Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 30
30_________ Austur-Kína MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JUU 1987 Fellibylurinn Alex veldur mannskaða Seoul, Reuter. í GÆR sveigði fellibylurinn Alex í átt til Kóreuskagans eftir að hafa valdið manntjóni og eign- askaða í kínverska héraðinu Zhejiang. Þar týndu 38 manns lífi í fyrradag og 200 slösuðust. Rétta svefnlyfið: „Hlýtt og mjúkt“ Lundúnum, Reuter. Bresku neytendasamtökin hafa nú gert uppreisn gegn svefntöflum og róandi lyfjum og ráðleggja heilbrigðisstéttunum að nota náttúrulegri meðul. Sam- tökin hafa fengið lækna í lið með sér og einn þeirra, Andrew Herx- heimer, segir að allt „hlýtt og mjúkt“ geti hjálpað upp á svefn- inn. Læknirinn flýtti sér þó að skilgreina nánar hvað hann ætti við, og sagð- ist til að mynda ekki mæla með „heitum drykkjum" á borð við viskí eða koníak, því að slíkt setti augun í sumum á stilka í stað þess að loka þeim hægt og hljótt. Hins vegar væri heitt bað, lestur leiðinlegrar bókar eða smáskammtur af kynlífi meðal þess, sem fólk ætti að taka sér fynr hendur fyrir svefninn. Neytendasamtökin segja að hlý og mjúk iðja af þessu tagi ætti að geta vanið þrjá fjórðuhluta svefnp- illuætna af töfluátinu. Japanir óttuðust að fellibylurinn Wynne færi fljótlega yfir suður- hluta landsins og talið var mögulegt að hann herjaði á Kór- euskaganum eftir fáeina daga. Auk manntjónsins eyðilögðust 22 brýr og 32 háspennurafmagns- staurar í Zhejiang og nokkur hundruð fiskibátar skemmdust einnig. Búist var við miklum rigningum í Seoul og nágrannabyggðum en þar misstu yfir eitt hundrað manns lífið í byrjun vikunnar í miklum flóð- um og skriðuföllum. Undanfarnar þrjár vikur hafa nær 600 manns farist í náttúruham- förum í Suður-Kóreu. Um tíundi hluti allra landbúnaðarsvæða í landinu hefur orðið fyrir flóðum í þessum mánuði og hafa þau valdið miklum erfiðleikum í rísræktinni sem er mikilvægasta grein land- búnaðarins. Embættismenn í landbúnaðarráðuneytinu sögðu að hundruð þúsunda tonna af rís hefðu eyðilagst en bættu því við að næg- ar birgðir væru til í landinu til að fylla upp í skörðin. Mat, teppum og lyfjum hefur verið úthlutað til tugþúsunda nauð- staddra sem víða hafa sest að í skólabyggingum. Þrátt fyrir loforð ríkisstjórnarinnar um hjálp til allra hafa borist fregnir af mótmælum óánægðra sem kvarta undan skorti á brýnustu nauðsynjum. Reuter Francesco Cossiga, forseti Italíu, og Giovanni Goria forsætisráðherra að lokinni embættistöku 47. ríkis- stjórnarinnar frá stríðslokum. 47. sljórnin á Ítalíu frá stríðslokum: Talin fallvölt og1 ólíkleg tíl langlífís Róm, Reuter. Norður-Ítalía: Skriða hleypur á þijú þorp Ottast aö 26 manns hafi farist Sondrío, Ítalíu, Reuter. ÓTTAST er, að 26 manns hafi farist þegar mikil skriða féll á þrjú fjallaþorp á Norður-Ítalíu og færði þau alveg á kaf. Hafði fólk áður flúið tvö þorpin af ótta við skriðuföll en talið var, að því þriðja væri óhætt. Skriðan var einn km á breidd og er áætlað, að um 10 milljónir rúm- metra af jarðvegi, gijóti og föllnum tijám hafi sópast ofan í Adda-dal- inn. Þorpin Sant’Antonio Morign- one og Morignone, sem voru mannlaus, hurfu alveg undir skrið- una en hún náði einnig til þorpsins Aquilone, sem er allhátt í fjallshlíð- inni hinum megin í dalnum. Hafði það verið talið alveg öruggt. Á Norður-Ítalíu hefur gengið á miklum rigningum eins og annars staðar í Norður-Evrópu en í suður- hluta landsins hefur fólk látist af völdum mikilla hita. I þorpi nokkru í Kalabríu-héraði gerðist það í fyrradag, að líkkistur, sem átti að fara að grafa í kirkjugarðinum, sprungu sundur í hitanum. Fertugasta og sjöunda ríkis- stjórnin á Ítalíu eftir stríð sór í gær embættiseið sinn og batt þar með enda á stjórnarkreppu, sem staðið hefur í fimm mánuði. For- ystu fyrir henni hefur Giovanni Goria úr flokki kristilegra demó- krata en hann er 44 ára að aldri og yngsti forsætisráðherra í 40 ára sögu ítalska lýðveldisins. Að nýju stjórninni standa fimm flokkar, Kristilegi demókrataflokk- urinn, Sósíalistaflokkurinn, Repú- blikanaflokkurinn, Sósíaldemó- krataflokkurinn og Fijálslyndi flokkurinn, en þeir hafa haldið sam- an um stjórnartaumana sl. sex ár. Nýju ráðherrarnir 30 sóru embætt- iseiðinn í Quirinal-forsetahöllinni en búist er við, að þingið játi stjóm- inni traust sitt og tryggð um miðja næstu viku. Goria lék á als oddi eftir embætt- istökuna, augljóslega ánægður með hvernig til hafði tekist, en þegar hann var beðinn að segja nokkur vel valin orð, sagði hann aðeins, að