Morgunblaðið - 30.07.1987, Side 18

Morgunblaðið - 30.07.1987, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987 Hvalveiðar og Náttúru- vemdarráð eftir Önund Asgeirsson Þegar ríkisstjóm íslands stendur í viðkvæmum viðræðum um hval- veiðistefnu landsins og framkvæmd hvalveiðiáætlunarinnar og hefír sent sendinefnd til viðræðna við bandarísk yfírvöld undir foiystu sjávarútvegsráðherra, gengur und- imefnd, sem á samkvæmt lögum að hlíta forystu menntamálaráð- herra, fram og sendir frá sér fréttatilkynningu, þar sem lagst er gegn þessari opinbem stefnu ríkis- stjómarinnar. Nefndin nefnist Náttúmvemdarráð og segist vera á móti því, að hvalir séu veiddir. Hvað er hér á ferðinni? Er þetta skemmdarverk? Já. Er þetta upp- reisn á móti ríkjandi stjómvöldum? Já. Em þetta landráð? Já, í þeim skilningi, að hér taka nokkrir menn, ekki er gefíð upp hveijir, sig til að vinna gegn hagsmunum samfélags- ins í heild. Kannski em hagsmun- imir ekki það miklir, að þessir menn verði dæmdir fyrir ódæðið, en söm er þeirra gerð. Við eigum ekki að fella okkur við svona vinnu- brögð. Stjórnarstefnan ræður Fréttatilkynning Náttúmvemd- arráðs er einkennilega innantómt plagg. Þar segir, að Náttúmvemd- arráð „telur skorta nægileg líffræðileg rök fyrir því, að nauð- synlegt sé að veiða þann fjölda hvala sem áætlunin gerir ráð fyr- ir.“ Áherzlan er á fjöldann. Þessu sjónarmiði hefur fyllilega verið mætt í hvalveiðiáætluninni. Við höfum veitt hér 300—350 hvali ár- lega í yfír 40 ár og stofninn fer stöðugt stækkandi. Aætlunin gerir ráð fyrir 80 langreyðum og 40 sand- reyðum, en af þessum hvölum er allt of mikið við landið og mikil nauðsjm að þeim verði fækkað. Ekki er gefíð upp, hvað Náttúm- vemdarráð telur hæfilegan fjölda til árlegra veiða, en talsmaður þess sagði í sjónvarpsviðtali að ekki ætti að veiða neina hvali. Kr. 3050 Efþú ert í vafa... ► Litir: Dökkblátt, dökkbrúnt. Tegnr. 24204. Kr. 3050 ..þó bendum !••• Litir Dökkblátt, dökkbrunt. Tegnr. 24204. Kr. 3050 ..spor í rétta átt... ► »vii eigum skóna. gp PARENU SKÓMAGASÍN LAUGAVEGI 97, SÍMI 624030 Hágæða frönsk litasjónvarpstæki THOMSON 20" MJÖG HAGSTÆTT VERÐ Afborgunarverð kr.39.980 Staðgreiðsluverð kr.37.980 ÚTSÖLUSTAÐIR: mam ^SAMBANDSINS Ármúla 3, símar 687910 - 681266 Vöruhús KÁ - Selfossi. Vöruhús KEA - Akureyri Skagfiröingabúö - Sauðárkróki Kaupfélögin um land allt Þráðlaus fjarstýring Önundur Ásgeirsson „Misnotkun Náttúru- verndarráðs er hins- vegar óréttlætanleg og tímasetningin, þegar óþurftarverkið var unnið, sýnir að hér var um verknað að yf ir- lögðu ráði að ræða.“ Kjami þessa máls er sá, að það em rétt stjómvöld, sem eiga allan rétt um ákvarðanir í þessu máli. í lýðræðisþjóðfélagi er það vald falið lýðræðislega kjömum fulltrúum þjóðarinnar, þ.e. alþingismönnum. Rfkisstjóm og ráðherrar fara með umboð alþingis sem framkvæmda- valdsaðilar. Því getur ekkert lægra sett vald gripið fram fyrir hendur ríkisstjómar eða ráðherra, svo sem Náttúmvemdarráð hefír gert nú. Viðurkenning slíkra athafna mjmdi þegar í stað leiða til stjómleysis og óreiðu á sijómmálalegum vett- vangi. Það hefði ekkert verið athuga- vert við að einstakir menn úr Náttúruvemdarraði hefðu sagt sína skoðun á málunum. Við lifum í frjálsu samfélagi, og orðið er frjálst. Misnotkun Náttúmvemdarráðs er hinsvegar óréttlætanleg og tíma- setningin, þegar óþurftarverkið var unnið, sýnir að hér var um verknað að jrfirlögðu ráði að ræða og fyrir þetta ber að refsa, en ekki slá af eða líta fram hjá. Viðurlögin Stjóm Náttúruvemdarráðs hefír unnið skemmdarverk gegn sam- félaginu. Þetta hefur verið gert að jrfírveguðu ráði, og í því skjmi að vinna gegn opinbemm hagsmunum þjóðarinnar og stefnu ríkisstjómar- innar. Mín skoðun er því sú, að það beri að víkja öllum stjómarmönnum úr stjóm Náttúruvemdarráðs úr starfi, enda hefir enginn þeirra hrejrft mótmælum gegn skaðaverk- inu. Það er væntanlega í verkahring menntamálaráðherra að taka ákvörðun í þessu máli, samkvæmt lögum um náttúmvemd. Jafnframt ætti að fella þessa menn frá að geta tekið sæti á ný í slíku ráði. Eflaust væri hentugast, að leggja Náttúmvemdarráð niður og loka skrifstofu þess, þar til ný skipan hefír verið tekin upp um umhverfis- mál samkvæmt nýja stjómarskrár- sáttmálanum. Þetta væm eðlileg og sjálfsögð viðbrögð sem gætu orðið fordæmi til frambúðar. Höfundur er viðskiptafræðingur. Fróðleikur og skemmtun fyrir háa sem lága!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.