Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987 RÚV kannar vinsældir barna- og unglingaefnis í sjónvarpi: Fyrirmyndarfaðir langvinsælastur Ahugi á skólasjónvarpi Samkvæmt skoðanakönnun, sem SKÁÍS hefur unnið fyrir Rikisútvarpið-Sjónvarp, njóta ýmsir erlendir sjónvarpsþættir fyrir börn og unglinga meiri vin- sælda en innlent efni af sama Millisvæðamótíð í Szirak: Jóhann vann í 22 leikjum JÓHANN Hjartarson vann enska stórmeistarann Glenn Flear með svörtu á millisvæðamótinu i Szir- ak i gær. Þegar tíu umferðum af sautján er lokið á mótinu er Jóhann i 2.-4. sæti með 7 vinn- inga. Að sögn Elvars Guðmunds- sonar, sem er Jóhanni til aðstoðar á mótinu, var skákin við Flear mjög létt. Þegar Eng- lendingurinn gafst upp var hann aðeins að tapa einu peði, en með vonlausa stöðu. Önnur úrslit í tíundu umferðinni urðu þau að Nunn vann Ljubojevic með svörtu með því að beita hinni svonefndu Marshall-árás. Salov vann Allan, Velimirovic vann Tod- orcevic, Adoijan vann Bouaziz og þeir de Villa og Marin gerðu jafn- tefli. Tveimur skákum var ólokið. Andersson hafði betri stöðu gegn Christiansen, en skák þeirra Ljubojevic og Portisch úr fyrri um- ferð lauk með sigri hins fyrmefnda. Staðan efstu manna á mótinu er nú þessi: 1. Beljavsky (Sovétríkjunum) 7 v. og einni skák ólokið. 2. -4. Jóhann Hjartarson, Nunn (Englandi) og Salov (Sovétríkjun- um) 7 v. 5.-6. Ljubojevic (Júgóslavíu) og Portisch (Ungveijal.) 6V2 v. 7. Milos (Brazilíu) 5*/2 v. 8. Andersson (Svíþjóð) 5 v. og einni ólokið. 9. Velimirovic (Júgóslavíu) 5 v. toga. Þegar apurt var um óskir varðandi nýtt efni kom fram al- mennur áhugi á skólasjónvarpi, sérstökum íþróttaþáttum fyrir börn, kynningu á starfsgreinum og ekki sízt bíómyndum. Hjá yngsta hópnum, 3-6 ára, er mest horft á Villa spætu og Mynda- bókina, hjá 7-9 ára og 10-12 ára á Fyrirmyndarföður og Villa spætu og loks meðal 13-16 ára á Fyrir- myndarföður og bíómyndir. Meðal annars efnis, sem böm og unglingar lögðu sérstaka áherzlu á, vóm bíómyndir, dýralífsmyndir, teiknimyndir, gamanþættir, innlent bamaefni, spumingaþættir, fræðsluþættir, íþróttaþættir, fram- haldsmyndaþættir, fréttamyndir fyrir böm, tónleikar, trúfræðsla o.fl. (hér talið í vinsældaröð). Fram kom í könnuninni að sjón- varpstæki var á 99,5% heimila, sem könnunin náði til, myndbandstæki var á 57,2% heimila og tölvuspil (oft tengd sjónvarpi) á 45% heimila. Vinsælasti útsendingartíminn reyndist milli kl. 18 og 19 á sunnu- dögum og 18.30 og 19.30 á laugardögum. Þegar spurt var um aðra æskilega sýningartíma var mestur áhugi á eftirmiðdögum virka daga og laugardags- og sunnudagsmorgnum. Hólabrekkusókn: Sr. Guðmundur Karl Ágústs- son kjörinn sóknarprestur FYRSTI prestur Hólabrekku- sóknar í Breiðholti _ er sr. Guðmundur Karl Ágústsson fyrrum sóknarprestur í Ölafsvík. Hann var valinn á kjörfundi sóknamefndar { gærkvöldi úr hópi þriggja umsækjenda. Nöfn hinna tveggja verða ekki gefín upp, að sögn sr. Ólafs Skúlasonar dómpróf- asts. Þar með hafa tveir prestar verið valdir úr