nú væri nóg sagt að sinni og kominn tími til að láta hendur standa fram úr ermum. Fyrri stjórn sömu flokka féll 3. mars sl. en Bettino Craxi, leiðtogi Sósíalista- flokksins, veitti henni forstöðu í hálft fjórða ár. Einkenndist sá tími af meiri stöðugleika en ítalir hafa löngum átt að venjast. Stjórnarmyndunin nú var nokk- urs konar einvígi á milli sósíalista og kristilegra demókrata, sem hvor- irtveggju bættu stöðu sína í síðustu kosningum. Að Goria skyldi takast að mynda stjórn getur hann þakkað því, að hann er vel látinn, jafnt af pólitískum andstæðingum sínum sem samheijum, og einnig því, að nú er ágústmánuður á næstu grös- um og þá vilja stjórnmálamenn ekki síður en aðrir komast í frí og burt úr borgunum. Ekki er þó búist við, að mikil eining muni setja mark sitt á samstarfið og hætta taliri á, að upp úr sjóði að lokinni umdeildri þjóðaratkvæðagreiðslu í haust um kjamorkuvinnslu og ábyrgð dóm- ara. í þeim málum em sósíalistar og kristilegir demókratar mjög á öndverðum meiði. Af ráðherrunum 30 em 15 kristi- legir demókratar, átta sósíalistar, þrír repúblikanar, þrír sósíaldemó- kratar og einn fijálslyndur. 16 þeirra hafa ekki gegnt ráðherra- embætti áður, þar á meðal Giuliano Amato, hægri hönd Craxis, en hann er íjármálaráðherra og varaforsæt- isráðherra. Aðeins einn ráðherr- anna er kona, Rosa Russo Jervolino úr flokki kristilegra demókrata, og fer hún m.a. með málefni kvenna. Aldursforsetinn er Amintore Fan- fani, tæplega áttræður að aldri og hefur verið forsætisráðherra sex sinnum, en Giulio Andreotti, sem hefur verið forsætisráðherra fimm sinnum, fer áfram með utanríkis- málin. Bettino Craxi á ekki sæti í stjóminni. Japan dýr- asta landið Tókíó, Reuter. í nýútkominni skýrslu, sem sam- in var á vegum japanskra sljórn- valda, segir að vörur og þjónusta innanlands séu dýrari í Japan en í nokkru öðru iðnvæddu landi í heimi. Á þeðal þess sem dýrast er, eru matvæli, sígarettur, menntun og skemmtanir. Verðlag er 57% hærra í Japan en í Bretlandi, 49% hærra en á Ítalíu, 30% hærra en í Bandaríkjun- um og 22% hærra en í Frakklandi. Þunglamalegum stjórnvaldsreglum er einkum kennt um hið háa verð- lag, sem séu til þess fallnar að draga úr samkeppni. Tekið er fram, að öðru fremur þurfí að draga úr afskiptum hins opinbera af verðlagi á búvörum. Geta moskítóflugan og önnur skordýr flutt alnæmisveiruna? GETA moskitóflugan, sem ber sjúkdóma eins og malaríu og gulu, einnig flutt með sér hinn banvæna sjúkdóm alnæmi.? Þessi spurning kom upp 1985, er rannsóknastofnun ein i At lanta í Bandaríkjunum (Centers for Disease Control, CDS) lét rannsaka hóp alnæmissjúkl- inga, sem komu frá svæði, Belle Glade í Florida, þar sem mikið er um moskítóflugu. Athygli vakti, hve skammt var á milli þessara alnæmistilfella. Fyrir skömmu vakti blaðið Constitution í Atlanta enn upp óttann við Moskítófluguna með því að birta bráðabirgðaniðurstöð- ur rannsókna, sem hópur vísinda- manna hafði framkvæmt á vegum bandaríska heilbrigðisráðuneytis- ins. Þessar niðurstöður voru á þann veg, að vissulega mætti draga þá ályktun að alnæmisveir- an gæti borizt með moskitóflug- unni, er hún sýgur blóð. Vísindamenn, sem rannsaka alnæmisveiruna, hafa litið á það Moskítóflugan. Enn á ný velta menn því fyrir sér, hvort hún geti flutt með sér alnæmisveiruna. sem hliðarverkefni að ganga úr skugga um það, hvort fregnir um veiruna í moskítóflugum, veggja- lúsum og jafnvel tárum væru sannar. Aðalspurningin er ekki, hvort veiran geti falizt einhver staðar eða hvort skordýr geti flutt hana milli manna, heldur hvort veiran geti valdið eyðnissýkingu, ef svo er. Vísindamenn hafa nú dregið úr þeirri tilgátu, að þessi hvim- leiðu skordýr sýktu fólk með alnæmisveirunni. í fyrsta lagi nær veiran ekki að fjölga sér innan í moskítóflugunni, eins og hún ger- ir í blóði fólks. Þá fínnst hún ekki heldur í munnvatni skordýra, en með því berast venjulega þær sýkingar, sem rekja má til skor- dýra. Jafnvel undir fullkomnustu skilyrðum á rannsóknastofum hefur vísindamönnum ekki tekizt að koma fram alnæmissýkingu með moskítóflugum eða öðrum skordýrum. Rannsóknir CDS-stofnunar- innar, sem getið var hér í upp- hafi á fólki frá Belle Glade, leiddu ekki í ljós neina alnæmissýkingu nema hjá þeim, sem tilheyrðu hefðbundnum áhættuhópum og rekkjunautum þeirra. Eða eins og haft var eftir talsmanni CDS- stofnunarinnar fyrir skömmu: „Ef moskítóflugur flytja veiruna, þá eru þær mjög vandfýsnar í vali sínu á, hveija þær bíta."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.