Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987 rokk§íðan Umsjón: Árni Matthíasson HVITUR BLÚS Hljómsveitin Centaur gaf út í síðustu viku fyrstu íslensku blús- plötuna, plötuna Blús jamm. Til að kynna plötuna hélt sveitin blústónleika á Hótel Borg og fór þar á kostum fyrir á þriðja hundrað áheyrenda. Umsjónar- maður Rokksíðunnar náði tali af sveitarmeðlimum skömmu áður en tónleikamir áttu að hefjast. Geta hvítir menn spilað blús? Já, án tillits til litarháttar þá geta allir spilað blús ef þeir hafa tilfínningu fyrir því sem þeir eru að gera. Og hafa gaman af því. Og þið hafið gaman af því? Nei, alls ekki ... Jú, annars værum við ekki að þessu. Nú byrjuðuð þið í þungu rokki. Eruð þið alveg hættir við það? Já, við hættum í þungarokkinu fyrir svona tveimur árum. 0g við Molar og Blettir Sykurmolamir hafa ekki sést í sumar síðan þeir héldu magnaða tónleika i Hlaðvarp- anum í sumarbyrjun. Nú eru þeir komnir á skrið á ný og haida í kvöld sína aðra tónleika á þessu sumri. Sog- blettir gefa tóninn, en síðan taia Molamir við og kynna þá vænt- anlega lög af tilvonandi plötu sinni. Tónleikamir verða á Hótel Borg og hefjast kl. 22.00. viljum líka endanlega losna við þann stimpil. En þetta loðir alltaf við okkur. Siggi ætti kannski að láta klippa sig. Kannski breyta nafninu á hljómsveitinni? Við reyndum mikið að breyta til, það voru komin nöfn eins og Salan kipp. Við vonuðum að salan tæki kipp og Kriss priss og hott-totts! Það tekur tíma að breyta ímynd- inni, við vitum það, en við viljum samt halda nafninu. Þetta var orðið svo fast nafn, þó við værum ekkert þekktir þannig. Varðandi nafnið, þá er svolítill ruglingur á því hvort það sé borið fram Centaur eða Kentár. Svo ákváðum við það um daginn að festa það bara eftir íslenskum framburði, Kentár. Ætlið þið þá að skrifa það með K-i? Nei, það verður bara gullaldar latínuframburðurinn. Það myndi enginn kannast við okkur með k-i. Rafgeymar? Það kom fram tillaga um að breyta þessu í Sítthár. Þeir sem koma hér í kvöld koma til að hlusta á ykkur sem blúsara en ekki sem þungarokks- sveit. Já, það er alveg á hreinu. Ef við spiluðum þungarokk myndi enginn koma. Við spiluðum á pöbbum í eitt, uppundir tvö ár, og það hjálp- aði okkur gífurlega, bæði hvað varðar æfíngu og að kynna okkur. Eruð þið ánægðir með plöt- una? Já, nokkum veginn, þetta er það Ljósmynd/BS sem við vorum að sækjast eftir, að ná góðum heildarsvip. Það kom okkur samt nokkuð á óvart hve vel það hefði tekist þegar við fórum að hlusta á plötuna eftir á. Svona miðað við hvað þetta var tilviljunum háð í hljóðverinu. Finnst ykkur þið finna aukinn hljómgrunn fyrir blúsnum núna? Já, sjáðu mætinguna í kvöld. Eitthvað um blúsinn að lokum? Það er ekki hægt að læra blús, allur blús er þríhljómar að vísu en það er tilfinningin sem maður legg- ur í lagið sem gerir lagið blús. Er þessi heild ekki komin til vegna þess hve platan er gróft gerð? Bara talið inn og tekið upp? Jú, og það átti ekki við þetta efni að pússa það mikið til. Ljósmjmd/BS Ljósmynd/BS Rykkrokk Á vegum Fellahellis og Bylgj- unnar verður haldin mikil rokkhátíð um miðjan ágúst. Á rokkhátíðinni koma fram að minnsta kosti níu hljómsveitir, en alltaf geta fleiri bæst