hópi umsækjenda samkvæmt lögum sem afhámu prestkosningar og í báðum tilvikum var gætt nafnleyndar. Með kjöri sr. Guðmundar Karls em sóknarprest- ar í Reykjavíkurprófastsdæmi orðnir 22 talsins. Hann er 34 ára gamall, var vígður í júní árið 1981 og hefur þjónað á Ólafsvík frá þeim tíma. Sr. Guðmundur Karl er kvæntur Hjördísi Birgisdóttur hjúkmnarforstjóra. Þau eiga þijú böm. Á myndinni em prestshjónin fyrir miðju í fremri röð milli séra Olafs Skúlasonar dómprófasts og Jóns Sigurðssonar sóknamefnar- formanns. Auk þeirra em á myndinni lqormenn Hólabrekkupre- stakalls. Víglundur Þorsteinsson formaður FII um söluskatt á matvæli: Vinnslustöðvum hlíft á kostnað iðnfyrirtækja „VIÐ HÖFUM rökstuddan grun um að listinn yfir þau matvæli sem undanþegin eru 10% sölu- skatti hafi verið vísvitandi snið- inn að þvi að hlífa vinnslustöðv- um landbúnaðarins en skatturinn með ráðnum hug lagður á iðnfyr- irtæki í samkynja framleiðslu," sagði Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðn- rekenda í samtali við Morgun- blaðið. „Fyrsta athugun okkar á því hvem- ig undanþágumar á söluskattinum koma niður leiddu ýmislegt í ljós sem við teljum að sé ekki tilviljun heldur vísvitandi mismunum. Sem dæmi má nefna að fryst eða Hamarshúsið: Bygmngancfnd sviptir byggmgameistara leyfi BYGGINGANEFND Reykjavik- ur hefur samþykkt samhljóða að Ólafur S. Bjömsson hús- asmíðameistari verði sviptur viðurkenningu til að starfa sem húsasmíðameistari í Reykjavík, vegna brota á byggingareglu- gerð við framkvæmdir í Hamarshúsi að Tryggvagötu 4 til 6. Þá var samþykkt að veita hönnuði lagna og pípulagninga- meistara hússins alvarlega áminningu. Að sögn Hilmars Guðlaugssonar formanns bygg- inganefndar mun þetta vera í fyrsta skipti sem bygginga- nefnd beitir heimild í bygginga- reglugerð Reykjavíkur með þessum hætti. í bókun bygginganefndar segir „Bygginganefnd samþykkir um- sögn skrifstofustjóra borgarverk- fræðings varðandi Tryggvagötu 4-6 (Hamarshúsið), dags. 27. júlí sl. og þær tillögur, sem þar koma fram um réttindasviptingu og áminningar. Bygginganefnd krefst þess að byggingarleyfíshafí, Hamar hf., framkvæmdaraðilinn, Uppbygg- ing hf., og húsasmíðameistarinn, Ólafur Bjömsson, sjái til þess að nýir iðnmeistarar skrái sig sem ábyrgðaraðila á þeim verkþáttum, sem ólokið er við. Jafnframt krefst bygginganefnd að ofangreindir aðilar ljúki við eftirtalda verk- þætti fyrir 26. ágúst nk., að viðlögðum dagsektum kr. 10.000 á dag: a) Settar verði A-60-hurðir til að loka geymslurými. b) Gengið verði frá útgangi á suðurhlið frá geymslum. c) Komið verði fyrir sjálfvirkri reykútloftun frá geymslum. d) Gengið verði frá útloftun á sorpgeymslu og gengið frá niður- föllum. e) Sett verði klæðning í flokki 1 í samráði við eldvamareftirlitið neðan á gólf svala eða frá gólfí gengið á annan hátt, sem eld- vamareftirlitið og Brunamála- stofíiun samþykkja. f) Gengið verði frá undirstöðum stálsúlna sem halda uppi svölum. g) Gluggi verði settur á íbúð á 4. hæð, suðurhlið, sem auðkennd er 