Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987 félk í fréttum AP Þrír leikarar í Hvíta húsinu essi mynd var tekin af leikurunum Lou Gos- sett Jr., fyrir miðju, og Clint Eastwood, til hægri, þar sem þeir voru staddir í Hvíta húsinu við hátíðahöld í tilefni herferðar sem nefnist „Ver- ið stolt af Ameríku". Með þeim á myndinni er sjálfur Bandaríkjaforseti, Ronald Reagan, en hann var sem kunnugt er leikari í Hollywood hér á árum áður. Brooke Shields ásamt föður sfnum, Frank, og hálfsysturinni Marinu. Brooke Shields f lutt að heiman Bandaríska kvikmyndastjaman Brooke Shields sem svo sam- viskusamlega hefur varðveitt sakleysi sitt er nú orðin 22 ára gömul og lauk nú nýlega BA prófí í frönskum og rómantískum bók- menntum frá Princeton háskólan- um. Hun fagnaði þó ekki einsömul góðum árangri á prófunum í vor því hún hefur loksins eignast raun- verulegan kærasta og herma sögur að hún sé ástfangin upp fyrir haus. Sá heppni er skólafélagi hennar úr Princeton, Dean Cain að nafni. Brooke hefur nú tilkynnt að hún hyggist flytja að heiman og fá sér íbúð með hinum heittelskaða. Móðir hennar, Tery, er reyndar mjög hrif- in af tengdasyninum tilvonandi en líst þó ekki alls kostar á að Brooke fari strax að búa. Hún hefur gætt hennar eins og sjáaidurs auga sfns frá því hún skyndilega varð heims- Brooke Shields sér ekki sólina fyrir nýja kærastanum, Dean. fræg þegar hún lék bamunga vændiskonu í myndinni „Pretty Baby“, þá aðeins tólf ára gömul. Dean, sem er ári yngri en Bro- oke, leikur með fótboltaliði Prince- ton og féll hún fyrir honum við fyrstu sýn. Hann á enn eftir eitt ár í skólanum en Brooke hyggst nú snúa sér aftur að kvikmyndaleik eftir nokkuð hlé. Þau vilja helst vera saman öllum stundum en bæði eru þau mjög upptekin, Dean býr hjá foreldrum sínum á Malibu en Brooke hefur þurft að sinna hinum ýmsu kvikmynda- og fyrirsætu- störfum í sumar. „Við hreinlega verðum að fá okkur íbúð saman svo við getum hist oftar" segir Brooke, sem hingað til hefur ekki látið karl- menn glepja sig frá námi eða starfí. Hermann Gunnarsson farastjóri þjá Útsýn og tónlistarmaðurinn Manu sem skemmt hefur íslendingum á Spáni í sumar. Mikið fjör á Spáni í sumar — segir Hermann Gunnarsson fararstjóri Utsýnar á Torremolinos Islendingar hafa löngum sótt ákaft í að komast í sólina á Spáni í sum- arfríinu sínu, orðnir langþreyttir á rigningu og roki. Nú eru liðin um 30 ár síðan íslendingar fóru að fara í skipulagðar hópferðir til sólar- stranda Spánar og hefur eftirspum eftir Spánarferðum farið vaxandi ár frá ári. Blaðamaður hitti að máli Hermann Gunnarsson, sem verið hefur fararstjóri á Torremolinos á Spáni, á vegum ferðaskrifstofunnar Útsýnar, nú í sumar, og spurði hann frétta af íslendingum á Spáni. Hermann sagði að að jafnaði væru um 500 íslendingar á vegum Útsýn- ar á Spáni og væri flogið til Malaga í hverri viku með fulla vél af fólki. „Við höfum reynt að bjóða upp á sem fjölbreyttasta dagskrá í sumar til að mæta þörfum sem flestra. Fólk er farið að gera meiri kröfur og þeir sem koma oftar en einu sinni á sama staðinn, sem er mjög algengt, vilja geta valið úr nýjum skoðunarferðum. Við höfum líka lagt mikla áherslu á íþróttir og leiki enda frábær íþrótta- aðstaða þama. Þáttaka í ferðum og allskyns uppákomum hefur aukist mikið og fólk er mun virkara en áður. A 17.júní var haldin skemmtun og tóku 280 islendingar þátt í henni. I síðustu viku var síðan haldin önnur skemmtun með íslenskum tónlistar- mönnum. Þessar skemmtanir eru sniðnar fyrir fólk á öllum aldri og sama er að segja um aðrar uppákom- ur og ferðir. Það er farið í mini-golf og fótbolta og það hafa verið leiknir nokkrir „landsleikir" við Spánveija og hafa þeir iðulega verið lagðir að velli við lítinn fögnuð heimamanna. Ein af þeim nýjungum sem bryddað hefur verið upp á í sumar er ,jeppasafarí“ þar sem keyrt er upp í fyöllin og reynt að komast í nánari sneringu við náttúruna. Þetta eru einskonar „Þórsmerkurferðir" á Spáni. Auk þeirra nýjunga sem Út- sýn hefur komið fram með í sumar eru gömlu góðu asnaferðimar og strandveislumar enn á sínum stað og er yfirleitt hægt að velja úr a.m. k. tveimur til þremur atriðum á hveijum degi svo engum ætti að þurfa að leiðast á Spáni“ sagði Her- mann Gunnarsson fararstjóri. „Margir íslendingar sem komið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.