Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLABIÐ, PÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987 41 Með þessum fátæklegu kveðju- orðum viljum við hjónin færa eiginkonu hans, Þórunni, og öðrum aðstandendum, innilegustu samúð- arkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Blessuð sé minning Sveins Þórð- arsonar. Guðmundur Guðbjamason Stutt er á milli lífs og dauða, gleði og sorgar. Einn morgun er horft á yndislegt líf koma í heiminn og þann næsta dregur skugga fyrir sólu við andlátsfregn. Henni er maður sjaldnast viðbúinn þó að vit- að sé um erfíð veikindi. Vonin um bata er jafnan yfírsterkari allri hugsun um dauðann. Því kom mér að óvörum andlát forvera míns og samstarfsmanns um árabil, Sveins Helga Þórðarsonar, fyrrverandi skattstjóra f Reykjanesumdæmi, sem í dag er lagður til hinstu hvílu. Kynni okkar Sveins hófust er ég kom til starfa á Skattstofu Reykja- nesumdæmis vorið 1975. Leiðir lágu þar saman í rúm 11 ár eða þar til Sveinn lét af embætti fyrir aldurs sakir hinn 1. júlí 1986. Hann var mér hliðhollur og velviljaður húsbóndi og sýndi mér frá upphafi mikið traust. Eigi minnist ég þess að skugga hafí borið á okkar sam- starf og skilaði það mér góðu veganesti sem nú er þakkað fyrir. Sveinn gegndi embætti skatt- stjóra í 19 ár. Á þeim tíma fjölgaði gjaldendum í Reykjanesumdæmi verulega og öll vinna við skatt- framtöl jókst til muna. Mannekla háði oft störfum og geysimikið verk er að ganga frá álagningu opin- berra gjalda með sómasamlegum hætti. Aðstæður gáfu því oft tilefni til áhyggna og var Sveinn eigi þann- ig skapi farinn að hann léti sér í léttu rúmi liggja hvemig mál æxl- uðust. Hann hafði metnað fyrir hönd síns embættis og var afar umhugað um að öll störf væm vel og greiðlega unnin. Hann gaf og það fordæmi sem hann vissi að nauðsynlegt væri til að vel famað- ist. Þá var allur daglegur rekstur embættisins til fyrirmyndar og hag- sýni gætt í hvívetna. Síðustu ár í starfí var Sveinn formaður skatt- stjórafélagsins. Sveinn var enginn hversdags- maður í skapi. Hann var ekki að hugsa um stundarvinsæidir og sagði og gerði það sem hann taldi þarft og rétt þó að vitað væri að ýmsir myndu taka það óstinnt upp. Hann var f eðli sínu einstaklings- hyggjumaður og á móti öllum óþarfa ríkisafskiptum og ríkisfor- sjá. í samræmi við það var hann eindreginn sjálfstæðismaður og vann dijúgt í þágu Sjálfstæðis- flokksins, m.a. í kosningastarfí. Mjög máttfarinn eftir erfíðan upp- skurð lét hann sig heldur ekki vanta á kjörstað við sfðustu Alþingiskosn- ingar. Sveinn var gæfumaður í einkalífi og með sinnni elskulegu eiginkonu, Þórunni Helgadóttur, eignaðist hann tvær dætur, Þóm og Þórdísi. Em þær báðar giftar og eiga böm og ber eitt afabamið nafn hans. Við sem störfum á Skattstofu Reykjanesumdæmis vottum Þór- unni og öðmm aðstandendum okkar dýpstu samúð og þökkum Sveini samfylgdina. Guð blessi minningu hans. Sigmundur Stefánsson Sveinn Þórðarson er látinn. Al- varlegur sjúkdómur hafði búið um sig án þess að fyrir honum fyndist þar til um seinan. „Ég á nokkra von um bata annars tekur þetta fljótt af,“ sagði Sveinn í viðtali við mig, hann gerði sér fulla grein fyr- ir því hvað gæti verið framundan. Og baráttan var ströng en stutt þar til yfír lauk. Vonir um farsæl efri ár bmstu. Og erfítt er að sætta sig við orðinn hlut. Hugurinn leitar norður á Vatnsnes, þar sem við Sveinn slitum bamsskónum. Hann ólst upp á Hvammstanga en ég nokkm utar á nesinu. Ekki var samgangur tíður á milli og kynnin vom meira af afspum. Sveinn var einn þeirra ungu manna, sem efiii- legur var talinn, vel gerður og vinsæll bæði meðal yngra og eldra fólks. Sveinn var fæddur 21. febrúar 