Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987 47 Minning: Bogi Eggertsson frá Laugardælum Magnús Inga, til að kenna við gamla skólann sinn. Leystu þeir allir það hlutverk með miklum sóma. Þama k}mntist ég nýjum Magga, vinnufélaganum, hressum og skemmtilegum. Er Maggi fékk starf við endurskoðun, hætti hann kennslunni, en héit alltaf sambandi við skólann. Innan FB er starfandi hópur knattspymuáhugamanna, svokall- aðir „tipparar". Á sl. vori gerðist Maggi meðlimur í hópnum og er hópurinn fékk vinning í getraunum og ákvað að nota hann til Lundúna- ferðar, var engin spuming um hvort Maggi kæmi með. Sú ferð var okk- ur öllum ógleymanleg. Það er erfítt að kveðja gamlan nemenda, erfíð- ara að kveðja gamlan vinnufélaga, en erfíðast er að kveðja góðan vin. Ég votta aðstandendum Magnúsar Inga mínar innilegustu samúðar. Pétur Björn Pétursson, deild- arstjóri viðskiptasviðs Fjöi- brautaskóians í Breiðholti. Þegar okkur barst sú harmafregn til eyma að Magnús Ingi Sigurðsson hefði farist með flugvélinni TF-PRT 23. júlí síðastliðinn trúðum við vart okkar eigin eyrum. Magnús hafði farið ásamt þremur félögum sínum kvöldið áður að fylgjast með félagi sínu, Fram, í knattspymuleik og hafði ætlað að koma til vinnu daginn eftir. En þá gripu forlögin í taumana með fyrrgreindum afleiðingum. Magnús hóf störf á skrifstofu okk- ar í júní 1986, þá nýorðinn viðskipta- fræðingur. Ekki byijaði dvölin þó vel, því stuttu seinna þurfti að leggja hann inn á sjúkrahús. Gátum við ekki annað en dáðst að Magnúsi sem harkaði af sér, greinilega sárþjáður í vinnunni, og harðneitaði að fara heim fyrr en daginn áður en hann var lagður inn. Lýsir þetta vel sam- viskusemi hans, sem við áttum þó eftir að reyna enn betur siðar. Magn- ús kom aftur til starfa heill heilsu síðla sumars og tók stórstígum fram- fömm, sem lýstu sér best í þeim viðamiklu ' og erfiðu störfum sem honum vom falin á síðastliðnum vetri, en það er ekki algengt á fyrsta ári í endurskoðunarstarfí. Magnús var nýkominn úr sumar- leyfi, sólbrúnn og sællegur, tilbúinn að takast á við frekari verkefni, þeg- ar ógæfan dundi yfír. Magnúsar er sárt saknað á skrif- stofunni og skarð hans verður vandfyllt. Við söknum kaffítimanna þar sem ýmis skot flugu og menn stóðu fast við bakið á sinum mönn- um, einkum á iþróttasviðinu. Við söknum íþróttatímanna þar sem fæt- ur og talfæri vom hvergi heft. Við söknum þess þó mest að fá ekki að umgangast Magnús framar í daglegu starfí, en minningin um hinn góða dreng mun áfram lifa með okkur. Við biðjum honum Guðs blessun- ar. Móður hans, bræðmm og öðmm vandamönnum fæmm við innileg- ustu samúðarkveðjur. Vinnufélagar Hótal Saga Síml 1 2013 Blóm og skreytingar við öll tœkifœri Minningargreinar þær, sem hér birtast, um Boga Eggertsson, áttu að birtast á útf arardegi hans í gær. Svo varð ekki vegna mis- taka. Morgunblaðið biðst velvirð- * ingar á þvi. Fæddur 26. nóvember 1906 Dáinn 22. júli 1987 Kveðja frá Fáki Eigi félag að verða sterkt, eigi það að geta lyft athyglisverðum þunga, þá þarfnast það eldhuga sem benda fram og hærra, em á för fyrir framan hópinn