Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987 37 Skýrsla fjárnefndarinnar: Skýrslan hefur að geyma athyglisverðar ábendingar - segir Jón Helgason landbúnaðarráðherra „MÉR sýnist að skýrslan hafi að geyma athyglisverðar ábendingar sem menn hljóta að SýningAma- stofnunar framlengd Í ÁRNAGARÐI hefur undanfar- inn mánuð verið sýning bóka, handrita og mynda frá háskóla- bókasafninu í Úppsölum. Sýning- in veitir margvíslegan fróðleik um íslenskar rannsóknir í Upp- sölum fyrr og síðar, en þær hafa staðið með blóma síðan fyrstu íslensku handritin bárust til Svíþjóðar á 17. öld. Var sýningin sett upp í tilefni af heimsókn sænsku konungshjón- anna hingað til lands í júnímánuði síðastliðnum. Hún er opin á sama tíma og handritasýning Ámastofn- unar: á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 2—4 síðdegis. Aðsókn að sýningunni hefur ver- ið mjög góð, og hefur nú verið ákveðið að framlengja hana til 15. ágúst. (Frá Árnastofnun) taka til íhugunar,“ sagði Jón Helgason landbúnaðarráðherra í samtali við Morgunblaðið um skýrslu starfshóps um stöðu og stefnu sauðfjárræktar á ís- landi. Hákon Sigurgrímsson framkvæmdastjóri Stéttarsam- bands bænda sagði skýrsluna vera hina gagnlegustu úttekt. Jón Helgason landbúnaðarráð- herra sagði að niðurstaða skýrsl- unnar væri í samræmi við það sem talað hefði verið um að undan- fömu. Þar kæmi fram að nauðsyn- legt væri að stýra framleiðslunni eftir haglendi og atvinnuþörf á hverjum stað. Það væri augljóst að vegna eðlis atvinnugreinarinn- ar væri ekki hægt að gera neinar skyndilegar breytingar. „Ég get ekki sagt að nokkuð hafi komið mér á óvart í skýrsl- unni“, sagði ráðherra. „En ég held að mikilvægustu tillögumar séu um að gera framleiðsluna eins hagkvæma og unnt er og að hún verði skipulögð út frá því sjónar- miði og þeirri miklu þýðingu sem sauðfjárræktin hefur víða um land. Ég geri ráð fyrir að skýrslan verði rædd á aðalfundi Stéttar- sambands bænda því að svona aðgerðir verða gerðar í samráði við bændasamtökin. Mér sýnast þessar ábendingar þannig að það sé sjálfsagt að vinna að mörgum þeirra eftir því sem kostur er.“ Hákon Sigurgrímsson fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda sagði að honum sýndist þetta vera hin gagnlegasta út- tekt. „í heild er þetta mál sem menn verða að átta sig á og kom- ast ekki hjá að taka afstöðu til,“ sagði hann. „Mér sýnist þessi skýrsla vera mjög gagnlegt inn- legg í þá umræðu“. Þijár af flugvélum Leiguflugs Sverris á flugi yfir Rtykjavík. Loftbrú til V estmannaeyja LEIGUFLUG Sverris Þórodds- sonar mun halda uppi loftbrú milli lands og Eyja um verslun- armannahelgina. Reglulegar ferðir verða að minnsta kosti á klukkutíma fresti, eins lengi og þátttaka leyfir. Farið verður á milli Hellu og Vestmannaeyja og Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Fargjöld frá Hellu verða 1.300 krónur og 2.000 krónur frá Reykjavík. (Úr fréttatílkynningu) Sigluvík seldi í Bremerhaven Siglufirði TOGARINN Sigluvík seldi í gær 149 tonn f Bremerhaven. Meðal- verð var 52 kr. Aðaluppistaða aflans var karfi og ufsi og var heildarverðmæti hans um 7,7 milljónir króna. Sigluvík fer nú í viðgerð í Þýska- landi og er gert ráð fyrir að hún taki fimm vikur. Skipt verður um öll spil á dekki, aðalspilbúnaður verðu gerður upp frá grunni og skrúfa skipsins og aðalvél verða yfirfamar. Tekið var 13 milljóna króna til- boði í viðgerðina, en auk þess kaupir útgerðin ýmsan útbúnað hér heima, t.d. spilbúnaðinn. Alls gerðu sex skipasmíðastöðvar tilboð í verki, en engin þeirra var íslensk. Tilboðin hljóðuðu upp á 13 — 18 milljónir króna. ny XJöföar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! [2 MARLBY FLOORS Marleyflex Slitsterkar vinyl-gólfflísar MARLEYFLEX vinyl-gólfflísar frá MARLEY FLOORS sameina góða endingu, fallegt útlit, gæði og gott verð. Sérlega hentugar á verslunar- húsnæði, skrifstofur, skóla, sjúkrahús og aðra þá staði sem mikið mæðir á. MARLEYFLEX vinyl-gólfflísar eru asbestfríar og fást í fimm litum. Stærð 30x30 cm og þykkt 2.5 mm. Ávallt fyrirliggjandi. Va VEGGFÓÐRARINN - MÁLNINC & JÁRNVÖRUR Síðumúla 4, 108 Reykjavík. Símar 687171 og 687272. Heildsala: Marinó Pétursson hf. 32 Sundaborg, 124 Reykjavík. Sími 681044. raðauglýsingar - radauglýsingar - raðauglýsingiT^ húsnæöi óskast Reglusamur leigjandi Rafmagnsverkfræðinema vantar 3ja-4ra her- bergja íbúð sem fyrst. Reglusamur og traustur leigjandi. Öruggar mánaðargreiðslur en fyrirframgreiðsla kemur þó til greina. Ágúst Ágústsson, vinnusími 26159, heimasími 10923 eftir ki. 19.00. SnOnSn Kennara við Iðnskólann í Reykjavík vantar 4ra-5 herbergja íbúð strax. Er með konu og 3 börn. Erum húsnæðislaus. Upplýsingar í síma 92-13712. Geymsluhúsnæði óskast Óskum að taka á leigu ca. 100-200 fm geymsluhúsnæði. Þarf að hafa góða aðkeyrslu. Tilboð óskast send til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 6. ágúst nk. merkt: „Geymsluhús- næði - 4077“. Verslunarhúsnæði óskast til leigu. Æskileg stærð 30-70 fm. Upplýsingar í vinnusíma 623860, heimasími 12927. Ath! Verksmiðjuútsala Nú fer hver að verða síðastur. Hvftir háskóla- bolir á kr. 380,00, einnig hvrtar kvenbuxur á kr. 890.00. Sendum í póstkröfu. Ceres, Nýbýlavegi 12, sími 44433, Kóp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.