Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987 11 klúbbhús tilbúið, og sunnudaginn 12. maí var völlur vígður og klúbb- hús opnað til almennra afnota fyrir félaga klúbbsins." Við vígsluna var tekin mjög skemmtileg mynd af viðstöddum fyrir framan klúbbhúsið, sem birt- ist í þessu sama hefti „Kylfíngs". í því hefti er einnig ræða formanns við vígsluna birt í heild, mjög áhugaverð og skemmtileg lesning. Þar segir m.a. að golfíþróttin hafi breiðst mjög út undanfarin 10 ár um Ameríku og Evrópu. Fyrir þann tíma var t.d. í Danmörku aðeins einn golfvöllur, en eru þá orðnir 17, og í Svíþjóð voru þeir á sama tíma tveir, en eru þegar hér er komið sögu yfír 20. Stofnfélagar kúbbsinns eru tald- ir 57 og eru nöfn þeirra birt í 4. hefti „Kylfíngs" í okt. 1935, þar sem jafnframt er sagt frá starfí klúbbsins fyrsta sumarið. Við þetta er raunar litlu að bæta öðru en því, að fyrir þá, sem áhuga hafa á upphafí golfs á Is- landi er fróðlegt og skemmtilegt að lesa fyrstu hefti „Kylfíngs“. Mér fínnst þó kannski ástæða til að benda á hvað áhugi lækna á golfí var strax í upphafí mikill, og er það ekki að undra, því þeir sáu manna best hvað golfíð er mikill heilsubrunnur, ekki síst öllu innisetufólki. Af stofnendum klúbbsins eru 6 læknar. Sömuleiðis fínnst mér ástæða til að nefna áhuga kvenna á golfí, en af stofn- endum klúbbsins voru 12 konur, og tóku þær flestar strax þátt í öllum keppnum klúbbsins, enda voru þær fyrir konur jafnt sem karla, nema meistarakeppnimar. Golfleikur hófst á Islandi við vígslu fyrsta vallarins 12. maí 1935, en fyrsta keppni Golfklúbbs íslands og þar með fyrsta keppni í golfí á Islandi var sunnudaginn 18. ágúst 1935. Þátttakendur voru 23, þar af 8 konur. Evrópumót í brids að hefjast: 15. sætið viðunandi — segir fyrirliðinn Hjalti Elíasson ________Brids__________ Guðmundur Páll Arnarson Á ANNAN tug íslenskra spilara tekur þátt í Evrópumóti s-veita i brids, sem hefst i Brighton i Eng- landi 2. ágúst og stendur í tvær vikur. Keppt verður bæði i opnum flokki (23 sveitir) og kvennaflokki (19 sveitir). íslensku sveitimar eru þannig skipaðar: Opinn flokkur: Öm Amþórsson og Guðlaugur R. Jóhannsson; Sigurður Sverrisson og Jón Baldursson; Aðal- steinn Jörgensen og Ásgeir Ásbjöms- son. Hjalti Elíasson er fyrirliði án spilamennsku. Kvennaflokkur Halla Bergþórs- dóttir og Kristjana Steingrímsdóttir; Esther Jakobsdóttir og Valgerður Kristjónsdóttir; Erla Siguijónsdóttir og Dröfn Guðmundsdóttir. Fyrirliði er Guðmundur Sv. Hermannsson. Bjöm Theódórsson, forseti Bridssam- bands íslands, er fararstjóri hópsins. Að sögn Hjalta Elíassonar voru baeði liðin valin í vor og hafa síðan æft reglulega 2-3 í viku. Hann vildi ekki spá um árangur íslensku sveit- anna, en taldi mjög viðunandi ef sveitin í opna flokknum næði 15. sæti. Betri árangur en það teldist mjög góður og væri framför frá því sem verið hefði á Evrópumótum síðustu ár. Evrópumót eru haldin annaðhvert ár og era talin koma næst heimsmeistaramótum að styrk- leika. Mér er bæði ljúft og skylt að koma þessum upplýsingum á fram- færi, ekki bara vegna þess, að ég þekkti þessa brautryðjendur, Gunnlaug og Valtý vel, heldur ekki síður vegna þess, hvað ég og aðrir síðari tíma golfíðkendur eig- um þeim mikið að þakka fyrir þeirra miklu og óeigingjömu störf í þágu golfsins og á ég þá líka við fyrstu stjómendur klúbbsins. Af öðrum formönnum klúbbsins algerlega ólöstuðum, held ég, að mér sé óhætt að fullyrða, að á herðum Gunnlaugs hafí hvílt um- fangsmeiri störf og meiri ábyrgð en á eftirmönnum hans, og eiga þeir þó velflestir mikla þökk fyrir sín störf. í fyrstu heftum „Kylfíngs" birt- ust auk fróðlegra greina og frásagna margar myndir