við. Þegar hefur verið ákveðið að eftirtaldar hljómsveitir komi fram: Stuð- kompaníið, Rauðir fletir, Bleiku bastamir, S/H draumur, Muzzolini, Lítið grænt og uppblásið, Tígul- tvistur, Bláa bílskúrsbandið og Prima. Tónleikamir verða í portinu á Fellaskóla og standa frá kl. 17.00 til 23.00. Bylgjan verður á staðnum og útvarpar einhveiju af tónleikun- um sem Sjón mun sjá um að kynna. Bjartsýnin ómissandi í íslensku poppi ÁSGEIR heitir maður Sæ- mundsson og hefur getið sér gott orð í íslensku poppi um nokkurt skeið — almennt þekkt- ur sem Geiri Sæm. Fyrst kom hann fram sem gitarleikari hljómsveitarinnar Exodus, sem gat sér frægð i Stundinni okkar endur fyrir löngu. Ásgeir var einn meðlima Pax Vobis, en þar söng hann og lék á hljómborð. Pax Vobis hvarf út í ljósvakann og lítið hefur heyrst til meðlima hennar síðan. Þegar Rokksiðan fregnaði að Geiri væri hugsa sér til hreyfings tók útsendari hennar hús á kappanum og spurðist fregna. Hvað ertu að aðhafast þessa dagana? „Ég hef verið að vinna að plötu undanfarið ár — með hléum að vísu — en nú sér fyrir endann á því starfí. Þessa dagana er ég að ljúka upptökum og það þarf nátt- úrulega ekki að orðlengja það að hér um hreint æðislegan grip að ræða.“ Hvað svo? „Ég hef fjármagnað þetta allt sjálfur, en ég geri ráð fyrir því að ég þurfí einhvem í lið með mér til þess að ljúka þessu, enda um dýrt fyrirtæki að ræða. Það sem hefur rekið mann áfram er bjartsýnin. Hún er ómissandi í íslensku poppi." Hvað með spilamennsku? „Ég er búinn að stofna band, sem við köllum Hunangstunglið og það er æft af kappi þessa dag- ana. Ásamt mér eru þeir Kristján Edelstein, Þorsteinn Gunnarsson og Kristinn Þórisson í því. Krist- ján höndlar gítarinn, Þorsteinn var trumbuleikari Pax Vobis, en Kristinn kannast menn eflaust við úr Sonus Futurae, þar sem hann iék á gitar og söng, en nú spiiar hann á sérkennilegt hljóðæri, sem kallast „ The Stick“. Það er eríitt að lýsa því; það er einskonar sam- biand af gítar og bassa og er engu öðru líkt. Við upptökurnar komu fleiri við sögu og má nefna þá Þorvald Þorvaldsson, Skúla Sverrisson og Tómas Tómasson. Svo má ekki gleyma því að ég hef notið algjörlega ómetanlegrar aðstoðar þeirra Þorsteins Jóns- sonar (Pax Vobis) og Ásgeirs Jónssonar (Bara-flokkurinrí).“ Hvernig tónlist er þetta? „Þetta eru átta lög og miðað við það sem við gerðum í Paxnum er þetta líklega einfaldari og að- gengilegri lagasmíðar. f Pax Vobis helguðust vinnubrögð við lagasmíðar af samvinnu minni, Þorvalds og Skúla, en hér er um einkaframtakið að ræða, fyrir ut- an tvö lög, sem við Þorvaldur unnum saman.“ Nú söngstu á ensku hér áður „The Stick“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg fyrr. Stendur það? „Nei, textarnir eru allir á íslensku núna. Ég er orðinn þeirr- ar skoðunar að fslenskir textar séu bráðnauðsynlegir út frá hreinu markaðssjónarmiði. “ Seg mér að lokum: Á íslensk popptónlist möguleika? „Hvort hún á! Líttu bara á vin- sældalistana hjá útvarpsstöðvun- um og söluna í plötubúðum. Þar er íslenskt popp allsráðandi. Hins vegar held ég að íslenskir poppar- ar geti alveg sýnt meiri metnað, án þess að eiga á hættu að fóma framanum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.