Morgunblaðið - 24.07.1987, Page 31

Morgunblaðið - 24.07.1987, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987 31 Minning: * Guðmundur Oli * Olason, prentari Margar ljúfsárar hugsanir fljúga um hugann nú í dag þejgar vinur okkar, Guðmundur Oli Olason, er kvaddur hinstu kveðju, langt um aldur fram. Vinskapur okkar við þau hjónin Óla og Siggu hófst í ferð Karlakórs Reykjavíkur haustið 1973 og hefur haidist síðan, jafnt innan félags- skapar kórsins sem utan. Það var ekki erfítt aö bindast Óla vináttu- böndum því þar fór óvenju skemmtilegur og greindur maður, sem laðaði fólk að sér. Músík var Óla í blóð borin og ef píanó eða harmonikka var í grennd mátti ganga að honum þar vísum. Hann kunni svo sannarlega að skemmta sér vel í góðum hópi, en þó má segja að hann hafí lagt meiri áherslu á að skemmta öðrum og var alltaf tilbúinn að spila og syngja þegar tilefni gafst. Ekki stóð heldur á því þegar við báðum Óla að hafa nikkuna með sér í afmæli eða við önnur tæki- færi á okkar heimili. Er víst að margir minnast hans þannig, með nikkuna í fangi og kímnisglampa í augum, syngjandi sinni hljómfögru bassaröddu. En á þessari stundu er efst í huga okkar söknuður yfír missi góðs drengs og þakklæti fyrir að hafa notið vináttu hans í gleði og sorg í þessi ár. Við vottum Siggu, dætrunum tveimur og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúð. Minning lifír um góðan dreng. Edda og Lárus Vinur minn og fyrrum samstarfs- félagi, Guðmundur Óli Ólafsson, er látinn, langt um aldur fram. Hann hafði átt við langvarandi vanheilsu að stríða. Ég sem þessar línur rita átti því láni að fagna að starfa með honum við tónlist í mörg ár og kynntist honum því mjög vel. Langar mig nú að minnast vinar míns með ör- fáum orðum. Kynni okkar hófust um mitt ár 1963 er við Óli, en svo var hann ávallt nefndur af vinum og kunn- ingjum, spiluðum saman í fyrsta skipti á sjómannadaginn 3. júní 1963. Þess dags minntumst við oft eft- ir það. Þriðji aðilinn í hópnum var Gunnar Gunarsson hjá búnaðar- deild SÍS. Þannig varð tríóið „Kátir félagar" til, og átti Óli heiðurinn af nafni tríósins og einn mestan þátt í því lífi og fjöri sem myndað- ist innan þessa fámenna hóps. Óli hafði ákaflega djúpa og fallega söngrödd sem naut sín vel í dans- músíkinni og síðar í Karlakór Reykjavíkur um margra ára skeið. Hann naut mikillar hylli fyrir rödd sína og líflega framkomu, en ekki hvað síst fyrir hinn glaðbeitta „húmor“ sem fylgdi honum alla tíð. Óli spilaði listavel á harmonikku og gat samstillt söng og leik á undra- verðan hátt. Eftir að Gunnar hætti með „Kát- um félögum" 1969 tók Hjörtur Guðbjartsson við og var tríóið þann- ig skipað þar til Óli hætti að spila og syngja með því síðla vetrar 1975, vegna heilsubrests. Er við Óli hittumst í síðasta sinn, rúmri viku fyrir andlát hans, riíj'uð- um við upp gamlar minningar eins og svo oft áður og brugðum á glens, áður en við kvöddumst. Við hjónin munum sakna þess að eiga ekki lengur von á honum í heimsókn á heimili okkar, þeim heimsóknum fylgdi ævinlega fjör og hlátur. Ég veit að ég mæli fyrir munn félaga minna sem spiluðu með „Kátum félögum" sem áður er get- ið, að við munum minnast góðs félaga og vinar með söknuði. Við Sigrún sendum eftirlifandi eiginkonu hans, Sigríði Snorradótt- ur, og dætrunum tveimur, Brynju og