Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987
RÚV kannar vinsældir barna- og
unglingaefnis í sjónvarpi:
Fyrirmyndarfaðir
langvinsælastur
Ahugi á skólasjónvarpi
Samkvæmt skoðanakönnun,
sem SKÁÍS hefur unnið fyrir
Rikisútvarpið-Sjónvarp, njóta
ýmsir erlendir sjónvarpsþættir
fyrir börn og unglinga meiri vin-
sælda en innlent efni af sama
Millisvæðamótíð í Szirak:
Jóhann vann
í 22 leikjum
JÓHANN Hjartarson vann enska
stórmeistarann Glenn Flear með
svörtu á millisvæðamótinu i Szir-
ak i gær. Þegar tíu umferðum
af sautján er lokið á mótinu er
Jóhann i 2.-4. sæti með 7 vinn-
inga. Að sögn Elvars Guðmunds-
sonar, sem er Jóhanni til
aðstoðar á mótinu, var skákin
við Flear mjög létt. Þegar Eng-
lendingurinn gafst upp var hann
aðeins að tapa einu peði, en með
vonlausa stöðu.
Önnur úrslit í tíundu umferðinni
urðu þau að Nunn vann Ljubojevic
með svörtu með því að beita hinni
svonefndu Marshall-árás. Salov
vann Allan, Velimirovic vann Tod-
orcevic, Adoijan vann Bouaziz og
þeir de Villa og Marin gerðu jafn-
tefli. Tveimur skákum var ólokið.
Andersson hafði betri stöðu gegn
Christiansen, en skák þeirra
Ljubojevic og Portisch úr fyrri um-
ferð lauk með sigri hins fyrmefnda.
Staðan efstu manna á mótinu er
nú þessi:
1. Beljavsky (Sovétríkjunum) 7 v.
og einni skák ólokið.
2. -4. Jóhann Hjartarson, Nunn
(Englandi) og Salov (Sovétríkjun-
um) 7 v.
5.-6. Ljubojevic (Júgóslavíu) og
Portisch (Ungveijal.) 6V2 v.
7. Milos (Brazilíu) 5*/2 v.
8. Andersson (Svíþjóð) 5 v. og einni
ólokið.
9. Velimirovic (Júgóslavíu) 5 v.
toga. Þegar apurt var um óskir
varðandi nýtt efni kom fram al-
mennur áhugi á skólasjónvarpi,
sérstökum íþróttaþáttum fyrir
börn, kynningu á starfsgreinum
og ekki sízt bíómyndum.
Hjá yngsta hópnum, 3-6 ára, er
mest horft á Villa spætu og Mynda-
bókina, hjá 7-9 ára og 10-12 ára á
Fyrirmyndarföður og Villa spætu
og loks meðal 13-16 ára á Fyrir-
myndarföður og bíómyndir.
Meðal annars efnis, sem böm og
unglingar lögðu sérstaka áherzlu
á, vóm bíómyndir, dýralífsmyndir,
teiknimyndir, gamanþættir, innlent
bamaefni, spumingaþættir,
fræðsluþættir, íþróttaþættir, fram-
haldsmyndaþættir, fréttamyndir
fyrir böm, tónleikar, trúfræðsla o.fl.
(hér talið í vinsældaröð).
Fram kom í könnuninni að sjón-
varpstæki var á 99,5% heimila, sem
könnunin náði til, myndbandstæki
var á 57,2% heimila og tölvuspil
(oft tengd sjónvarpi) á 45% heimila.
Vinsælasti útsendingartíminn
reyndist milli kl. 18 og 19 á sunnu-
dögum og 18.30 og 19.30 á
laugardögum. Þegar spurt var um
aðra æskilega sýningartíma var
mestur áhugi á eftirmiðdögum
virka daga og laugardags- og
sunnudagsmorgnum.
Hólabrekkusókn:
Sr. Guðmundur Karl Ágústs-
son kjörinn sóknarprestur
FYRSTI prestur Hólabrekku-
sóknar í Breiðholti _ er sr.
Guðmundur Karl Ágústsson
fyrrum sóknarprestur í Ölafsvík.
