hvalveiðamar við for- setann. Forsetanum er heimilað að grípa til innflutningsbanns á fískafurðum frá viðkomandi landi og gefnar ftjálsar hendur. Ronald Reagan getur ákveðið algjört inn- flutningsbann gegn viðkomandi ríki, alls engar refsiaðgerðir og allt þar á milli. Til að herða á um framkvæmd- ir samþykkti Bandaríkjaþing nokkru síðar annað lagaákvæði, sem nefnist „Packwood-ákvæðið". Það leggur viðskiptaráðherra þá skyldu á herðar að fylgjast grannt með öllum veiðum sem gætu falið í sér brot á samningum og hraða þar að lútandi ákvörðunum. Enn- fremur skal forsetinn undan- bragðalaust grípa til stórfelldra efnahagslegra refísaðgerða gegn þeim sem stunda fískveiðar í bandarískri lögsögu. Bandarískir þrýstihópar með hvalfriðunarmenn í fararbroddi hafa krafíst þess að þessum laga- ákvæðum sé beitt gegn öllum þjóðum sem stunda hvalveiðar. Þannig höfðuðu þeir á sínum tíma mál til að þvinga viðskiptaráðherr- ann til að staðfesta hvalveiðar Japana án tafar. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði að ráð- herrann hafi svigrúm til samninga, honum sé ekki skylt að beita Pelly- og Packwood- ákvæðunum tafar- laust. Þess vegna taldi bandaríska viðræðunefndin sér fært að lýsa yfír síðastliðinn miðvikudag, „að viðskiptaráðherra myndi ekki, meðan að hlé er á veiðum og við- ræður standa yfír, staðfesta við Bandaríkjaforseta" að hvalveiðar íslendinga bijóti í bága við al- þjóðasamþykktir og þarmeð bandarísk lög. Rétt er að geta þess að sjávarút- vegsráðuneytið í Washington heyrir undir viðskiptaráðuneytið. Viðskiptaráðherrann heitir Malc- olm Baldrige, hefur um 38.000 starfsmenn og er sjóaður í við- skiptadeilum við Japani, um allt frá rafeindatækjum yfír í hvali. Aðstoðarviðskiptaráðherra og sjávarútvegsráðherra heitir dr. Ánthony Calio og er hann jafn- framt fulltrúi Bandaríkjanna í Alþjóða hvalveiðiráðinu. Viðræðurnar í Washington Á hinn bóginn getur viðskipta- ráðherrann ekki endalaust frestað staðfestingu á að hvalveiðar þyki draga úr virkni alþjóðasamþykkta. Ljóst er að dr. Anthony Calio taldi sig hafa unnið sigur á fundi Al- þjóða hvalveiðiráðsins í júní síðastliðnum og lokað svonefndri smugu sem hvalveiðiþjóðir höfðu til hvalveiða _ „undir yfírskini vísindaveiða". Á viðræðufundun- um með Halldóri Ásgrímssyni og félögum í Washington bentu Bandaríkjamenn því á það, að samþykktir hvalveiðiráðsins valdi því að hvalveiðar íslendinga í vísindaskyni „þyki draga úr virkni alþj óðasamþykkta“. ísland á því óefað yfír höfði staðfestingu Malc- olms Baldrige viðskiptaráðherra, ef hafnar verða veiðar á sandreyði um miðjan ágúst, enda er þeirri ráðherralegu staðfestingu einfald- lega slegið á frest eins og kemur fram í áðumefndri fréttatilkynn- ingu. I samþykkt Alþjóða hvalveiði- ráðsins frá Boumemouth segir að vísindaáætlun íslands „standist ekki fyllilega" þau skilyrði sem hvalveiðiráðið hefur samþykkt. í viðræðunum í Washington vildu íslensku nefndarmennirnir fá að vita í hvaða atriðum áætlunin stenst ekki, en fengu ekki skýr svör. Ennfremur valda afskipti ís- lands af hafréttarmálum og mikilvægi sjávarfangs því, að við leggjum megináherslu á algjöran ráðstöfunarrétt auðlinda í efna- hagslögsögunni, einkum og sérí- lagi stjóm á lífríkinu í hafínu. íslendingar eiga því erfítt með að viðurkenna óeðlileg afskipti ann- arra þjóða af