Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987 19 Austur-Evrópa: AF ERLENDUM VETTVANGI eftir KRISTJÁN JÓNSSON Lögmál markaðaríns láta ekki að sér hæða Stjórnmálamenn og hagfræð- ingar í allri Austur-Evrópu munu því fylgjast með því fullir eftir- væntingar hvort ungverskum ráðamönnum tekst að smeygja sér úr þeirri spennitreyju, sem hug- takið „full atvinna“ er orðin, án þess að afleiðingin verði félags- legt og pólitískt öngþveiti. Ungverjar ríða á vaðið vegna þess á efnahagslegu umbótaskeiði þeirra er nú runnin upp „stund sannleikans". Skuldum vafðir Ungveijar verða að færa í nútímahorf stóru, ríkisreknu iðn- fyrirtækin sem eru mönnuð of Ungverjaland hefur siðustu ánn venð álitið efnahagsleg fyrir- mynd annarra Austur-Evrópulanda en nú hrannast erfiðleikarnir upp. Eitt helsta einkennið á efnahag kommúnistarikja hefur ver- ið stöðugt verðlag en fyrir skömmu var verðlag hækkað í Ungveijalandi í annað sinn á þessu ári. í maí var verðlag á kjöti og ýmsum öðrum undirstöðumatvörum hækkað um 20 af hundr- aði og i síðustu viku varð svipuð hækkun á brauði, hveiti, rafmagni, gasi og tóbaki. Annað „vestrænt" fyrirbrigði er atvinnu- leysi sem nú er orðin opinberlega viðurkennd staðreynd í landinu og ráðamenn viðurkenna að ekki einu sinni sósialisminn geti al- gjörlega komið í veg fyrir það. ótt greina megi afsökunar- tón í yfirlýsingum ráða- manna þá ætla þeir hvergi að hvika. Janos Kadar, hinn aldr- aði flokksleiðtogi, gaf nýlega í skyn að mögur ár væru framund- an og brýna nauðsyn bæri til að spara, einnig í yfirstjórn kom- múnistaflokksins. Nýskipaður forsætisráðherra, Karoly Grosz, hefiir hvatt starfsmenn fyrirtækja til „sveigjanleika" og valdamenn vara fólk við því að fleiri óþægi- legar breytingar en verðhækkanir séu í vændum. Fyrst mætti nefna atvinnuleysi. Ráðamenn í Ungverjalandi eru fyrstu kommúnistaleiðtogamir sem viðurkenna að atvinnuleysi, sem stafar af breytingum á að- stæðum og uppbyggingu atvinnu- veganna, sé óhjákvæmilegt og nauðsynlegt. Reszo Nyers er hag- fræðingur og hefur um tuttugu ára skeið barist fyrir efnahagsleg- um umbótum. í júní ritaði hann í tímarit nokkurt í Búdapest að viðurkenna yrði „þá efnahagslegu staðreynd að atvinnuleysi vegna breyttra aðstæðna væri óhjá- kvæmilegt, jafnvel undir sósía- listískri stjórn". Ivan Berend, formaður ung- versku vísindaakademíunnar, sagði nýlega: „Hugmyndin um fulla atvinnu var áður nokkuð sem ekki mátti hrófla við en aðstæður hafa breyst og ríkisstjómin telur nú að atvinnuleysi vegna breyttra aðstæðna sé óhjákvæmilegt". I Sovétríkjunum hafa ráða- menn sagt að atvinnuleysi komi ekki til greina í umbótaáformum þeirra. Sovéskur hagfræðingur, sem nýlega reyndi að færa rök fyrir því að atvinnuleysi gæti ver- ið óhjákvæmilegt, fékk stuttara- legt svar frá Gorbachev sjálfum: „Það verður ekki þolað". Tugrnilljónir atvinnu- lausra? í Ungverjalandi er þegar byrjað að segja fólki upp störfum. I maí vom 10 þúsund manns opinber- lega skráðir „í atvinnuleit". Uppsagnirnar eru enn sem komið er ekki margar að tiltölu en þær eiga sér hins vegar vart fordæmi í sögu alþýðulýðveldisins. For- stjórar sumra ungverskra iðnfyr- irtækja halda því fram að áðumefnt „óhjákvæmilegt at- vinnuleysi" verði að fara upp í einn eða tvo af hundraði vinnu- færra í landinu en það merkir 50 til 100 þúsund manns. Börn að leik í Búdapest. Margt bendir nú til að margra ára