Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987 Alþjóðaráðstefna skólasafnvarða: Tölvuvæðing í brennidepli ALÞJÓÐASAMTÖK skólasafn- varða, IASL, halda á hveiju árí ráðstefnu. Þar hittast félagar i samtökunum hvaðanœva að úr heiminum og bera saman bækur sínar; kynnast nýjungum, fræð- ast um hvernig ástandið er í þessum máhim annars staðar og spá í þróunina. í ár er ráðstefnan haldin í Reykjavík á hótel Sögu. Um 140 skólasafnverðir frá um 15 löndum úr öllum heimsálfum nema Suðurskautslandinu eru þar saman komnir, en í samtökin geta gengið bæði einstaklingar og samtök þeirra. Ráðstefnan hófst á mánudaginn og stendur fram á föstudag. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins fóru á Sögu og ræddu við nokkra þátttakendur á henni. Skólabókasöfn að breytast í upplýsinga- miðstöðvar ég vinn við á viðtækt alþjóðlegt samstarf við aðra háskóla. Héðan fer ég til Noregs og Svíþjóðar eftir ráðstefnuna." Michael sagði f lokin að skóla- bókasöfn yrðu sífellt mikilvægari vegna aukins mikilvægis allskyns upplýsinga. Bömin yrðu helst að búa alla ævi að lærdómnun sem þau hefðu tileinkað sér í skólanum og eini lærdómurinn sem ekki úreltist fljótt væri kunnáttan í að leita sér upplýsinga. Bömin yrðu að læra að stjóma upplýsingunum til að verða ekki ógnað af þeim. Mesta læsi í Karabía- hafi Við hittum að máli Joan Osbome skólabókavörð frá eyríkinu Trinidad og Tobago í Karabíska hafinu. Hún tjáði okkur að í Trinidad væri töluð enska, en ríkið hafi fyrrum verið bresk nýlenda, og væri skólakerfið byggt mjög upp að enskri fyrir- at-Gan f nágrenni við Tel-Aviv. Að auki er hún fjögurra bama móðir og segist því hafa meira en nóg að gera. Snunith sagði að bókasöfn væm í 85% gmnnskóla í ísrael og 91% menntaskóla. Þetta væm nokkuð fallegar tölur, en þær segðu því miður ekki alla söguna því víða væm alltof fáar bækur á safni að sínu mati og það stæði f raun ekki undir nafni. Snunith sagði að í ísrael væm tvær leiðir til að verða skólabóka- vörður, önnur flokkaðist undir háskólanám en hin ekki. Væri sú fyrmefnda betri menntun og raunin væri sú að þeir sem hefðu farið hana ynnu frekar í framhaldsskól- um, en hinir í gmnnskóla. Að sögn Snunith er skólakerfíð f ísrael lítið miðstýrt og skólastjórar mjög sjálf- stæðir. Skólinn fái úthlutað ákveð- inni fjárhæð til að geta starfað, sem hann svo ráði hvemig hann noti. Þetta leiði til þess að söfnin séu mjög misjöfn að gæðum efir skól- Michael Cook frá Englandi, for- seti Alþjóðasamtaka skólasafn- varða. June Johnson frá Bandarfkjun- um. Dr Dorothy A. Williams frá Skotlandi. Joan Osborne ffa Trinidad og Tobago. Dr Sigrún Klara Hannesdóttir hefur haft umsjón með framkvæmd ráðstefnunnar hér á landi. Aðspurð hvort þetta fjölmenn ráðstefna væri ekki stórt verkefni að vinna, sagði Sigrún Klara að þau sem tóku hana að sér hefðu ekki alveg gert sér grein fyrir því hversu mikið þau færðust í fang, en þetta gengi samt ágætlega. Sigrún var spurð hver væri til- gangur þessarar árlegu ráðstefnu: „Tilgangurinn er eiginlegar tvöfald- ur. 1 fyrra lagi sá að vekja athygli ráðstefnugesta á málum skólasafna f því landi sem hún er haldin f hveiju sinni. í síðara lagi er tilgang- ur hennar sá að ræða mál skóla- saftia á hvetjum tíma. Til að mynda em nú tvö mál mjög umrædd, ann- arevegar tölvuvæðing í skólasöfn- um, hinsvegar hvemig hægt sé að nýta skólasafn í daglegri kennslu." „Þróunin hefur orðið mjög í þá átt að breyta safninu í upplýsinga- miðstöð þar sem nemendur læra að leita sér þeirra upplýsinga sem máli skipta fyrir vinnu þeirra. í Bandaríkjunum er farið að tala um upplýsingamiðstöðvar frekar en bókasöfn, enda tölvuvæðingin lfklega lengst komin þar.“ „Sigrún sagði ennfremun „Marg- ir kennarar vilja helst fara eftir kennslubókinni eingöngu. Við reyn- um að kenna þeim að draga annað efni inn í kennsluna. Við viljum að kennarar séu nokkurekonar verk- stjórar sem leiðbeini nemendunum um það hvar fanga sé helst að leita, en stuðli að sjálfstæðum vinnu- brögðum þeirra og þekkingarleit." Að stjóma upplýsing- um til að verða ekki ógnaðaf þeim Michael Cooke er foreeti Alþjóða- samtaka skólasafnvarða. Þetta er annað þriggja ára tímabil hans f þvf embætti, en hann er jafnframt fyrirlesari við College of Librarian- ship í Wales í Englandi. Hann var spurður af hveiju ráðstefnunni hefði verið valinn staður hér að þessu sinni: „Félagar okkar á ís- landi buðust til að halda hana núna og auk þess fannst okkur kominn tfmi til að halda ráðstefnuna á Norðurlöndunum aftur, en við reyn- um að halda hana f mismunandi heimsálfum frá ári til áre.