1916, sonur hjónanna Guðrúnar Sveinsdóttur og Þórðar Sæmunds- sonar, skósmfðameistara og símstöðvarstjóra á Hvammstanga. Systur Sveins vom þijár og em þær allar á lífi. Fjölskyldan setti svip á staðinn. Hún var traust, vinsæl og vel metin. Oft var ónæðissamt á símstöðinni en ávallt var reynt að leysa hvers manns vanda eftir því sem aðstasður leyfðu. Það var ekki algengt að ung- menni úr byggðarlaginu fæm í langt skólanám á þeim tíma. En Sveinn lagði leið sína til Reykjavík- ur og settist f Menntaskólann í Reylqavík og lauk þaðan stúdents- prófi vorið 1939. Árið 1938 var Viðskiptaháskóli íslands stofnaður og ákvað Sveinn að hefja þar nám í viðskiptafræðum. Til þess hefur þurft nokkum kjark og framsýni þar sem um mjög ómótaða náms- leið var að ræða og námið veitti ekki nein sérstök starfsréttindi. Var það ólíkt hinum hefðbundnu náms- leiðum í Háskóla Islands. En viðskiptaháskólinn útskrifaði aldrei nemendur því áður var sú leið valin að sameina hann Háskóla íslands og vora fyrstu nemendumir í við- skiptafræðum útskrifaðir árið 1942. Sveinn lauk kandidatsprófí árið 1943 og hafði hann stundað nám f báðum skólunum. Það kom snemma upp nauðsyn þess að við- skiptafræðingar stofnuðu með sér félagsskap og var félag viðskipta- fræðinga stofnað 23. mars 1946. Að undirbúningi þess vann Sveinn Þórðarson meðal annarra og var hann kjörinn fyrsti formaður fé- lagsins og gegndi hann því starfi fyrstu tvö árin. Á þeim tíma komu fram hugmyndir um að viðskipta- fræðingar fengju réttindi til að annast fasteignasölu og til að ná prófi sem löggiltir endurskoðendur. Að háskólanámi loknu réðst Sveinn í stöðu verðlagsstjóra á Vestfjörð- um en 1. apríl 1944 varð hann fulltrúi hjá tollstjóranum í Reykjavík, aðalendurskoðandi hjá Pósti og síma var hann fra'l. jan- úar 1961 til 1. júlí 1967 er hann tók við embætti skattstjórans í Reykjanesumdæmi. Gegndi hann þvf til 1. júli 1986 er hann lét af Unnur Jóhanna Brown — Fædd24.maí 1965 Dáin24.júlí 1987 Þegar mér bámst ffegnir af láti Unnar, dóttur Dísu vinkonu, varð ég harmi slegin. Mig setti hljóða og hugurinn reikaði til baka. Unni sá ég fyrst 1966, þá eins árs gamla, dökkhærða hnátu með þessi stóm, ským augu. Leiðir okk- ar lágu ekki saman aftur fyrr en Unnur var komin á unglingsár, en þá flutti hún með móður sinni í nábýli við okkur. Strax þá tókust góð kynni með henni og Sigrúnu, dóttur minni. Unnur var alltaf mjög ákveðin og drífandi, þegar hún setti sér takmark þá náði hún þvf. Hún fékk ung mjög mikinn áhuga á hesta- mennsku og til þess að eignast fyrsta hestinn lagði hún það á sig að vera á tveimur vinnustöðum samhliða náminu. í gegnum hesta- mennskuna fluttist Unnur til Akureyrar, þar sem hún kynntist Matta. Árið 1984 réðu þau sig til Þýskalands á búgarð sem sér um hestatamningar. Ári síðar komu þau heim og stofnuðu heimili á Akureyri. Á þessum tfma kom Unn- ur oft sem áður að heimsækja okkur. Talið barst iðulega að böm- um og bamafötum, því Unnur átti von á sér og tilhlökkunin var mik- il. Ég gleymi seint þegar hún hringdi í mig og sagði: „Ég er búin að eignast heilbrigða dóttur, er það ekki dásamlegt?" Jú, það var dá- samlegt. Margrét, dóttir Unnar og Matta, er alveg eins og Unnur, með þessi 8tóm, ákveðnu augu. Sfðastliðið haust fluttu Unnur og Margrét til Reykjavíkur. Það tók þessa duglegu og drífandi stúlku ekki Iangan tíma að koma sér vel Minning fyrir í bænum. Nýliðna mánuði kom Unnur oft f heimsókn, alltaf svo kát og ánægð með sitt. Sfðasta skiptið sem Unnur kom til okkar var hún svo spennt og ánægð, hún ætlaði að kaupa sér nýjan bíl, átti hann að vera hvítur eða blár. Hún var á leiðinni til Austurríkis á hestamannamót. Ifyrst ætlaði hún