Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 54
54
f
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGÚR 31. JÚLÍ 1987
01907 Unlwwl gWM Syndtcata
„ Bq keypt'i braubrlsL handa pér sem,
beXur 4 snelzxxr."
Með
morgunkaffinu
Gætl ég fengið svartan
sorgardúk. Þjónninn við
þetta borð hlýtur að hafa
látist__
HÖGNI HREKKVtSI
Bréfritari hefur áhyggjur af náttúru íslands.
Gróðurvernd eða landeyðing?
Það er án efa gott eitt um það
að segja að útvarpa frá Amarhóli
ræðum um landvemd og þá að sjálf-
sögðu músíkglamri með samkvæmt
venju. En það þarf meira til og það
vekur furðu allra hugsandi manna,
sem ferðast hafa um landið á þessu
sumri, hve umgangurinn um þær
gróðurvinjar sem eftir em er hroða-
legur og þar eru íslendingar að
verki, því miður.
Varla getur að líta nokkum af-
rétt þéttsetnari sauðfé en friðlýsta
landið í Þórsmörk. Sömu sögu er
að segja af Mývatnsöræfunum og
öllum ætti að vera kunn sagan af
Auðkúluheiðinni þar sem girðing
var lögð niður á löngum kafla til
þess, að því er virðist, að skepnur
eigi þar greiðan aðgang að því litla
sem tekist hefur með æmum til-
kostnaði úr sjóðum almennings að
rækta upp.
Ekki hefur heldur verið sneitt
hjá gróðurvinjum, viðkvæmum, sem
skálar Ferðafélagsins standa á. I
Nýjadal er sagt að fyrir rúmri viku
hafi verið þar á ferð hópur manna
með allt að tvo tugi hesta. Hafi
þeir beitt þeim ótæpilega á þessar
gróðumálar og að nóttu til hafí
gestum skálanna ekki orðið svefn-
samt vegna hestasparks fast upp
við húsin. Enda þótt hestar skemmi
gróður með því að bíta hann fara
þeir þó enn verr með hann með
hófunum þar sem þunn grasrót er
ofan á sandi eins og þama er.
Hestamenn þessir munu hafa verið
á leið til Mývatns.
Ekki hefur Laugafell heldur
sloppið alveg við þennan ófögnuð
þó í minni mæli sé. Þama hafa
verið að verki fullorðnir menn, full-
orðnir íslenskir menn, sem að
sjálfsögðu vilja telja sig með fullu
viti og geta þess vegna ekki skotið
sér á bak við það að þeir hafí ekki
vitað hvað þeir voru að gera. Til
eru alls konar eftirlitsmenn, land-
verðir, landvemdarmenn, náttúru-
vemdarráð o.fl., en ekkert virðist
duga og aldrei heyrist um að söku-
dólgamir séu látnir sæta ábyrgð
fyrir verknaðinn og ætti þó að vera
vandalaust að hafa upp á þeim ef
vilji væri fyrir hendi. Úr vasa al-
mennings em teknar á hveiju ári
stórar fjárupphæðir til gróður-
vemdar og verður það að teljast í
lagi ef einhverjir óprúttnir náungar
fá ekki að eyða afrakstrinum jafn-
harðan. Gróðurunnandi
Víkverji skrifar
Víkveija hefur borist eftirfar-
andi bréf frá Baldri Jónssyni
prófessor, forstöðumanni Islenskrar
málstöðvar, og birtir það í heild hér
á eftir:
„Kæri Víkverji! Ég get ekki stillt
mig um að senda þér þakkarorð
fyrir pistil þinn 23. júlí sl. um rit
Ingólfs Pálmasonar þar sem fjallað
er um beygingu og beygingarleysi
ættarnafna og erlendra manna-
nafna í íslensku. Mér fannst þú
taka skynsamlega á því máli, og
vel mætti endurtaka holla ábend-
ingu þína handa þeim „sem atvinnu
hafa af ritstörfum".
Sjálfur var ég í svipuðum hug-
leiðingum ekki alls fyrir löngu af
tilefni sem er þessu skylt í eðli sínu.
Ég hefi orðið þess var á síðustu
missemm að töluorðið fjórir er
stundum ranglega beygt í þolfalli í
karlkyni, rétt eins og það væri til
í eintölu. Þá er til dæmis talað um
„íjóran og hálfan vinning" í stað
„fjóra" og svo framvegis.