og skemmtilegar skopteikningar. Hér fylgir ein af þeim Gunnlaugi og Valtý úr öðm heftinu árið 1935. Þegar, eða ef, saga golfs á ís- landi verður einhvemtíma skrifuð, er ekki ónýtt að hafa jafn ítarlegar og traustar heimildir að byggja á eins og fyrstu hefti „Kylfíngs" em undir ritstjóm Helga Hermanns Eiríkssonar, en hann var ekki ein- asta vel pennafær heldur ákaflega nákvæmur og greinargóður í öllum skrifum sínum. Höfundur er læknir og fyrrver- andi formaður Golfklúbbs Reykjavíkur. Helgi Hálfdanarson: Að nota orðabækur Mikil gersemi er orðabók Sig- fúsar Blöndals og er hún þó ekki gallalaus fremur en önnur mann- anna verk. Öllum, sem láta sig varða íslenzkt mál, hefur hún verið ómetanlegt þarfaþing þá sex áratugi sem liðnir em frá því hún kom út. Því miður hefur ekki reynzt unnt að endurbæta hana svo sem augljós og eðlileg þörf er á, eftir svo langan tíma og við- burðaríkan. Ekki má þó gleyma Viðbætinum frá 1963, sem er mjög mikils virði. Hins vegar hef- ur bók Áma Böðvarssonar, Orðabók Menningarsjóðs, nýlega komið í aukinni og bættri útgáfu, og hún hefur þann kost, að orð- skýringar em allar á íslenzku. íslenzk orðabók ætti að vera til á hveiju íslenzku heimili og gæti vissulega verið það; sá kostn- aður mun fáum ofurefli. Einkum er brýnt að venja böm og ungl- inga sem fyrst á að nota orðabók; og í skóla þyrfti að kenna krökk- um skemmtilega leiki þar sem orðabókar er þörf. Oft hef ég undrazt það, hvað ýmsu fjölmiðlafólki virðist ósýnt um að nota íslenzkar orðabækur. Sú lítils háttar fyrirhöfn gæti þó forðað frá margri hneisu. Nýlega skýrði eitt Reykjavíkurblaðanna frá íslenzkri lyfjagerð, og var sýnt fram á hve mikill spamaður væri í því fólginn fyrir þjóðarbúið að efla innlenda lyQagerð. Þar sagði svo: „Lyf framleidd hér á landi, standa innfluttum lyQum ekki á sporði hvað verð og gæði áhræ- ir.“ Af greininni var hins vegar ljóst, að þama skyldi sagt, að íslenzk lyf stæðu innfluttum lyfj- um á sporði, það er að segja stæðu þeim ekki að baki; enda er þar síðar haft eftir framkvæmdastjóra íslenzks lyfjabús, að lyf framleidd hér á landi „standast fyllilega samanburð við innflutt lyf“. Þessa hrapallegu kórvillu hefði blaðamaður getað umflúið með því að sólunda fáeinum sekúndum í að fletta til vonar og vara upp orðinu „sporður" í Orðabók Menn- ingarsjóðs. Þar hefði hann séð, að orðasambandið „standa e-m á sporði" merkir: „vera jafnoki e-s, láta ekki undan síga fyrir e-m“. í þeirri bók hefði hann reyndar líka getað séð, að í stað dönsku- slettunnar „áhræra" mætti nota sagnimar „snerta" og „varða". Rétt sem ég er að hripa þessar línur heyri ég að útvarpsþulurinn kveður einhvem hafa „bundið endi“ á einhvem skollann. Þetta orðalag hef ég raunar margoft heyrt bæði í útvarpi og sjónvarpi. Hefði fréttamaður tafíð sig andar- tak á því að fletta upp orðinu „endir“ í Orðabók Menningar- sjóðs, hefði hann séð, að þetta orðasamband er hvergi þar að finna; hins vegar, að undir orðinu „endi“ stendur „binda enda á e-ð“, sem sagt er merkja: „hætta, ljúka e-u“. En ætlun mín var aldrei sú að leggja til atlögu við málvillur út- varpsins, sem því miður dynja á hlustum landsmanna án afláts; það þyrftu mér færari menn að gera. Ég vildi einungis benda á það, hve notkun orðabóka er mik- ið þjóðráð. Leiðrétting í grein Helga Hálfdanarsonar 29. þ.m., Að segja fréttir, féllu niður orð, sem máli skipta. í 2. dálki stendur: „fjöldi fólks, sem bíður" en átti að vera: „ijöldi fólks, sem svo bíður". Og í 4. dálki stendur: „birtingu ogjafnvel myndum" en átti að vera: „birt- ingu á nöfnum og jafnvel myndum". JLauqavegi 67 1 m 'W & b ; W k 1 fAl TTl * §
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.