samt að keyra norður til að kveðja dóttur sína. Ég horfði á Unni, þar sem hún sat, og hugsaði um hvað hún væri orðin falleg, 22 ára í blóma lífsins og allt að ganga upp í lífí hennar. Þegar við svo kvöddumst kom okk- ur það ekki í hug að það væri hinsta kveðjan. í huga okkar lifír minning um þessa kátu og duglegu stúlku og f hjarta okkar emm við rfkari fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Við kveðjum hana alltof fljótt. Dísu, Margréti, Matta og öðmm aðstandendum vottum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðrún Hanna og börn Hún Unnur dáin. Ung kona S blóma Iífsins burtkölluð á svo vo- veiflegan hátt. Unnur Jóhanna fæddist í Reykjavík 24. maí 1965, dóttir Þórdfsar Sigurðardóttur og Giles Brown. Hún ólst upp hjá móður sinni ásamt 2 bræðmm, Rögnvaldi og Gfsla. Unnur var ákaflega heilsteypt persóna, hreinskilin, einlæg og áreiðanleg. Þetta vissum við hjónin þar sem hún var frænka mannsins míns og fengum við hana því oft til að gæta sona okkar. Reyndist hún vel eins og við var að búast og átti hún ætfð stórt rúm f þjörtum okkar. Sem bam og unglingur var Unn- ur nokkuð virk í Sundfélaginiu Ægi og vann hún þar til margra verð- launa. Hún heillaðist einnig af hestaíþróttinni og í þeim félagsskap kynntist hún unnusta sínum, Matt- híasi Jónssyni, frá Akureyri. Saman fóm þau til starfa á hestabúgarði í Þýskalandi og fannst þeim mikið til um þá reynslu. Þau eignuðust eina dóttur, Margréti sem nú er aðeins 20 mánaða, augasteinn þeirra beggja. Unnur var á leið norður til Matta og Margrétar, þegar hið hörmulega slys átti sér stað, full eftirvænting- ar á nýja bílnum sínum, komin í sumarfrí og f byijun ágúst ætluðu hún og Matti að fara á heimsmót íslenskra hesta í Austurríki. Hún hefur nú tekið sér aðra og lengri ferð á hendur. Unnur starfaði f Grensásútibúi Verzlunarbankans frá sfðastliðnu hausti. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég og fjölskylda mín ástvinum hennar, þá sérstaklega Dfsu, Margréti, Matta, bræðmm hennar, svo og afa, Rögnvaldi Sigurðssyni, en hjá honum höfðu þær mæðgur, Unnur og Margrét, búið um tíma. Þeirra er missirinn mestur. Guð blessi minningu Unnar Jó- hönnu. Sigrún Jörundsdóttir starfí vegna aldurs. Nánust urðu kynni okkar Sveins í störfum okkar hjá Pósti og síma, en þangað réðumst við sama dag. Hann var traustur og góður starfs- maður og gott að vinna með honum. Hann var samviskusamur og laginn við að leysa hvem vanda, en óum- flýjanlega varð að takast á við ýmis erfíð og viðkvæm mál. Starf aðalendurskoðanda hjá Pósti og síma var ný staða og lenti það á Sveini að móta endurskoðunarstörf- in og færa þau í sem skilvirkast horf. Þetta leysti hann vel af hendi. Þá ferðaðist hann ásamt sjóðskoð- unarfulltrúa um landið og heimsótti velflestar stöðvar Pósts og síma úti á landsbyggðinni og mynduðust við það náin og góð tengsl sem mynd- uðu gagnkvæmt traust milli lands- byggðarfólks stofnunarinnar og höfuðstöðvanna í Reykjavík. Sveinn gegndi ýmsum trúnaðar- störfum bæði í félögum og á opinbemm vettvangi. M.a. var hann í niðuijöfnunamefnd Hafnarfjarðar 1954-1959, endurskoðandi reikn- inga Hafnarfjarðarkaupstaðar 1957-1961, formaður skólanefndar Iðnskólans í eitt ár og kenndi stundakennslu við skólann 1947- 1954. Sveinn kvongaðist 18. maí 1946 Þómnni Kristínu, dóttur hjónanna Guðrúnar Kristjánsdóttur og Helga Ólafssonar, trésmíðarmeistara í Hafnarfirði. Sveinn og Þórann byggðu sér hús á Ölduslóð 9, Hafnarfirði, og þar hafa þau átt heimili síðan. Þau hafa verið samhent og lagt alúð í að búa það sem best, bæði innan húss og utan. Tvær dætur eignuð- ust þau og var lögð rækt við að búa þær sem best úr garði. Þær em báðar giftar