Þessi villa er ekki bundin við
Morgunblaðið, en ég sá hana þar í
sumar oftar en einu sinni og gat
þá ekki á mér setið. Ég sendi rit-
stjómm blaðsins fáeinar línur, vakti
athygli á því að hér er á ferðinni
villa, sem verður að reyna að kæfa
í fæðingu áður en hún verður að
málvenju, og skoraði á Morgun-
blaðið að leggja góðu máli lið. Mér
datt í hug að ritstjóramir gætu náð
til þeirra „sem atvinnu hafa af rit-
störfum" fyrir blaðið og vakið
athygli á þessu eina „litla“ atriði,
sem þó er býsna mikilvægt eins og
það sem þú varst að skrifa um í
fyrradag.
En eigi fellur tré við hið fyrsta
högg. Nú segir svo í skákfrétt í
Morgunblaðinu í gær (bls. 3).
„Hann er nú einn í efsta sæti með
fjóran (svo!) og hálfan vinning." Sá
sem þetta skrifar virðist ekki enn
hafa haft spurnir af réttri beygingu
töluorðsins fjórir, en varla er
ástæða til að halda henni leyndri
fyrir þeim rithöfundi öllu lengur.
Því datt mér í hug að biðja þig að
ganga í lið með mér og ritstjómnum
— ef þú ert þá ekki einn af þeim.
Ég er ekki í minnsta vafa um góð-
an vilja þeirra í þessu efni, enda
allir ritfærir í besta lagi og miklir
áhugamenn um íslenskt mál.
Það er reyndar íhugunarefni
þeim sem skrifa um skák að í máli
þeirra sumra hefir skotið rótum
ýmislegt ambögulegt, sem þeir hafa
svo hver eftir öðmrn í hugsunar-
leysi ár eftir ár. Ég get nefnt sem
dæmi að oft er talað um „skipta-
munsfóm" þar sem skiptamunar-
fórn væri eðlilegri orðmynd. Og
alltaf á ég bágt með að sætta mig
við orðalagið að leika góðum eða
vondum leik þó að það sé ekki bráð-
ungt. Yfirleitt leikum við ekki
leiknum (t.d. ekki landsleiknum eða
sjónleiknum); við leikum mannin-
um, drottningunni, peðinu, en við
leikum leikinn, góðan eða vondan,
og við leikum marga leiki en ekki
mörgum leikjum. í Olafs sögu helga
í Heimskringlu segir Snorri frá því
er þeir léku að skáktafli Knútur
konungur og Úlfur jarl. Þá lék kon-
ungur fingurbijót mikinn, segir í
sögunni, en hann lék ekki fingur-
bijót miklum!
Enn eitt til umhugsunar. Þegar
einhver hefir komist í efst sæti í
keppni er mjög í tísku að segja að
hann tróni. í Morgunblaðinu í dag
(25. júlí) er fyrirsögn á þessa leið
(bls 25): „Jóhann trónir á toppn-
um.“ Sögnin tróna er tökuorð
(dönsku trone), svo ungt að Orða-
bók Blöndals kannast ekki við hana
nema viðbætirinn frá 1963. En lát-
um það nú vera. Þessi sögn á sér
sess 'bókmenntum samtímans og
má vel teljast íslensk úr því sem
komið er. En þá fer best á að hún
lúti reglulegri beygingu íslenskra
sagnorða en hagi sér ekki afbrigði-
lega. Hvemig ætti hún þá að
beygjast? Það mættu þeir hugleiða
sem nota hana mest og hafa at-
vinnu af ritstörfum. Samkvæmt
Blöndalsviðbæti og Orðabók Menn-
ingarsjóðs er þátíðin trónaði. Það
hygg ég að allir geti samþykkt. En
af því leiðir þá að nútíðin ætti að
vera trónar en ekki trónir. Sögnin
tróna á þá að beygjast eins og lóna
(lónaði) eða prjóna (prjónaði) en
ekki eins og góna (góndi) sem á
heima í öðrum beygingarflokki.
Nú er að vonum mikið skrifað
um skák á íslensku. Islendingar,
sem hafa haft orð á sér fyrir bók-
menntaafrek og málrækt, eru nú
ekki síður annálaðir skákmenn.
Væri ekki við hæfi að við sameinuð-
um metnað okkar í þessum greinum
og legðum okkur fram um að skrifa
svo vel um skák á íslensku og sam-
boðið sé þeim miklu afrekum sem
íslenskir skákmenn vinna?
Með vinsemdarkveðju,
Baldur Jónsson.“