Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JUU 1987 35 Hrafn Gunnlaugsson um hestaatið: Osköp meinlaust og sá á hvorugum hestinum Boney M. á sviðinu í Evrópu en staðurinn átti eins árs afmæli á síðasta föstudag. „HESTAATIÐ sem við settum á svið var hugsað sem skemmtun en ekki neinn óhugnaður. Atið átti að vera ein af þeim almennu skemmtunum sem komu upp á þingstaðnum sem verið er að lýsa í myndinni. Þetta var ósköp meinlaust og sá á hvorugum hest- inum,“ sagði Hrafn Gunnlaugs- son, leikstjóri, í samtali við Morgunblaðið. „Atriðið var mjög vel æft og við vorum tvívegis búnir að athuga hvað myndi gerast þegar hestunum væri sleppt saman. Þetta tókst ágætlega en það sem atriðið gengur út á er að hestarnir kljást um mer- ina þangað til annar þeirra helgar sér hana og hrekur hinn í burtu. Þetta er mjög tígulegt atriði og fallegt, þessar skepnur eru yndis- legar. Atriðið hefur líka pínulítið táknræna merkingu fyrir verkið sjálft en í því eru tveir menn að berjast um sömu konuna. Hestarnir voru valdir og æfðir þannig að ann- ar hesturinn átti að hafa betur. Hann hafði pví þegar helgað sér merina og þeir léku þetta rétt eins og eftir handriti. Þrautþjálfaðir tamningamenn sáu um æfingarnar og hestarnir voru valdir eftir leið- sögn færustu manna. Allt tal um að annar hesturinn hafi átt að hrynja ofan í gjánna eru hugarórar þeirra sem sjá alltaf djöfulinn á veggnum. Eg er búinn að hugsa þetta at- riði í tíu ár en tilgangurinn með því er að búa til hestaat með reisn „VÍÐ LÍTUM ekki á þetta hesta- at sem neitt skemmtiatriði og höfum ritað ríkissaksóknara bréf þar sem farið er fram á að hann rannsaki þetta mál,“ sagði Jórunn Sörensen, formaður Dýraverndunarsambands ís- lands i samtali við Morgunblaðið. UM verslunarmannahelgina verður lialdin fjölskylduhátíð „Klausturlif ’87“ á Kirkjubæjar- klaustri. Reynt verður að hafa sem fjölbreyttust atriði til skemmtunar og þá einkum höfð- að til yngri kynslóðarinnar og þannig atriði að fjölskyldan geti öll tekið þátt i þeim. Fyrsta atrið- ið er unglingadansleikur á fimmtudagskvöldið þar sem unglingahljómsveitin 64U leikur fyrir dansi. A föstudag verður síðan almenn- ur dansleikur þar sem hljómsveit Athugasemd frá Karvel Pálmasyni MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Karvel Pálmasyni alþingismanni: Vegna fréttar í Alþýðublaðinu 29. júlí sl. af þingflokksfundi Al- þýðuflokksins vill undirritaður taka fram, að hann sat ekki þann þing- flokksfund og ber því enga ábyrgð á því sem þar gerðist." og glæsileika sem hefði einhverja frásagnarlega þýðingu fyrir kvik- myndina en væri ekki bara eins og tveimur hönum væri otað saman. Það kemur mér ekki á óvait að fyrir þann som ekki veit og skilur „VIÐ GÁFLTM Hrafni Gunnlaugs- syni leyfi til þess að mynda á friðlandinu við Gullfoss með viss- um skilyrðum. Eitt þessara skilyrða var að umferð hesta um svæðið skyldi haldið í lágmarki. Þetta skilyrði hefur að okkar mati ekki verið uppfyllt og það sér stórlega á svæðinu," sagði Bryndís Róbertsdóttir, jarð- og landfræðingur hjá Náttúru- verndaráði í samtali við Morgun- blaðið. „Við fórum að kanna þetta við- kvæma svæðið sem er mjög mýrarkennt og þolir illa ágang. Menn geta líka ímyndað sér hvem- ig viðkvæmur gróður fer eftir hestaat. Svæðið er mjög traðkað „Dýraverndunarsamband íslands hefur ekki mannafla til þess að rannsaka málið upp á eigin spýtur enda hlýtur það að vera lögreglunn- ar að athuga mál af þessu tagi. Það er nauðsynlegt að upplýst verði hvað hafi raunverulega gerst í sam- bandi við þessa kvikmyndatöku“. Stefáns P. sér um fjörið. Þá verður einnig skráning í „Pollamót ’87“ í upplýsingamiðstöðinni auk þess sem hestaleiga verður á staðnum. Kl. 13 á laugardag verður búið að koma fyrir útimarkaði, lukkumiða- happdrætti, skotbökkum o.fl. við upplýsingamiðstöðina auk þess sem þá fara fram undanúrslit í „Mini- golfmóti". Sama dag verða undan- úrslit í „Pollamóti ’87“ sem er knattspyrnumót fyrir 12 ára og yngri. Þann dag verður einnig hestaleiga og trúður verður á svæð- inu með alls kyns uppákomur. Þá verður boðið upp á siglingu og einn- ig verður varðeldur og útigrill. Laugardagsatriðin enda með al- mennum dansleik þar sem hljóm- svejt Stefáns P. leikur. Á sunnudag verða úrslit í „Mini- golfmóti" og „Pollamóti". Þá verður eins og áður hestaleiga og trúður verður á ferli. Ratleikur verður fyr- ir unglinga og eldri og farið verður í skipulagða