og tendra hann til nýrri og meiri átaka. Það hefír verið gæfa Fáks að eignast nokkra slíka, menn og konur, sem þannig stóðu að verkum á vorvelli, að í dag emm við leidd um lundi svo gróskumikla og fagra að undr- un sætir. Komdu uppá athafna- svæði félagsins og sjáðu, sjáðu húsin öll, sjáðu vellina viðu, sjáðu reiðhöllina miklu og sjáðu það sem öllu máli skiptir — sjáðu gleðina á andlitum þeirra sem við hesta sína em að fást, rækta og þjálfa og njóta; og um svæðið em á för böm og unglingar í leik og námi, knapar framtíðarinnar, sem munu kunna meira og geta betur en við sem ellin er tekin að beygja. Og eigir þú sjóngler, sem veitir þér sýn yfír fjöll og dal, þá sérð þú þjónustumið- stöðina, sem hestamenn eiga á Þingvöllum, eða jörðina þeirra, Ragnheiðarstaði í Flóa. Skyldi þær hafa órað fyrir þessu, hestelsku sáiimar, sem félagið stofnuðu f upphafi, tóku að hleypa vestur á Melum og fundu kofa til þess að hýsa í hross sín, fyrst í Tungu, seinna á Laugarlandi? Kannski í draumi — varla vöku. En heilladfsir vom með þeim á för, leiddu nýja og nýja atorkumenn í félagið, at- orkumenn sem sléttuðu allar götur til þess áfanga er við gistum nú. Einn þessara eldhuga var Bogi Eggertsson, sem lézt hinn 22. júlí sl. Hann réðst til félagsins 1944, varð hirðir og gæzlumaður. Af slíkum áhuga og kunnáttu gekk hann til verka sinna, að félagamir mátu hann meira og meira, gerðu hann að formanni sfnum 1949 og það var hann til 1953. Hann sýndi að hann kunni meira en bera knippi í stall, þau hjónin, hann og Hólm- friður, sátu ekki aðeins hesta heldur gæðinga sem eftir var tekið, hún gráan, hann Stjama frá Oddsstöð- um. Sigrar á mótum félagsins og hestaþingum landsmanna gerðu Boga að Boga okkar, okkar f Fáki. Þó ber þetta kannski ekki hæst í minningunni nú, heldur hver félagi hann var. Landssamband hesta- manna 1949 — Bogi var þar; félag íslenzkra tamningamanna var stofnað í stofu þeirra hjóna; um landið hélt Bogi með öðmm eld- huganum til, Gunnari Bjamasyni, dæmdi hross og reyndi að sýna mun á hesti og tmntu, laginn, lipur og skildi sálir beggja, eiganda og hests. Hann lét sannfærast um að við gætum af erlendum reiðskólum lært, studdi því að kennarar yrðu fengnir hingað, skráði sig meira að segja, landsþekktur knapinn, á „skólabekk", ekki til þess að apa allt eftir og læra að ríða upp á út- lenzku, heldur til þess að skilja betur annarra list, bera saman við það er við þekkjum bezt, læra af og nýta. Hversu stoltur mátti hann ekki vera, er hann horfði á ungu knapana á hestaþingum okkar í dag, horfði á kunnáttu þeirra og leikni. Já, og gleymum ekki gleð- inni, sem bijóst hans bærði, er hann sá fegurð og gæði þeirra gripa er þetta unga fólk sýnir. Sumir em fæddir til þess að fljóta með straumi lffsins, aðrir sjmda í móti og hafa betur. Þegar blikk- beljur tækninnar ógnuðu íslenzka hestinum var Bogi einn þeirra er snerist í móti, barðist í móti og hafði slíkan sigur, að íslenzkur hest- ur er ekki aðeins talinn gull hér á landi, heldur þekktur og virtur um álfur. Því drúpum við Fáksfélagar höfðu í þökk til skaparans fyrir mikilhæfan