Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987 21 Hafsteinn Þorvaldsson „Þannig eru landsmótin og eiga að vera, þ.e.a.s. að þau vaxi að fjöl- breytni og glæsibrag og sýni alþjóð hversu ung- mennaf élagshreyfingin er megnug.“ Iþróttakeppni lands- mótsins giæsilegri en nokkru sinni fyrr Óhætt mun að fullyrða að fag- mannlegur undirbúningur og framkvæmd íþróttakeppninnar bar af því sem áður hefur verið. Framganga íþróttafólksins og hinna ýmsu sýningarhópa, inn- lendra sem erlendra vakti líka mikla athygli. Aralangur undirbúningur og þjálfun keppnisfólks úr öllum héruðum landsins kom nú berlega í ljós. Fjöldaþátttakan og keppnis- gleðin blómstraði sem fyrr á landsmótum og nær þar fátt sam- jöfnuði á kappmótum hérlendis. Hápunktur allrar gleðinnar sem ríkti á landsmótinu, var svo ís- lands- og Norðurlandamet afreks- mannsins Einars Vilhjálmssonar spjótkastara, þegar hann kastaði spjótinu 82,96 m undir dynjandi lófaklappi þúsunda áhorfenda í sól- inni norður á Húsavík. Nokkuð sem ekki gleymist í bráð. Keppnin í knattleilqunum, sundinu og fjöl- mörgum öðrum íþróttagreinum var nú jafnari og skemmtilegri en oft áður. Starfsíþróttakeppnin er líka vin- sæl meðal þátttakenda og áhorf- enda og gert var í því á Húsavík að áhorfendur gætu fylgst með keppninni. Víkingaleikarnir voru skemmtileg tilbreytni og vöktu verðskuldaða athygli svo og fjöldi dagskráratriða og sýningargreina sem voru nú í fyrsta skipti á lands- móti. Þannig eru landsmótin og eiga að vera, þ.e.a.s. að þau vaxi að fjöl- breytni og glæsibrag og sýni alþjóð hversu ungmennafélagshreyfingin er megnug. Landsmótin fjöregg UMFÍ 19. landsmótið heyrir nú söguni til og undirbúningur þegar hafinn að næsta móti sem verður eftir þijú ár. Allir sem nutu þess að vera á Húsavík þessa eftirminnilegu sum- ardaga í júlí, hljóta að hafa fengið aukna trú á lífið og tilveruna. Allt það mikla félagslega- og íþróttalega starf sem að baki liggur slíkri framkvæmd, hlýtur að vitna um öfluga félagsmálahreyfíngu, sem jafnframt því að halda í heiðri hefðbundnum þáttum í framkvæmd landsmótanna, kýs að sækja fram og laða starfsemina að nýjum tíma og tækni. Þannig verður ung- mennafélagshreyfíngin síung. Fjöreggið verður nú í höndum félaga úr Ungmennasambandi Kjal- amesþings (UMSK) sem áformar að halda 20. landsmót UMFÍ eftir þijú ár. Þakkir og árnaðaróskir Fjölmiðlum í landinu ber að þkka mikilsverðan stuðning og góða umfjöllun um mótið. Undirritaður leyfír sér að lokum, fyrir ótilgreindan fjölda ungmenna- félaga og landsmótsgesta, að óska HSÞ, Húsvíkingum og Suður-Þing- eyingum öllum til hamingju með vel heppnaða landsmótsfram- kvæmd, sem lengi mun í minnum höfð. Við þökkum frábærar móttök- ur og fyrirgreiðslu á Húsavík, sem um margt boðar tímamót í fram- kvæmd landsmótanna. Við vonum heilshugar að skapara vorum þóknist áfram að blessa þessa viðamiklu framkvæmd til heilla fyrir land og lýð. Höfundur er fyrrverandi formað- ur UMFÍ. VARTAN VŒ) AUSTURVÖLL eftirHrafn Gunnlaugsson Þessa borg prýða nokkrar falleg- ar byggingar, svo eru aðrar sem eru eins og vörtur í fögru andliti. Misjafn er smekkur manna, en nú fínnst mér eins og ein slík varta sé í fæðingu við Austurvöll: Nýja al- þingishúsið. Það er gott og blessað að al- þingismenn vilji halda sínu striki, en að láta reglustriku og skapalón ráða ferðinni þegar skipuleggja á hjarta þessarar borgar er full mik- ið af því góða. Því miður er sú teikning sem hefur orðið fyrir valinu að nýju alþingishúsi, enn eitt dæmið um það, að fegurðarskyn og tilfínning fyrir mannlegu umhverfi, virðist látin víkja fyrir „hagkvæmnissjón- armiðum". Mér segir svo hugur að þegar vartan tekur að vaxa og ekki verð- ur snúið við, muni rísa við Austur- völl einhver ósköpulegasi kumbaldi allrar samanlagðrar byggingar- sögu þessa lands. Er enginn meðal okkar þingkjömu fulltrúa sem hef- ur í sér döngun til að forða þessu slysi? Ætlum við endanlega að eyðileggja þann miðbæ sem gerir þessa borg að bústað fyrir lifandi Hrafn Gunnlaugsson fólk? Á þursunum að takast að vinna endanlega að því, að ekki finnist mannaþefur í steinsteypu- hellum þeirra? Ætla þeir menn, sem byggja þetta hús, að reisa sér bautastein til ævarandi ósæmdar, handa komandi kynslóðum? Höfundur er kvikmyndaleik- stjóri og rithöfundur. Hann er jafnframt varaforseti Banda- lags íslenskra listamanna og dagskrárstjóri við Ríkissjón- varpið. Ágæti ökumaður! Þú hefur vafalaust orðið óþægilega var við afleiðingarnar af notkun nagladekkja síðastliðinn vetur. Nagladekkin hafa skilið eftir sig slit á götum borgarinnar. Hættuleg og óþægileg hjólför hafa myndast mjög víða. Vegna þessa er óhjákvæmilegt að framkvæma verulegar endurbætur á gatnakerfinu. Við biðjum þig þvi að aka varlega og taka alla aukakróka, sem eru óhjákvæmilegir vegna þessara framkvæmda, með þolinmæði og brosi á vör. Umferðartafir og lokanir verða tímabundið á eftirtöldum götum á næstunni: Hringbraut, Miklabraut, Laugavequr, Suðurlandsbraut, Reykjanesbraut. Við biðjum þig að fylgjast vel með tilkynningum í útvarpi varðandi tímasetningu viðgerðanna. Þannig getur þú skipulagt ferðir þínar betur og aðstoðað okkur við viðgerðirnar. , .. . ?!i Gatnamálastjóri Við óskum þér alls hins besta í umferðmm. tjp NAGLARNIR EYÐA GÚTUM BORGARINNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.