04.06. eins og sýnt er á bygg- inganefndarteikningu. h) Hurð á eystri sorpgeymslu verði eins og samþykkt bygginga- nefndarteikning sýnir og lagnir verði eins og samþykktar bygg- inganefndarteikningar sýna. i) Lóð verði frágengin eins og hún er sýnd á samþykktri bygginga- nefndarteikningu. Bygginganefnd krefst þess einnig að lagðir verði fyrir nefnd- ina uppdrættir, sem sýni innrétt- ingar eins og þær voru framkvæmdar. Uppdrættimir skulu berast bygginganefnd fyrir 24. ágúst nk. Krafa þessi felur ekki í sér vilyrði nefndarinnar um að hún muni samþykkja þær inn- réttingar, sem framkvæmdaaðilar hafa staðið fyrir í heimildarleysi." f umsögn Hjörleifs Kvaran skrifstofustjóra borgarverkfræð- ings segir og að: „Til að mynda hefur undirritaður ekki kannað, hvort seljandi hafi gert kaupend- um grein fyrir að verið var að selja eftir teikningum, sem ekki vom samþykktar, hvort kaupend- um hafí verið kynntir samþykktir uppdrættir og þeim gerð grein fyrir þeim frávikum sem seljandi beitti sér fyrir í heimildarleysi, hvort lánastofnanir, þ.á. m. Bygg- ingasjóður ríkisins, hafi lánað út á íbúðimar og hvaða gögn hafí fylgt lánsumsóknum. Þá er ljóst að fasteignamat og bmnabótamat tekur mið af samþykktum upp- dráttum en ekki eignaskiptingu eins og hún er í raun og greiða því eigendur ekki gjöld í samræmi við eignarhlutfall." Að sögn Hilmars Guðlaugsson- ar formanns bygginganefndar, sem Morgunblaðið leitaði til vegna þessa máls, mun þetta vera í fyreta skipti sem starfandi meist- ari er sviptur leyfí til að undirrita bygginganefndarteikningar. Hann sagði að leyfissviptingin væri ótímasett en að hægt væri að sækja um leyfið á ný til bygg- inganefndar. niðursoðið grænmeti skal bera sölu- skatt en ekki ferskt grænmeti. Þetta bitnar til dæmis á fyrirtækj- unum eins og ORA og K. Jónsson sem sjóða niður grænmeti og Sól hf. sem pakkar og frystir græn- meti. Þetta batnar ekki þegar áfram er skoðað. Niðureoðin lifrarkæfa á að bera söluskatt en ekki lifrarkæfa í plastumbúðum. Niðursoðin sviða- sulta skal bera bera söluskatt en ekki sviðasulta sem er keypt í ál- móti eða beint úr kjötborðinu í verelunum. Við teljum þetta vera hina gróf- ustu misbeitingu á reglugerðarvaldi sem við höfum séð í langan tíma og að fjármálaráðherra sé þama að bijóta eina grundvallarreglu íslensks réttarfare, að allir skuli vera jafnir fyrir lögunum. Þetta er gjörsamlega hliðstætt því að dökk- hært fólk yrði látið greiða tekju- skatt en ljóshært þyrfti ekki að gera það. Við höfum snúið okkur til iðnað- arráðherra með þetta mál 0 g vonum að ungur röskur iðnaðarráðherra bretti upp ermamar og leiðrétti svona misbeitingu valds.“ Borgarráð; Sex umsóknir um starf upp- lýsingafulltrúa SEX umsóknir bárust um auglýst starf upplýsingafulltrúa þjá Reykjavíkurborg. Að sögn Bjöms Friðfinnssonar framkvæmdastjóra lögfræði- og stjómsýsludeildar á borgarráð eftir að fjalla um umsóknimar. Ekki fékkst uppgefíð hveijir sóttu um starfið. grein . B856
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.