liðsmann. Útför Boga Eggertssonar var gerð frá Lang- holtskirlq'u í Reykjavík í gær. Blessuð sé minning hans og gefí skaparinn því sem hann sáði til skrúð sumars, ekki aðeins okkur félögum hans, heldur þjóðinni allri til heilla. Bfði hans Stjami í varpa. „Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er best Að heiman út, ef þú berst í vök. Það fínnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl, sem ei þaggast ei lund sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök Lát hann stökkva, svo draumar þins hjarta rætist." Þetta erindi úr Fákum eftir Einar Ben. er mér efst í huga er ég sest niður til að minnast föðurbróður míns Boga Eggertssonar með nokkrum orðum á blað. Svo sam- tvinnaður var Bogi hestum og hestamennsku að ávallt þegar ég heyri góðra hesta og mikilla hesta- manna getið kemur mér Bogi í hug. Það fór ekki hjá því að á langri ævi með stóra íjölskyldu voru hjá honum erfiðir tímar bseði vegna fjárhagsörðugleika, húsnæðis- vandamála og missi ástvina. Á slíkum tímum voru hestamir Boga ómetanleg stoð og hvar sem þeir fóru saman mátti sjá hina fremstu meðal jafningja og mætti einnig segja um Boga eins og stendur í öðru erindi sama kvæðis: „Knapinn á hestbaki kóngur um stund / kórónulaus á hann riki og álfur." Bogi fæddist í Laugardælum í Ámessýslu 25. nóvember 1906, yngsta bam hjónanna Eggerts Benediktssonar, hreppstjóra og um tíma alþingismanns og Guðrúnar Bjamadóttur. Böm þeirra hjóna voru alls níu, sjö dætur og tveir synir. Bogi ólst upp á þessum fjöl- menna, merka sveitaheimili og hlaut þar menntun til munns og verka sem dugðu honum vel. Ungur að árum varð hann stoð og stytta foreldra sinna við búreksturinn og er það eitt það fyrsta sem ég man eftir mér er ég fór í heimsókn til afa og ömmu að Bogi frændi hafði veg og vanda af öllu því sem fram fór. Árið 1929 gekk Bogi að eiga jafnöldru sína og nágranna, Hólm- fríði Guðmundsdóttur, dóttur hjónanna Guðmundar Snorrasonar og Sigríðar Bjamadóttur sem bjuggu að Læk í Flóa. Fyrstu hjú- skaparárin bjuggu ungu hjónin í Laugardælum og þar eignuðust þau þijá syni. Afí minn og amma dóu með stuttu millibili, þ.e. 1936 og 1938. Þá vom erfiðir tímar og sá Bogi enga möguleika á að halda Laugardælum né heldur systkini hans og var jörðin seld Kaupfélagi Ámesinga, en Bogi tók að sér bú- stjóm fyrst í stað, eða um eitt ár. Árið 1937 fluttu svo þau Bogi og Fríða með syni sína til Reykjavík- ur. Bogi hóf þá störf sem leigubfl- stjóri og þau fengu gott húsnæði á 1 Krossar á leiði Seljum galvanhúðaða krossa. Festingar fyrir skilti og festingar í jörð. Sendum í póstkröfu um allt land. Vélaverkstæði Gunnars, Frostagötu 6b, Akureyri, sími 96-21263. Barónsstíg 43 og urðu nú nágrann- ar foreldra minna. Varð mjög náinn samgangur milli heimilanna og ólst ég upp með frændum mínum fram jrfír fermingu. Þetta voru erfíðir tímar fyrir bammargar fjölskyldur og húsnæðisvandamál mjög mikil. Þegar fjölskyldan missti húsnæðið á Barónsstíg tóku við mjög erfiðir tímar í 5 ár, til 1944, er Bogi tók að sér störf hjá Fáki og fékk hús- næði að Laugarlandi í Laugardal og var nú allt