tíma- bil þolanlegra lífskjara og stöðugleika sé að baki í Ungveijalandi og landsmenn verði að takast á við nýjan veruleika. Þótt neitað sé að ræða mögu- leikann á atvinnuleysi í Sovétríkj- unum merkir það ekki að stjórnendur þarlendra iðnfyrir- tækja vildu ekki gjarnan losna við þann óþarfa mannafla í fyrirtækj- um sem einkennir atvinnulífið í flestum Austur-Evrópulöndum. Einn af helstu talsmönnum um- bótastefnu Gorbachevs sagði nýlega að margir sovéskir for- stjórar vildu losna við fjórðung eða jafnvel þriðjung starfsmanna sinna. Þetta myndi hafa í för með sér að tugmilljónir manna yrðu atvinnulausar. Hann benti á að stjórnvöld gætu hvorki sett fólkið á eftirlaun eða á guð og gaddinn. mörgu starfsfólki, illa rekin og haldið á floti með gífurlegum ríkisstyrkjum er mergsjúga óbeint önnur atvinnufyrirtæki landsins. Undanfarna tvo áratugi hafa ver- ið gerðar umbætur á vissum hlutum atvinnuveganna; mark- aðslögmálin ráða t.d. ferðinni í verslun með landbúnaðarafurðir. Á hinn bóginn hafa umrædd leka- byttufyrirtæki í iðnaði að mestu leyti verið látin í friði. Ástandið í efnahagsmálum Ungveija er nú þannig að miðað við höfðatölu skulda þeir meira erlendis, aðallega í Vestur-Evr- ópu, en nokkur önnur Austur- Evrópuþjóð og megnið af iðnfyrirtækjum þeirra getur ekki framleitt vörur sem vestrænar þjóðir vilja kaupa. í hálf-opinberri skýrslu, sem gerð var á þessu ári af ungversk- um sérfræðingum, var skýrt frá þeirri ótrúlegu staðreynd að Taiw- an selur iðnríkjunum þrisvar sinnum meira af ýmiss konar vél- búnaði en öll ríkin í Comecon (Efnahagsbandalagi kommúnist- aríkja) gera samanlagt. Meira að segja smáríkið Singapore selur meira af slíkum vörum til Vestur- landa en Sovétblokkin. Ungveijar eru stoltir af sögu- legri arfleifð sinni og það er þeim þess vegna áfall að sjá smáríki í Austur-Asíu ná tökum á iðnfram- leiðslu framtíðarinnar meðan eina örugga söluvara Ungveija á Vest- urlöndum eru matvæli. Spyrnt við fótum Síðan 1956 hefur fjórum sinn- um orðið pólitískt kreppuástand í Póllandi og verðhækkanir voru í öllum tilvikum dropinn sem fyllti mælinn. Breytingar á verðlagi í kommúnistaríkjum valda yfirleitt erfiðleikum og stundum stórfelld- um vandræðum. Þrátt fyrir þetta hafa kommúnistaleiðtogar Áust- ur-Evrópu reynt að finna leiðir til að láta framboð og eftirspurn eiga meiri þátt í verðmyndun í ríkjum sínum. Ungveijar hafa gengið lengst í þessum efnum og má nefna að tómatar, salat og epli eru nú seld á markaðsverði. Skrif- finnar stjórnvalda verðleggja þó flestar mikilvægar vörur og þjón- ustu og um þriðjungur ríkistekna fer til niðurgreiðslna. Niðurgreiðslurnar valda því að vísu að ýmsar daglegar nauðsynj- ar eru hræódýrar en á móti því vegur að skortur á sömu nauð- synjum er víða landlægur í kommúnistaríkjunum þótt ástandið hafí hvað þetta snertir verið með skásta móti í Ungveija- landi. Verðhækkanimar í síðustu viku eru fyrsta skrefið í margvíslegum, óvinsælum aðgerðum sem hafa það að markmiði að landsmenn aðlagi sig jámhörðum lögmálum markaðsbúskaparins. Atvinnu- leysi, lítið að vísu en samt ósvikið atvinnuleysi, er annað skref í sömu átt. Heimildir: The Observer, Time, The Economist. LEIKFANG HELGARINNAR Fugl sem blakar vængium og flýgur allt að 50 metra Verður selt í dag og á morgun á bensínstöðvum ESSO, Ártúnshöfða og SHELL, Vesturlandsvegi Vs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.