Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987 fclk f fréttum Vatnsfæðing í heimahúsi Á kanóum í Kanada Morgunbladið/KGA Helga Nína Heimsdóttir og Vilma dóttir hennar ásamt syninum ný- fædda sem fengið hefur nafnið Kolbeinn. að vakti mikla athygli þegar íslensk kona fæddi bam of- aní vatnsnuddpotti í heima- húsi í Reykjavík nú í síðustu viku. Ríkissjónvarpið myndaði fæðinguna og var hún sýnd í fréttatíma á mið- vikudagskvöldið. Helga Nína Heimisdóttir heitir konan sem kaus þessa óvenjulegu fæðingaraðferð sem enn a.m.k. hefur ekki rutt sér til rúms hér á landi. Hun ól heil- brigðan og myndarlegan son sem hún hefur nefnt Kolbein. Ljósmóðir var viðstödd fæðinguna sem gekk í alla staði vel fyrir sig. Blaðamaður Morgunblaðsins heimsótti Helgu Nínu til að spyija hana nánar út í það hvers vegna hún hefði valið að fæða í vatni. „Eg sá mynd um vatnsfæðingar í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum og heillaðist þá af þessarri aðferð. Ég veit af einni eða fleiri íslenskum 's konum sem hafa fætt í vatni erlend- is en hef ekki hitt neina. Vatns- fæðingar hafa lengi tíðkast á ýmsum fæðingarstofnunum í Evr- ópu, m.a.í Frakklandi og Svíþjóð og sjálf hafði ég kynnt mér vatns- fæðingar í Gentofte í Danmmörku. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að gera þetta opinbert í fjölmiðlum er m.a. sú að ég tel það mikið baráttu- mál að konum verði gefinn kostur á að fæða í vatni á fæðingarstofn- unum hér á landi“. > Helga Nína er einstæð móðir og á eina dóttur sem hún ól með hefð- bundnum hætti. „Fæðingamar eru þó ekki sambærilegar því ég var deyfð þegar ég átti hana en ekkert núna. Því get ég ekki borið saman hvor aðferðin sé sársaukaminni. Helstu kostimir við að fæða ofaní vatni eru að manni tekst að slaka betur á og verður allur meðfæri- legri. Þessi aðferð er að mínu mati bæði betri og manneskjulegri. Sum- ir bamalæknar haf látið í ljós ótta við að böm gætu drukknað ef þau fæddust ofaní vatni en ég lét það ekki aftra mér. Hvers vegna skyldi bamið frekar drukkna í 37 gráðu heitu vatninu í pottinum en í leg- t vatninu? Ég held að hann (sonurinn) hafi brugðist vel við fæðingunni og síður en svo orðið fyrir neinu áfalli, hann hefur verið mjög rólegur. Það er kannski vert að taka það fram að ég hef stundað sund á hvetjum degi síðan í maí. Fólk hef- ur ftirðað sig á því hvað konan væri að gera í sundi, komin á steyp- irinn, en ég gerð þetta til þess að venjast vatninu og verða öruggari í vatni. Fæðingin sjálf gekk frekar seint. Ég var rúman sólarhring í aðstöðunni og fór ofaní vatnið öðru hveiju. Þegar fæðingin var síðan komin af stað var ég u.þ.b. klukku- tíma ofaní vatninu. Góður kunningi minn var viðstaddur fæðinguna ásamt ljósmóðurinni sem aðstoðaði og gekk allt vel fyrir sig enda mikil- vægt að hafa gott fólk hjá sér. Sonurinn leit síðan dagsins ljós kl. 13:04 á miðvikudeginum. Ég vil nota tækifærið og koma á fram- færi þakklæti til allra þeirra sem aðstoðuðu við fæðinguna svo og þeirra sem áttu aðstöðuna. Ég sé ekki eftir að hafa valið þessa leið við fæðinguna. Þetta var vissulega erfitt og miklu meira umstang í kring um það enég hafði gert mer grein fyrir, en það var vel þess virði. Þessi aðferð er mjög þægileg fyrir móðurina þó vissulega sé hún erfiðari fyrir lækna og að- stoðarfólk. Það er mín skoðun að æskilegt væri ef hægt yrði að bjóða íslenskum konum upp á þennan möguleika í framtíðinni" sagði Helga Nína að lokum. AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐ7RYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1984-1. fl.A 01.08.87-31.01.88 kr. 243,86 ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um s.kírteinin. Reykjavík, júlí 1987 SEÐLABANKIÍSLANDS Hertogahjónin af Jórvík sem verið hafa í heimsókn í Kanada, lögðu á mánudag- inn af stað í tveggja vikna óbyggða- ferð þar sem þau munu róa á kanóum eftir Yukon ánni í norð- vestur hluta Kanada. Þau hafa heimsótt ijölmarga merka staði og verið viðstödd hátíð- legar athafnir af ýmsu tagi í þessarri heimsókn en ætla nú að eyða tveimur vikum í ævintýraferð Hertoginn af Jórvík flettir frá sér jakkanum til að sýna áletrun þar sem stendur „Almost famous", eða „Næstum frægur". Emanuel Ungaro á heiðurinn af þessum flegna jakka með 18.aldar sniði. Jakkinn er úr blúnduklæddu satini; í senn rómantískur og dálítið djarfur. Kvenlegir kvöldkjólar Tískuhönnuðir Parísarborgar sýndu nú á mánudaginn haust- og vetrartískuna 1987-88. Ljóst er að framundan eru strangir megrun- arkúrar og trimm, a.m.k. hjá þeim sem hyggjast fylgja þeirri línu sem hátískuhönnuðirnir hafa lagt fyrir veturinn. Aðskornir kjólar eru alls- ráðandi og er pilsfaldurinn yfírleitt hafður rétt ofanvið hné. Áhersla er lögð á kvenlegar línur og þá fyrst og fremst grannt mitti. Pilsin eru látin falla þétt að svo mjaðmirnar komi vel fram og ekki sakar að geta státað af dálitlum barmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.