í öllu, formaður, fram- kvæmdastjóri, hestahirðir m.m. Heimilið var um leið félagsheimili Fáks og mikill gestagangur. Eftir níu ár má segja að Bogi hafí verið búinn að slíta sér út í þessu starfí. Skömmu eftir að fjölskyldan fluttist að Laugarlandi skeði sá sorglegi atburður að Guðmundur, frumburð- ur þeirra hjóna, efnispiltur, dó í umferðarslysi 16.10.45, og var það okkur öllum mikil sorg. Þegar sá möguleiki opnaðist að húsnæði fékkst í Austurhlíð í Laug: ardal og starf hjá Áburðarverk- smiðjunni, 1953, urðu mikil umskipti á högum Qölskyldunnar. Bogi byijaði sem bílstjóri við mann- flutninga og vöruflutninga en gat sér strax mjög gott orð, og þegar starf aðalverkstjóra varð laust þótti Bogi allt að því sjálfsagður eftir- maður og starfaði hann þar uns aldur og heilsa sögðu til sín 1977. Störf Boga í Áburðarverksmiðjunni eru mikils metin bæði af samstarfs- mönnum og stjómendum. Ég átti þvi láni að fagna þegar ég hóf störf 23 ára, nýútskrifaður verkfræðing- ur, að hafa minn trausta góða föðurbróður sem náinn samstarfs- mann og ráðgjafa í erfíðu starfí í Áburðarverksmiðjunni í 11 ár. Urðu þau ár til að tengja okkur enn meiri vináttuböndum. Hólmfríður kona Boga hafði alla tíð verið hon- um stoð og stytta og alið honum sjö böm. 1972 varð Bogj fyrir þeirri sorg að Fríða lést um aldur fram og var öllum harmdauði. Eftir frá- fall hennar bjó Bogi til skiptis hjá dætmm sínum, síðustu æviárin hjá Rögnu en þar hafði hann aðstöðu fyrir hestana heima hjá sér og undi sér vel. Ég hef aðeins stiklað á stóru í hestaeign og starfí Boga að hesta- mennsku, en mér er kunnugt um að félagar mínir í Fáki munu gera þeim málum nánari skil. Eftir er að geta bama, bama- bama og bamabamabama. Frumburðurinn Guðmundur fæddur 7. júní 1930, lést 16. október 1945. Eggert f. 1931, er húsgagnasmiður og eru böm hans Bogi, Guðmundur Þorgeir, Hólmfriður og Stefán. Benedikt, f. 1933, verkfræðingur, kvæntur Unni Magnúsdóttur, böm þeirra eru Magnús og Hólmfríður. Sigurður Gunnar, f. 1939, bflstjóri, böm hans em Fanney, Eyþór og Linda. Guðmundur, f. 1945, versl- unarmaður, kvæntur Sóleyju Ragnarsdóttur, eiga þau þriggja mánaða óskírðan son. Guðrún f. 1947, skrifstofumaður, á Agnar og Unni. Ragna f. 1947, húsfreyja, gift Viðari Halldórssyni, þeirra böm era íva Rut og Bogi. Bamabömin era alls 10. Öllum þessum vandamönnum votta ég mína dýpstu samúð og megi blessun guðs fylgja mínum kæra frænda. Rúnar Bjamason Þeim fækkar óðum snillingunum sem vora í framvarðasveit islenskra hestamanna þegar hestamennskan stóð á tímamótum við upphaf yél- væðingar í íslenskum landbúnaöi. Vinur minn Bogi Eggertsson var einn þeirra sem fremstur fór. Það er söknuður hjá okkur tamninga- mönnum við fráfall hans. Við eignumst aidrei annan Boga Egg- ertsson. Leiðir okkar Boga lágu saman snemma þegar ég hóf minn feril í hestamennsku. öll kynni við Boga vora spennandi. Hann var einn af þessum örfáu snillingum sem skjóta upp kollinum, kunni svör við öllum spumingum hesta- mennskunnar, hvort heldur var rætt um ræktunarmál eða reið- mennsku. Bogi var á sínum yngri áram sá sem bylti