Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987 > ást er... ... aö kyssa hana á vangann þegar þú gengur framhjá henni TM tag. U S P»L on.-U rigtils rttwvttf • igegLM Angdts Tlratt Synrttcatt Því ferðu ekki bara I mót- mælagöngu eins og aðrir í stað þess að hafa hér i frammi ókvæðisorð um mig? Það sem mig langar i á af- mselinu er lítið útvarpstæki sem bOl hefur verið smiðað- ur utan um ... HÖGNI HREKKVlSI Raunasaga prjónakonu í byijun sumars fékk ég sent í pósti íslenzkt pijónablað, sem ég er áskrifandi að og hef notað mikið til að prióna upp úr með góðum árangri. I þessu hefti sá ég peysu, hvíta með bláum röndum, sem ég hreifst samstundis af og ákvað að pijóna á son minn og gefa honum í 6 ára afmælisgjöf þann 15. júnf. Gamið sem gefið var upp í upp- skriftinni fæst í Storkinum, Kjör- garði í Reykjavík, en ég bý í Hafnarfirði. Þar sem ég vildi hafa peysuna eins og í blaðinu, ákvað ég að leggja land undir fót og kaupa gamið þar, en það heitir Georges Picaud, frönsk bómullar- og ullar- blanda og kostaði ca. 940.00 krónur í peysuna. Nú, peysan var pijónuð og dreng- urinn var í henni á afmælisdaginn sinn, alsæli. Síðan lá leið peysunnar í þvottahúsið eins og eðlilegt má teljast. Þar sem þetta var algjör spariflík hlaut hún sérstaka dekur- meðferð, þ.e.a.s. ylvolgt vatn látið renna í baðvaskinn og LUX-spæni blandað f, peysan út í og viti menn um leið varð vatnið dökkbiátt, mér krossbrá, hafði ekki lent í svona „Ég er fullkomlega sammála 2558-5275 sem skrifaði þér Velvak- andi góður, þann 22/7 s.l. Mig langar að leggja orð í belg með því að segja eina raunasögu af einstak- lingi sem er klæddur, meðal annars, í leðuijakka. Þannig var að hann var sendur niður í miðbæ af vinnuveitanda sínum, sem ekki er í frásögur fær- and, nema að fyrir utan Café Hressó er hann á gangi og sér þá vini sína sitja yfir kaffíbolla svo að hann fer þar inn. Hann er varla kominn inn á staðinn og sestur þegar einhver kona, sem vinnur þar, kemur askvaðandi að þeim og löguðu áður. Peysan drifín upp úr og undir ískalt vatn í baðkerinu og skoluð þar vel og vandlega, síðan undin í þeytivindu og lögð á hand- klæði til þerris. Það er erfitt að lýsa vonbrigðum mínum þegar ég sá handverkið mitt eyðilagt, hvítu rendumar með bláum flekkjum í. Að sjálfsögðu fór ég með peysuna í verzlunina, hitti ekki fyrir eigandann svo að ég skildi hana eftir. Þá byijaði nú fyrst „gamanið". í símtali við eigandann seinna þennan sama dag kom fram að hún teldi, að þetta hlyti að vera framleiðslugalli á gaminu. Hún vildi endurgreiða mér gamið eða að ég tæki annað gam út á andvirðið og fengi 10% afslátt, en ég á afsláttar- kort sjálf sem gildir í verzluninni og fæ 8% afslátt svo þetta var mér ekkert kostaboð. Hún sagðist ekki geta gert neitt frekar f málinu nema að senda peysuna út til gamfram- leiðandans og bfða eftir svari frá honum. Þegar ég spurði hana hvort ekki væri hægt að bæta mér þetta tjón með einhveijum hætti, svaraði hún því til að það væri svo erfitt að meta það. Ég gæti farið í Hag- hótar því að ef þau komi sér ekki út skuli hún hringja á lögregluna. Þau hugsa með sér að best sé að losa sig við rausið í henni og ætla að lalla sér út en vita þá ekki fyrr en þeim er skellt inn í lögreglubfl og með það sama upp á lögreglu- stöð og þar máttu þau bíða í einhvem tíma og sagt síðan að koma sér í vinnuna. Sá sem hafði farið í sendiferðina mátti þá ganga frá Hverfisgötunni og niður f miðbæ að sinna sinni vinnu. Því spyr ég, er starfsfólkið á Café Hressó á prósentum hjá lög- reglunni?" Ein í leðurjakka kaup og keypt peysu á 500 krónur eða einhveija aðra verzlun og keypt peysu sem kostaði þrisvar sinnum meira. Á meðan beðið var eftir svari frá framleiðandanum fór ég enn í Storkinn og tók gam út á andvirð- ið og fékk 10% afslátt, en ég þurfti að borga 1.005. krónur á milli þar sem ég keypti meira magn af gami. Eftir að ég byijaði að pijóna úr því sá ég að ég myndi ekki vera ánægð með það svo að ég fór aftur í verzl- unina snemma morguns til að skila afganginum. Þá hitti ég ekki eig- andann, heldur eldri konu sem var þar víð afgreiðslu. Hún sagðist ekki geta endurgreitt mér gamið vegna þess að ekkert væri komið í kass- ann svona snemma á morgnana. Nú, ég fór heim með innleggsnótu. Tveimur dögum síðar lá leið mín enn á ný í Storkinn, þá var liðinn um það bil einn og hálfur mánuður frá því að ég skilaði peysunni, hún var nú komin frá framleiðandanum og með þeim skilaboðum, að hún hefði verið þvegin