Dröfn, svo og öllum ástvinum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Jóhannes B. Sveinbjörnsson Fáa menn hef ég hitt jafn oft hin síðari ár og Guðmund Ola Óla- son. Mér er til efs að hann hafí nokkum tíma átt leið um miðbæinn án þess að líta inn á skrifstofu stétt- arfélags síns. Þó Guðmundur Óli stoppaði ekki lengi í hvert sinn bar hann ævinlega með sér hlýju, sem yljaði og yljar enn. Hann hafði lag á að gleðja okkur félaga sína en það er orða sannast að við vissum sjaldnast hvað honum leið. Hann var gefandi, ekki þiggjandi. Við minnumst nú og söknum stéttvíss og góðs félaga. Söngur hans ómar nú innra með okkur og mun svo verða áfram. Með félagskveðjum. Magnús Einar Sigurðsson Ég kynntist honum fyrst í Karla- kór Reylqavíkur árið 1971, þegar hann varð félagi eftir venjulegt inn- tökupróf, sem veittist honum auðvelt, enda maðurinn sérlega tón- viss og hafði jafnframt fagra, flauelsmjúka bassarödd. Þó eru mér minnisstæðari augun, sem voru tindrandi, glettin og gáfu- leg. Til viðbótar setti hátt og breitt ennið, ásamt yfírvarar- og höku- skeggi, frítt svipmót á andlit hans. Fljótlega kom í ljós, að Óli var greindari en gengur og gerist, og okkur félögum hans kom það skemmtilega á óvart hve frásagnar- máti hans var hnitmiðaður og gamansamur. Að auki var hann lið- tækur hljóðfæraleikari; lék af fíngrum fram á harmoniku og píanó og nutum við félagamir oft þessara hæfíleika hans. Hann hafði dýpsta og fegursta bassa, sem ég hefí nokkru sinni heyrt. Ég gerði mér það að leik að láta Óla „elta“ djúpa tóna píanósins niður á G fyrir neðan Kontra-C, sem segja má að sé frekar óvenjulegt í heiminum. Þetta gerði Óli með bros á vör og tónninn var ekkert murr, heldur myndarlegur. Stjómandinn okkar, Páll Pampic- hler, hafði eitt sinn orð á því, er hann hélt að Óli væri hættur í kóm- um, að við mættum ekki missa hann vegna þess, hve svartan blæ hann setti á bassann. Fyrir mín orð hélt Óli áfram að dekkja hann og ég held líka, að vera hans í kómum hafí haft góð áhrif á hann, einkum vegna sjúkdóms er hann bar og hafði þjáð hann lengi. I sambandi við þá erfíðleika hans tengdumst við Óli og félagamir sterkari böndum og við reyndum allir að létta honum byrðina. Það var líka gott að umgangast hann, enda maðurinn prúðmenni og sóma- maður í hvívetna og hrókur alls fagnaðar. En þessi góði vinur okkar varð aðeins rösklega 46 ára gamall. Hann fæddist á ísafirði 1941, sonur Málfríðar Guðmundsdóttur og Óla Kjartanssonar. Sveinspróf í prentiðn tók hann 1961 eftir nám í ísafoldarprent- smiðju; vann um tíma í Svíþjóð; þá aftur í ísafold og síðar í Blaða- prenti og hjá Tímanum. Hann þótti góður verkmaður. Árið 1967 giftist hann Sigríði Snorradóttur og eignuðust þau tvö böm. Þau slitu samvistir um tíma, en tóku saman aftur. Sár harmur er kveðinn að ástvinum hans og við félagamir í Karlakór Reykjavíkur sendum þeim okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Ragnar Ingólfsson Látinn er í Reykjavík, Guðmund- ur Óli Ólason prentari, lengi vel prentari hjá ísafoldarprentsmiðju, síðan um langa hríð prentari við Blaðaprent og nú síðast við Tímann. Guðmundur fæddist 1. febrúar 1941 á ísafírði og vom foreldrar hans Óli Kjartansson, ættaður frá Isafírði, og Málfríður Guðlaug Guð- mundsdóttir. Guðmundur, sem ég þekkti vel, var lærður í sinni iðn