Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 17
V86I UUL .08 HU0AO(JTMMU .aiOAjaHUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JUU 1987 „Hvað er á seyði?“ Eldhúsið fram á vora daga List og Könnun Bragi Ásgeirsson Listrýnirinn átti leið í Listasafn Islands á dögunum og var til- gangurinn að líta á síðustu upphengingu safnsins í hjáleig- unni, þ.e. Þjóðminjasafninu. Það eru söguleg tímamót í vændum, sem allir unnendur myndlistar bíða í ofvæni, en dap- urlegt er til þess að vita, að fyrsti forstöðumaður safnsins, Selma Jónsdóttir, sem leitt hefur það frá upphafi á þessum stað og í meira en þrjá áratugi, skyldi ekki lifa þann óskadraum sinn, flutning í eigin húsnæði. I leiðinni rakst ég inn á for- vitnilega sýningu í Bogasal, sem ég hafði ekki komið við að skoða fyrr, en hún lýsir þróun íslenzka eldhússins frá árdögum íslands- byggðar og fram á vora daga. Sýningin hefur hlotið nafnið „Hvað er á seyði“, og mun hér skírskotað til þess, að margt hef- ur verið brallað og mikið skrafað og skeggrætt í kringum eldana í aldanna rás. Þetta er merkileg sýning og er kannski merkilegast, að ekki skuli fyrr hafa verið hugað að þessum þætti íslenzkrar menn- ingarsögu á þennan veg, né meiri rækt verið lögð við hann, þótt vitaskuld muni vera til ýmsar skráðar heimildir um einstaka þætti og þróun. Mér rann blóðið til skyldunnar, er ég skoðaði þessa sýningu, og vil vekja athygli á framkvæmd- inni, svo lofsverð sem hún nú er. Fram kemur, að flest, sem tengist íslenzka eldhúsinu, er inn- flutt og þeim mun meira sem nær dregur tímanum. Veit ég ekki til þess að það hafi verið rannsakað til hlítar, hver sérkenni íslenzka eldhússins eða eldaskálans voru um aldir og á ég þá við í hönnun- arlegu tilliti. Fram kemur, að skiljanlega var ekki um íslenzk sérkenni að ræða, hvað innflutta hluti til eldhússins snertir, og gerð eldaskálanna og langeldanna var að erlendri fyrir- mynd, þótt vafalítið hafi aðstæður á hverjum stað haft sitt að segja, svo sem fram kemur að nokkru. Minjar eru fáar um þennan þátt híbýlaháttar í íslenzkri sögu til forna, en hér má rannsaka hliðstæður í söfnum erlendis og tengja saman — fylla í gloppur — þannig að sannverðug mynd fá- ist. Til eru miklu fleiri heimildir í fornminja- og þjóðháttasöfnum ytra, enda er hér um gríðarmikinn þátt þróunarsögunnar að ræða. En það sem sló mig einna helst á sýningunni var að hún sannar áþreifanlega hve mjög íslending- ar hafa verið háðir útlendri gerð flestra gripa í eldhús sín — ofur skiljanlega að vísu, en um leið áréttar hún hina miklu þörf, sem fyrir er á innlendri hönnun á brúkshlutum. Og enn meiri þörf á iðnhönnun. Sýningin ætti þann- ig að rumska óþægilega við öllum sem áhuga hafa á íslenzkri þjóð- menningu. Svo sem Hallgerður Gísladóttir segir í fróðlegum aðfararorðum sýningarskrár, þá reynist ótrú- lega fátt til af brúkshlutum úr eldhúsi í Þjóðminjasafninu og þurfti að gangast fyrir söfnun muna og fá hl'uti til láns víða að. Það virðist nefnilega erfítt að koma höndum yfir ýmsa hluti, sem menn hafa verið að losa úr híbýlum sínum á haugana alveg til þessa, svo sem þar segir. Aug- lýst er eftir ljósmyndum af eldhúsinu og matargerð frá fyrri hluta aldarinnar og skal því kom- ið á framfæri hér. Sýningin er hin áhugaverðasta og er merkilegt, hve vel hið litla rými Bogasalarins nýtist hér og kemur enn einu sinni fram sér- staða þessa rýmis sem sýningar- húsnæðis, sem er einstakt. Fyrir mann á mínum aldri er ótrúlega margt sem kemur upp í hugann við skoðun munanna, því að svo örar hafa breytingarnar orðið. Sumir munirnir, svo sem prímusar og olíuvélar og þá eink- um