Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987 45 PANASONIC FOTORAFHLAÐAN Ferðir Útivistar um verslunarmaimahelgina AÐ VENJU býður ferðafélagið Útívist upp á úrval ferða fyrir almenning um verslunarmanna- helgina bæði um byggðir og óbyggðir. Að þessu sinni er boðið upp á 6 lengri ferðir um helgina, auk dagsferða alla frídagana. Farið verður í eftirfarandi ferð- ir: 1. Lakagígar—Leiðólfsfell— Eldgjá. Gist er tvær nætur við Blágil sunnan Lakagíga og síðustu nóttina við Eldgjá. Gengið verður um Lakagígasvæðið og einnig ekið um nýjan línuveg er liggur að Leið- ólfsfelli. Þaðan er falleg gönguleið að Skaftárdal í Skaftártungum. Á heimleið er höfð viðkoma í Eldgjá hjá Ófærufossi og í Landmanna- laugum. 2. Núpsstaðarskógar. Þetta er staður vestan Skeiðaráijökuls sem enn er lítt þekktur en gefur okkar fegurstu ferðamannastöðum lítið eftir. Tjaldað verður við skógana og farið í gönguferðir þaðan. 3. Skagafjörður—Drangey— Kjölur. Ekið verður um byggðir til Skagafjarðar og dvalið tvær nætur á bænum Fagranesi. Siglt verður í Drangey en það er ferð sem enginn gleymir. Einnig verður litast um í Skagafírði og á sunnudag er haldið suður Kjöl og gist eina nótt í skála þar. 4. Þórsmörk. í Básum, Þórs- mörk, á Utivist tvo góða gistiskála og þar verður gist í þrjár nætur í Sumarslátr- un hafin í Homafirði Sumarslátrun í sláturhúsi Kaup- félags Austur-Skaftfellinga á Höfn í Hornafirði á þriðjudag. Slátrað verður 100 lömbum á viku í 6—7 vikur, eða fram að hefðbundinni sláturtíð. Stefnt er að því að halda áfram slátrun að henni lokinni, allt fram að jólum, þannig að ófryst kjöt verð- ur á boðstólum fyrir neytendur það sem eftir er ársins. Slátrað er á mánudögum og kjöt- ið kemur á markað í Reykjavík á miðvikudagsmorgun. Það er selt í þeim verslunum sem viðskipti eiga við Búvörudeild Sambandsins, en meðal þeirra eru Mikligarður, Hag- kaup, Kaupstaður og KRON-versl- amimar. Þetta er þriðja árið í röð sem sumarslátrun fer fram á vegum Búvörudeildarinnar, fyrri tvö árin var slátrað í Borgamesi. Verðið á þessu ferska kjöti er núna 30% hærra í heildsölu en á frystu lamba- kjöti, kostar 315 krónur í stað 241,70 króna en mun fara stiglækk- andi fram að sláturtíð. (Fréttatilkynnmg) ferð sem hefst á föstudagskvöld kl. 20.00 en einnig er boðið upp á ferð sem hefst á laugardagsmorgni kl. 8.00. Hægt er að fara heim úr þess- um ferðum á sunnudegi ef fólk óskar þess. Básar em þegar orðinn þekktur staður fyrir friðsæll og er verslunarmannahelgin þar engin undantekning ef marka má reynslu undanfarinna ára. Útivist hefur umsjón með tjald- svæðum á Goðalandi sunnan Krossár og er vissara að panta pláss ef um hópa er að ræða. 5. Fimmvörðuháls—Básar. Á laugardagsmorgun verður haldið austur að Skógum og gengið eftir Fimmvörðuhálsi í Bása og gist þar. Hægt er að fara heim á sunnudegi eða mánudegi. 6. Hornstrandir—Hornvík. Þessi ferð fer af stað frá Reykjavík fímmtudagsmorguninn 30. júlí með rútu eða flugi á fímmtudagskvöldi. Farið verður frá ísafírði á föstudegi kl. 14 með skipi til Homvíkur, en þar verður höfð tjaldbækistöð til mánudags. Gönguferðir verða á ýmsa áhugaverða staði í nágrenn- inu, t.d. Hombjarg og Hvannadali. A laugardag, sunnudag og versl- unarmannafrídaginn verða eins- dagsferðir í Þórsmörk er allar hefjast kl. 8. Dagsferð sunnudags- ins 2. ágúst verður í Seljadal og mánudaginn kl. 13 verður gengin gömul kaupstaðarleið til Eyrar- bakka. Nánari upplýsingar fást á skrif- stofunni, Grófínni 1. (Fréttatilkynnintf) Gœðanna vegna! FINNPU Sú rétta í myndavélina. Það ólgar og hvissar. Það er fútt í Só/ðós/ SÓL Þverholti 17-21, Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.