Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987 Haiti: Hermenn skjóta mótmælendur Baldrige minnstí Washington Reuter Reagan Bandaríkjaforseti og Nancy, kona hans, ásamt George Bush, varaforseta.og eiginkonu hans, Barböru, við minningarathöfn sem haldin var í Washington vegna fráfalls Malcolms Baldrige, viðskipta- málaráðherra Bandaríkjanna. Baldrige lést af slysförum síðastliðinn laugardag. Port-au-Prince, Reuter. Hermenn skutu í gær þrjá mót- mælendur til bana er 4000 manns minntust stofnunar alræmdra lögreglusveita Duvaliers forseta fyrir þrjátíu árum með kröfu- göngu gegn núverandi bráð- birgðastjóm herforingja. Sjónarvottar sögðu hermennina hafa skotið á mannþröngina er hún nálgaðist byggingu sima- þjónustu ríkisins i miðri höfuð- borginni, Port-au-Prince. Tveir særðust að auki í skot- hríðinni. Einn forráðamanna göngunnar sagði að minnst sjö hefðu látist en útvarpsstöð nokkur taldi þá fímm. Sjónvarpsfréttaritari nokkur sagði að á öðrum stað í borginni hefðu hermenn hafið skothríð á hóp erlendra frétta- manna, þ.á.m. hann sjálfan. Eftir árásina á mótmælagönguna óku vörubílar, hlaðnir alvopnuðum hermönnum og lögreglumönnum, um götur höfuðborgarinnar og skothríð heyrðist sums staðar. Ráðumst á stöðvar Banda- ríkjamanna um allan heim - ráðist þeir á okkur, segja íranir Teheran og London, Reuter. ÍRANIR hyggjast svara sér- hverri árás Bandaríkjamanna með því að ráðast á stöðvar þeirra alls staðar í heiminum. Kom þetta fram í viðtali, sem japönsk fréttastofa átti í gær við íranska ráðherrann Mohsen Rafiq-Dust, en hann fer með mál byltingarvarðanna svo- nefndu í heimalandi sínu. Sovétríkin: Chemoby 1-forslj óri dæmdur í 10 ára þrælkunarvinnu Chernobyl, Sovétríkjunum, Reuter. FYRRUM forstjóri Chernobyl- kjarnorkuversins í Sovétríkjun- um var í gær dæmdur í 10 ára þrælkunarvinnu. Hrikaleg brot á öryggisreglum f verinu eru talin hafa valdið þar mesta kjarnorku- slysi sögunnar vorið 1986 og var forstjórinn gerður ábyrgur fyrir þeim. Fyrrverandi yfirverkfræðingur versins og staðgengill hans hlutu sömu refsingu og forstjórinn en þrír aðrir hlutu vægari dóma. Opin- ber tala látinna af völdum slyssins er 31. Sjónvarpað var frá dómsuppk- vaðningunni. Réttarhöldin hafa staðið yfir í þrjár vikur og hafa að mestu farið fram fyrir luktum dyr- um. Forstjórinn fyrrverandi, Viktor Bryukhanov, var einnig fundinn sekur um valdníðslu en það mun þó ekki lengja refsinguna. Talsmaður yfirvalda sagði frétta- mönnum að yfírheyrslum varðandi kjamorkuslysið væri enn ekki lokið. Nú yrði reynt að ganga úr skugga um hver bæri ábyrgð á tæknilegum mistökum við hönnun og byggingu kjamorkuversins, mistök varðandi læknishjálp og brottflutning fólks eftir sprenginguna og loks mistök í sambandi við öryggismál. Einn sakbominganna, verkfræð- ingurinn Fomin, varð fyrir geislun í slysinu og þurfti að dveljast á sjúkrahúsi þar til í aprfl á þessu ári. Varð þetta til að seinka réttar- höldunum. Ráðherrann tilgreindi hins veg- ar ekki þá staði, sem líklegast væri, að íranir réðust á, ef til þess kæmi. Brezka hermálaritið Jane’s De- fense Weekly skýrði svo frá í gær, að íranskir byltingarverðir hefðu stundað æfíngar á Hormuz- sundi til að fá þjálfun í þeirri hertækni, sem þeir hyggjast beita gegn Bandaríkjamönnum, ef til átaka kemur. Er því haldið fram, að þessar æfíngar hafi staðið yfír í 8 vikur. Þar hafí verið sviðsettar sjálfs- morðsárásir á hraðbátum smíðuð- um í Svíþjóð gegn írönskum skipum í hlutverki bandarískra olíuskipa og herskipa. Nú ráði Iranir yfír nýjum kínverskum eld- flaugum af svonefndri „silki- orms“-gerð en auk þess skammdrægum eldflaugum frá Sovétríkjunum og hafí þeir lagt áherzlu á því að öðlast þjálfun í meðferð þessara vopna. „Umgjörð og umfang þessara æfínga varpaði ljósi á skilning írana á átökum við stórveldi og stigmögnun þessara átaka,“segir ennfremur í Jane’s Defence Week- ly. Heldur blaðið því fram, að fískiskip frá Norður-Kóreu á veið- um á þessu svæði, láti írönum í té allar hugsanlegar upplýsingar um ferðir skipa og flugvéla í ná- grenninu. Aukíð gæða- eftirlit í sovéskum iðnaði Moskvu. Reuter. UMBÓTAMENN á sviði efna- hagsmála í Sovétríkjunum eru ánægðir með árangur af gæða- eftirliti, sem tekið var upp í ákveðnum iðngreinum þar í landi um siðustu áramót. Þeir telja, að vörugæði hafi aukist og segja, að áfram verði haldið á sömu braut. Nikolai Belov, einn af æðstu yfír- mönnum þjóðhagsstofnunar Sov- étríkjanna, sagði í gær, að á fyrri helmingi þessa árs hefðu verksmiðj- ur, sem sættu gæðaeftirliti, fengið um 