blá „tvíkveikja" með gulllituð- um olíugeymi, leiddu huga minn að fyrstu vegavinnuárum mínum upp úr 1943 — en þær voru þar í fullu gildi og mikið þing við upphitun tjalda, ekki síst uppi á miðri Þorskafjarðarheiði sumarið 1946, er menn komu blautir og kaldir heim á kvöldin — og það skeði oft. Þessu er skotið inn vegna þess, að i skrá er sagt, að þær hafi mikið verið notaðar á árunum milli stríða — en þær voru í fullu gildi til sveita svo og í vegavinnu miklu lengur. Vilji menn auka aðsókn og áhuga almennings á Þjóðminja- safninu er vel til fallið að gefa slíkum þáttum mannlegra at- hafna meira rými í sölum safnsins — ávinningurinn er sá að fólk skoðar þá hitt um leið og dregur heilbrigðan lærdóm af. Og þar sem ég minntist á vegavinnu og mér er ljóst, að við lifum á skrítnum tímum, er gamla eld- húsið og hlóðirnar fjarlægjast stöðugt, þótt maginn sé jafn nærri og áður, vil ég ljúka þessu skrifi með vísu Guðrúnar Halld- órsdóttur, sem á hér vel við: „Himinsins fádæma fegurð ég tilsýndar eygi/ fjólurauð/ fjöllin mig eggja að fagna komandi degi/ fjarri nauð./ Fyrir húsmóðurskyldunni hné mín í auðmýkt ég beygi.“ Það er nefnilega tvennt, að sjaldan mat maður betur góðan viðurgjörning en langt að kominn í vegavinnu forðum, og svo eru störf húsmóðurinnar vanmetin í dag. Og saga eldhússins er órofa tengt húsmóðurskyldunni. ísafjörður; Ráðstefna um rækjur ísafirði. DAGANA 20.—22. ágúst verður haldin ráðstefna um rækju á ísafirði. Það eru Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins og Félag rækju- og hörpudisksframleið- enda sem að ráðstefnunni standa. Tilgangur ráðstefnunnar er þríþættur. 1. Að taka út stöðu iðnaðarins eins og hann er nú. 2. Að freista þess að gera grein fyrir möguleikum iðnaðarins og takmörkunum í framtíðinni. 3. Að gefa mönnum, er málið varðar, tækifæri til að hittast og ræðast við. Fjallað verður um öll helstu efni sem varða rækju og rækjuvinnslu, svo sem öflun hráefnis, vinnslu, gæðaeftirlit og markaðsmál. Astæða er til að vekja athygli manna á þeirri staðreynd að rækja er orðin næst verðmætasta sjávar- skepna á Islandsmiðum. Stóraukin sókn á úthafsmiðin hefur skilað sér í margföldun aflans á síðustu árum. Ýmsar blikur eru þó á lofti. Er ver- ið að ofveiða úr rækjustofninum? Eru verðbreytingar framundan í markaðslöndum okkar? Eru rækju- verksmiðjurnar orðnar of margar? Þessum spurningum og mörgum fleiri verður eflaust reynt að svara á ráðstefnunni á ísafirði í ágúst. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt eru beðnir að hafa samband við Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins á ísafirði. (Fróttatilkynning) V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamióill! fKftinptftfirifefeifr steinsnar með Flugleiðum Vissirðu að Flugleiðir fljúga allt að þrisvar í viku til Færeyja? Þessar sérstæðu eyjar er einkar forvitnilegt að sækja heim, til að kynnast grönnum okkar, menningu þeirra og gestrisni, svo og náttúru landsins. S Þér býðst flugið: REYKJAVIK-FÆREYJAR-REYKJAVIK PEX kr. 11.530 Þú átt einnig möguleika á hringflugi, með viðkomu á nokkrum stöðum: REYKJAVÍK-FÆREYJAR-GLASGOW-REYKJAVÍK (eða öfugt) Kr. 18240. REYKJAVÍK-FÆREYJAR-BERGEN-REYKJAVÍK (eða öfugt) Kr. 19.360. REYKJAVÍK-GLASGOW-FÆREYJAR-BERGEN-REYKJAVÍK (eða öfugt) Kr. 25.730. I FLUGLEIDIR ---------fyrlr þlg_ Miðað er við háannatíma, júní júlí, ágúst. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. m FLUGLEIÐIR B6 Æ Taktu þig til, Færeyjar eru skammt undan. Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Álfabakka 10. Upplýsingasími 25100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.