“ - Er það annasamt starf að vera foreeti þessara samtaka? „Já, ég ferðast mikið. Raunar ekkert sfður vegna vinnu minnar æm fyrirlesari, en háskólinn sem mynd. Taldi hún að læsi væri meira hlutfallslega á Trinidad en í nokkru öðru ríki f Karabfahafí. Hlutverk skólasafiia þar væri því ekki að beijast gegn ólæsi eins og væri raunin vfða f þeim heimshluta, held- ur að gera bókakost þann sem þau byðu upp á aðlaðandi fyrir nemend- ur. Joan sagði að árið 1979 hefðu verið sett lög um stöðu skólasafn- varðar við alla skóla landsins fyrir utan grunnskóla fimm til tólf ára bama (primaiy school). Ætti því að minnsta kosti einn slfkur að vera starfandi f hveijum skóla nú. í grunnskólum væru yfirleitt engin bókasöfn til. Mismunandi metnaður skólastjóra Dr Snunith Shoham frá ísrael heldur fyrirlestra um skólabóka- söfn, almenningsbókasöfn og stjómun bókasafna við tvo háskóla f heimalandi sfnu. Það eru Hebr- eskuháskólinn f Jerúsalem og Bar-Han háskólinn í bænum Ram- um, þar sem sumir skólastjórar leggi meiri metnað f aðra hluti; góða íþróttaaðstöðu til dæmis. Snunith segir foreldra í ísrael aftur á móti almennt hafa mikinn áhuga á því hvað sé að gerast í skólum bama sinna og hafi þeir yfírleitt mikil áhrif. í skólanum sem sín böm gangi í hafí foreldramir greitt aukalega úr eigin vasa til að bömin gætu fengið tölvu og sitthvað fleira þegar skólastjórinn vildi ekki nota hluta af starfsfé áreins til þeirra kaupa. Að sögn Snunith eru skólabóka- söfn önnur en í háskólum ekki tölvuvædd í ísrael, en tölvur eru notaðar við kennslu, sérstaklega í stærðfrseði, ensku og hebresku. Háskólasöfnin um allt land eru hinsvegar tengd með tölvukerfi og er því til dæmis hægt að spyija hvort tiltekin bók sé til á háskóla- bókasafni f hinum enda landsins og fá svar á svipstundu. Snunith kvað almenningsbókasöfn vera byijuð á þessu en hún sæi ekki að bókasöfti lægri skóla tengdust með tölvuneti í náinni framtíð í ísrael. Lítilli hugsun varið í hvernig eigi að nota tölvurnar Næst hittum við að máli skoskan bókasafnsfræðing, Dr Dorothy A. William8. Hún kvaðst hafa unnið að rannsóknarverkefni um örtölvur í starfi skólabókasafna undanfarin flögur ár, en verkefninu lyki nú í haust. Snérist það um hvemig ör- tölvur nýttust best í skólabókasöfn- um og á hvem hátt tiikoma þeirra breytti aðferðum nemenda við að tileinka sér þekkingu og aðferðum kennara við kennslu. „Miklum pen- ingum hefur varið í það að hafa tölvur í skólum í Skotlandi," sagði Dorothy, „en lítilli hugsun í það hvemig eigi að nota þær.“ Dorothy sagði að nota þyrfti gagnagrunna og ritvinnslu mun meira í skólunum en almennt væri gert og minna af tilbúnum forritum. „Það er ekki nóg að fá allt út úr tölvunni, nemend- umir þurfa að læra að setja eitthvað inn f hana lfka, búa til þekkingar- forða með henni.“ Dorothy sagði sjö skóla um allt Skotland vera að prófa þetta undir eftirliti rannsak- enda og krakkamir sem væru á aldrinum 11 til 18 ára lærðu mikið af því að skapa eitthvað sjálf á tölv- unni, svo sem að mynda tengsl á milli hugtaka í gagnagrunni, og hefðu mjög gaman af. Aðspurð hvort viðbrögð kennara við tölvuvæðingu væm jafiyákvæð sagði Dorothy að þeir skiptust í tvo hópa, þá sem væm áhyggjufullir yfir þessari þróun og þá sem væm áhugasamir og vildu læra. Þetta væri ekki síður breyting fyrir kenn- ara en nemendur. Annaravegar breyttist undirbúningur fyrir kennslu mikið þegar kennt væri með aðstoð tölvu. Hinsvegar breytti tilkoma tölvanna í kennslustarfi hlutverkaskiptingu skólabókavarða og kennara. Skólasafnverðir hefðu tekið fmmkvæðið í þessari þróun og væm nú orðnir meiri ráðgjafar kennaranna og miðpunktur í kennslustarfínu en áður. Ættu sum- ir kennarar erfitt með að sætta sig við þetta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.