10% af framleiðsluvörum sínum til baka, vegna þess að þær hefðu verið ófullnægjandi. Langstærstur hluti endursendu framleiðslunnar stóðst skoðun í annarri atrennu, en vörum að verð- mæti um 40 milljónir rúblna (um 2,4 milljarðar ísl. kr.) var hafnað algerlega, að því er Belov sagði á fundi með fréttamönnum. Hann sagði, að eftirlitið, sem nú er til staðar í 1500 iðnfyrirtækjum og tekur til um helmings sovéskrar framleiðslu, yrði tekið upp í land- búnaði og byggingariðnaði. Voru forfeður Breta mannætur? Lundúnum, frá Valdimar Unnari Valdimarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BRESKIR fornleifafræðingar hafa um nokkurt skeið unnið að uppgreftri i Chedar-hellum í Som- merset og hafa þar meðal annars fundist höfuðkúpur og bein þriggja fullorðinna einstaklinga og tveggja barna. Rannsóknir á þessum líkamsleifum þykja sýna, að viðkomandi einstaklingar hafi verið skornir og höggnir með hnífum úr tinnusteini og öxum, kjötið siðan skorið burt auk augna og tungu. Bera sum beinin þess ótvíræð merki að hafa verið soðin. Líkamsleifar þessar eru taldar um 12.000 ára gamlar og segir sá, sem stýrir uppgreftrinum, að hér sé um að ræða mjög merkar leifar, sem varpað geti nýju ljósi á líf Fom- Breta. Allt bendi til, að þessir forfeður nútímamannsins hafí lagt sér manna- kjöt til munns þótt slíkt mannát hafí lfldega fremur verið hluti af ein- hverskonar trúarathöfnum en liður í almennu mataræði. FIAT fékk samning um pólskan smábíl VarBji, Reuter. ÍTÖLSKU FI AT-bif reiðaverk- smiðjumar undirrituðu i gær samkomulag við Pólverja um smíði smábíls, sem hannaður verður hjá FLAT á Ítalíu, en smiðaður i Póllandi. Samningurinn hljóðar upp á 800 milljarða líra eða 24 milljarða íslenskra króna. Hann markar tíma- mót í endumýjun bifreiðaiðnaðar Pólverja og hin opinbera PAP- fréttastofa Póllands sagði í gær að formlegur samningur yrði undirrit- aður í september. Framleiðsla nýja bflsins verður hafín fljótlega eftir 1990. Hann mun koma í stað hins fræga „pólska Fíats", sem nú er kominn til ára sinna og þykir ekki lengur mikið sport að skrönglast um á. FIAT-menn gleðjast væntanlega yfír lyktum má!a, þar sem Dai- hatsu-verksmiðjumar japönsku höfðu sóst fast eftir samningnum pg um skeið var allt útlit fyrir að Pólveijar myndu breyta til og semja við Japani. Skuldir Þriðjaheimsríkja: Deilur um einstök mál tefja fyrir heildarlausn London, Genf, Reuter. Stjómmálamenn hvetja til þess að fundin verði heildarlausn á skuldavandamálum Þriðja- heimsríkja en ráðamenn í bankaheiminum segja að fyrst verði að leysa aragrúa smærri, sértækra mála og em þjóðnýt- ingaráform Perú-manna síðasta dæmið. Skuldir þessara rikja nema nú samanlagt um 1000 milljörðum Bandaríkjad- ala og telja sumir stjóramála- skýrendur að lausn banka- mannanna yrði of hægvirk. Lausn vandans virðist nú fjær en nokkru sinni fyrr þar sem sífellt fleiri ríki takmarka af- borganir sínar eða stöðva þær með öllu. Stjómir þeirra reyna í örvæntingu að afla §ár til að fæða þegna sína og halda ríkjun- um ofan vatnsskorpunnar. „Það er nú orðið ljóst að hag- vöxtur mun ekki aukast i heimin- um, verð á hráefnum mun ekki hækka og bankar munu ekki byija að lána Þriðjaheims-ríkjum aftur en allar þessar væntingar hafa menn gert sér í sambandi við lausn skuldavandans", segir Stephanie Griffíth-Jones, sem starfar hjá Rannsóknunarstofnun þróunarmála við Sussex-háskóla í Bretlandi. í gær var skýrt frá því að ríki Rómönsku Ameríku, Afríku og Mið-Austurlanda greiddu bönkum iðnríkjanna hærri upphæð í afborganir og vexti af fyrri lánum en þau fengju með nýjum lánum. Aðumefndar deilur einstakra ríkja og banka em af margvísleg- um toga. Nefna má að Barclays- bankinn í Bretlandi og stjóm Filippseyja hafa deilt um lán til áburðarfyrirtækja í einkaeign. Bankinn vildi að samkomulag um betri kjör varðandi liðlega 13 milljarða dala skuld ríkisins yrði tengt afborgun af fyrmefndu lán- unum. Filippseyjastjóm lét undan þiýstingnum en fjármálaráðherra landsins var ekki blíður á manninn og gaf í skyn að „lausn“ af þessu tagi gæti hleypt illu blóði í skuldu- nauta. í þessari viku flutti Aquino forseti yfírlitsræðu um ástand ríkisins og réðst þá harkalega á alþjóðlega banka fyrir að „not- færa sér innanlandsvandamál Filippseyinga". Frá Genf bámst hins vegar þær fréttir í gær að sjóður, sem stofna átti að fmmkvæði Sameinuðu þjóðanna til að minnka verðsveifl- ur á útflutningsvömm þróun- arríkja, yrði að vemleika þar sem loforð um nægileg fjárframlög hefðu nú borist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.