og hafa stofnað sín eigin heimili og hafa fjölskyldur þeirra notið stuðnings og umhyggju foreldranna á Ölduslóð 9 og gleði ríkti í návist bamabamanna. Sveinn var traustur og góður vinur. Það verður tómarúm við að missa góða vini. Líkt og lífsrót slitni. Þeir em hluti af manni sjálfum. Samferðin á lífsleiðinni hefur ofið svo marga þætti saman. Og því er margt að þakka. En minningin um fólk lifir °g góð minning auðgar og verður til þess að styrkja eftirlifendur og hjálpa þeim }rfír erfíðasta hjallann. Guðs blessun fylgi eiginkonu, flöl- skyldu og aðstandendum Sveins á tímum saknaðar og sorgar. Guðs blessun fyigi hinum látna heiðurs- manni. Góður drengur er kvaddur. - Innilegar samúðarkveðjur. V Páll V. Daníelsson í dag verður jarðsunginn Sveinn Helgi Þórðarson, fyrrverandi skatt- stjóri í Reykjanesumdæmi. Sveinn var fæddur 21. febrúar 1916 og var því á 72. aldursári er hann lést. Sveinn var viðskiptafræðingiT- að mennt og gegndi stöðu skatt- stjóra í Reykjanesumdæmi frá árinu 1967 til ársins 1986, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þegar - Sveinn tók við embætti árið 1967 tók hann við stóm og erfíðu um- dæmi, þar sem mikil atvinnustarf- semi fór fram og þar vom og em mörg af stærstu fyrirtækjum lands- ins. í skattstjóratíð Sveins hefur íbúum Reykjanesumdæmis flölgað geysilega og öll umsvif þar aukist. Víst er að oft var erfítt fyrir skatt- stjóra að halda utan um þetta stóra< umdæmi og sjá til þess að öll mál fengju sína réttu afgreiðslu. í því verki taldi Sveinn ekki vinnustundir sínar og oft var dagur af lofti er heim var haldið. Jafnvel þótti hon- um sem ekki væri fullu verki skilað nema til verks væri gengið þótt frídagur væri. Þannig vann Sveinn verk sín, af þeim dugnaði og trú- mennsku sem honum var eðlisleg. Sveinn var maður skoðanafastur og ákveðinn. Það fór ekki hjá því að stundum gustaði um skattstjóra í starfí sínu. Eðli starfsins er einnig slíkt að það snertir alla menn og ekki em allir sáttir við að greiða keisaranum það sem keisarans er. Alla slíka storma stóð Sveinn af- sér, enda vann hann að málum að heiðarleika, þekkingu og reynslu, vitandi að gott mál var auðvarið. Sveinn vann ötullega að málefn- um skattstjóra og skattkerfisins í heild og var lengst af formaður Skattstjórafélags íslands, allt til þess er hann lét af embætti á sl. ári. Hann hafði mikinn áhuga á þeirri flóknu grein skattarétti og skattaframkvæmd og var vakinn og sofínn hugandi að þeim málefn- um er til bóta mættu horfa. Við skattstjórar sjáum á bak góðum félaga og baráttumanni og minnumst góðra stunda í félags- skap Sveins og hans ágætu konu, Þómnnar K. Helgadóttur. Hennar er missirinn mestur og dætra þeirra tveggja. Skattstjórafélag íslands sendir þeim innilegar samúðarkveðjur. Skattstjórafélag íslands t Alúðarþakkir fyrir vinsemd og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU ÞORKELSDÓTTUR, Droplaugarstöðum, áöur Bergþórugötu 20. Sérstakar þakkir færum við starfsólki Droplaugarstaða. Þorkell Samúelsson, Valdfs Samúelsdóttlr, Guðrún Samúelsdóttir, Sigurður Karlsson, Guðfinna Karlsdóttir, Esther Karlsdóttlr, barnabörn Slgrföur Þórisdóttlr, Friöjón Jónsson, Alda Ólafsdóttlr, Gelr Kristjánsson, Guðmundur Sveinsson, barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför föður míns og afa, ÞORKELS L. INGVARSSONAR fyrrverandi stórkaupmanns, Dalbraut 27, Reykjavfk. Árnl Þorkelsson, Svava Árnadóttir, Hjálmur Nordal. Lokað Skrifstofa okkar verður lokuð eftir hádegi föstudaginn 31. júlí 1987 vegna útfarar MAGNÚSAR INGA SIGURÐSSONAR, viðskiptafræðings. Löggiltir endurskoðendur hf., endurskoðunarstofa, Ármúla 40.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.