Hann var valinn á kjörfundi
sóknamefndar { gærkvöldi úr hópi
þriggja umsækjenda. Nöfn hinna
tveggja verða ekki gefín upp, að
sögn sr. Ólafs Skúlasonar dómpróf-
asts. Þar með hafa tveir prestar
verið valdir úr hópi umsækjenda
samkvæmt lögum sem afhámu
prestkosningar og í báðum tilvikum
var gætt nafnleyndar. Með kjöri sr.
Guðmundar Karls em sóknarprest-
ar í Reykjavíkurprófastsdæmi
orðnir 22 talsins. Hann er 34 ára
gamall, var vígður í júní árið 1981
og hefur þjónað á Ólafsvík frá þeim
tíma. Sr. Guðmundur Karl er
kvæntur Hjördísi Birgisdóttur
hjúkmnarforstjóra. Þau eiga þijú
böm. Á myndinni em prestshjónin
fyrir miðju í fremri röð milli séra
Olafs Skúlasonar dómprófasts og
Jóns Sigurðssonar sóknamefnar-
formanns. Auk þeirra em á
myndinni lqormenn Hólabrekkupre-
stakalls.
Víglundur Þorsteinsson formaður FII um söluskatt á matvæli:
Vinnslustöðvum hlíft á
kostnað iðnfyrirtækja
„VIÐ HÖFUM rökstuddan grun
um að listinn yfir þau matvæli
sem undanþegin eru 10% sölu-
skatti hafi verið vísvitandi snið-
inn að þvi að hlífa vinnslustöðv-
um landbúnaðarins en skatturinn
með ráðnum hug lagður á iðnfyr-
irtæki í samkynja framleiðslu,"
sagði Víglundur Þorsteinsson,
formaður Félags íslenskra iðn-
rekenda í samtali við Morgun-
blaðið.
„Fyrsta athugun okkar á því hvem-
ig undanþágumar á söluskattinum
koma niður leiddu ýmislegt í ljós
sem við teljum að sé ekki tilviljun
heldur vísvitandi mismunum.
Sem dæmi má nefna að fryst eða
Hamarshúsið:
Bygmngancfnd sviptir
byggmgameistara leyfi
BYGGINGANEFND Reykjavik-
ur hefur samþykkt samhljóða
að Ólafur S. Bjömsson hús-
asmíðameistari verði sviptur
viðurkenningu til að starfa sem
húsasmíðameistari í Reykjavík,
vegna brota á byggingareglu-
gerð við framkvæmdir í
Hamarshúsi að Tryggvagötu 4
til 6. Þá var samþykkt að veita
hönnuði lagna og pípulagninga-
meistara hússins alvarlega
áminningu. Að sögn Hilmars
Guðlaugssonar formanns bygg-
inganefndar mun þetta vera í
fyrsta skipti sem bygginga-
nefnd beitir heimild í bygginga-
reglugerð Reykjavíkur með
þessum hætti.
í bókun bygginganefndar segir
„Bygginganefnd samþykkir um-
sögn skrifstofustjóra borgarverk-
fræðings varðandi Tryggvagötu
4-6 (Hamarshúsið), dags. 27. júlí
sl. og þær tillögur, sem þar koma
fram um réttindasviptingu og
áminningar.
Bygginganefnd krefst þess að
byggingarleyfíshafí, Hamar hf.,
framkvæmdaraðilinn, Uppbygg-
ing hf., og húsasmíðameistarinn,
Ólafur Bjömsson, sjái til þess að
nýir iðnmeistarar skrái sig sem
ábyrgðaraðila á þeim verkþáttum,
sem ólokið er við. Jafnframt krefst
bygginganefnd að ofangreindir
aðilar ljúki við eftirtalda verk-
þætti fyrir 26. ágúst nk., að
viðlögðum dagsektum kr. 10.000
á dag:
a) Settar verði A-60-hurðir til að
loka geymslurými.
b) Gengið verði frá útgangi á
suðurhlið frá geymslum.
c) Komið verði fyrir sjálfvirkri
reykútloftun frá geymslum.
d) Gengið verði frá útloftun á
sorpgeymslu og gengið frá niður-
föllum.
e) Sett verði klæðning í flokki 1
í samráði við eldvamareftirlitið
neðan á gólf svala eða frá gólfí
gengið á annan hátt, sem eld-
vamareftirlitið og Brunamála-
stofíiun samþykkja.
f) Gengið verði frá undirstöðum
stálsúlna sem halda uppi svölum.
g) Gluggi verði settur á íbúð á
4. hæð, suðurhlið, sem auðkennd
er 04.06. eins og sýnt er á bygg-
inganefndarteikningu.
h) Hurð á eystri sorpgeymslu
verði eins og samþykkt bygginga-
nefndarteikning sýnir og lagnir
verði eins og samþykktar bygg-
inganefndarteikningar sýna.
i) Lóð verði frágengin eins og hún
er sýnd á samþykktri bygginga-
nefndarteikningu.
