Morgunblaðið - 30.07.1987, Side 37

Morgunblaðið - 30.07.1987, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987 37 Skýrsla fjárnefndarinnar: Skýrslan hefur að geyma athyglisverðar ábendingar - segir Jón Helgason landbúnaðarráðherra „MÉR sýnist að skýrslan hafi að geyma athyglisverðar ábendingar sem menn hljóta að SýningAma- stofnunar framlengd Í ÁRNAGARÐI hefur undanfar- inn mánuð verið sýning bóka, handrita og mynda frá háskóla- bókasafninu í Úppsölum. Sýning- in veitir margvíslegan fróðleik um íslenskar rannsóknir í Upp- sölum fyrr og síðar, en þær hafa staðið með blóma síðan fyrstu íslensku handritin bárust til Svíþjóðar á 17. öld. Var sýningin sett upp í tilefni af heimsókn sænsku konungshjón- anna hingað til lands í júnímánuði síðastliðnum. Hún er opin á sama tíma og handritasýning Ámastofn- unar: á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 2—4 síðdegis. Aðsókn að sýningunni hefur ver- ið mjög góð, og hefur nú verið ákveðið að framlengja hana til 15. ágúst. (Frá Árnastofnun) taka til íhugunar,“ sagði Jón Helgason landbúnaðarráðherra í samtali við Morgunblaðið um skýrslu starfshóps um stöðu og stefnu sauðfjárræktar á ís- landi. Hákon Sigurgrímsson framkvæmdastjóri Stéttarsam- bands bænda sagði skýrsluna vera hina gagnlegustu úttekt. Jón Helgason landbúnaðarráð- herra sagði að niðurstaða skýrsl- unnar væri í samræmi við það sem talað hefði verið um að undan- fömu. Þar kæmi fram að nauðsyn- legt væri að stýra framleiðslunni eftir haglendi og atvinnuþörf á hverjum stað. Það væri augljóst að vegna eðlis atvinnugreinarinn- ar væri ekki hægt að gera neinar skyndilegar breytingar. „Ég get ekki sagt að nokkuð hafi komið mér á óvart í skýrsl- unni“, sagði ráðherra. „En ég held að mikilvægustu tillögumar séu um að gera framleiðsluna eins hagkvæma og unnt er og að hún verði skipulögð út frá því sjónar- miði og þeirri miklu þýðingu sem sauðfjárræktin hefur víða um land. Ég geri ráð fyrir að skýrslan verði rædd á aðalfundi Stéttar- sambands bænda því að svona aðgerðir verða gerðar í samráði við bændasamtökin. Mér sýnast þessar ábendingar þannig að það sé sjálfsagt að vinna að mörgum þeirra eftir því sem kostur er.“ Hákon Sigurgrímsson fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda sagði að honum sýndist þetta vera hin gagnlegasta út- tekt. „í heild er þetta mál sem menn verða að átta sig á og kom- ast ekki hjá að taka afstöðu til,“ sagði hann. „Mér sýnist þessi skýrsla vera mjög gagnlegt inn- legg í þá umræðu“. Þijár af flugvélum Leiguflugs Sverris á flugi yfir Rtykjavík. Loftbrú til V estmannaeyja LEIGUFLUG Sverris Þórodds- sonar mun halda uppi loftbrú milli lands og Eyja um verslun- armannahelgina. Reglulegar ferðir verða að minnsta kosti á klukkutíma fresti, eins lengi og þátttaka leyfir. Farið verður á milli Hellu og Vestmannaeyja og Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Fargjöld frá Hellu verða 1.300 krónur og 2.000 krónur frá Reykjavík. (Úr fréttatílkynningu) Sigluvík seldi í Bremerhaven Siglufirði TOGARINN Sigluvík seldi í gær 149 tonn f Bremerhaven. Meðal- verð var 52 kr. Aðaluppistaða aflans var karfi og ufsi og var heildarverðmæti hans um 7,7 milljónir króna. Sigluvík fer nú í viðgerð í Þýska- landi og er gert ráð fyrir að hún taki fimm vikur. Skipt verður um öll spil á dekki, aðalspilbúnaður verðu gerður upp frá grunni og skrúfa skipsins og aðalvél verða yfirfamar. Tekið var 13 milljóna króna til- boði í viðgerðina, en auk þess kaupir útgerðin ýmsan útbúnað hér heima, t.d. spilbúnaðinn. Alls gerðu sex skipasmíðastöðvar tilboð í verki, en engin þeirra var íslensk. Tilboðin hljóðuðu upp á 13 — 18 milljónir króna. ny XJöföar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! [2 MARLBY FLOORS Marleyflex Slitsterkar vinyl-gólfflísar MARLEYFLEX vinyl-gólfflísar frá MARLEY FLOORS sameina góða endingu, fallegt útlit, gæði og gott verð. Sérlega hentugar á verslunar- húsnæði, skrifstofur, skóla, sjúkrahús og aðra þá staði sem mikið mæðir á. MARLEYFLEX vinyl-gólfflísar eru asbestfríar og fást í fimm litum. Stærð 30x30 cm og þykkt 2.5 mm. Ávallt fyrirliggjandi. Va VEGGFÓÐRARINN - MÁLNINC & JÁRNVÖRUR Síðumúla 4, 108 Reykjavík. Símar 687171 og 687272. Heildsala: Marinó Pétursson hf. 32 Sundaborg, 124 Reykjavík. Sími 681044. raðauglýsingar - radauglýsingar - raðauglýsingiT^ húsnæöi óskast Reglusamur leigjandi Rafmagnsverkfræðinema vantar 3ja-4ra her- bergja íbúð sem fyrst. Reglusamur og traustur leigjandi. Öruggar mánaðargreiðslur en fyrirframgreiðsla kemur þó til greina. Ágúst Ágústsson, vinnusími 26159, heimasími 10923 eftir ki. 19.00. SnOnSn Kennara við Iðnskólann í Reykjavík vantar 4ra-5 herbergja íbúð strax. Er með konu og 3 börn. Erum húsnæðislaus. Upplýsingar í síma 92-13712. Geymsluhúsnæði óskast Óskum að taka á leigu ca. 100-200 fm geymsluhúsnæði. Þarf að hafa góða aðkeyrslu. Tilboð óskast send til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 6. ágúst nk. merkt: „Geymsluhús- næði - 4077“. Verslunarhúsnæði óskast til leigu. Æskileg stærð 30-70 fm. Upplýsingar í vinnusíma 623860, heimasími 12927. Ath! Verksmiðjuútsala Nú fer hver að verða síðastur. Hvftir háskóla- bolir á kr. 380,00, einnig hvrtar kvenbuxur á kr. 890.00. Sendum í póstkröfu. Ceres, Nýbýlavegi 12, sími 44433, Kóp.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.