um reiðmennskunni og olli þar með straumhvörfum. Oft vill það henda brautryðjendur að sætta sig ekki við þær framfarir sem verða eftir að þeirra blóma- skeiði lýkur. Því marki var Bogi . Eggertsson ekki brenndur. Hann horfði ötull fram á veginn og studdi við bakið á ungum mönnum sem riðu á vaðið með nýjungar í reiðlist- inni. Hann var heiðursfélagi í Félagi tamningamanna og var einn af hvatamönnum að stofnun þess fé- lags sem og svo margra annarra félagasamtaka. Hvemig hann stóð við bakið á tamningamönnum við þær öra breytingar sem orðið hafa í hesta- mennskunni í seinni tíð og lagði stöðugt eitthvað til málanna, var aðdáunarvert. Hann sótti alla okkar fræðslufundi og ræddi allar nýjung- ar jákvæðu hugarfari. Ófáar vora þær stundir sem við yngri tamn- ingamenn fengum að njóta þekk- ingar Boga, inni í hesthúsum þar sem Bogi fór á kostum við að lýsa kostum hestanna þar sem þeir stóðu knapalausir við stall. Hestum sem Bogi hafði aldrei áður augum litið, gat hann oft á tíðum lýst fyrir okk- ur í smáatriðum, ganglagni og eðliskostum hvers og eins fyrir sig. Svo nærri fór hann oft með sann- leikann að undran sætti og lá við að líktist göldram. Hreyfíngarfræði hestsins var Boga hugleikin og var hann fyrstur manna til að skiigreina gangteg- undir íslenska hestsins og hreyfíng- ar í smáatriðum. Á sama tíma og margir af hans samtíðarmönnum töldu það guðs náð að geta tekið gæðing til kostanna og engin leið að útskýra fyrir hinum almenna reiðmanni hvemig farið væri að og má því með sanni segja að Bogi hafi afhjúpað þá leyndardómsfullu hulu sem hvfldi yfír reiðsnilli margra reiðmanna. Bogi var ófeim- inn við að lýsa áliti sínu á ræktunar- stefnu sem og reiðmennsku og öðram þáttum hestamennskunnar. Hjá Boga Eggertssyni sátu Jón og Séra Jón jafnir til borðs. Það gust- aði oft af Boga, enda var hann glettinn og oft háðskur í tali. Ekki reyndi hann að uppheíja sig af hæfíleikum sínum, þó svo að ærin ástæða hafí verið til, fínnst mér persónulega að gegnum þá tíð sem ég hef þekkt Boga Eggertsson hafí hann ekki notið sannmælis hjá málgögnum hestamanna, ástæðan er sjálfsagt sú að Bogi var ekkert að skafa af hlutunum þegar hann lét í sér heyra, og kom það við margan. Þeir fara seint úr minni fræðslufundir þar sem Bogi kvaddi sér hljóðs til að víkja orðum að því sem um var verið að ræða á félags- fundum Félags tamningamanna. Setti okkur yngri mennina stundum hljóða, því ljóst var að nú mælti okkur vitrari maður. Það mátti oft heyra saumnál detta á slíkum augnablikum. Það er leitt að eiga ekki lengur von á að sjá Trabantinn renna í hlað að hesthúsdyranum og hinn aldna höfðingja koma í hægðum sínum inn fyrir hesthúsdjrmar, ganga um húsið, spá í ungviðið með áræðni en sposkur á svip, gefa nokkur góð ráð, setja hæfílega ofan í við tamningamanninn með léttri glettni og kveðja jafn snögglega og hann bar að garði. Nú hefur hann kvatt i hinsta sinn og er kominn í faðm ástvina og örugglega búinn að söðla Stjama á nýjan leik. Ég votta bömum hans og að- standendum samúð mína. Sigurbjöra Bárðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.