Bygginganefnd krefst þess
einnig að lagðir verði fyrir nefnd-
ina uppdrættir, sem sýni innrétt-
ingar eins og þær voru
framkvæmdar. Uppdrættimir
skulu berast bygginganefnd fyrir
24. ágúst nk. Krafa þessi felur
ekki í sér vilyrði nefndarinnar um
að hún muni samþykkja þær inn-
réttingar, sem framkvæmdaaðilar
hafa staðið fyrir í heimildarleysi."
f umsögn Hjörleifs Kvaran
skrifstofustjóra borgarverkfræð-
ings segir og að: „Til að mynda
hefur undirritaður ekki kannað,
hvort seljandi hafi gert kaupend-
um grein fyrir að verið var að
selja eftir teikningum, sem ekki
vom samþykktar, hvort kaupend-
um hafí verið kynntir samþykktir
uppdrættir og þeim gerð grein
fyrir þeim frávikum sem seljandi
beitti sér fyrir í heimildarleysi,
hvort lánastofnanir, þ.á. m. Bygg-
ingasjóður ríkisins, hafi lánað út
á íbúðimar og hvaða gögn hafí
fylgt lánsumsóknum. Þá er ljóst
að fasteignamat og bmnabótamat
tekur mið af samþykktum upp-
dráttum en ekki eignaskiptingu
eins og hún er í raun og greiða
því eigendur ekki gjöld í samræmi
við eignarhlutfall."
Að sögn Hilmars Guðlaugsson-
ar formanns bygginganefndar,
sem Morgunblaðið leitaði til vegna
þessa máls, mun þetta vera í
fyreta skipti sem starfandi meist-
ari er sviptur leyfí til að undirrita
bygginganefndarteikningar.
Hann sagði að leyfissviptingin
væri ótímasett en að hægt væri
að sækja um leyfið á ný til bygg-
inganefndar.
niðursoðið grænmeti skal bera sölu-
skatt en ekki ferskt grænmeti.
Þetta bitnar til dæmis á fyrirtækj-
unum eins og ORA og K. Jónsson
sem sjóða niður grænmeti og Sól
hf. sem pakkar og frystir græn-
meti. Þetta batnar ekki þegar áfram
er skoðað. Niðureoðin lifrarkæfa á
að bera söluskatt en ekki lifrarkæfa
í plastumbúðum. Niðursoðin sviða-
sulta skal bera bera söluskatt en
ekki sviðasulta sem er keypt í ál-
móti eða beint úr kjötborðinu í
verelunum.
Við teljum þetta vera hina gróf-
ustu misbeitingu á reglugerðarvaldi
sem við höfum séð í langan tíma
og að fjármálaráðherra sé þama
að bijóta eina grundvallarreglu
íslensks réttarfare, að allir skuli
vera jafnir fyrir lögunum. Þetta er
gjörsamlega hliðstætt því að dökk-
hært fólk yrði látið greiða tekju-
skatt en ljóshært þyrfti ekki að
gera það.
Við höfum snúið okkur til iðnað-
arráðherra með þetta mál 0 g vonum
að ungur röskur iðnaðarráðherra
bretti upp ermamar og leiðrétti
svona misbeitingu valds.“
Borgarráð;
Sex umsóknir
um starf upp-
lýsingafulltrúa
SEX umsóknir bárust um auglýst
starf upplýsingafulltrúa þjá
Reykjavíkurborg.
Að sögn Bjöms Friðfinnssonar
framkvæmdastjóra lögfræði- og
stjómsýsludeildar á borgarráð eftir
að fjalla um umsóknimar. Ekki
fékkst uppgefíð hveijir sóttu um
starfið.
grein .
B856