upp úr of sterku þvottaefni! Eg fékk innleggsnótuna endurgreidda, tók peysuna og fór heim. Ástæðan fyrir því, að ég er að rekja þessa sögu hér er sú, að ég hef verið að velta fyrir mér afstöðu kaupmannsins til viðskiptavinarins. Ef málið hefði verið afgreitt strax með því að bjóða mér einhvers kon- ar bætur umfram endurgreiðslu gamsins eða að láta þessar 1.005. krónur liggja á milli hluta, væri ég ánægðari viðskiptavinur. Þá hefði ég ekki þurft að leggja á mig allar þessar ferðir til Reykjavíkur, því í raun og vera þarf ég ekki að sækja þangað neina þjónustu. Reyndar er peningahliðin ekki aðalmálið, held- ur það að vinnan sem lögð var í peysuna sé einskis metin. Fram- vegis held ég mig við gamaverzlanir míns heimabæjar, þar hef ég ætið fengið góða þjónustu. Júlía Svavarsdóttir Leðurklæddum mismunað Víkverji skrifar Nýlega sat Víkveiji framan við sjónvarpið og horfði á fréttir Stöðvar 2. Þar var einn fréttamann- anna að ijalla um frétt, sem snerti Dani og notaði hann þá hnjóðsyrðið „bauni“ um mann danskrar ættar. Þótt ýmislegt leyfíst í sumum fjöl- miðlum, sem sást ekki áður, fannst Víkveija hér kasta tólfunum. Orða- lag sem þetta er slík móðgun við frændþjóð okkar Dani, að hafí stjómendur fréttastofu Stöðvar 2, einhveija sómaatilfínningu, ættu þeir að biðjast opinberlega afsökun- ar á málfari fréttamannsins. Orðfæri sem þetta tíðkaðist kannski hér á áram áður manna í milli. Þá bryddaði lfka á þvi meðal fólks að það væri haldið svokölluðu Danahatri. Það er guði sé lof löngu liðin tíð, enda hefur þessi frændþjóð okkar komið fram við okkur íslend- inga af slíkri vinsemd og virðingu síðustu áratugi að einsdæmi er I viðskiptum þjóða. Hefðu Islenzku handritin t.d. verið í söfnum annars staðar en I Danmörku, hefðum við aldrei endurheimt þau. Handrit era og í fleiri höfuðborgum en Kaup- mannahöfn og ólíklegt er að þau komi nokkra sinni til íslands sem eign íslendinga. XXX Ekki alls fyrir löngu sló Dag- blaðið Vlsir upp frétt þess efnis að flölskylda ein I Hafnarfírði væri svo bágstödd, að hún yrði að hýr- ast I tjaldi I bæjarlandinu. Þetta var I senn ákaflega nöturleg frétt og slæmt til þess að vita, að svo mik- ill húsnæðisskortur væri I Firðinum, sem raun bar vitni. En þegar neyð- in er stærst, er hjálpin næst - eins og segir I máltækinu. Góðhjartaður Hvergerðingur hafði samband við blaðið og bauðst til þess að láta húsnæðislausu flölskylduna hafa fbúð endurgjaldslaust, hún þyrfti ekki einu sinni að greiða fyrir raf- magn og hita. Þar með virtust húsnæðisvandræði fjölskyldunnar leyst, a.m.k. I bili. Þessari skyndilegu lausn var einnig slegið upp I blaðinu og glödd- ust menn mjög. En þriðja daginn kom svo frétt, þar sem rætt var við fjölskylduföðurinn í tjaldinu. Nei, hann gat því miður ekki þegið hið góða boð Hvergerðingsins. Hann vildi ekki búa í Hveragerði, taldi slíkt ótækt vegna þess að kona sfn væri hjartveik. Og nú er spum- ing, hvort er hjartveik kona betur komin í tjaldi í Hafnarfírði eða í íbúð með ókeypis hita og rafmagni austur f Hveragerði? XXX Nokkrir íslendingar vora staddir I Moskvu á dögunum. Þar sáu þeir sér til mikillar furðu, að reykingar vora bannaðar á Rauða torginu. Nú, þar sem torgið er úti undir bera lofti, sáu þeir vart ástæðu til bannsins og Islending- amir veltu þessu mikið fyrir sér. Áræddu þeir því að spyija Rússa, en enginn vissi ástæður bannsins. Loks fundu íslendingamir sjálfír svarið og virtist það liggja I augum uppi „Rauða torgið" væri auðvitað alþjóðlegur flugvöllur!? Sagt er, að Rússunum hafi ekki stokkið bros, þegar þeir heyrðu þessa skýringu á reykingabanninu. XXX Segja má, að farsímakerfi Pósts og sfmá sé ónýtt eins og það er í dag. Víkveiji hefur oftar en einu sinni þurft að ná I menn f bflasíma og er slfkt gjörsamlega vonlaust. Meira að segja hefur verið reynt að nota 02, langlfnuþjónustuna, til þess að ná f númer, en allt hefur komið fyrir ekki. Samt sem áður ætlazt Póstur og sími til þess að menn greiði fullt afnotagjald af sím- unutn, þótt langt sé frá að menn hafí af þeim full not. Þessi þjónusta þætti ekki góð, ef um einkafyrirtæki væri að ræða. Hér er hins vegar um einokunarfyr- irtæki að ræða. Því hljóta stjómvöld nú að íhuga, hvort ekki eigi að gefa símaþjónustu frjálsa, rétt eins og gert var f útvarps- og sjón- varpsmálum. Slíkt ástand sem þetta kemur heilbrigð samkeppni f veg fyrir. Það ástand, sem nú ríkir í farsímamálum er vegna skorts á samkeppni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.