gönguferð um sögu- fræga staði undir leiðsögn fylgdar- manns. Um kvöldið verður síðan dansleikur. kunni þetta að virka undarlega. Það gerir það yfirleitt í kvikmyndagerð fyrir þann sem ekki veit út á hvað málið gengur. Þetta er miðill hinnar miklu blekkingar." og gróður niðurtroðinn. Einnig hafa án leyfis verið kveiktir eldar á fimm stöðum og eru mjög ljót svört sár eftir það. Svo má nefna að sett var upp hesta- girðing aðeins fyrir ofan svæðið, en innan friðlandsins, sem hann var beðinn um að færa af og til. Það var ekki virt og er það svæði mjög troðið. Leyfi var líka gefið fyrir hengibrú við neðri fossinn með því skilyrði að hún yrði ekki mannheld. Hún var samt þannig úr garði gerð og svæðið í kringum hana mjög traðkað.“ Bryndís fer austur í dag til þess að „laga það sem hægt er að laga“, eins og hún orðaði það, en Hrafn Gunnlaugsson hefur lofað að standa straum af kostnaði við lagfæringar á svæðinu. Sagðist hún gera ráð fyrir því að þessu svæði yrði lokað meðan gróðurinn væri að ná sér en það gæti tekið tvö til þijú ár. „Hrafn hefur einnig sótt um að fá að mynda í Námaskarði í Mý- vatnssveit og er maður frá Náttúru- vemdarráði að fara í gegnum það með honum hvað hann ætli að at- hafast þar. Það er ljóst að ef gefið verður leyfi verður það undir mjög ströngu eftirliti. Hingað til hefur Hrafn sagt eitt en gert annað.“ UÓMANDIBÍLL í HVELLI Bröste hreinsivörurnar vinna krattaverk á bilnum: Splendo gerir rúdumar skínandi hreinar á augabragdi. Basta Vinyl Extra fjarlægir óhreinindi af vinyl eda plasti utan á bilnum t.d. studurum. Polish Spray er bón sem setursterkan gljáa á lakkid og ver það raka og óhreinindum. Rens-Lak djúphreinsar billakkið sem fær þá sinn upprunalega lit. Bröste gæðavörur fást á bensinstöðvum Esso. | i Boney M. Hljómsveitin Boney M. hélt tón- leika á eins árs afmæli veitinga- bússins Evrópu á síðasta föstudagskvöld. Þar komu einnig fram hljómsveitirnar Greifarnir og Mao og Módel- samtökin voru með tískusýningu. Að sögn Vilhjálms Ástráðsson- ar veitingamanns var margt um manninn í afmælisveislunni og komust færri að en vildu. „Húsið opnaði kl. 22.00 og einum og hálfum tíma síðar varð að loka í Evrópu því vegna þess hve troðið var orð- ið inni“. Vilhjálmur sagði að fólk hefði kunnað vel að meta tónlistina sem Boney M. flutti og hefði greinileg- ur fiðringur farið um suma af hinum eldri þegar söngsveitin flutti þau lög sem hvað mestrar hylli nutu fyrir u.þ.b. tíu árum síðan. Hann sagði að mikil stemmning hefði ríkt í húsinu og unga fólkið ekki síður kunnað að meta þessa tónlist en þeir sem eldri voru. ELDVARNIR í FYRIRTÆKJUM 0G STOFNUNUM Fyríríestrar um brunavamir og kynning á brunaaðvörunarkerfum Þar sem mikil umraeða hefur verið um brunavarnir að undanförnu, í kjölfar stórfelldra bruna hjá nokkrum fyrirtækjum, hefur Vari fengið til landsins erlenda sérfræðinga til að ræða þessi mál. Þeir eru frá breska fyrirtækinu James Stuart & co. Ltd. í London og eru sérfræðingar í brunaöryggismálum. Jafnframt því að þjálfa starfsmenn okkar, munu þeir halda fyrirlestra um nýjungar á sviði brunaöryggismála. Auk þess munu þeir kynna aövörunarkerfi, sýna búnað og svara fyrirspurnum. Guðmundur Gunnarsson verkfræðingur hjá Brunamálastofnun rikisins verður viðstaddur fyrirlestrana og svarar fyrirspurnum er lúta að íslenskum reglum um brunavarnir. Allir þeir sem bera ábyrgð á öryggi í stofnunum og fyrirtækjum eru hvattir til að mæta. Aðgangur er ókeypis. Fyrirlesarar: John Clenegan frá James Stuart & co. Ltd. Ron Worsley frá James Stuart & co. Ltd. Guðmundur Gunnarsson frá Brunamálastofnun svarar fyrir- spurnum. Staður: Kristalssalur Hótels Loftleiða. Hverjum ætlað Fulltrúum tryggingafélaga. og tími: Miðvikudagur 5. ágúst kl. 10:00. Stjórnendum fyrirtækja og áhugamönnum. Miðvikudagur 5. ágúst kl. 15:00. Arkitektum. verkfræðingum. tæknifræð- ingum og öðrum byggingahönnuðum. Fimmtudagur 6. ágúst kl. 10:00. Slökkviliðsmönnum. Fimmtudagur 6. ágúst, opið hús frá kl.18:00 - 21:00. Fyrirlestrar kl. 18:30 og kl.20:00. ALHLIÐA ÞJÚNUSTA A SVIÐI ÞJÖFA- 0G BRUNAVARNA VARI - ÞÖRODDSSTÖÐUM REYKJAVlK - SlMI 29399 Dýraverndunarsambandið; Ríkissaksóknari athugi hestaatið Kirkjubæjarklaustur; „Klausturlíf ’87“ um verslunarmamiahelgma Kirkjubæjarklaustri. Bryndís Róbertsdóttir Náttúruvemdarráði; Sér stórlega á svæðinu eftir kvik- myndatökur Hrafns HSH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.