ákvörðunum um fískveiðilögsögu íslands, eins og til dæmis afskipti Bandaríkja- manna af hvalveiðum í vísinda- skyni. Aðrar hvalveiðiþjóðir hefja veið- ar seint á þessu ári, svo að útkoman úr deilu íslands og Bandaríkjanna þykir sannkallaður prófsteinn á framhaldið. Til dæmis byggjast Japanir veiða 875 hrefn- ur í vísindaskyni og he§a veiðam- ar í nóvember. Japanir fylgjast náið með deilu íslands og Banda- ríkjanna á öilum vígstöðvum í Washington og víst er að Halldór Ásgrímsson átti viðræður við Jap- ani í sendiráði þeirra í Washington. Lausn í sjónmáli? Að sjálfsögðu hefur bandaríska utanríkisráðuneytið fylgst með máli þessu og átti aðild að viðræð- unum í Washington. Áreiðanlegar heimildir herma að sjónarmið við- skiptaráðuneytis og utanríkisráðu- neytis fari síður en svo saman í þessu máli. Er talið að málinu muni ljúka með milliríkjasamningi sem gerir íslandi kleift að halda áfram vísindaveiðum, en jafnframt verði vísindaáætlun Islands breytt þannig að bandaríski viðskiptaráð- herrann geti með góðri samvisku sneitt hjátíttnefndri staðfestingu. Þótt lausn fáist í þessari milliríkjadeilu er ekki þarmeð sagt að þrýstihópamir láti við kyrrt sitja. Talsmenn mannúðarsamtaka Bandaríkjanna og Grænfriðunga hafa reyndar sagt í samtölum við fréttaritara Morgunblaðsins, að samþykktir Alþjóða hvalveiðiráðs- ins útiloki ekki algjörlega hvalveið- ar. En núna bíða þeir átekta og hafa lýst því yfír, að ef þeim líki ekki niðurstaða málsins muni þeir aftur leita réttar síns — eða hval- anna — fyrir dómstólum. Frá sjónarhóli bandaríska við- skiptaráðuneytisins bijóta veiðar á þeim 80 langreyðum sem eru komnar á land í bága við sam- þykktir Alþjóða hvalveiðiráðsins. Ef ekki tekst samkomulag milli íslands og Bandaríkjanna má bú- ast við staðfestingu Baldrige ráðherra og þá er það undir Reag- an forseta komið hvort gripið verður til innflutningsbanns. Hval- veiðar Norðmanna voru staðfestar við forsetann síðastliðið sumar og hefur sú staðfesting ekki verið afturkölluð. Reagan ákvað að grípa ekki til neinna aðgerða og að sögn hefur norskur fískur aldr- ei selst betur í Bandaríkjunum. Framvindan Bandarískir fjölmiðlar hafa sýnt hvalveiðimálum mjög takmarkað- an áhuga og gæti það meðal annars skoðast sem vísbending um lítinn áhrifamátt hvalafriðunar- hópanna. En jafnframt hafa bandarísk stjómvöld horft upp á umfangsmikla umræðu í íslensk- um fjölmiðlum og ekki talið hana sér í hag. VSsa þeir, sem tóku þátt í viðræðunum fyrir hönd Banda- ríkjanna, í fréttatilkynninguna sem báðir aðilar gáfu út í lok við- ræðnanna í Washington og þver- taka fyrir að ræða málið að öðru leyti. Viðræðurnar S Washington voru „hreinskilnar og málefnalegar" og bendir ýmislegt til þess að báðir aðilar séu reiðubúnir til málamiðl- unar. Lausnin verður hugsanlega milliríkjasamningur, en samkomu- lagið byggist eflaust á þeirri lausn sem vísindamönnum beggja tekst að fínna. Bandarískir vísindamenn hafa löngum reynt að haga rann- sóknaraðferðum sínum í samræmi við bandarísk lög um vemd sjávar- spendýra, en samkvæmt þeim má ekki drepa sjávarspendýr í vísinda- skyni án þess að ítarlegur rök- stuðningur styðji nauðsyn á slíku. Það á eftir að koma í ljós hvort og hversu mikið vísindaáætlun ís- lands verður sveigð að þeirri stefnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.