hjá ísafold. Hann hafði lengi verið félagi í Karlakór Reykjavíkur, og fór meðal annars í söngför með kómum til Kína. Guðmundur sagði mér frá þessu Kínaævintýri hálf- gert með kökkinn í hálsinum. Með Guðmundi Óla er genginn frábær söngvari, sem lifði tímana tvenna. Hann eignaðist glæsilega konu, Sigríði Snorradóttur, og tvær dæt- ur, Brynju og Dröfn. Fyrir utan sönginn var Guðmundur Öli einnig í hljómsveitum og var það aðallega til að drýgja tekjur heimilisins, sem eflaust hefur ekki veitt af, þegar fólk er að eignast sitt eigið heimili. Söngur Guðmundar er til á plöt- um með Karlakór Reykjavíkur, en ekki veit ég til að hann sé til einn á plötu, þó eflaust hefði það getað verið með í dæminu. Ég þakka Guðmundi Óla góð kynni, og sólina sem hann bar með sér í bæinn. Fjölmargir kunningjar Guðmundar þakka honum eflaust fyrir sam- fylgdina, og hefðu viljað að hann hefði mátt vera lengur meðal okk- ar. Við sendum bestu kveðjur upp í Árbæ, og vitum að öll él styttir upp um síðir. Listamaður er geng- inn. Hafi hann heila þökk fyrir allt og allt. Steinar Benediktsson t Eiginkona mín, HELGA STEINVÖR HELGADÓTTIR, Brekkustíg 14, andaðist á heimili sínu þann 21. júlí. Erlingur Guðmundur Axelsson. t Elskuleg dóttir okkar og systir, SVAVA KRISTJANA RAGNARSDÓTTIR, Krummahólum 2, andaðist í Landspitalanum 21. júlí 1987. Kristm Halldórsdóttir, Ragnar Lövdal, Gunnar Björgvin Ragnarsson. t Systir okkar, SVAVA TRYGGVADÓTTIR, Furugerði 9, áður Lokastíg 6, andaðist í Landspítalanum miðvikudaginn 22. júlí. Fyrir hönd systkina, , Gunnar Tryggvason. t Dóttir okkar og systir, VALA VIGDÍS SIGURÐARDÓTTIR, Arnartanga 11, Mosfellssveit, verður jarðsungin frá Lágafeilskirkju laugardaginn 25. júlí kl. 11.00. Óla Helga Sigfinnsdóttir, Sigurður Fannar Guðnason og systkini. t Systir okkar, GEIRÞRÚÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Reynimel 76, lést í Borgarspítalanum 15. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og hjúkrunarfólki deildar 6A Borgarspítalans fyrir alúðlega hjúkrun og aðhlynningu. Fyrir hönd vandamanna, Steinunn Guðjónsdóttir, Dagbjört Guöjónsdóttir. t Alúðarþakkir fyrir vinsemd og hlýhug við andlát og útför móður minnar, fósturmóður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR EIRÍKSDÓTTUR, Flateyri. Guðfinna Hinriksdóttir, Greipur Guðbjartsson, Haraldur Jónsson, Gróa Björnsdóttir, Benjamin Oddsson, Guðrún Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÍSLEIKS JÓNSSONAR, Vestmannabraut 59, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til Einars Vals Bjarnasonar og starfsfólks sjúkra- húss Vestmannaeyja. Elínborg Pétursdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för sonar okkar og bróður, SIGURÐAR ÞÓRS ÁSBJÖRNSSONAR. Ásbjörn Skarphéðinsson, Fjóla Guðbrandsdóttir, María Björk Ásbjarnardóttir, Skarphéðinn Ásbjörnsson, Guðbrandur Ægir Ásbjömsson. t Þökkum vinarhug, samúð og hjálpsemi við andlát og útför SIGURBJÖRNS INGVARSSONAR, Espigerði 6, Reykjavík. Katrfn Sigurbjörnsdóttir, Ellert Sigurbjörnsson, Ingvar Sigurbjörrisson. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður og tengdaföður, EIRÍKS Á. GUÐNASONAR Strembugötu 14, Vestmannaeyjum, Fyrir hönd annarra vandamanna, Gunnhildur Bjarnadóttir, Anna Guðný Eirfksdóttir, Egill Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.