Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLf 1987 Hvítasunnu- menn með mót í Kirkjulækjarkoti Hvítasunnuhreyfingin heldur um verslunarmannahelgina sitt 35. sumarmót í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Mótið hefst í dag klukkan 20.00 og lýkur á mánudaginn 3. ágúst. Innlendir og erlendir ræðumenn taka þátt í mótinu, svo og margir söngkraftar hvaðanæva af landinu. Hægt er að tjalda og kaupa fæði á mótsstað, en samkomumar fara fram í stóru tjaldi sem reist verður þar. Mótið er öllum opið sem áhuga hafa á kristilegum boðskap í tali og tónum. (Fréttatilkynning) Fernt flutt á sjúkra- hús eftir árekstur Morgunblaðið/Snorri Snorrason Frá Akureyri Skemmtiferðaskip í Akureyrarhöfn hafa aldrei verið fleiri en í sumar og ekki sér enn fyrir endann á komum þeirra hingað. í gær var Maxim Gorky í höfninni, en alls eru væntanleg 15 skip hingað í sumar. Þessa mynd tók Snorri Snorrason af kirkjutröppunum og niður Kaupangsstrætið þar sem sést í eitt skemmtiferðaskipanna sem heimsótt hafa Akureyri í sumar. Bréf frá íbúum miðbæjarins til bæjaryfirvalda: Farið fram á lokun Ráð- hústorgsins um helgar ÍBÚAR við Skipagötu, Ráðhústorg, Brekkugötu, Geislagötu og Strandgötu hafa sent bæjaryfirvöldum bréf þar sem farið er fram á lokun hringsins við Ráðhústorg og aukinnar löggæslu á svæðinu um helgar. Einnig er farið fram á að Skipagata verði einstefnuakst- ursgata á sama tíma. HARÐUR árekstur var á Sval- barðsströnd við bæinn Garðsvík um klukkan 19.20 í gærkveldi er tveir bílar rákust saman með þeim afleiðingum að fjórar manneskjur voru fluttar í sjúkra- hús. Bílamir voru báðir taldir gjörónýtir. Þá var slökkviliðið kallað út um kvöldmatarleytið til að slökkva eld í Volkswagen-rúgbrauð bifrejð í eigu Garðræktar Akureyrar. Áður hafði verið reynt að slökkva eldinn með handslökkvitækjum en án árangurs. Skamma stund tók að slökkva eldinn eftir að slökkviliðið kom á vettvang, en bíllinn skemmdist samt nokkuð vegna brunans en er þó ekki ónýtur. Húsavík: Birgir sigraði í rally cross BIRGIR Viðar Halldórsson sigr- aði í rally kross keppni sem haldin var á Húsavík um helgina. Með sigrinum tryggði hann sér íslandsmeistaratitilinn í rally cross. Birgir keppti á óbreyttum Mazda 323 Turbo 4X4. Ámi Sigmundsson varð annar í keppninni. Alls skrifa 37 íbúar á svæðinu undir bréfið þar sem farið er fram á rétt til sama nætursvefns og aðr- ir íbúar Akureyrar hafa, en bréfrit- arar segja að í talsvert langan tíma hafi íbúar í nærliggjandi götum við Ráðhústorgið ekki fengið nægan svefnfrið vegna mikillar umferðar um helgar og hávaða vegna leikara- skapar á vélhjólum. Bæjarráð fjallaði um málið á fundi sínum í fyrrakvöld og var þar ákveðið að vísa málinu til umfjöllun- ar skipulagsnefndar. „Okkur virtist bréfið fyrst og fremst vera krafa um aukna löggæslu á svæðinu. Hins vegar var farið fram á ákveðn- ar breytingar við Ráðhústorgið um helgar og veltu bæjarráðsmenn fyr- ir sér ákveðnum leiðum til úrbóta, eins og að tengja torgið göngugöt- unni, en engin ákvörðun var tekin þar að lútandi," sagði Valgarð Bald- vinsson, bæjarritari. „Það er rétt að margoft hefur verið kvartað til lögreglunnar vegna hávaða á þessu svæði á nóttunni, en það verður náttúrlega að taka með í reikninginn að þetta er mið- bærinn þar sem alltaf verður hávaði af mikilli umferð," sagði Ólafur Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn, þegar hann var að því spurður hvaða afskipti lögreglan hefði þurft að hafa vegna kvartana um hávaða á þessu svæði. „Á þessu svæði fer mikill hluti okkar löggæslu fram en það getur verið erfitt að segja fleiri hundruð manns að þegja. Allt í kringum þetta svæði eru skemmtistaðimir, Sjallinn, H-100 og Hótel KEA, og það er eins og allir þurfi að leggja leið sína að torginu þegar skemmt- uninni lýkur, og erfitt fyrir okkur að ætla að beina umferð eitthvert annað. Ég geri mér vel grein fyrir þeim vanda sem íbúamir þama etja við og er hlynntur þeim hugmyndum sem koma fram í bréfinu um að Ráðhústorgið verði lokað á nóttunni um helgar og að einstefnuakstur verði við Skipagötu. Það er ekki okkar að breyta skipulaginu; bæjar- yfirvöld verða að taka ákvörðun um hvemig eigi að breyta því. í núgild- andi miðbæjarskipulagi er gert ráð fyrir að umferð kringum torgið leggist niður og svæðið verði hellu- lagt. Hins vegar hef ég séð auglýst eftir nýjum hugmyndum um skipu- lag þessa svæðis þannig að ekki er að vita nema það eigi eftir að breytast. Það er hins vegar brýnt að finna lausn á þessu máli sem fyrst," sagði Ólafur Ásgeirsson. Bréf íbúanna var sent bæjar- stjóra, lögreglustjóra, heilbrigðis- fulltrúa, skipulagsnefnd og yfírlögregluþjóni. Tónleikar á Ólafs- firði og Akureyri TÓNLEIKAR á vegum Félags islenskra tónlistarmanna verða haldnir á Ólafsfirði á laugardag og á Akureyri á þriðjudag. Flytj- endur eru þau Inga Rós Ingólfs- dóttir og hjónin Hrefna Eggertsdóttir og Kjartan Óskarsson. „Við þijú höfum spilað talsvert mikið saman og okkur hefur dreymt lengi að koma hingað í Eyjafjörð til tónleikahalds," sagði Inga Rós Ingólfsdóttir, sellóleikari, í stuttu spjalli um fyrirhugað tónleikahald hér. Inga sagði að þau hefðu verið samtímis við nám í Tónlistarskóla Reykjavíkur og lokið þaðan einleik- araprófi 1976, en þá hefðu leiðir skilið. „Þau fóru til Vínarborgar í framhaldsnám, þar sem þau voru í fimm ár, en ég hélt ásamt manni mínum, Herði Áskelssyni, til Diiss- eldorf í Þýskalandi. Siðan við komum heim höfum við spilað mik- ið saman og þar sem Hrefna á ættir að rekja til Ólafsfjarðar hafði hana lengi langað til að leika þar,“ sagði Inga Rós Ingólfsdóttir. Fyrri tónleikar þeirra, sem eru styrktir af Félagi íslenskra tónlist- armanna, verða á laugardag í Tjamarborg á Ólafsfirði og hefjast þeir klukkan 17, en þeir seinni verða hér í sal Tónlistarskólans á Akur- eyri í Hafnarstræti. Á efnisskránni era verk eftir Claude Debussy, Gabriel Faure og Johannes Brahms. Hrefna Eggertsdóttir, píanóleikari, Inga Rós Ingólfsdóttir, sellóleik- ari, og Kjartan Óskarsson, klarinettleikari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.